GÓP-fréttir 

Keldnalýsing

Kom inn!
Hver á Ísland?

Minningarorđ um Guđrúnu Pálínu Helgadóttur

eftir Sigurđar Sigurđarsonar dýralćkni.

Í Morgunblađinu ţann 29. júlí 2006 birtust eftrfarandi minningarorđ Sigurđar um frćnku hans, Guđrúnu P. Helgadóttur, fyrrum skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. Í ţeirri grein lýsti hann Keldum og umhverfi ţeirra - og félst nokkru síđar á ađ sú lýsing fengi ađ birtast í GÓPfréttum. Hann sendi einnig ţessi minningarorđ.

Innskot GÓP:
Guđrún Pálína
Helgadóttir
fyrrum
skólastjóri
Kvennaskólans
í
Reykjavík

Guđrún P. Helgadóttir f. 19. apríl 1922, d. 5. júlí 2006, fyrrverandi skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, var dóttir Helga Ingvarssonar, yfirlćknis á Vífilsstöđum, og Guđrúnar Lárusdóttur.
Hún var stúdent frá MR 1941, BA frá HÍ 1949 í íslensku og ensku og doktor 1968 frá háskólanum í Oxford.
Hún kenndi viđ Gagnfrćđaskóla Austurbćjar í ellefu ár og um tíma í MR. Viđ Kvennaskólann kenndi hún í fjögur ár og varđ svo skólastjóri ţar í 23 ár - frá 1959 til 1982.
Hún var ritstjóri blađsins 19. júní á árunum 1958-1962 og áriđ 1966 varđ hún formađur Bandalags kvenna í Reykjavík. Hún var formađur til ársins 1969 og Bandalagiđ gerđi hana síđar ađ heiđursfélaga sínum. Hún átti međal annars sćti í stjórn Hjartaverndar og í stjórn Ţjóđvinafélagsins.
Áriđ 1971 varđ hún stórriddari hinnar íslensku fálkaorđu.

29. júlí
2006

Sigurđur
Sigurđarson:

minningarorđ

Guđrún Pálína Helgadóttir fyrrum skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík andađist hinn 5 júlí s.l. áttatíu og fjögurra ára ađ aldri eftir hetjulega baráttu viđ ţann, sem enginn getur sigrađ. Fram á síđustu stund hélt hún reisn sinni og skýrleik í hugsun. Hún var jarđsett í Fossvogsgarđi 13. júlí eftir fallega athöfn og eftirmćli í Hallgrímskirkju, sem Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur framkvćmdi. Viđ útförina var m.a. sungiđ ljóđ eftir Guđrúnu um haustiđ í lífi manna. Sunginn var Kvennaskólasöngurinn eftir Jakob Jóh. Smára viđ lag Páls Ísólfssonar og uppáhaldskvćđi hennar ,,Ég biđ ađ heilsa" eftir Jónas Hallgrímsson.

Ég átti heima á Keldum á Rangárvöllum um skeiđ í barnćsku. Ţar bjuggu ţá afi minn og amma, Skúli Guđmundsson, Brynjólfssonar frá Keldum og Svanborg Lýđsdóttir, Guđmundssonar frá Hlíđ í Gnúpverjahreppi. Guđrún Pálína var af Keldnakyni. Amma hennar, Júlía, lengi prestsfrú á Skeggjastöđum í Norđur-Múlasýslu var fćdd og uppalin á Keldum, systir Skúla.

.


Mynd Mats Wibe Lund af Keldum til Heklu.

Keldur eru ćvintýrastađur ţeim sem kynnst hafa međ sín fornu torfhús og umhverfi, sem er engu líkt. Skálinn er eitt elsta hús landsins frá 12 öld og austur af honum í röđ: skemmur tvćr, smiđja og hjallur, en stóra fjárréttin og önnur útihús austar. Fram af ţessum húsum er kirkjan, bćndakirkja, sem Guđmundur Brynjólfsson langafi okkar Guđrúnar lét byggja 1838 og síđar endurbyggja 1875. Hann bjó ţar í hálfa öld og Skúli sonur hans önnur 50 ár eftir hann til 1946. Áriđ 1932 voru menn ađ grafa fyrir safnţró í varpanum. Allt í einu hurfu ţeir ofan í jörđina og höfđu ţar međ fundiđ leynigöng, sem enginn vissi af, frá skálanum gamla niđur ađ lćk.

Framan viđ varpann er bćjarlćkurinn, vatnsmikill og straumţungur, en ţó međ spegilsléttar lygnur og fram af honum eru formhrein lambhúsin, sem Jón bróđir Skúla, síđar bóndi á Ćgisíđu byggđi 1895.

.

Útsýniđ frá Keldum er stórbrotiđ, varđađ fjöllum í suđri og austri: Vatnsdalsfjall međ Hádegishnauk í hásuđri, austar er Ţríhyrningur, frábćr útsýnisstađur međ tinda og skörđ, sem minna á varđturn, ţar fólst Flosi frá Svínafelli međ liđi sínu í 3 daga eftir Njálsbrennu og fylgdist međ leitinni ađ brennumönnum.

Skúli Guđmundsson bóndi kallađi Ţríhyrning fegurstan fjalla í heimi. Viđ rćtur Ţríhyrnings er Reynifellsalda. Austan Ţríhyrnings er Ţjófafoss. Ţar földu sig ţjófar tveir, sem síđar voru hengdir á Ţingskálum. Í austri eru Tindafjöll og Vatnafjöll og í landnorđri fjalladrottningin Hekla, Tryppafjöll, Geldingafjöll, Selsundsfjall. Ţar vestur af eru Bjólfell og Búrfell, ţar sem systurnar bjuggu er veiđa vildu og sjóđa Gissur á Lćkjarbotnum. Knafahólar eru í norđri. Ţar var Gunnari á Hlíđarenda og brćđrum hans Kolskeggi og Hirti gerđ fyrirsát, en nokkurn veg ţađan til suđausturs viđ Rangá er Gunnarssteinn, ţar sem ţeir vörđust og hröktu á brott ofurefli fjandmanna sinna en Hjörtur féll ţar, bróđir Gunnars, sem reiddi hann heim á skildi sínum. Síđar fannst beinhringur viđ Gunnarsstein, áletrađur hjartarmynd. Hólavöllur međ vörđunni stóru, útsýnisstađurinn góđi, byrgir fyrir sýn til útnorđurs heiman frá bć. Grákall er svo vestan túnfótar en Kirkjuhóll, Potthóll og Skyggnir viđ sjóndeildarhring til vesturs og útsuđurs og Lođsa upp af Stokkalćk.

Allt ilmar af sögunni hér og hana ţekkti Guđrún vel. Henni ţótti vćnt um Keldur og kom ţar oft eins og fađir hennar Helgi Ingvarsson á Vífilsstöđum.

.

Keldur standa á fornri hraunbrún. Undan brúninni í hálfhring um bćinn frá austri til vesturs koma óteljandi uppsprettur, međ kaldara og betra vatn en gerist annars stađar, 2-3 gráđur allan ársins hring. Ţćr mynda Keldnalćk, sem fellur úr Austurbotnum og Króktúnslćk, sem fellur úr Vesturbotnum og ţeir sameinast sunnan túns viđ Tanga.

Svo segir Kristín Skúladóttir frá Keldum:

Uppsprettan bólar viđ brekkurćtur,
blátćrt er vatn og kalt,
veitir sárţyrstum svölun góđa,
silfurlind gefur allt.
Hér áttu fjársjóđ bóndi á bćnum,
sem er betri en gulliđ valt.

Vestan viđ bćjarhúsin, skammt suđur af bćjartröđunum verđur dálítil skál í brekkuna viđ Króktúnslćk, 5 metrar rúmir í ţvermál hálfur ţriđji meter ađ dýpt međ lindarauga hringlaga í botni um 2 m í ţvermál. Ţetta er Maríubrunnur, heitinn eftir Maríu guđsmóđur. Ţar bóla upp ótal uppsprettur. Vatniđ kemur undan hraunbrún á 25 metra dýpi er mér sagt.
Ţangađ er ćvinlega sótt vatn til barnaskírna á Keldum. Lindin er vígđ af Guđmundi biskupi Arasyni góđa, f. 1160, d. 1237. Vatniđ er sagt heilsubćtandi, bćđi til inntöku og til ađ lauga augu sín.

Ţetta kunni amma mín Svanborg ađ meta og eins var međ Guđrúnu frćnku. Ég sá til ţess ađ Maríubrunnsvatn gengi aldrei til ţurrđar á heimili hennar síđustu árin eđa á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilinu ţar sem hún var síđast. Ekki er mér grunlaust um ađ hjúkrunarfrćđingar og annađ starfsfólk hafi einnig notiđ góđs af lćkningamćtti vatnsins međ góđu samţykki Guđrúnar. Keldur voru dálćtisstađur Guđrúnar og hún hafđi ćtlađ ţangađ á ţessu sumri ásamt sonum sínum og fjölskyldum ţeirra til ađ rifja upp forn kynni. Af ţví gat ekki orđiđ ţví miđur.

Guđrún var eftirminnileg kona, sem tekiđ var eftir hvar sem hún fór, fríđ sýnum, bar sig vel og virđulega, sköruleg í framgöngu, teinrétt í baki, grannvaxin og háriđ var dökkt en fariđ ađ silfra, breiđleit var hún sem algengt er í Keldnaćtt, bláeyg, réttnefjuđ, munnurinn festulegur. Orđ hennar og rćđa voru hnitmiđuđ og á fögru máli. Hún var afburđa kennari, uppörvandi og hugmyndaríkur frćđari, metnađarfull fyrir hönd nemenda sinna og frćndliđs og stjórnsöm í besta lagi en ţó um leiđ mild og skilningsrík, kröfuhörđ viđ nemendur sína en ţó mest viđ sjálfa sig. Hvađ sem hún tók sér fyrir hendur var vel undirbúiđ og hugsađ og unniđ af samviskusemi og fagmennsku. Hún ritađi nokkrar merkar bćkur međ annasömu starfi sínu og dreif sig í doktorsnám og lauk ţví međ glans eftir lífshćttulega hjartaađgerđ. Um langt árabil naut hún dýrmćtrar ađstođar frćnku sinnar Guđrúnar Svönu Theodórsdóttur úr Vestmannaeyjum, sem var í heimilinu og hugsađi um ţađ međ einstakri trúmennsku ásamt húsfreyjunni og eins á međan hún var fjarverandi. Guđrún Pálína vann af kappi ađ bók um skáldkonuna Torfhildi Hólm og hafđi nćr ţví lokiđ henni međ dyggri ađstođ samverkakonu sinnar Sigurlaugar Ásgrímsdóttur af Bólu-Hjálmarskyni, ţegar heilsan leyfđi ekki meira.

Guđrún var stefnuföst, kappsfull og ţolgóđ. Um uppgjöf var aldrei ađ rćđa, ţótt hún mćtti andbyr. Guđrúnu var eđlislćg trúin á hiđ góđa í manneskjunni. Hún var lífsglöđ og kunni ađ njóta lífsins á heilbrigđan hátt og veita jákvćđum straumum til umhverfisins. Barnabörnin kunnu vel ađ meta umhyggju hennar og hugkvćmni viđ ađ gleđja og frćđa.

Guđrún var frćndrćkin hiđ besta og ćttrćkin. Ţađ var sérstakur hljómur í nafninu Guđrún Pálína frćnka hjá okkur Keldnafólki. Vegna framkomu sinnar og hćfileika var hún sjálfkjörin til forustu á mörgum sviđum, ţar sem hún kom ađ málum og međal annars í Frćnkufélaginu svonefnda, sem starfađi á vettvangi Keldnaćttarinnar. Ég átti ţví láni ađ fagna ađ verđa gjaldgengur félagi ţar ásamt frćnda okkar Halldóri Vigfússyni, en viđ vorum einu karlarnir í félaginu og nú er líklega enginn eftir nema sá sem ţetta skrifar, en tími til kominn ađ stofna nýtt. Félagatal var ekkert og fjöldi breytilegur eftir verkefnum. Guđrún fékk ţennan kviđling letrađan á veggskjöld frá Frćnkufélaginu á áttrćđisafmćli sínu:

Afrek hefur unniđ
í ţig mikiđ spunniđ,
ţess viđ megum minnast hér.
Alltaf fremst á fari
flestum árćđnari.
Forustuna ţökkum ţér.

Margs er ađ minnast og margt ađ ţakka af samskiptum viđ Guđrúnu frćnku og hennar góđu fjölskyldu. Innilegar samúđarkveđjur eru sendar ţeim, ekki síst barnabörnunum, sem hafa misst svo mikiđ.

Sigurđur Sigurđarson dýralćknir

Efst á ţessa síđu * Forsíđa