GÓPfréttir
forsíða

Ofvirkni-
vefurinn

Kjörþögli-
vefurinn


Erik Erikson:Childhood and Society
Um bernsku og samfélag

Þýðing á kafla úr bók eftir Erik Erikson í fjölrituðu námsefnissafni kennarans Sigrúnar Ágústsdóttur við Háskóla Íslands vorið 2005. Þar sem vísað er til upphafs þessarar greinar segir meðal annars:

Paladin - bók (þaðan er kaflinn ljósritaður). Fyrst prentað 1951. ISBN 0-586-08356-1

Útdráttur ritara og þýðanda (GÓP) er í vinstri dálki.

7. kafli

 

Útdráttur:

Eight Ages of Man

Átta þroskaþrep mannsins

Sá hluti sem hér er tekinn fyrir er frá bls. 222 til bls. 247.

Form-aukandi yfirlit - sjá neðst
Eftirmáli um von - viljastyrk - markmið - hæfni - trúmennsku - ást - umhyggju - dómgreind
H - tími:
þroska
              sjálfs-
heildun
<>
örvænt-
ing
G - tími:
fullorðins-
ár
            fram-
þróun
<>
stöðn-
un
 
F - tími:
yngri
fullorðins-
ár
          nánd
<>
ein-
angrun
   
E - tími:
gelgju-
skeið >
< unglingsár
        sjálfs-
mynd
<>
hlutverka-
rugl
     
D - tími:
bið-
tíminn
      iðju-
semi
<>
minni-
máttar-
kennd
       
C - tími:
hreyfinga >
< kynfæra
    frum-
kvæði
<>
sekt
         
B - tími:
vöðva >
< enda-
þarms
  sjálf-
stæði
<>
skömm
og efi
           
A - tími:
munn >
< skyn
grunn-
traust
<>
van-
traust
             
Mynd 12 1 2 3 4 5 6 7 8
Á skálínunni eru markaðir þeir persónuþættir sem eru í mótun á hverju æviskeiði. Hver nýr persónuþáttur sem kemur inn veldur nýjum innri átökum og við vinnslu með þau átök og við lausn þeirra bætist ný eigind við sjálfið, nýtt mark sem sýnir framþróun mannlegs styrkleika einstaklingsins. Undir skálínunni er rúm til að rita undanfara þessarar lausnar. Hver þeirra hefst á sínum byrjunartíma sem taflan sýnir. Yfir skálínunni er rými til að rita árangur þeirrar lausnar sem fæst úr þætti dálksins og hvernig hann hverfist saman við þroskann og þátt hans í sjálfsheild hins þroskaða manns.
A1. Bls. 222 Traust eða vantraust
 

Öryggi og óöryggi

 

Traustið verður til ef barnið býr við væntumþykju og virðingu fyrir því og þörfum þess og ástúð við tilraunum þess til að prófa heiminn jafnvel þótt bit þess geti reynst sársaukafull.

Fyrstu einkenni þess að barnið finni sig öruggt og í tryggum heimi koma fram þegar því er auðvelt að taka við mat, það sefur værum svefni og meltingin er átakalaus. Reynsla barnsins úr sameiginlegum aðgerðum þess og móðurinnar við inntöku fæðunnar og aðra umönnun hjálpar því að komast yfir þau óþægindi sem það upplifir vegna þess lítt þroskaða jafnvægisþols sem það fæðist með. Eftir því sem vökustundum þess fjölgar lærist því að eftir því sem það upplifir fleiri ævintýri skynfæranna fer það að finna til kunnugleika og skynjar tilfinningu innri velvilja. Ýmis þægindi verða kunnug svo og fólk sem tengist þeim og það fer einnig að greina og þekkja innri óþægindi og þarfir. Fyrsti félagslega afrek barnsins er þegar það getur látið móðurina hverfa sér úr augsýn án þess að gefa frá sér kvíðni- eða reiðihljóð vegna þess að það er orðið öruggt um hana og veit fyrir að hún muni koma aftur. Hún er orðin að öruggri og fyrirsjáanlegri innri eign þess. Slíkur stöðugleiki, samfelldni og endurtekning reynslu gefur frumlínur  sjálfs-tilfinningarinnar sem ég tel að byggist á því að til verður þekkt mengi munaðra og væntra skynjana sem eru tengdar ytra mengi kunnugra hluta og fólks.

Það sem við köllum traust er svipað því sem Therese Benedek hefur nefnt trúnaðartraust (confidence). Mér finnst heppilegt að nota orðið traust vegna þess að í því er barnslegri tónn og meiri gagnkvæmni. Hægt er að segja að barnið treysti án þess að þar þurfi að vera um trúnaðartraust að ræða. Auk þess fylgir það orðinu traust að þar er ekki aðeins um það að ræða að barnið hafi lært að reiða sig á að tiltekin atriði og atburðir endurtaki sig á svipaðan hátt og að umannendur virki eins og vænst er heldur einnig að það treysti sjálfu sér og líffærum sínum til að ráða við þær þarfir sem koma fram. Barnið líti á sjálft sig sem nógu traustvert til þess að umannendurnir þurfi ekki að óttast neitt óvænt nema þeir verði bitnir.

Hin stöðuga smökkun og prófun í samskiptum hins innra og þess ytra lenda á krossgötum þegar bit-tímabilið gengur yfir. Tennurnar valda innri verkjum og hinir ytri vinir veita enga hjálp eða draga sig frá því eina sem veitir líkn við þrautinni: því að bíta. Tanntakan sjálf virðist þó ekki valda öllum þeim afleiðingum sem oft eru við hana tengd. Eins og fyrr er dregið upp er barnið nú í þeim straumi að það er sífellt að átta sig að nokkru leyti á fleiru og fleiru en lendir æ meir í því að finnast sem sífellt hverfi frá það sem því þykir eftirkeppnisverðast - eins og geirvartan og brjóstið og umvefjandi umönnun og athygli móðurinnar. Tanntakan og tannæfingar virðast fá sérstaka merkingu og getur vel orðið fyrirmynd að sjálfkveljandi tilhneigingu með því að njóta eigin sársauka í hvert sinn sem það finnur sig ófært um að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt áfall og missi.

Rannsóknir á sálfræðilegum vandamálum leiða oft í ljós að grundvallartraust einstaklingsins hefur brostið og bilað og er ekki lengur til staðar. Það hefur líka sýnt sig að leiðin til lækningar hefur byggst á því að endurskapa og rækta traustið í hugarheimi sjúklingsins.

Á þessu fyrsta æviskeiði er talið að varnarviðbrögðin frávarp og innvarp mótist. Þau munu óhjákvæmilega setja mark sitt á einstaklinginn í lífinu.

Fyrst stóra verkefni sjálfs barnsins og hinna fullorðnu er að koma barninu í gegnum þessa fyrstu boða með óbilað traust.

Í meinafræðum sálarfræðinnar liggur beint við að rannsaka skort á trausti hjá ungbörnum með geðklofa og hjá fullorðnum sem draga sig inn í geðklofa og þunglyndi má sjá einkenni langtíma skorts á slíku trausti.  Komið hefur í ljós að grunnur lækningarinnar er fólginn í að búa til og efla þetta traust. Hverjar svo sem ástæður hafa verið fyrir hinu sálræna áfalli reynist frábrugðið hátterni og hvarf inn í eigin skel vera aðferð margra mjög veikra einstaklinga til að reyna að ná aftur félagslegri gagnkvæmni með því að reyna í sífellu á mörkin milli tilfinninga og hins áþreifanlega veruleika, milli orða og hinnar félagslegu merkingar.

Sálgreiningin gerir ráð fyrir að snemma greinist milli hins innra og hins ytra og þaðan stafi frávarp (a: sú árátta að eigna öðrum eigin hvatir, tilfinningar, o.s.frv., einkum ef þær valda kvíða eða eru á annan hátt óþægilegar. b: sú árátta að hlutgera huglæg fyrirbæri) og innvarp (sú árátta að eigna sjálfum sér einkenni, hugsanir og ætlanir annarra) sem síðan reynast okkar mest inngrónu og hættulegustu varnartæki. Í innvarpinu líður okkur og högum við okkur eins og ytri velvilji sé okkar innri trausta eign. Í fráhvarfinu upplifum við innri sorg sem einhvers annars hryggð. Við þykjumst vita af illum hugsunum hjá öðru fólki sem þó raun og veru eru aðeins til í okkar eigin höfði. Þessi tvö varnarkerfi. frávarpið og innvarpið, eru ætluð verða til og mótast eftir því sem við upplífum í frumbernsku þegar við vildum fyrir hvern mun að sársauki væri ytra en ánægja væri innra með okkur, ósk sem hlaut að láta undan vitnisburði aukins þroska og að lokum - skynsemi. Þessi varnarkerfi koma svo aftur til skjalanna - meira og minna eðlilega - í áföllum ástar, trausts og trúnaðar á fullorðinsárum og getur hjá fjölda þroskaðra einstaklinga valdið óraunhæfum viðhorfum til þeirra sem átt eru viðskipti við eða samkeppni af einhverju tagi.

Fyrsta stórhlutverk sjálfsins og þar með einnig þeirra sem annast barnið er að leggja öruggan og ævarandi grunn að lausninni á frumátökunum milli grundvallar trausts og grundvallar vantrausts. Samt er rétt að hafa í huga að það traust sem barnið ræktar með sér virðist ekki svo mjög háð matarmagni eða ástartjáningum heldur miklu frekar gæðum umönnunarinnar. Mæður móta í barninu tilfinningu fyrir trausti með þeim gæðum í umönnuninni sem samtvinnar næma tilfinningu fyrir og úrlausn á þörfum barnsins og staðfasta tilfinningu fyrir persónulega traustverðum samskiptum innan þess ramma sem tíðkast í samfélaginu. Þetta verður grunnurinn að þeirri tilfinningu barnsins sem það síðar tengir þeirri upplifun að vera í lagi, vera það sjálft og verða það sem aðrir vænta að það verði. Með þeim takmörkunum sem nefnd hafa verið að framan þar sem tiltekið er hvað hafa verður í huga við umönnun barnsins eru það þess vegna fá áföll á þessu æviskeiði og þeim sem á eftir koma sem barnið ekki ræður við ef áföllin leiða sífellt til nýrrar reynslu og viðameiri endurtekninga og sterkara samhengis í þróuninni í átt til þess marks að einstaklingurinn samlagast hinu ytra samfélagi. Foreldrar mega því ekki láta sér nægja að beita boðum og bönnum. Þeir verða líka að vera færir um að koma því til skila við barnið að það sé tilgangur í því sem þeir eru að gera. Þegar í óefni kemur þá verða börnin ekki taugaveikluð af áföllum heldur vegna skorts á skilningi á félagslegu samhengi þessara áfalla.

Strax á þessu æviskeiði byrjar barnið að finna: það var betra áður, að paradísin er að glatast.

Traust barnsins á sér spegil í trúarbrögðum samfélagsins sem í sjálfu sér eru erki-barnaleg en þó á einhverju fullorðinsplani.

Samfélaginu líður illa ef einstaklingar þess hafa mismunandi trú og einnig er hitt að þótt einstaklingi líði vel sem ekki aðhyllist trú samfélagsins getur það truflað hans nánustu, jafnvel börn hans sem hann þó gat tengt við sig trúnaðarböndum.

En jafnvel þótt allt gangi hér eins og best verður á kosið virðist á þessu æviskeiði varpast inn í sálarlífið (og verða að frumgerast) tilfinningin fyrir innra uppgjöri og aðskilnaði og hinni alþekktu fortíðarþrá eftir hinni glötuðu paradís. Grundvallartrasutið verður að standa allt þetta af sér, þessa tilfinningu fyrir því að hafa verið svipt því dýrmætasta, hafa verið skipt upp og loks skilið eftir.

Hvert æviþrep og áfall hefur sérstaka skírskotun til tiltekinnar undirstöðu samfélagsins. Þetta stafar af þeirri einföldu ástæðu að æfiferill mannsins og samfélagsgerð hans hafa þróast saman. Í þessum kafla getum við lítið meira gert en að nefna þá grunnstoð samfélagsins sem sem tengist viðkomandi þrepi. Þessi tenging er gagnkvæm. Maðurinn ber þessum stoðum leifar þess hugsunarháttar sem hann hafði í frumbernsku og í ákafa ungdómsáranna og hann fær frá þeim - svo lengi sem þeim tekst að viðhalda virkni sinni - staðfestingu á bernskulegum framgangi sínum.

Trú foreldranna sem styður það traust sem vaknar í brjósti ungabarnsins hefur um aldir sótt styrk sinn í trúarstofnanir. - og þar lika oft fundið sinn versta óvin. Traust sem til verður af umönnun er í raun mælikvarði á virkni tiltekinna trúarbragða. Öllum trúarbrögðum er það sameiginlegt að gefa sig barnalega á vald æðri stjórnanda eða stjórnendum sem útdeila jarðargæðum og heilnæmi andans. Eftir fylgir lýsing á smæð mannsins, lítilvægi hans og auðmýkingu, viðurkenningu í bænum og söng á misgjörðum og illum hugsunum og ákafri innri þrá eftir því að fá að sameinast hinni guðlegu leiðsögn og loks þeirri hugljómun að traust einstaklingsins hljóti að verða að vera hin almenna trú og vantraust einstaklingsins skilgreinist sameiginlega sem ill og einstaklingurinn reisist frá því illa með því að taka þátt í trúarhefðum fjöldans og sýna tákn traustverleika í samfélaginu.

{Þetta er hin samfélagslega og félagssálfræðilega hlið trúarinnar. Mótsagnakennd tengsl hennar við hugmyndir einstaklinganna er nokkuð sem alls ekki má gera lítið úr (sjá Young Man Luther). E.H.E.}

Við höfum áður lýst hvernig ættflokkar sem kljást við tiltekin náttúrufyrirbæri þróa með sér sameiginlega töfra sem virðast gera vel við hina yfirnáttúrulegu stjórnendur framboðs matar og gæfu rétt eins og þeir væru reiðir og þyrftu að blíðkast með bænum og sjálfspyntingum. Frumstæð trúarbrögð, sem liggja alltaf undir sem grunnur allra trúarbragða, og undirliggjandi trú einstaklingsins uppfull af tilraunum til að friðþægja fyrir óljósar misgerðir við móðernið og til að byggja upp aftur trú á ágæti eigin óska og á velvild afla veraldarinnar.

Sérhvert samfélag og sérhvert æviskeið þarf að finna eigið stofnunarform fyrir tilbeiðslu sem dregur sér kraft frá heimsmynd sinni - allt frá forlagatrú til frjálshyggju. Læknisfræðileg athugun getur aðeins staðfest að margir eru stoltir af því vera engri trú háðir en eiga börn sem þola þeim það ekki. Margir virðast hlaðast orku og trú við þátttöku í félagsstörfum eða vísindarannsóknum og svo eru aðrir sem játa trú en útbreiða í raunveruleikanum vantraust bæði á líf og lýð. 

B2. Bls. 226 Sjálfstæði eða efi og vantrú
Hugtakið: tilfinning

Barnið þroskast og kemst brátt í þá aðstöðu að það verður að ákveða hvort það gerir eitt frekar en annað. Það verður að velja.

Afar mikilvægt er að hið fullorðna aðhald sé styrkt, styðjandi og samkvæmt sjálfu sér.

Hér er lagður grunnur að velferð eða óhappaferð barnsins

Þegar við lýsum vexti og áföllum einstaklinganna sem runu breytilegra grunnviðhorfa svo sem traust og vantraust, grípum við til hugtaksins tilfinning þó að til dæmis heilbrigðistilfinning og vanheilsutilfinning sýni að orðið tilfinning leggist yfir bæði yfirborðið og undirstöðuna, grunnt og djúpt, meðvitað og ómeðvitað. Það verður um leið að aðferð til að upplifa með aðferðum íhugunar og sjálfskoðunar, aðferðir til að haga sér, sýnilegt öðrum og ómeðvituð innri staða getur þar með orðið viðfangsefni prófunar og greiningar. Það er mikilvægt að halda þessum þremur víddum í huga þegar við höldum hér áfram.

Vöðvaþroskinn færir barnið fram til þess að það hlýtur að gera tilraunir með gagnstæðu viðbrögðin: að halda og að sleppa. Þessar tilraunir geta leitt til annaðhvort mótþróa eða væntingar um jákvæð viðbrögð og góða samvinnu á sama hátt og allar aðrar tveggja kosta tilraunir. Þannig getur tregðan við að sleppa leitt til niðurrifs og hömlunar en það getur líka leitt til umhyggju og gæslu, að hafa og eiga. Sá sem venst því að sleppa getur fundið sig knúinn til að sleppa líka lausum niðurrifshugmyndum og neikvæðum framkvæmdum en hann getur líka þróað með sér það viðhorf að líta með rósemd á þróun slíkra mála og láta þau fram hjá sér fara, skipta sér ekki af þeim.

Af þessum ástæðum verður ytri stýring að vera bæði styrk og styðjandi. Ungbarnið þarf að öðlast þá tilfinningu að sú grundvallar trú og traust á tilveruna, sem er dýrmæti arfur þess frá upphlaupum munn- og matarskeiðsins, verði ekki í uppnámi vegna tíðra kúvendinga þess þegar það vill eiga þess kost að velja og sýna að það er það sem hefur valið og sitja þrjóskt við sinn keip. Hlýleg ákveðni í aðhaldi þarf að vernda það svo að þess óþroskaða kostagreining ýti því ekki yfir í stjórnleysi þar sem það geti ekki gert upp á milli þess sem það vill halda og hins sem það vill sleppa. Ytri stuðningur þarf að gefa því færi á að standa á eigin fótum án þess að upplifa óþarfar og tilgangslausar persónulegar hneisur og byrjandi efa um sjálft sig.

Ef illa tekst til tekur barnið að efast um hæfni sína til að gera umhverfinu til geðs og telja sig óhæft, vont og illt. Sjálfsefinn tekur völdin. Sjálfsefinn er nokkuð sem við þekkjum vel. Ef barnið fær ekki að þróa getu sína og vilja til að velja og hafna í hlýju öryggi - eða hefur jafnvel áður hlotið það reiðarslag að glata traustinu úr brjósti sér - þá mun það snúa gegn sjálfu sér öllum spjótum sínum og kröftum til mismununar og úthugsaðrar ráðskunar. Það mun ráðskast með sjálft sig og þróa með sér bráðgeran þroska. Í stað þess að taka hluti og viðfangsefni til skoðunar og athugunar með því að framkvæma kannanir aftur og aftur mun það verða upptekið af sinni eigin endurtekningu. Með slíkri þráhyggju lærist því að ná aftur tökum á umhverfinu og ná völdum með þrjósku og smámunasemi þar sem það sér ekki og skynjar ekki hina stærri samhjálpandi reglu. Slíkir innantómir sigrar eru smábarnsútgáfan af áráttu og þráhyggju hegðun. Þeir eru jafnframt grunnurinn að tilraunum þess á fullorðinsaldri til að ráða með bókstafsreglum í stað yfirsýnar og heildarhagsmuna.
Skammir eru örugg aðferð til að eyðileggja framtíð barns.

Tilfinning hneisu og skammar má ekki festast í huga barnsins

 

Hneisa og skömmusta er tilfinning sem ekki hefur verið nægilega könnuð vegna þess að í okkar menningu er henni svo oft og svo léttilega blandað saman við hugtakið sekt. Skömmusta inniber þá tilfinningu að það hafi verið flett ofan af manni og allir séu að horfa á mann. Sá sem ber skömmustu í brjósti, skammast sín, hugur hans hverfist um hneisu sína og hann er gagnsýrður af sjálfsvitund. Hann er öllum sýnilegur en vildi helst vera ósýnilegur. Okkur dreymir skömmustutilfinninguna þegar okkur finnst við vera  miðpunktur athyglinnar en vera á náttfötunum eða með buxurnar á hælunum. Mjög snemma bregðast börnin við skömmustutilfinningunni með því að byrgja andlitið í höndum sér eða langa helst til að sökkva niður í jörðina. Þetta tel ég hins vegar að sé í raunveruleikanum reiði sem snúið er gegn sjálfinu. sá sem skammast sín mundi helst vilja neyða heiminn til að hætta að horfa á sig og hætta að taka eftir því að hann stendur berskjöldugur á almannafæri. Hann mundi helst vilja útmá augu heimsins. Það getur hann ekki og þess vegna ræðst hann gegn eigin sjón með því að halda fyrir augun. Þetta ferli er mjög notað í skamma-aðferðinni sem er uppeldis- og fræðsluaðferð sem mikið er notuð af  frumstæðu fólki. Sýnileg skömm kemur á undan sektartilfinningunni sem er tilfinning um eigin vonsku og þá tilfinningu á sjálfið eitt og útaf fyrir sig einmitt þegar enginn er nærstaddur og allt er hljótt - nema rödd yfirsjálfsins. Slík skömmusta nýtir sér vaxandi tilfinningu barnsins fyrir því að það sé lítið, tilfinningu sem aðeins magnast þegar barnið ber sig saman við aðra og tekur fyrst og að lokum eingöngu eftir þeim atriðum þar sem það telur sér trú um að það sé öðrum síðra.

Mikil skömmun leiðir ekki til einlægrar virðingar og siðsemi heldur til leynilegs ásetnings um að komast sem auðveldast hjá þeim kröfum sem haldið er uppi, óséð - ef það þá ekki kemst upp og endar í þrjósku, óskammfeilni og ósvífni. Til er amerískur söngur þar sem morðingi bíður gálgans þar sem hann skal hengjast að öllum ásjáandi en í stað þess að finna til sektar og sjá sanngirni refsingarinnar byrjar hann að húðskamma áhorfendurna og lýkur hverri setningu með orðunum Guð myrkvi augu ykkar. Margt lítið barn, sem hefur orðið fyrir óbærilegum skömmum, getur verið orðið fast í hugsunum þar sem það klifar í sífellu svipaðar bölbænir - án þess að hafa þó hugrekki eða orðaforða til að segja þær upphátt. Með þessari sláandi samlíkingu er hér verið að undirstrika að því eru takmörk sett sem barn, í frumbernsku eða síðar á ævinni, getur sætt sig við og haldið út þegar að því er hrópað að það skuli skilja að sjálf þess, líkami, óskir og draumar séu óhrein og af hinu illa og þá líka eru takmörk sett úthaldi þess í að trúa á óskeikulleika þeirra sem hella yfir það slíkum dómum. Það er mjög líklegt að það snúi hlutunum á haus og telji hið illa einungis vera fólgið í því að hinir séu til staðar. Það muni aftur ná áttum þegar þeir fari burt eða þegar það yfirgefi þá.

Sjálfsefinn er bróðir hneisunnar.

Hneisan er dóttir refsingarinnar sem upplifist sem eitthvert stig flengingar

Staðfestingar þessara tenginga fást bæði við læknisfræðilegar rannsóknir og úr daglegu tali venjulegs fullorðins fólks.

Efinn er bróðir hneisunnar og skammarinnar. Með tilliti til þess að skömmin tengist tilfinningunni að vera afhjúpaður og allra skotspónn hafa læknisfræðilegar athuganir mínar leitt til þeirrar ályktunar að efinn tengist afar sterklega því að hafa framhlið og bakhlið og alveg sérstaklega afturenda. Þessi bakhluti líkamans getur orðið ofurseldur öðrum þótt barnið skilji ekki hin kynlæga brennipunkt í endaþarmi og rasskinnum. Afurendinn verður dimma heimsálfa litlu verunnar, svæði á líkamanum sem árásaraðilar geta athafnað sig að vild og lýst því sem þar kemur út sem illu og ljótu þótt það hafi upplifað létti og sátt þegar það hafði hægðir. Þessi djúpa grunsemd um að sjálfsefi kunni að eiga rétt á sér um allt sem búið er og gert og eftir skilið mótar grunninn að síðari hugsunaráráttu með efasemdum um sjálfið og líkamann. Á fullorðinsárum kemur þetta fram í ofsóknarkvíða fyrir duldum ofsækjendum og leynilegum ofsóknum sem koma ógnandi að afturendanum eða jafnvel frá honum.

Þessi átök munu því setja mark sitt á hlutföllin milli ástar og haturs, milli samvinnu, sáttfýsi, frelsis og sjálfstjáningar og hins vegar bælingar alls þessa. Nái barnið þeirri tilfinningu að það hafi sjálfsstjórn án þess að glata sjálfsvirðingu sinni leiðir það til traustrar og langvarandi tilfinngar um góðsemi og prýði. Fái það hins vegar á tilfinninguna að það sé leiksoppur annarra sem ráðskist með það vex með því sú langvarandi tilfinning að það sé til skammar og það sé réttmætt að efast um ágæti þess.

Einhverjir kynnu að telja að neikvæða hlið þessara þroskaþrepa sé máluð of dökkum litum. Þeir skyldu þó ekki gleyma því að hér er ekki aðeins um að ræða ályktanir dregnar af læknisfræðilegum rannsóknum. Fullorðnir einstaklingar, sem virðast hafa náð eðlilegum þroska og ekki vera haldnir geðrænum vanda, láta í ljós sterkan vilja til að forðast hugsanlegar hneisur þar sem þeir kunni að verða sér til skammar og þeir láta einnig í ljós áhyggjur af því að vegið verði að þeim aftan frá sem ekki er bara afar óraunhæft og í andstöðu við það sem þeir gjörþekkja heldur getur það einnig reynst örlagaríkt ef þaðan afleiddar tilfinningar fara til dæmis að hafa áhrif á þjóðflokkaágreining og alþjóðastjórnmál.

Jákvætt réttlætisnám barnsins við að velja og hafna skilar samfélaginu einstaklingi sem styður það skipulag sem er við lýði - svo lengi sem einstaklingnum þykir það með sama hætti réttlátt. Hér að framan var grunn-traust tengt trúarstofnunum viðkomandi samfélags. Hin langvarandi þörf einstaklingsins fyrir það að vilji hans sé staðfestur og viðurkenndur á mælikvarða fullorðinna hefur sín samsvarandi stofnanatengsl við lög og reglur samfélagsins. Þetta á jafnt við um vild hans og takmarkanir, réttindi hans og skyldur í hinu daglega lífi eins og um málaferli fyrir æðstu dómstólum, heima og erlendis. Þegar velviljað barn upplifir sanngjarna sjálfsvirðingu og lögmætt sjálfstæði hinna fullorðnu í umhverfinu öðlast það traust á því að sú tegund sjálfstæðis sem það hefur öðlast í frumbernsku muni ekki leiða það í gildrur sjálfsefa og skömmustu síðar á ævinni. Með þeim hætti skilar sjálfstæði ungabarnsins með sinni jákvæðu þróun í tímanna takti, barninu til fullorðinsára þannig að það er tilbúið til að varðveita, þjóna og fá þjónustu fjármála- og stjórnmálasviða samfélagsins - innan ramma réttlætisins.
C3. Bls. 229 Frumkvæði eða sektarkennd
Þegar barnið kynnist frumkvæðis-tilfinningunni verður hjá því nokkurs konar opinberun.

Frumkvæði þarf til allra verka, einfaldra og flókinna, jákvæðra og neikvæðra.

Á öllum þroskastigum barnsins upplifir það sífelld kraftaverk nýrra ævintýra þar sem tilfinning þess fyllist nýjum vonum og væntingum og nýrri ábyrgð á öllu í umhverfinu. Þetta er upplifun þess á hinum gagntakandi eiginleikum frumkvæðisins. Skilyrði þessarar tilfinningar og þessara eiginleika eru alltaf á sama veg: barnið stendur frammi fyrir vanda, þýðingarmiklu úrlausnarefni, og fálmar sig áfram í meiri og minni blindni til lausnar og barnið virðist það á einhver hátt vaxa, bæði í sjálfi og líkama. Það virðist vera meira það sjálft, kærleiksríkara og háleitara í ákvörðunum sínum, virkara sjálft og meira hvetjandi við aðra. Það hefur nóg af aukamætti sem leyfir því að gleyma fljótt mistökum og gerir því óhætt og fært að takast enn hiklausar og enn markvissar á við ný viðfangsefni sem því þá sýnast spennandi og eftirsóknarverð, jafnvel þótt því sé ljóst að þar á geti verið varasamar og jafnvel hættulegar hliðar. Frumkvæðið bætir við sjálfstæðið eiginleika þess að takast eitthvað á hendur, leggja það niður fyrir sér og láta til skarar skríða í því skyni að vera að og gera eitthvað í málinu, í stað þess að áður - á fyrra stigi - var það þrái og einþykkni sem oftast kom barninu í einhverja sjálfstæðisþrjósku. 

Vissulega er það svo að fjölmargir leggja ameríska iðnaðarmerkingu í orðið frumkvæði. Engu að síður er frumkvæði órjúfanlegur hluti hverrar framkvæmdar sem ekki verður undan skilinn hvort sem menn starfa við að safna ávöxtum eða stýra fjárfestingum.

Þegar barnið fer að reyna að ganga og er á því stigi að uppgötva kynfæri sín vex því ásmegin við það sem það tekur sér fyrir hendur og í fyrstu aðeins til þess að vera að gera eitthvað. Á því er engin einfaldari lýsing. Það miðlar ánægjunni við að ráðast til aðgerðar og takast.  Hjá drengjum verður áherslan einkum á þrýsti-verkum og köstum en hjá stúlkunum í aðferðum við að taka á móti og grípa og í að gera sig geðþekkari og meira aðlaðandi.

Frumkvæði knýr barnið oft til framkvæmda sem ekki falla að óskum annarra.

Mikilvægt er að taka á slíkum árekstrum þannig að barnið komist heilt og ánægt frá þeim.

Tilurð frumkvæðisinis kallar jafnframt á tilurð tvískiptrar hugsunar, smábarnshluta sem framkvæmir og foreldrishluta sem hefur eftirlit.

Hættan er nú á því að mistök á þessu stigi veki með barninu sektarkennd og sjálfsefa og jafnvel sjálfs-fordæmingu.

Hættan sem steðjar að barninu á þessu þroskastigi er sektarkennd vegna þeirra markmiða sem það setur sér og þeirra aðferða og framkvæmda sem það grípur til í sinni miklu gleði yfir hinni nýju líkamlegu hreyfifærni og auknu getu til að hugsa og skilja. Geta þess til að hreyfa til hluti og þröngva sér fram verður fljótt miklu meiri heldur en getan til að stjórna sjálfu sér og sjá fyrir afleiðingar og þar með koma til ytri öfl, stundum önnur börn eða systkini og stundum fullorðna fólkið, og grípa inn í og standa í vegi fyrir því að barnið nái fram sinni fyrirætlun. Sjálfstæðið eitt og sér miðar fyrst og fremst að því að halda öðrum keppinautum frá og getur því leitt til reiðikasta sem oftast beinast að yngri systkinum sem standa í veginum. Frumkvæði hins vegar felur í sér fyrirsjón. Barnið gerir ráð fyrir að þeir sem reynist á fleti fyrir muni neyta ýmissa og oft mjög öflugra ráða til að verja stöðu sína og halda þannig þeirri stöðu sem frumkvæðið beinir því að. Smábarnsafbrýðin og metingurinn, sem oft er mjög bitur en um leið að langmestu leyti árangurslaus tilraun til að marka sér ótvírætt yfirráðasvæði, kemst nú í hámark í lokastríðinu við móðurina um uppáhalds aðstöðu. Þetta stríð tapast að venju og leiðir til uppgjafar, sektartilfinningar og kvíða. Barnið hverfur inn í draumóra um að það sé risi og tígrisdýr en þegar svefninn kemur koma draumar þar sem það hleypur í örvæntingu til að bjarga sér úr hættum. Þetta er með öðrum orðum það þroskastig þegar vönunar-áráttan kemur til sögunar, hinn magnaði ótti um að kynfærin, sem nú hafa dregið enn frekar að sér athyglina, skaðist í refsingarskyni fyrir það sem barnið hefur upp hugsað í ákafa sínum.

Ungabarnsins vaknandi kynvitund og forboðið við kynleikjum systkinia, vönunar áráttan og yfirsjálfið, allt þetta sameinast um að draga fram hinn sérmanneskjulega vanda sem um leið knýr barnið til að snúast frá sinni fyrri kynlausu tengingu við foreldra sína og hefja hina hægfara þróun til þess að verða sjálft foreldri í fyllingu tímans og bera siði og venjur samfélagsins til eigin afkomenda. Hér verða mögnuðustu skilin og áhrifamestu umbreytingarnar í orkustöð tilfinningalífsins skilin á milli mannlegrar reisnar og mannlegs ömurleika. Héðan í frá verður barnið með tvískipta hugsun. Þau sjálfsprottnu hugmyndabrot sem áður höfðu eflt hugarþroska og vöxt líkama smábarnsins deilast nú í smábarnshluta sem hlúir að og hvetur til framkvæmda sem efla vöxt og viðgang hugar og handar og í foreldrishluta sem styður og eflir sjálfs-eftirlit og sjálfs-athugun, sjálfs-leiðbeiningu og sjálfs-refsingar.

Hér er vandamálið fólgið í því hvernig til tekst með gagnvirka leiðréttingu. Um leið og barnið, sem nú er svo reiðubúið til að ráðskast með sjálft sig, fer að þroska með sér tilfinningu fyrir siðferðislegri ábyrgð, þannig að það fer að átta sig á fyrirkomulagi, venjum og hlutverkum sem leyfa því ábyrga þátttöku, fer það líka að finna ánægju við að takast að beit atólum og tækjum, handleika markverð tæki og annast yngri systkini.

Margar skoðaðar stoðir eru undir þeirri ályktun að á þessu þroskastigi verði oft til grunnur að geðvanda sem einstaklingurinn festist í. Að sjálfsögðu er foreldrishluti hugsunarinnar smábarnalegur í fyrstu. Sú staðreynd að vitund og samviska mannsins er að hluta til föst á ungbarnastiginu allt lífið er í sjálfu sér kjarni hins mannlega harmleiks. Yfirsjálf barnsins getur verið frumstætt, grimmt og óbilgjarnt eins og sjá má þegar börn ofstýra og ofhamla sjálfum sér allt fram á brún sjálfseyðingar, þróa með sér ofurhlýðni og miklu bókstaflegri heldur en foreldrið hafði nokkru sinni óskað eftir að innleiða, eða þegar þau þróa með sér djúp afturhvörf og langvarandi gremju og vanþóknun vegna þess að foreldrið náði ekki að uppfylla kröfur hinnar nýju vitundar. Það tilfinningastríð sem stendur einna dýpstum rótum er hatrið til foreldris sem var fyrirmynd í æsku og skapari yfirsjálfs barnsins en á einhvern máta var síðar fundið reyna að sleppa með misgjörð sem barnið getur ekki lengur þolað sjálft sig gera. Sú grunsemi og undansláttur sem þannig blandast við allt-eða-ekkert-eiginleika yfirsjálfsins, þessa tækis siðferðilegrar hefðar, gerir hin siðaða og siðferðispredikandi mann að meiri hættu sínu eigin sjálfi heldur en samferðamönnum hans.

Í geðvanda fullorðinna koma leifar frumkvæðisátakanna fram annað hvort sem ákafri neitun sem veldur bælingu óskarinnar og afnámi þess líffæris sem hlut átti að - með lömun, hindrun eða getuleysi, eða sem ofur-uppbætandi sýning, þar sem hans heilagleiki , sem svo gjarnan mundi vilja sökkva í sandinn, þvert á móti réttir fram höfuð og háls. Einnig er algengt að einstaklingurinn sökkvi í sálgeðrænan vanda. Það er eins og menningin hafi gert manninum að yfir-auglýsa sjálfan sig til þess að hann samsami sig og semja sig svo að sinni eigin auglýsingu að einungis veikindi geti boðið honum undankomuleið.

Vissulega er margt varhugavert sem hér getur orðið og margt ankannalegt sem barnið getur fest sig í til æviloka.

Þetta þroskastig er samt jafnframt upphaf bjartra vona og barnið er námfúst og vill svo gjarnan læra og gera vel það sem hinn fullorðni kennir.

En hér megum við ekki aðeins hugsa um geðsýkiseinkenni einstaklingsins heldur einnig um hina öflugu reiði-vél sem halda þarf í skefjum á þessu þroskaskeiði alveg á sama hátt og margar yndislegustu vonirnar og dýrlegustu órarnir eru teknir niður, reyrðir og hindraðir. Þetta leiðir til siðferðilegrar sjálfumgleði, sem oft er höfuðumbunin til sjálfsins fyrir sitt sjálfmetna ágæti, og getur síðar verið snúið með alveg óþolandi hætti að öðru fólki sem vakandi siðferðiseftirlit, þannig að það verða hömlur og bönn sem ráða framkomunni en ekki leiðbeining frumkvæðisins. Á hinn bóginn er jafnvel frumkvæði hins siðvanda manns getur sprengt af sér sjálfshömlurnar og gert öðrum sitt og hvað sem hann aldrei mundi líða sjálfum sér né öðrum að gera gegn sér og sinni fjölskyldu.

Þegar skoðaðar eru hinar mörgu hættuslóðir á langri barnæsku mannsins er gott að líta til baka til leiðarvísisins um þroskaþrepin og á möguleikana til að leiða og liðsinna unga fólkinu - á meðan það er ungt. Það er hér sem við sjáum aftur að það er einmitt á þessum ævitíma sem barnið er áfjáðast í að læra bæði fljótt og vel og verða stærra í þeim skilningi að geta tekið sinn skerf af skyldum og verkefnum. Það er ákaft og fært um að vinna í hópi, taka þátt í verkefnum með öðrum börnum til að skipuleggja og búa til, og það vill hagnýta sér kennslu kennarans og það vill upphugsa hina fullkomnu fyrirmynd og reyna að líkjast henni. Það er auðvitað áfram í samsömun við samkynja foreldri sitt en um sinn leitar það færa tiil að láta verkahlut sinn skapa sér frumkvæði án of mikils ungbarna-áreksturs eða krosskynjaðs samviskubits en hins vegar raunhæfari sjálfsskilgreiningu grundvallaðri á jöfnuðaranda sem það hefur fundið leika um sig og aðra þátttakendur í samstarfsverkefnum. Hins ber líka að gæta að hið krosskynjaða þroskaþrep (Ödipal stage) leiðir ekki aðeins til andsnúinnar siðferðiskenndar sem þrengir sjóndeildarhring hins leyfilega heldur setur það einnig stefnuna á vit hins mögulega og geranlega sem leyfir draumum ungbarnsins að tengjast markmiðum fullorðins-lífsins. Stofnanir samfélagsins bjóða því börnum á þessu þroskastigi einfaldar fyrirmyndir í formi auðkennanlegra fullorðinsímynda sem þekkjast af einkennisbúningum, sérhæfð störfum eða öðru sem heillar nóg til að komast í stað hetjunnar í myndabókinni og ævintýrinu.

D4. Bls. 232 Iðjusemi eða minnimáttarkennd
Þegar barnið er orðið fært um að stjórna sér og hefur skynjað frumkvæðið og er orðið leikið í höndum og fært til ferðar hefst náms-skeiðið í samfélaginu.

Barnið hefur þroskast svo að það stendur á þröskuldi þess að teljast til fullorðinna og verða foreldri - en þessi verðandi er í neðanjarðar-þroska og er haldið í skefjum á meðan þetta skeið varir.

Þroski barnsins virðist nægur til að leggja af stað út í lífið - nema að það líf hlýtur fyrst að vera skólalíf, hvort sem skólinn er akurinn, frumskógurinn eða bekkur í skólahúsi. Barnið hlýtur að gleyma fyrri vonum og væntingum og í staðinn reyrist að frjóum huga þess með þrengjandi þjálfun og æfingu í notkun ópersónulegra atriða - jafnvel að lesa, skrifa og reikna.  Þannig þarf barnið, sem þegar er í frumdráttum búið undir að verða foreldri, getur orðið líffræðilegt foreldri verður það að byrja með því að gerast vinnumaður og ígildi fyrirvinnu. Á komandi duldarskeiði gleymir hið eðlilega barn, eða heldur frá huga sínum, nauðsyn sinni á að mannast með beinum hætti eða vera foreldri við fyrsta tækifæri. Þess í stað lærir það afla sér viðurkenningar með því að búa hluti til. Það hefur náð færni á fyrra sviðinu þegar það þurfti að þreifa sig áfram og leita tækja, leiða og lausna og það hefur náð tökum á líffærum sínum.  Því hefur skilist að það muni ekki geta átt raunhæfa framtíð í maga fjölskyldunnar og þess vegna hefur það gefið sig á vald þeirri leikni og þeim verkefnum sem það finnur að því eru sett og taka langt fram leikjaþörf hugans og eftirsóttri hreyfiþörf líkamans. Það fellir sig að nokkurs konar iðju með því að undirgangast hlutbundin tækjalögmál. Það getur orðið ákafur og áhugasamur hluti samstarfshóps. Löngunin til að vinna að verki og ljúka því verður að takmarki sem hægt og bítandi verður yfirsterkara lönguninni til leikja og uppátækja. Mörk sjálfsins víkka og innan þeirra verða nú meðtalin tæki þess og leikni. Vinnulögmálið (Ives Hendrick) kennir honum gleði verklokanna sem fylgir stöðugri athygli og staðfastri iðjusemi. Öll menningarsamfélög hljóta börn á þessum aldri einhverja markvissa tilsögn enda þótt, eins og sést með ameríska indíánann, það sé alls ekki alltaf í þeirri tegund skóla sem læst fólk hlýtur að skipuleggja með sérlærðum kennurum sem hafa lært hverna kenna skal læsi. Í samfélögum þar sem læsi er enn ekki komið til skjalanna og þar sem með ólæsihætti er unnið er að lausn viðfangsefna er mjög mikið lært af fullorðnum sem verða þannig kennarar vegna eiginleika og áhuga fremur en vegna þess að þeir hafi verið valdir til kennslunnar, og ef til vill er mestur hluti námsins fólgin í tileinkunn eftir eldri börnum. Á þennan hátt er frumtæknin þróuð. Barninu lærist að handleika tækin, verkfærin og vopnin sem fullorðna fólkið notar. Læs þjóðfélög greina starfa sína með sérgreindari hætti og verða að undirbúa barnið með því að gera það læst á texta og tölur, gefa því svo breiða menntun að það eigi sem flesta mismunandi möguleika til þess framhaldsnáms og þeirra starfa sem því hugnast. Eftir því sem sérhæfingin verður ruglingslegri renna markmið frumkvæðisins meira saman og eftir því sem raunveruleiki samfélagsins verður flóknari þeim mun ógreinilegra og fjarlægara verður föður- og móðurhlutverkið. Skólinn virðist verða menningarsamfélag útaf fyrir sig með sínum eigin markmiðum og takmörkunum, ávinningum og vonbrigðum.
Takist að liðsinna barninu svo að það nái tökum á viðfangsefnunum er það á góðri leið.Mistakist sú leið-beining er yfirleitt illt í efni, barnið vantreystir sér, hættir að trúa á sjálft sig og fellur til baka inn í hin lakari viðbrögð fyrri stiga Á þessu skeiði liggja hætturnar í vanmetakennd og minnimáttarkennd. Ef barnið örvæntir um færni sína í meðhöndlun tækja og tóla og stöðu sína í samstarfshópnum getur svo farið að það vogi sér ekki að telja sig til þess hóps og afskrifi sig frá þeim verkhluta veraldarinnar. Glati það voninni um að sér heppnist og nái sér á strik þá er hætt við að það dragi sig burt frá sókn eftir leikni og snilld í meðferð tækja og tóla og inn í togstreitu krosstengslanna (Ödipal) í fjölskyldunni. Barnið örvæntir um hæfni sína í tækjaveröldinni og um dug líffæra sinna og telur sog dæmt til meðalmennsku og getuleysis. Á þessum krossgötum er hið ytra samfélag að byrja að opna barninu leiðir til skilja hlutverkin sem því standa til boða í störfum að tækni og fjármálum.Margt barnið verður illa úti þegar fjölskyldu þess hefur mistekist að undirbúa það undir skólalífið eða skólalífinu mistekst að styðja og styrkja vonir og væntingar fyrri þroskastiga.

Í þessari umfjöllun um þróun tilfinningarinnar fyrir iðjusemi hefur verið vísað til ytri og innri hindrana í hagnýtingu nýrrar færni og getu en ekki til þess að mannlegar tilhneigingar verði öflugri og erfiðari eða bæld reiði brjótist upp við það að barninu finnst það rekast á veggi. Þetta þroskastig er ólíkt þeim fyrri í því að hér er ekki um að ræða að innri ólga er beisluð og barninu lærist að nýta hana með nýrri snilld. Freud kallar þetta biðstigið (the latency stage) vegna þess að þá eru sterkar hvatir venjulega undir yfirborðinu svo sem eins og í nokkrum dvala. Það er hins vegar aðeins lognið á undan stormi unglingsáranna þegar allar fyrri hvatir koma upp aftur í nýrri fléttu og þá undir kynlægri stjórn.

Þetta er ekki félagslega afgerandi stig því að innri öfl eru í nokkurs konar haldi og nú er lognið undan stormi unglingsáranna.Takist ekki vel til nú getur einstaklingurinn orðið gagnrýnislaus og leiðitamur. Á hinn bóginn er hér ekki um að ræða félagslega afgerandi stig. Þar sem iðjusemi táknar störf að verkefnum og framkvæmdum í samvinnu við aðra er hér um að ræða fyrstu kynni af verkaskiptingu og ólíkum tækifærum sem er tækniandi samfélagins. Hér hefur verið nefnd sú hætta sem steðjar að barninu og samfélaginu þegar barnið fer að finna að það sé hörundslitur þess, forsaga foreldra þess eða klæðnaður þess hafi meira að segja heldur en ósk þess og vilji til náms þegar nám hans verður metið og þar með tilfinning hans fyrir sjálfum sér og því sem hann stendur fyrir, sjálfsmynd hans - sem næst verður fjallað um. Það er hins vegar önnur grundvallarhætta sem vofir yfir. Það er hemill einstaklingsins á sjálfan sig og eigin takmörkun á yfirsýn og viðhorfum með því að taka aðeins tillit til vinnu sinnar og verka í burtrekstri sínum frá paradís - svo vitnað sé til biblíunnar. Ef hann aðeins telur ekkert neins virði nema það sem hann sjálfur vinnur og skapar og að það sem virkar sé eini mælikvarðinn á það sem skipti máli getur hann orðið gagnrýnislaus og hugsunarlaus þræll tækninnar og þeirra sem eru í aðstöðu til að hagnast á henni.
E5. Bls. 234 Sjálfsmynd eða sjálfsrugl
Sjálfsmyndin mótast í ólgusjó tilfinninga og líkamsbreytinga þar sem fyrri þroskaþættir, þekking og færni lenda í nýrri fléttu undir hvikulli yfir-stjórn vaxandi styrkleika kynkenndarinnar.

Sjálfsmyndin skýrist hægt og hægt og hver þáttur hennar er prófaður til svo mikillar hlítar sem unnt er.

Með góðri byrjun tengslanna við veröld tækja og tækni og með byrjun gelgjuskeiðsins lýkur hinni eiginlegu barnæsku. Unglingsárin fara í hönd. Á unglings- og kynþroskaskeiði eru þó hin fyrr fengnu gildi aftur til gagngerðrar endurskoðunar vegna þess hversu líkaminn breytist ört, rétt eins og á fyrstu æviárunum, og vegna hinnar nýju viðbótar, kynþroskans. Unglingurinn sem nú er í hröðum vexti og örum þroska fullur innri ólgu og með æ gleggri mynd af þeim samfélagslegu hlutverkum sem hann senn verður að gegna er nú allt í eunu fyrst og fremst upptekinn af því hvernig hann lítur út í augum annarra í samanburði við það hvernig honum finnst sjálfum hann vera, og við það, hvernig hann á að fara að tengja þau hlutverk og þá leikni sem honum áður hafa verið handgengin við hin starfslegu viðfangsefni dagsins. Í leit sinni að nýrri samfelldni og innri einingu þarf unglingurinn að endurheyja margar orrustur fyrri ára, jafnvel þótt til þess þurfi þeir að sjá sér mótherja í fólki sem bara vill honum vel. Hann er líka sífellt reiðubúinn til að sjá sér út framtíðar fyrirmyndir og átrúnaðargoð til að marka sjálfsmynd sína.

Sú samþætting kennda, reynslu og þekkingar til heildstæðrar sjálfsmyndar, sem nú fer fram, er meira heldur en bara summa þess sem áður var aflað, - eins og framan segir. Það er færni hinnar samsöfnuðu reynslu sjálfsins til að fella saman, allt sem svellur í brjósti og ólgar í líkamanum, við síbreytileika lífshvatarinnar, hæfni og færni sem þróast af hæfileikum og gáfum, og tækifæri sem gem gefast í félagslegum hlutverkum. Sjálfsmyndar-tilfinningin er því sú samsafnaða trú á það sem virðist ætla að verða að manns eigin persónuleika með tilliti til þess hversu heildstæður hann er að reynast og hversu staðfastur hann er í áliti sínu á öðrum einstaklingum, að svo miklu leyti sem unnt er að merkja af læsilegum einkennum. 

Hættan er fólgin í því að einstaklingurinn hætti að vita sitt rjúkandi ráð. Eitt dæmi slíks eru unglingaástir sem einkum hafa það hlutverk að hjálpa þátttakendunum að finna sjálf sig. Á þessu skeiði eru hætturnar fólgnar í hlutverkarugli. Þegar þetta fer saman við sterkan kynbundinn sjálfsefa er algengt að einstaklingar lendi í afbrotum og geðrænum vanda. If vandinn er greindur og beitt er viðeigandi meðhöndlun verða afleiðingarnar ekki eins alvarlegar og á fyrri stigum.Oftast stafar þó truflun unga fólksins af því að það nær ekki að finna sér starfsvettvang sem því líkar. Til þess að lifa af býr það sér til tímabundna og allt að því sjálfs-lausa ofursjálfsmynd eftir hetjum fjöldans eða klíkunnar. Þetta kemur af stað þættinum að verða ástfangin sem hvorki er algjörlega né heldur upprunalega kynferðislegt fyrirbæri, - nema þar sem siðferðisbönd heimta. Að mjög miklu leyti eru unglingaástir tilraun til að komast að einhverri niðurstöðu um sjálfan sig með því að spegla sitt misvísandi sjálf í örðum einstaklingi og reyna þannig að raða brotunum saman. Þess vegna eru samræður mjög fyrirferðamiklar í unglingaástum.
Hópsækni unglinga og hatremi í garð þeirra sem ekki skulu fá aðgang er í senn ömurlegt og þroskandi. Unglingurinn er hugsjónavera sem ákafur sækir í að láta leggja á sig harðar þrautir til aðstaðfesta trúfesti sína. Ungt fólk getur líka verið afar hópbundið og grimmt í útilokun annarra sem eru öðruvísi í hörundslit, hafa annan menningarbakgrunn, eða jafnvel vegna smámuna eins sérstaks klæðiseinkennis eða tákns sem þá stundina hafa verið ákveðin sem tákn um innan hóps eða utan. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að slíkt óþol gagnvart öðrum er vörn einstaklingsins gegn tilfinningunni um upplausn sjálfsmyndarinnar. Unglingar ekki aðeins aðstoða hvern annan við að kljást við margan vanda með því að standa saman í klíkum og með því að samsama sjálfa sig, átrúnaðargoð sín og óvini við tilteknar fyrirmyndir, heldur reyna þeir líka með margvíslegu og oft ósanngjörnu móti á getu hvers annars til að halda trúnað. Fúsleiki þess til að undirgangast slík trúnaðarpróf skýrir líka það aðdráttarafl sem einfaldar og grimmúðlegar einræðiskreddur hafa á hug unglinga í löndum þar sem þjóðfélagsstéttir hafa glatað eða eru við það að glata stéttareinkennum sínum, ættflokkaeinkennum, starfsstéttareinkennum, þjóðflokkaeinkennum eða þjóðareinkennum, og horfast í augu við hnattræna iðnvæðingu, frelsisbylgju og opnuð samskipti og fréttaflutning.
Þetta er millibilsástand sem samt innifelur djúptæka lærdóma.Hugsjónirnar leiða óhjákvæmilega til trúar á mismunandi ágæti fólks og að unnt sé að benda á þá bestu og láta þá bjarga öllu við. Sú trú magnar þá hættu að unglingurinn verði ósvífnum áróðri að bráð. Hugur unglingsins er að mörgu leyti eins og fyrirtæki í greiðslustöðvun. Félagsálfræðilega er hann milli barndóms og fullorðinsára og milli barnasiðferðis og fullorðinssiða. Þetta er hugsjónahugur og það er einmitt hugsjóna-sjónarhornið á  samfélagið sem nær sterkustu tökunum á unglingnum sem sækir eftir viðurkenningu félaga sinna og er reiðubúinn að standast þær eldraunir sem félagar hans kunna að leggja á hann í formi helgisiða, trúarjátninga og fyrirmæla sem samtímis eiga að skilgreina og sýna hvað er illt, óhugnanlegt og fjandsamlegt. Þegar einstaklingurinn leitar sér félagslegra gilda til að styðja sjálfsmynd sína verður hann því að horfast í augu við vanda hugsjóna og fyrirfólks, hvort tveggja í sinni víðustu merkingu, sem merkir, að í hverjum tilteknum menningarheimi og söguskeiði er það besta fólkið sem mun koma til með að stjórna og stjórnunin mun þróa fram besta fólkið. Ef unga fólkið á ekki að glata sér í tortryggni eða missa allan áhuga, verður það einhvern veginn að verða fært um að fullvissa sig að þeir sem nái langt í fullorðinsheiminum verði jafnframt að axla þá ábyrgð að vera bestir. Síðar verður skoðað hvaða hættur eru fólgnar í mannlegum átrúnaðargoðum sem hagnýtt eru af voldugum samfélagsöflum, hvort sem um er að ræða þjóðleg öfl eða alþjóðleg, kommúnisk eða kapitalisk. Í lokakafla þessarar bókar verður skoðað hvernig uppreisnarmenn samtímans reyna að leysa og um leið hagnýta sér hina djúpstæðu þörf unglingsins til að endurmóta sjálfsmynd sína í hinum iðnvædda heimi. 
F6. Bls. 237 Vinabönd eða einstæði
Nú er hinn ungi maður reiðubúinn til að láta sitt nýlega móta sjálf og leggja það tilsameiginlegrar blöndu og þróunar við sjálf annarar persónu. Styrkleiki þeirra þátta sem þróuðust á undanfarandi skeiðum fær próf sitt og eldskírn í nauðsyninni á að koma þeim í það form að einstaklingurinn geti á eftirfarandi skeiði tekið nýjar áhættur með það sem á fyrra skeiðinu var alveg óumræðilega dýrmætt. Hinn ungi maður, sem hefur safnað saman í sjálfsmynd sína með ófrávíkjanlegri kröfu um sérstæði sitt og sjálfræði, verður fús og ákafur í að semja sína eigin sjálfsmynd að sjálfsmynd annars. Hann er reiðubúinn til að binda vináttubönd. Það merkir að hann er reiðubúinn til náins sambands og þess að játast undir bindandi samning og félagsskap og þróa með sér siðferðilegan styrk til að uppfylla kvaðir slíks sambands, jafnvel þótt það geti kallað á umtalsverða afslætti og fórnir eigin óska til að koma til móts við hinn. Líkami og sjálf verða nú að taka að sér yfirstjórn stiga liffæra og grunnátaka, til þess að forðast hneisu þar sem sjálfsfórna er krafist svo sem í nánum samböndum, í fullnægingu og kynferðislegri einingu, í náinni vináttu og í líkamlegum átökum, í hugljómunum frá boðskap kennara og í innsæi úr fylgsnum sjálfsins. Flótti frá slíkri vináttureynslu vegna ótta við að glata sjálfstæði sínu og sjálfi getur leitt til djúprar einmanakenndar og dvínandi sjálfsmyndar.
Andstæða innilegrar tengingar er tilhneiging til að fjarlægjast, draga sig í hlé.

 

Kynferðislífið er sérstakt hugtak innan sálgreiningarinnar.

Andstæða vináttunar er fjörrun, viljinn til að draga sig í hlé og, ef þörf krefur, að yfirbuga þau öfl sem og það fólk sem einstaklingnum finnst honum stafi hætta af og virðast þrengja að yfirráðasvæði hans og þess sem honum er nánast. Fordómar sem þannig verða til, og raunar oft notaðir og hagnýttir í stjórnmálum og í stríði, er nokkru þroskaðra afsprengi hinnar blindu höfnunar sem á tímum baráttunar um sjálfsmyndina skildi skarplega og grimmilega milli þess sem var kunnuglegt og hins sem var framandi. Hættan á þessu stigi er sú að innileika-, samkeppnis- og átakatengingar séu við sama fólkið. En eftir því sem svið fullorðinsskyldnanna afmarkast og samkeppnisátökin og kynlífið aðgreinast verður siðferðiskenndin  æ meir ráðandi og það er hún sem setur fullorðinsmarkið á.

Strangt til tekið er það fyrst nú sem hið eiginlega kynferðislíf þróast því margt af því kynlífi sem fyrr fór fram er af sjálfsmyndar-leitandi tegundinni eða kynfærafíkn sem gerir kynlífið að nokkurs konar einvígi. Kynferðislífinu er þó alltof oft lýst sem einhvers konar gagnkvæmri kynferðislegri himnasælu. Þetta kann því að vera einmitt rétta augnablikið til að ljúka umræðunni um það.

Freud hefur orðað kröfuna til hins heilbrigða manns svo einfaldlega að menn hafa gjarnan dregið af henni rangar ályktanir. Hans orðalag er svona:

Hann á að getaelskað og starfað.

Kynhrifsgetan er einnig sérstakt hugtak innan sálgreiningarinnar.

Hún er getan til þess að fá gegnhrærandi fullnægingu sem losar spennu úr öllum líkamanum - um leið og makinn - og hún á að upplifast frá kynfærunum.

Til liðsinnis og leiðbeiningar í þessu efni verður hér farið yfir það sem virðist vera boðskapur Freuds í stystu máli. Því hefur oft verið haldið fram - og slæmir samtalshættir virðast styðja það viðhorf, að sálgreiningarmeðferðin reyni að sannfæra sjúklinginn um að frammi fyrir sjálfum sér og guði hafi aðeins eina skyldu: að fá góða fullnægingu með heppilegu viðfangi og það reglulega. Þetta er auðvitað ekki rétt. Freud var einhverju sinni spurður hvað hann teldi að eðlilegur einstaklingur ætti að vera fær um að gera vel. Sá sem spurði hefur ef til vill vænst flókins svars. Freud er hins vegar sagður hafa svarað á sinn skýra og skorinorða hátt efri áranna: Elska og starfa. Það er hollt að velta þessari einföldu uppskrift fyrir sér. Hún öðlast dýpri meiningu því meir sem maður veltir henni fyrir sér. Því að þegar Freud segir elska þá meinar hann kynferðislega ást og kynferðislega ást. Þegar hann segir ást og starf meinar hann almennt uppbyggingarstarf sem ekki ætti að íþyngja einstaklingnum meira en svo að hann væri fær um og ætti rétt til að vera kynferðisleg og elskandi vera. Við getum þannig hugsað og hugleitt en við getum ekki betrumbætt uppskrift prófessorsins.

Kynferðislíf er því hin óhindraða færni til að þróa með sér kynhrifsgetu svo lausa við fyrri kynfæratruflun að kynbundna spennan, en ekki bara kynfæraafurðirnar í losunum Kinleys, tjái sig í gagnkynlegum samhljómi, með fullri tilfinningu í kynfærum beggja og með titringskenndri innri spennulausn alls líkamans. Þetta er fremur hlutlæg aðferð til að lýsa fyrirbæri sem við í rauninni skiljum ekki. Þetta má draga þannig saman að um er að ræða það heildarfyrirbæri að finna, í gegnum ólgu fullnægingarinnar, yfirtaks stórkostlega upplifun og samhljóma stillingu tveggja lífvera sem á einhvern hátt hrífur burt brodd óvináttunnar og æðikasta bræðinnar sem býr í andstæðum karls og konu, staðreynda og drauma, ástar og haturs. Fullnægjandi ástartengsl gera kynlífið að minni þráhyggju, ofgreiðslur ónauðsynlegar og drottnun með kvalalosta óþarfa.

Sálgreiningin var fyrst og fremst bundin við lækningaaðferðir og því fórst oft fyrir að orða lýsingu á kynferðislífi á þann hátt að hinar ýmsu stéttir samfélagsins gerðu sér ljósa grein fyrir því sem við er átt. Sú tegund gagnkvæmra fullnægingar sem við er átt er sýnilega auðfengnari hjá stéttum og í menningarheimum þar sem aðbúnaður og viðhorf eru áhyggjulausari. Í flóknari samfélögum truflast slík gagnkvæmni af mörgum þáttum - svo sem heilsu, tækifærum og skapsmunum. Þar yrði viðeigandi orðalag fremur á þennan veg: Einstaklingur ætti að vera fær um að ná gagnkvæmni í kynfærafullnægju en hann ætti einnig að vera fær um að verða fyrir tilteknum vonbrigðum í því efni án þess að dragast þeirra vegna niður á lægra tilfinningaplan hverju sinni sem tilfinningalegur forgangur og skylda og trúfesti krefjast.

Hér eru dregin upp þau atriði sem kynferðislífið og kynhrifsgetan í sinni fullkomnustu mynd - eiga að innihalda. Þó að sálgreiningin hafi stundum farið fulllangt í áherslu sinni á kynferðislífið sem allherjarlækningu samfélagsins og þannig fært þeim vopn í hendur sem óskuðu að leggja kenningar hennar út á þann veg, þá hafa ekki alltaf verið skýrt skilgreind öll þau markmið sem kynferðislífið raunverulega ætti og verður að uppfylla. Til þess að geta haft viðvarandi samfélagsleg marktæk áhrif þarf fyrirmyndar-kynferðislífið að innihalda:
 1. gagnkvæmni í fullnægingu
 2. með elskuðum félaga
 3. gagnstæðs kyns
 4. sem einstaklingurinn vill og er reiðubúinn til að eiga með gagnkvæmt traust
 5. og vill og er reiðubúinn til að stilla með honum saman ferli
  1. vinnu
  2. getnaðar
  3. og afþreyingar
 6. til að tryggja afkvæminu öll stig fullnægjandi þróunar.

Ljóst er að stefna að slíkri fyrirmynd í stórum stíl getur ekki orðið einstaklingsbundið né raunar heldur verkefni sem unnt er að vinna með læknishjálp. Það er ekki heldur á neinn hátt hreint kynlífsmál. Það er samþætting viðkomandi menningar á kynferðislegu samvali, samvinnu og samkeppni.

Hætta er fólgin í einangurun einstaklingsins - en einnig í einangrun beggja frá næsta þróunarþrepi. Hættan á þessu stigi er fólgin í einangruninni, því að forðast tengingu sem leiðir til náinna tengsla. Geðrænt getur slík truflun leitt til  alvarlegs persónuvanda. Hins vegar finnast líka náin bönd sem nálgast að geta kallast sameiginleg einangrun og vernda báða aðila fyrir því að þurfa að horfast í augu við næsta þróunarstigið, framþróunina.
G7. Bls. 240 Framþróun eða stöðnun
Framþróunin er merkasti þátturinn sökum þess að í honum skilar einstaklingurinn þroska sínum, þekkingu og tengingu til afkvæmis síns.

Einstaklingur sem hörfar frá framþróuninni er í erfiðleikum og fer oft inn í gömul hjólför úr sögu eigin þróunar. Hann tekur þá stundum upp hegðun eins og hann sé sitt eigið einkabarn og gerir sér gjarnan tilveru þar sem hans eigin áhyggjur sitja í fyrirrúmi.

Í þessari bók er áherslan á þróunarþrep barnæskunnar en annars mundi þátturinn um framþróunina verða í brennidepli því að hann nær yfir alla þá löngu þróun sem gert ehfur manninn að kennandi og lærandi stofnanaveru. Sú nærtæka árátta að leggja áhersluna á það hversu börnin eru háð hinni eldri kynslóð blindar okkur oft fyrir því hversu eldri kynslóðin er háð þeirri yngri. Hinn þroskaði maður þarfnast þess að hans sé þarfnast, og þroski þarfnast leiðbeiningar á örvunar frá þeim sem verið er að búa til og annast.

Framþróun er þess vegna það sem mestu skiptir í vexti og viðgangi næstu kynslóðar, þó að til séu þeir einstaklingar sem óhamingju eða vegna sérstakra og merkra hæfileika til annarra hluta fella þennan þátt að eigin afkvæmi. Hugtakinu framþróun er einnig ætlað að fela í sér önnur samheiti svo sem framleiðni og sköpun án þess að þau geta samt sem áður komið í staðinn fyrir það.

Það hefur tekið sálgreininguna nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að hæfileikinn til þess að leysa sig úr hömlum þegar hugir og hendur hittast leiðir til hægfara aukningar sjálfs-áhuga og til kynbundinnar festingar við það sem verið er að gera. Framþróun er þannig í verulegum mæli á hinu sálkynferðislega og félagssálfræðilega sviði. Þegar slík auðgun er unnin fyrir gýg fylgir í kjölfarið afturför til þráhyggjulegar þarfar fyrir sýndarnánd og oft með altakandi stöðnun og persónulegri hnignun. Þá fara einstaklingar oft haga sér eins og þeir séu einkabarn sjálfs sín eða annarra. Þar sem kringumstæður leyfa  getur snemmbúin örorka eða önnur fötlun, líkamleg eða geðræn, gefið tilefni til sérlegra áhyggna af sjálfum sér. Það er ekki nóg að eiga barn eða langa til að eignast barn til að ná framþróun. Sumir ungir foreldrar virðast einmitt lenda í heftingu sem kemur í veg fyrir þróun og þroska á þessu stigi. Ástæðurnar virðast oft vera fólgnar í áhrifum á yngri stigum svo sem í yfirmáta sjálfselsku persónuleika sem erfitt hefur átt með að þróa sjálfsmynd sína og, svo komið sé aftur að frumstigunum, skorti á trú á manninn sem annars hefði gert barnið að velkomnum aðila í þjóðfélaginu. 

ALlar stofnanir samfélaganna styðja og efla framþróun. Um þær stofnanir sem verja og efla framþróun er aðeins hægt að segja að það á við um allar stofnanir. Þær styðja allar anda framhaldandi framþróunar. Jafnvel þar sem heimspekilegar og andlegar hefðir meina mönnum rétt til að geta börn eða framleiða, snýst það fljótt í verða þar mesta áhyggjuefnið og hvar sem það er svo sett inn í klausturreglur er reynt að láta það samtímis leysa sambúð sína við verndara veraldarinnar og við þá velgjörð sem talin er stafa frá honum.

Ef þetta væri bók um fullorðna væri það nytsamt og ómetanlegt að bera hér saman efnahagslegar og sálfræðilegar kenningar (og byrja á hinum sérkennilegu samleitni og sundurleitni milli kenninga Marx og Freuds) og halda svo fram til umræðu um skyldleika mannsins við eigin gjörðir ekki síður en sín eigin afkvæmi.

H8. Bls. 241 Sjálfsheildun eða örvænting
Eftir því sem einstaklingurinn eldist og safnar sér meiri reynslu og þekkingu, endurskoðar aftur og aftur þessa þætti, greinir, velur, fleygir og  finnur nýja sjónar-hóla verður vægi hans meira og ráð hans betra í samskiptum við aðra. Hann kemst ekki hjá því að gera þetta. Hvernig á hann þá að verða? Því er ekki gott að lýsa en í þessum kafla eru tiltekin nokkur atriði sem þurfa að greinast í fari hans. Einungis sá sem á einhvern hátt hefur annast um hluti og fólk og hefur fellt sig að sigrum og töpum sem fylgja því að vera forgöngumaður annarra eða sá sem á hugmyndir að hlutum og hugmyndum - einungis í honum geta öll sjö stigin náð hægt og hægt að blómstra til fulls. Ég kann ekkert betra orð yfir það heldur er sjálfsheildun. Þar sem ljósa skilgreiningu skortir verða hér dregin fram nokkur atriði sem einkenna þessa þroskastöðu.
 • Samansöfnuð trú sjálfsins á öryggi hneigðar sinnar fyrir yfirsýn og skilning.
 • Þroskuð ást á hinu mannlega sjálfi - ekki persónulegu eigin sjálfi - sem reynslu sem skilað hefur einhverri þekkingu á skipan heimsins og andlegum skilningi - án tillits til þess hversu dýru verði sú fræðsla hefur verið greidd.
 • Sátt við að þetta eina líf einstaklingsins hafi fylgt ferli sem á einhvern hátt hlaut að verða svo sem varð og að ekkert hefði getað komið í staðinn fyrir það. Það merkir þar með nýja og öðruvísi ást á foreldrum sínum.
 • Það er félagsleg samsömun við þróun fyrri tíða og margvíslegrar leitar sem fram kemur í munum og sögnum þeirra tíma.
 • Skilningur á afstæði hinna ólíku lífsforma og menningarheima og um leið fúsleikinn til að verja eigin lífsstíl gegn öllum líkamlegum og efnahagslegum ásóknum.
 • Vissan um að líf hvers einstaklings hefur í sinni einstöku tilviljun hitt nákvæmlega þetta stutta skeið sögunnar og að fyrir þeim einstaklingi stendur eða fellur öll mannleg reisn með einmitt þeim stíl mannlegrar reisnar sem hann hefur gert að sínum. Sá stíll mannlegrar reisnar sem er hann og samfélag hans fylgir verður þannig arfleifð sálar hans, innsigli hans eigin siðferðilega faðernis. Með slíkri loka styrkingu verður broddur dauðans sljór.
Einstaklingur með þroskaða sjálfsheild er sáttur við sigra sína og töp á lífsleiðinni og óskar þess ekki að fara aðra ferð. Hann óttast ekki dauðann þegar þar til dregur.

Sá sem ekki nær slíkri sátt við sjálfan sig upplifir sig í tíma-hraki og örvæntingu því hann á eftir að gera nokkrar fleiri ævitilraunir.

Skortur á eða missir þessa samansafnaða sjálfsstyrks sýnir sig í ótta við dauðann. Þetta eina lífsferli er ekki tekið sem hið endanlega líf. Örvæntingin skilar þeirri tilfinningu að nú sé að verða skammur tími til stefnu. Of skammur til að hefja annað líf til að reyna aðrar leiðir  til sjálfsheildunar. Viðbjóður felur örvæntinguna - jafnvel þótt oft sé um að ræða þúsund smáa viðbjóða, sem ekki ná að leggjast saman einnar stórrar eftirsjár.

Hver einstaklingur þarf að ná í sjálfsheild sína öllum þeim þáttum sem um er að ræða og á nógu háu þroskastigi til þess að ná fullum þroska. Þannig munu hinn vísi Indiáni, hinn sanni herramaður og hinn þroskaði bóndi deila með sér og þekkja hver hjá öðrum hið efsta þroskastig. Sérhver menningarheild leiðir þó til þeirrar sérstöku sjálfsheildar sem markast af sögulegu samhengi og sínum sérstöku áreitum og hindrunum sem lagðar eru við kynhegðun ungbarna. Tilfinningastríð og innri átök ungbarna geta því aðeins leitt til skapandi útrásar að þau traustan hljóti stuðning menningarstofnana og þeirra sérstöku stjórnunarstétta sem þar starfa. Einstaklingur sem vill nálgast eða upplifa sjálfsheildun verður að vita hvernig á að fara að því að vera fyrirmynd í trúarbrögðum og í stjórnmálum, í efnahagsmálum, í tæknimálum, í lífi hinna heldri stétta og í listum og vísindum. Sjálfsheildun er því jafnframt tilfinningaheildun sem gerir einstaklilngnum jafnt fært að vera fylgjandi sem forystumaður.

Orðabók Websters leggur hér lið sitt til að fylla í þessa mynd á hringlægan máta. Traust, sem er fyrst þáttur sjálfseigindanna sem hér hafa verið talin, er í orðabókinni skýrður sem það að reiða sig með öryggi á heilindi annars. Ekki er ólíklegt að Webster hafi haft viðskipti í huga fremur en börn og skuld fremur en trúnaðartraust. Engu að síður heldur skýringin að fullu. Það virðist meira að segja mega umorða tengslin milli heilinda hinna eldri og traust hinna yngri með því að segja að heilbrigð börn munni ekki óttast lífið ef þeirra eldri leiðbeinendur hafa næg heilindi til þess að óttast ekki dauðann.

9. Bls. 243 Formaukandi yfirlit
  Í þessari bók er  áherslan lögð á þroskastig barnæskunnar. Það bíður hins vegar síns tíma að skoða lífshlaupið með kerfisbundnum hætti sem eina heild. Til þess þó að undirbúa það ætla ég að ljúka þessum kafla með skýringarmynd.
H - tími:
þroska
              sjálfs-
heildun
<>
örvænt-
ing
G - tími:
fullorðins-
ár
            fram-
þróun
<>
stöðn-
un
 
F - tími:
yngri
fullorðins-
ár
          nánd
<>
ein-
angrun
   
E - tími:
gelgju-
skeið >
< unglingsár
        sjálfs-
mynd
<>
hlutverka-
rugl
     
D - tími:
bið-
tíminn
      iðju-
semi
<>
minni-
máttar-
kennd
       
C - tími:
hreyfinga >
< kynfæra
    frum-
kvæði
<>
sekt
         
B - tími:
vöðva >
< enda-
þarms
  sjálf-
stæði
<>
skömm
og efi
           
A - tími:
munn >
< skyn
grunn-
traust
<>
van-
traust
             
Mynd 12 1 2 3 4 5 6 7 8
Á skálínunni eru markaðir þeir persónuþættir sem eru í mótun á hverju æviskeiði. Hver nýr persónuþáttur sem kemur inn veldur nýjum innri átökum og við vinnslu með þau átök og við lausn þeirra bætist ný eigind við sjálfið, nýtt mark sem sýnir framþróun mannlegs styrkleika einstaklingsins. Undir skálínunni er rúm til að rita undanfara þessarar lausnar. Hver þeirra hefst á sínum byrjunartíma sem taflan sýnir. Yfir skálínunni er rými til að rita árangur þeirrar lausnar sem fæst úr þætti dálksins og hvernig hann hverfist saman við þroskann og þátt hans í sjálfsheild hins þroskaða manns.
Þessi yfirlitsmynd eða kort eða bara mynd hefur marga auða reiti sem þó hafa allir tilgang í myndinni. Þeir hjálpa lesandanum að velta því fyrir sér hvernig þroskaviðfangsefni hvers stigs tengjast og hafa áhrif hvert á annað. Það sem gert er ráð fyrir þegar slíkt kort er dregið er:
 1. að persónuleiki mannsins þroskist í þrepum sem tímasetjist í lífi einstaklingsins eftir því hvenær hann er orðinn svo þroskaður að hann færist af hinu fyrra stigi, geri sér grein fyrir að þar eru óleyst viðfangsefni og takist á við þau í félagslega víðara umhverfi.
 2. að samfélagið sé með þeim hætti að það telji eðlilegt og sjálfsagt að mæta uppvaxandi einstaklingum á þessum þroskastigum með hætti sem við á og liðsinna þeim og hvetja til að takast á við verkefni af hæfilegri gerð og í hæfilegri röð.

Á þennan hátt er mannheimurinn sífellt endurnýjaður í farteski uppvaxandi kynslóða.

Þessi lokahluti kaflans er lýsing á því hvernig höfundurinn hugsar sér að slík íhugun geti orðið lesandanum frjó.

 

 

Hér er slegið upp ýmsum hugmyndum um hvernig hugsa má að þættir frá  einu stigi komi að endingu inn í baráttu næsta stigs fyrir þess markimiðum - en þó ekki fyrr en eftir að þættir fyrra stigsins hafa þróast eftir eigin leiðum til nokkurrar fullnustu.

Kort er þó einungis tæki til að styðja hugsun og getur ekki orðið forskrift til að fara eftir, hvort sem um er að ræða þjálfun barns, geðlækningar eða í aðferðafræði barnarannsókna. Í yfirlitsmyndinni sem brugðið var upp í öðrum kafla bókarinnar um greiningu á sálarkynfestu stigunum var miðað við tiltekin aðferðafræðileg þrep. Eitt af markmiðum þessarara bókar er að auðvelda samanburð á þeim stigum sem Freud fyrstur manna veitti eftirtekt og tengdi við kyn og kynfæri og þroska þeirra, við þrep annarra þróunarferla, líffræðilegra og hugmyndalegra. Sérhvert kort sýnir samt einungis eina skrá og alls ekki ber að gefa í skyn að gróf framsetning þessa félagssálfræðilega yfirlits sé ætlað að gefa í skyn einhverja óljósa eiginleika annarra þátta þróunarinnar - eða jafnvel tilverunnar. Ef kortið til dæmis sýnir röð tilfinningalegra uppnáma eða áfalla merkir það ekki að við lítum á alla þróun sem röð áfalla. Það eina sem við segjum er að félagssálfræðileg þróun fer fram með nokkrum mikilvægum þrepum. Mikilvægið þrepanna gefa til kynna að þar er um að ræða þróun sem nær tilteknu hámarki, vegamótum þar sem einstaklingurinn kemst í þá aðstöðu að þurfa og geta valið um framhald eða afturför, þróun til fram til frekari þroska eða aftur á bak til fyrra stigs.

Það getur reynst nytsamt að lýsa hér aðferðafræðilegri þúðingu þessa formaukandi korts. Það sýnir á skálínunni annars vegar röð þróunarstiga og hins vegar áætlun um þróunarhraða innan hvers stigs. Með öðrum orðum sýnir það tímabundna þróun tiltekinna atriða. Kortinu er ætlað að sýna:

 1. að það séu vensl milli þróunarþrepanna og að góður árangur í heildina byggist á góðum árangri á hverju þrepi fyrir sig - í þeirri sömu röð.
 2. að hver þroskaviðfangsefni og þroskaþróun sé komin til sögunnar að einhverju leyti áður en þess úrslitastund rennur upp.

Segi maður til dæmis að hagkvæm staða grunntrausts gegnt vantrausti, þ.e. mörg merki um traust en fá um vantraust, sé fyrsta merkið um félagssálfræðilega aðlögun barnsins, jákvæð staða sjálfstæði gegnt lítt áberandi teiknum um sjálfsefa ög skömm sé merki um félagslega aðlögun þess á öðru þrepinu, þá sést að uppsetningin á myndinni gefur til kynna fjölda mikilvægra vensla milli þessara tveggja þrepa sem og grundvallar staðreyndir sem tengja þau saman. Barnið sem fer í gegnum þessi stig kljáist við spennurnar sem rísa, fer að ganga betur og nær að lokum viðvarandi tökum á því stigi sem það þá er á. En þau hljóta öll að vera til staðar í einhverju formi allt frá fyrstu stund því að hver aðgerð kallar eftir samræmingu við þær sniðurstöður sem fyrr voru unnar úr þróunarstarfinu.. Barn getur líka sýnt eitthvað sem líkist sjálfstæði allt frá upphafi til dæmis með því að reyna í ergelsi að hrista sig laust þegar því er haldið. Samt sem áður er það yfirleitt ekki fyrr en á öðru æviári sem það byrjar að prófa sig áfram gegn öllu því sem mælir og vinnur gegn því að það verði sjálfstæður eða ósjálfstæður einstaklingur. Það er ekki fyrr en þá sem barnið er tilbúið til að takast á við umhverfið, en það er að mörgu leyti með einhverja köllun til að koma á margvíslegan hátt inn hjá barninu sínum sérstöku hugmyndum um sjálfstæði og þröngvun. Umhverfið leggur þannig markvert til andlegrar heilsu og persónuþroska barnsins í þess menningarheimi. Það eru þessi mót einstaklingsins við umhverfið og þær spennur sem þar af hljótast sem sem hér hefur verið reynt að lýsa fyrir hvert þrep. Myndin gefur til kynna hvernig þróunin færist frá einu þrepi til þess næsta þannig að næsta þrep kemur síðar til sögunnar en hið fyrra og seinna barn á seinna þrepinu hefir til hagnýtingar allt það sem það lærði og þroskaði með sér á því fyrra. Engu að síður er einnig rúm fyrir breytileika bæði í aldri og þróun. Einstaklingur eða menningarheimur getur þurft mjög langan tíma til að vinna á fyrsta þrepinu og sá tími færir starfið frá reit A1 til A2 og svo þaðan til B2 en einnig gæti komið sú staða að tíminn á fyrsta stigi styttist vegna ytri aðstæðna og innri aðstæðna barnsins og þá mundi hin hraðari framvinda færa þróunina frá reit A1 til B1 og þaðan til B2. Sérhver slík flýting eða seinkun er þó ávallt talin hafa endurmótandi áhrif á síðari þrep.

Þegar íhugað er hversu samtengtir þeir eru, reitirnir í skálínu myndarinnar, þá nær lesandinn að hagnýta sér myndina til frjórrar íhugunar um samspil þróunar þessarra átta þátta. Svona yfirlitsmynd lýsir sem sagt þrepakerfi þar sem hvert þrep hvílir að meira og minna leyti öðrum þrepum. Það má einnig sjá af myndinni að þótt hvert þrep hafi fengið nafn sem kann að hæfa því að miklu eða litlu leyti þá beri að skoða hvert þeirra sem hluta heildarmyndarinnar. Myndin hvetur þannig til þess að lesandinn hugsi þrepin einnig með auðu reitina í huga. Ef  við höfum þróað  grunntraust í reit A1 og sjálfsheildina í reit H8 gæti verið forvitnilegt að velta því fyrir sér hvert traustið hefði orðið í þrepi þar sem þörfin fyrir sjálfsheildina hefði verið ráðandi eða sóknin eftir sjálfstæði - í reit B1.  Það sem hér er verið að benda á er að traust verður að þróast eftir eigin leiðum áður en það fer að dragast inn í erfiðari spennur sem fylgja baráttunni fyrir sjálfstæði, og þannig áfram. Ef á síðasta stiginu, H1, er gert ráð fyrir að traustið hafi þróast til þroskaðasta trausts sem eldri einstaklingur væri fær um að öðlast í sínu menningarlega umhverfi og á sínum sögulega tíma þá er hægt að nota myndina til að velta fyrir sér, ekki aðeins á hvaða aldri þetta hafi náðst heldur einnig hinu: hvaða viðfangsefni voru að þroskast nægilega mikið þar á undan? Allt þetta ætti að sýna að svona formaukandi yfirlitsmynd vísar lesandanum til heildstæðrar íhugunar  og endurskoðunar sem leiðir til þess að aðferðafræðin og hugtakaheitin verða viðfangsefni frekari rannsókna. 
E. Bls. 246 Eftirmáli
Fjölmargir hafa tengt það efni sem hér hefur verið fjallað um við eigin íhuganir og eigin rannsóknir.

Þeir hafa oft notað orðalag sálgreiningarsinna á lýsingum hinna ýmsu eiginleika til að taka út þann þáttinn sem virðist þrungnari af jákvæðum eiginleika og styrk og gera úr honum sérstakt eftirkeppnisatriði, kalla hann sérstakt þroskamerki.

Ef skilja ætti við þetta efni þannig að það væri alveg opið til umræðu þyrfti að gera ráðstafanir til að komast hjá tilteknum afbökunum eða misnotkunum á þessu hugmyndakerfi í heild. Meðal þess er sá skilningur á  trausti (og öllum hinum jákvæðu og eftirsóknarverðu viðmiðum sem fram eru sett á þroskastigunum átta) að þar sé um að ræða nokkurs konar afrek eða þrekvirki sem náist í eitt skipti fyrir öll fyrir viðkomandi þroskastig. Í rauninni eru sumir sem um þetta rita svo uppteknir af að búa til nokkurs konar afreks-skala úr þessum þroskastigum að þeir ganga alveg framhjá - og gera ekkert úr - allan hinn neikvæða þroska (vantraust osfrv) sem samt er hinn sveigjanlegi móthelmingur hins jákvæða þroska og verður það alla ævina. Sú hugmynd, að á hverju þroskastigi náist jákvætt þroskaþrep sem aldrei bili - hvorki við innri átök einstaklingsins eða breyttar ytri aðstæður, tel ég vera frávarp þessarar sigra-hugmyndafræði á þroskaferli barnsins sem síðan geti náð að yfirtaka eigin drauma og samfélagsins og gera okkur ófær um að leita markmiðs með lífinu á upprennandi iðnaðar- og tæknitímum. Persónuleikinn er stöðugt upptekinn við að leita svara við meginspurningum tilverunnar - líka þegar líkami einstaklingsins er að taka stórstígum breytingum til aukins þroska eða til hnignunar að ævilokum. Þegar til þess kemur að greina má afstæðan styrk eða sjá má merki um skertan styrk þá birtast enn skýrar bæði mótsagnir og harmrænar framvindur mannlegs lífs. 
Hætt er við að viðmiðunarkerfið svo og viðhorf okkar og almennings til þroskaferlis barna verði yfirborðskennd ef ekkert annað kemur til því að hið jákvæða þroskast aðeins af hinu sem togar í hina áttina og sú spenna varir ævina alla. Með því að taka út úr þroskastigunum allt nema hinn jákvæða árangur er fljótt komið að því að menn reyna að einangra hann og prófa sem sérstakan þátt eða hæfileika án þess að setja saman kerfisbundin vensl milli þess hugtakaheims sem fjallað er um í þessari bók og hugtakaheima annarra rannsakenda og þeirra rita. Þó að þetta kunni að hljómar dálítið kvartsamlega þá er ég ekki þar með að víkja mér undan því að hafa sjálfur gefið þessum þroskaviðfangsefnum einmitt þær skilgreiningar sem þannig hafa hjá öðrum fengið fjölmargar styrkingar með algjörum yfirgæðum og ofurdyggðum. Engu að síður tel ég að mjög sterk innri tenging sé á milli egósins og tungumálsins þannig að þrátt fyrir skammtíma misyrðingar haldi grundvallarorðin sinni megin merkingu.
Ég hef samt dregið fram heiti á þessu jákvæðu kostum sem svo eru nefndir og tengjast hver sínu þroskastigi.

Þessi heiti eru skáletruð í eftirfarandi lista.

 

Sjálfum hefur mér aðeins tekist að vinna frekar með grunn-kostinn sem ég nefni trúmennsku.

Heild þessara átta þroskastiga er hins vegar samstætt og um leið - í heild opið fyrir ítarlega umræðu bæði um hugtök, fagheiti og aðferðir.

Ég hef síðan reynt að orða það sem Julian Huxley setur fram í bókinni Humanist Frame (Allen and Unwin, 1961, Harper and Brothers, 1962) og kallar uppskrift að helstu styrkleikaþáttum sem þróunin hefur mótað og fest í frumáætlunina um þróunarþrep lífsins og í innri gerð manngerðra stofnana (sjá nánar í kafla IV: Mannlegur styrkleiki og framþróun kynslóðanna í bók minni Insight and Responsibility [W.W.Norton, 1964]. Vissulega er ekki rúm til að velta upp atriðum sem tengjast aðferðafræðinni og vandamálum sem henni tengjast - og sem verða enn fyrirferðameiri við það að ég nota orðið grunn-kostur  til að tákna þessa frumþætti - en ég mun samt setja hér lista yfir þessa styrkþætti vegna þess að þeir eru í raun hin viðvarandi niðurstaða og fengur úr þroskaspennu hvers stigs sem hér hefur verið fjallað um. Hér kemur listinn:
 1. Grunn-traust eða vantraust:  Hvatir og von
 2. Sjálfstæði eða skömm og efi: Sjálfstjórn og viljastyrkur
 3. Sjálfstæði eða sektartilfinning: Stýring og markmið
 4. Iðjusemi eða minnimáttarkennd: Tæki og hæfni
 5. Sjálfsmynd eða hlutverkarugl: Trúfesti og trúmennska
 6. Nánd eða firrð: Tengsl og ást
 7. Framþróun eða stöðnun: Framleiðsla og umhyggja
 8. Sjálfsheildun eða örvænting: Fráfall og dómgreind

Skáletruðu orðin nefnast grunn-kostir vegna þess að án þeirra og endurkomu þeirra meðal kynslóðanna missa öll önnur og breytilegri kerfi mannlegra gilda anda sínum og hætta að eiga við. Eini þátturinn í þessum lista sem ég mér hefur enn tekist að gera ítarlegri grein fyrir er trúmennskan (sjá Youth, Change and Challenge, E.H.Erikson, editor, basic Books, 1963). Listinn í heild sinni nær hins vegar yfir heildar hugtakaheim þar sem fjölmargt er opið fyrir umræðu bæði um fagheiti og aðferðir. 

E.H.E. *    *     *

Efst á þessa síðu * Forsíða