Forsíða

Ættarmyndir og Ættartré!!

Skoðaðu ættartréð sem Jaggi hefur gert!!

Myndir frá
þessu móti

Jakob
Hálfdanar-
son
og listi
yfir þau
ritverk
hans sem
er að finna
á þessu vef

JH-mótið
2009
2004
2000

Myndir
frá
2009
2004
2000

Sumarmótið að Stöng
við Mývatn 
24. - 26. júlí 2009


Músaðu á myndina til að fá hana stærri - og svo AFTUR! 
Stöng er neðst fyrir miðri mynd!

Niðjar þeirra Petrínar Pétursdóttur frá Reykjahlíð 
og Jakobs Hálfdanarsonar frá Brenniási 
komu saman dagana 24. - 26. júlí árið 2009 við Mývatn. 

Ættartré: Jakob Jakobsson hefur skráð marga ættingja í ættartré - sem þú getur flett upp í með því að músa hér. Sendu inn leiðréttingar og myndir sem vantar. Venjuleg talning þar skilar upplýsingum um fjölda skráðra niðja Petrínar og Jakobs. Það var raunhæft að gera ráð fyrir um 100 manns á þetta niðjamót.

Þátttaka:

allir
komi!!

Þátttakan var tilkynnt til Hildar sími 554-0926 eða GÓP sími 554-2462.

Aðstaðan á Stöng var pöntuð þar.
Þar búa þau Svala Gísladóttir og Ásmundur Kristjánsson.
Það er Svala sem stýrir gestamóttökunni.
Síminn hjá þeim er 464-4252
Fax-númerið er 464-4352
Netfangið er stongmy@emax.is

Kostnaður

Hildur 
Hálfdanar 
samdi 
við Svölu,
húsmóður 
á Stöng.

Tilboðið hljóðaði svona - fyrir hátíðina í sumar: 

  • Viltu kvöldverð á föstudeginum?
    Þá er á boðstólum gúllassúpa með kaffi á kr. 1.700.
  • Gistingin:
    >> uppbúið rúm og morgunverður kr. 5.500 pr. dag
    >> svefnpokagisting og morgunverður kr. 4.500 pr. dag
  • Morgunverður af hlaðborði kr. 1.200
  • Kvöldverðurinn á laugardeginum kr. 4.000 fyrir þriggja rétta máltíð
Börn frá 6-13 ára greiða hálft gjald fyrir mat en ekkert fyrir gistingu ef þau sofa inni hjá foreldrum á dýnu á gólfi, yngri börn en 6ára greiða ekkert og eldri en 13 ára fullt gjald.
Við höfum nú 21 herbergi og 4 sumarhús með samtals 78 rúmun.
Það eru:

12x2ja manna

3x4ra manna
5x3ja manna
1x 6 manna
3 sumarhús með 2x2ja manna herbergjum
1 sumarhús með 2x2ja manna og 1x1 manns herbergjum
og ekki er neinn vandi að skjóta inn dýnum ef á þarf að halda.

Auk þess er á staðnum eldhúsið sem gestir elda í en þar má líka sofa á dýnum ef enginn vill nota það og auk þess er velkomið að tjalda á túninu eða vera í hjólhýsi eða tjaldvagni eftir því sem óskað er.

Dagskrá -
föstudagur
24. júlí
Við söfnuðumst að Mývatni og komum okkur fyrir í gistingu á föstudeginum 24. júlí.

Jakob Jakobsson var með ættartalið og skráði auk þess allar breytingar - börnin og einnig maka og þeirra nærliði.

Laugardagur
25. júlí

Undir-
búningur!!

Athugaðu!!
Líttu í bókina
hans Jakobs

 

Húsavíkurferð á laugardag - á eigin bílum

Eftir morgunverð sátum við saman á Stöng og ræddum nokkur meginstef í æfi Jakobs en kl. 11 héldum við af stað til Húsavíkur.

Klukkan 13:30 hittumst við í Safnahúsinu þar sem á móti okkur tók Sigurjón Jóhannesson, fyrrum skólastjóri á Húsavík - og einn af uppáhaldsfrændum Hildar. Hann gekk svo með okkur um svæðið og að Jaðri og sýndi okkur hvar timburverksmiðjan sem þeir Jakob unnu og létu Botnsána létta sér átökin.

Klukkan 16 vorum við komin norður í Mýrarkot í frábæra veislu í úrvals veðri.

Um kvöldið var svo veisla heima á Stöng.

Jaðar
Meðal þess sem við skoðuðum var
gamla kaupfélagshúsið og Jaðar (reist 20. júlí 1883), húsið sem Jakob (borgarabréf 1882) byggði og átti að hálfu á móti Kaupfélaginu. Í það hálfkarað flutti Jakob í október 1884. Þar ólust upp Guðrún f.1861 var gift Friðriki Guðmundssyni sem vann fyrir Jakob - amk stundum, Jón Ármann (1866), Hálfdan (1873), Herdís (1875), Jakobína (1877) og Aðalbjörg (1879).

Sunnudagur
26. júlí

samfylgd

Brettings-
stöðum

 

Á sunnudeginum 
héldu menn heim á leið. Nokkrir fóru saman niður að rústum Brettingsstaða sem er eyðibýli ofarlega í Laxárdal. Með varfærni er þangað fært öllum bílum. 

Brenniás
Í bók Jakobs segir meðal annars frá veru hans í Brenniási, á Grímsstöðum og á Brettingsstöðum. Þegar Hálfdán Jóakimsson féll frá komu Brettingsstaðir í hlut systranna, Herdísar (1875), Jakobínu (1877) og Aðalbjargar (1879) - og þar eru nú sumarbústaðir í eigu afkomenda þeirra. 

Skoðaðu
ættarmóts-
söngvana!!
Ættarmótssöngvarnir eru tveir:
  • Ættarmótið - við lag Bellmans um Gamla Nóa
  • Niðjasöngurinn - við írska þjóðlagið Wild Rover
JH-bókin
seld á
kr. 500
Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga - Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga

Niðjafélag Jakobs Hálfdanarsonar undirbjó útgáfu þessarar bókar sem kom út hjá Ísafold árið 1982. 

Láttu vita ef þú og þínir þurfið eintök.

Mjög mikið efni liggur eftir Jakob í rituðu máli. Niðjar Jakobs hafa unnið að útgáfu þess efnis síðan um 1940. Bókin sem kom út árið 1982 var afrakstur þess starfs. Þá var áætlað að gefa út að minnsta kosti eina aðra bók. Til þess hefur enn ekki komið og undirbúningsstarf undir þá útgáfu hefur enn ekki farið í gang. Á margan hátt er hægt að leggja því máli lið - og láttu vita ef þú hefur hug á því. Það er auðvitað kominn tími til að skoða það mál nánar.

Niðjafélagið hefur reikning: 1135-05-7187 og kennitalan: 220231-2409 

Efst á þessa síðu * Forsíða