GÓP-fréttir 
Ferđatorg

Kom inn!
Keldur á Rangárvöllum

Keldur á Rangárvöllum - Ţríhyrningur til hćgri

Músađu á myndina til ađ sjá fleiri úr vetrarferđ á Keldnasvćđiđ í janúar 2007.

Keldur á Rangárvöllum

Laugardaginn 29. júlí reit Sigurđur Sigurđarson minningargrein um frćnku sína, Guđrúnu P. Helgadóttur, fyrrum skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. Í ţeirri grein lýsti hann Keldum og umhverfi ţeirra - og féllst nokkru síđar á ađ sú lýsing fengi ađ birtast í GÓPfréttum. Sjá einnig hér minningarorđin í heild.  


Sigurđur Sigurđarson
dýralćknir
Ég átti heima á Keldum á Rangárvöllum um skeiđ í barnćsku.

Ţar bjuggu ţá afi minn og amma,
Skúli Guđmundsson, Brynjólfssonar frá Keldum
og Svanborg Lýđsdóttir,
Guđmundssonar frá Hlíđ í Gnúpverjahreppi.

 Nćrkort af Keldum. Einn kílómetri er milli lína.
  Keldur eru ćvintýrastađur ţeim sem kynnst hafa, međ sín fornu torfhús og umhverfi sem er engu líkt.

Skálinn er eitt elsta hús landsins frá 12 öld og austur af honum í röđ: skemmur tvćr, smiđja og hjallur, en stóra fjárréttin og önnur útihús austar. Fram af ţessum húsum er kirkjan, bćndakirkja, sem Guđmundur Brynjólfsson langafi okkar Guđrúnar lét byggja 1838 og síđar endurbyggja 1875. Hann bjó ţar í hálfa öld og Skúli sonur hans önnur 50 ár eftir hann til 1946.

Áriđ 1932 voru menn ađ grafa fyrir safnţró í varpanum. Allt í einu hurfu ţeir ofan í jörđina og höfđu ţar međ fundiđ leynigöng, sem enginn vissi af, frá skálanum gamla niđur ađ lćk.

Framan viđ varpann er bćjarlćkurinn, vatnsmikill og straumţungur, en ţó međ spegilsléttar lygnur og fram af honum eru formhrein lambhúsin, sem Jón bróđir Skúla, síđar bóndi á Ćgisíđu byggđi 1895.

  Útsýniđ frá Keldum er stórbrotiđ, varđađ fjöllum í suđri og austri:

Vatnsdalsfjall međ Hádegishnauk í hásuđri, austar er Ţríhyrningur, frábćr útsýnisstađur međ tinda og skörđ, sem minna á varđturn. Ţar fólst Flosi frá Svínafelli međ liđi sínu í 3 daga eftir Njálsbrennu og fylgdist međ leitinni ađ brennumönnum. Skúli Guđmundsson bóndi kallađi Ţríhyrning fegurstan fjalla í heimi. Viđ rćtur Ţríhyrnings er Reynifellsalda. Austan Ţríhyrnings er Ţjófafoss. Ţar földu sig ţjófar tveir, sem síđar voru hengdir á Ţingskálum. Í austri eru Tindafjöll og Vatnafjöll og í landnorđri fjalladrottningin Hekla, Tryppafjöll, Geldingafjöll og Selsundsfjall. Ţar vestur af eru Bjólfell og Búrfell, ţar sem systurnar bjuggu er veiđa vildu og sjóđa Gissur á Lćkjarbotnum.

Knafahólar eru í norđri. Ţar var Gunnari á Hlíđarenda og brćđrum hans Kolskeggi og Hirti gerđ fyrirsát, en nokkurn veg ţađan til suđausturs viđ Rangá er Gunnarssteinn, ţar sem ţeir vörđust og hröktu á brott ofurefli fjandmanna sinna en Hjörtur féll ţar, bróđir Gunnars, sem reiddi hann heim á skildi sínum. Síđar fannst beinhringur viđ Gunnarsstein, áletrađur hjartarmynd.

  Hólavöllur međ vörđunni stóru, útsýnisstađurinn góđi, byrgir fyrir sýn til útnorđurs heiman frá bć. Grákall er svo vestan túnfótar en Kirkjuhóll, Potthóll og Skyggnir viđ sjóndeildarhring til vesturs og útsuđurs og Lođsa upp af Stokkalćk. Allt ilmar af sögunni hér.

Keldur standa á fornri hraunbrún. Undan brúninni í hálfhring um bćinn frá austri til vesturs koma óteljandi uppsprettur, međ kaldara og betra vatn en gerist annars stađar, 2-3 gráđur allan ársins hring. Ţćr mynda Keldnalćk, sem fellur úr Austurbotnum og Króktúnslćk, sem fellur úr Vesturbotnum og ţeir sameinast sunnan túns viđ Tanga.

Svo segir Kristín Skúladóttir frá Keldum:

Uppsprettan bólar viđ brekkurćtur,
blátćrt er vatn og kalt,
veitir sárţyrstum svölun góđa,
silfurlind gefur allt.
Hér áttu fjársjóđ bóndi á bćnum,
sem er betri en gulliđ valt.

Maríubrunnurinn


Maríubrunnurinn er upp af lćknum lengst til hćgri.

Músađu á myndina til ađ sjá ţćr stórar - frá 14. febrúar 2008.

Vestan viđ bćjarhúsin, skammt suđur af bćjartröđunum verđur dálítil skál í brekkuna viđ Króktúnslćk, 5 metrar rúmir í ţvermál hálfur ţriđji meter ađ dýpt međ lindarauga hringlaga í botni um 2 m í ţvermál. Ţetta er Maríubrunnur, heitinn eftir Maríu guđsmóđur. Ţar bóla upp ótal uppsprettur. Vatniđ kemur undan hraunbrún á 25 metra dýpi er mér sagt.


Maríubrunnurinn úr sama sjónarhorni og fyrri myndin.


Skúli Lýđsson, bóndi á Keldum, og greinarhöfundur,
Sigurđur Sigurđarson, dýralćknir, eru systkinasynir.
Hér eru ţeir ađ huga ađ Maríubrunninum.


Hér sést Króktúnslćkurinn sem kemur undan brekkunni
viđ myllukofann. Lćkurinn stendur nú svo hátt
ađ nćrri rennur inn í Maríubrunninn - en ţó ekki alveg.


Veröldin speglast í Maríbrunninum.

Í Maríubrunninn er ćvinlega sótt vatn til barnaskírna á Keldum. Lindin er vígđ af Guđmundi biskupi Arasyni góđa, f. 1160, d. 1237. Vatniđ er sagt heilsubćtandi, bćđi til inntöku og til ađ lauga augu sín.

Sigurđur Sigurđarson dýralćknir

Efst á ţessa síđu * Forsíđa