GÓP-fréttir

Stöðupróf í ritvinnslu
Ritvinnsla í Word

Hægt er að taka stöðupróf í ritvinnsluhluta áfangans. Hér kemur kröfulýsing sem miðuð er við ritvinnsluforritið Word frá Microsoft - en unnt er að taka prófið í öðru öflugu ritvinnsluforriti ef óskað er.
Leiðbeiningar um áfangann, markmiðalista, námsáætlun og Gátlista færðu í Vefskˇla-vefnum.

Kom inn
Word-krofur
Gátlistinn er yfir atriði sem gott er að hafa gát á - og lesa áður en unnið er viðkomandi verkefni í Word-kennslubókinni eftir Brynjólf Þorvarðarson
Atriðalisti:
Nemandinn þarf að kunna skil á - þ.e.: vita hvað merkir og hvað við er átt:
 • Ritvinnsluforrit, hjálp, einstakir hlutar skjásins, hamir, aðdráttur/stærðarstilling með zoom, skjal, mappa (og mappan favorites), diskur, skífa = disklingur, skífudrif, prentskoðun, prentun, vistun, opna skjal, loka skjali, eyða skjali, leita, leita og skipta, verja skjal með leyniorði, bókstafir, velja = blokka, leturtegund, serif, leturstærð, feitletrun, skáletrun, undirstrikun, lágstafir, hástafir, litlir hástafir, uppskrifað, niðurskrifað, stækkaður upphafsstafur = drop cap, falin tákn, inndráttur, spássía, málsgrein = paragraph, jöfnun texta, línubil, rammi, línur, skuggi af línu og ramma, síðurammi, litir, mynstur, dálkahak = Tab stop, punktafyllt dálkahak, tölusettur listi, stíll, afritun, líming, draga og sleppa, sjálfvirk leiðrétting, íslenskar gæsalappir, pappírsstærð, síðuhaus, síðufótur, síðunúmer, tafla, tölusetning fyrirsagna, sjálfvirkt efnisyfirlit, neðanmálsgrein, aftanmálsgrein, sjálfvirk atriðaskrá, teikning, mynd, myndatexti, sjálfvirk myndaskrá, bókamerki, sjálfvirkar tilvísanir, dálkar, orðskipting, stílblað, samsteypa, fjölvi.

Nemandinn þarf að geta framkvæmt hiklaust á tölvu og útskýrt fyrir kennara - (músaðu hér til að fá leiðbeiningar):

 • Birta og hagnýta sér falin tákn. Skrifa texta án þess að misnota <inn>-hnappinn (=Return = Enter) og án þess að jafna með slánni (orðabils-slánni). Skipta orðum milli lína.
 • Opna skjal af skífu eða einhverri möppu, prentskoða, prenta, vista, vista með leyniorði og loka skjali og eyða skjali af skífu og af hörðum diski. Hætta í Word þannig að forritið taki til eftir sig.
 • Feitletra, undirstrika, skáletra, uppskrifa, niðurskrifa. Skipta um leturgerð og leturstærð. Setja inn tákn sem ekki finnast á hnappaborðinu. Nota Bakk-hnappinn (Backspace) og Del-hnappinn (Delete).
 • Vinna með textahluta: blokka, afrita, færa milli staða og milli skjala, breyta útliti, eyða.
 • Prenta skjal, eina síðu úr skjali eða blokkaðan hluta úr skjali.
 • Nota mismunandi aðdrátt. Jafna texta vinstra megin, hægra megin og beggja megin. Breyta hægri og vinstri inndrætti, línubili, bili á undan og á eftir efnisgrein.
 • Setja inn, breyta og nota dálkstillingar, einnig sem lóðrétt strik (bar) og með punktafyllingu.
 • Ramma inn málsgreinar eða setja um þær strik undir, ofan eða til hliðar. Nota allar gerðir, liti, þykktir og skyggingar eins og forritið leyfir.
 • Tölusetja málsgreinar með sjálfvirkum hætti.
 • Stilla spássíur, breyta stærð blaðsíðunnar og prentstefnu. Setja inn blaðsíðunúmer, sjálfvirka dagsetningu, neðanmálsgreinar, aftanmálsgreinar og haus og fót.
 • Vinna með stíla og breyta stílum og búa til nýja.
 • Vinna með textadálka og töflur og kunna að breyta uppsetningu þeirra og útliti.
 • Kunna að leita og skipta, nota Auto Correct og Auti Text, taka inn myndir og nota Text Box.
 • Útbúa efnisyfirlit, myndaskrá og atriðisorðaskrá.
 • Búa til og prenta samsteypur og límmiða og búa til og nota einfalda fjölva.
 • Nota ýmis önnur atriði sem til kunna að vera tekin í prófi svo sem Vhange Case, Drop Cap og fleira sem gert er ráð fyrir að nemandinn noti hjálpina í forritinu til að fá leiðbeiningu.
Æfing:
Fyrst skaltu taka inn skrána sem heitir Geology.doc Þrjár myndaskrár fylgja þessu verkefni. Sæktu þær á sama stað með því að hægri músa á þær og afritaðu þær yfir á skífuna þína. Þær heita Meginl.bmp og Plotur.bmp og Sneid.bmp.
Hér er
14. verkefni
úr bók Brynjólfs
Þorvarðarsonar.
Þú getur sótt
skrána og
myndirnar eins
og leiðbeint er
um -
en nákvæmari
leiðbeiningar
verðurðu að fá í
bókinni.
Hér verður
aðeins talið
það sem gera
skal við skjalið.
Breyttu skjalinu eins og hér segir:
 • Skjalið er skrifað í normal-stíl og fyrirsagnir eru setta með heading-stílum. Breyttu stílunum þannig að normal-stíllinn verði hliðjafnaður (justified), hver lína hefjist með 0,5 sm inndrætti og á eftir hverri málsgrein komi 6 pt aukafærsla. Heading 1 - stíllinn verði með Arial 24 pt letur, miðjujafnaður, enginn inndráttur á fyrstu línu, ekki feitletraður og ekki undirstrikaður. Heading 2 - stíllinn verði með Arial 14 pt letur, skáletraður og vinstrijafnaður en ekki feitletraður. Heading 3 - stíllinn verði með Arial 12 pt letur, vinstrijafnaður en ekki feitletraður.
 • Tölusettu heading-stílana með Outline numbering þannig að þegar heading-1-fyrirsögn hefur númerið 1 þá hafi næsta heading-2-fyrirsögn númerið 1.1 og svo framvegis.
 • Í skjalinu eru margar neðanmálsgreinar (footnote). Aftast í því eru þrjár feitletraðar og undirstrikaðar setningar sem allar eiga að verða neðanmálsgreinar. Bættu úr því.
 • Bættu tveimur auðum blaðsíðum framan við skjalið. Á fyrstu síðuna skaltu útbúa forsíðu sem þú skrifar með 14 punkta letri nema sjálft heiti ritgerðarinnar sem er með 40 punkta letri. Efst hefurðu orðið Jarðfræðiritgerð og þar fyrir neðan orðin Framhaldsskóli Grunnuvíkur. 10 sentimetrum undir efstu brún skrifarðu miðjaða fyrirsögnina: Plötuskriðskenningin og þar fyrir neðan undirfyrirsögnina: Með og á móti og 24 sm neðan við efstu brún skrifarðu hægri jafnað: Umbrot: nafnið_þitt og þar fyrir neðan Dagsetning * Menntaskólinn í Kópavogi
Þetta verkefni
kemur að afar
mörgum þeirra
þátta sem upp
eru taldir í
listanum hér
fyrir ofan.
Þó er ekki
ítarlega unnið
í töflum, ekki
komið að merge
og ekki unnið
við fjölva.


 • Á síðu númer 2 skaltu skrifa heading-1-fyrirsögnina Efnisyfirlit og láta Word mynda þar efnisyfirlit með sjálfvirkum hætti.
 • Búið er að merkja orð í atriðaskrá en eftir er að merkja orðin Móbergsstapar, Herðubreið, Mikla-Gljúfur, Grand Canyon. Merktu þau fyrir atriðisorðaskrána.
 • Búðu til auða síðu aftan við skjalið. Skrifaðu þar heading-1-fyrirsögnina Atriðaskrá og láttu Word mynda þar atriðisorðaskrá með sjálfvirkum hætti í þremur dálkum með headings for accented letters.
 • Settu allt skjalið upp í tvo dálka. Láttu síðan allar heading-1-fyrirsagnirnar vera í einum dálki. Þær komas þá þvert yfir síðu.
 • Búðu til síðuhaus þar sem fremst stendur Plötuskriðskenningin en aftast stendur Bls. og svo kemur sjálfvirkt síðunúmer. Hafðu línu undir hausnum.
 • Búðu til síðufót. Hafðu nafnið þitt fremst en láttu Word setja aftast dagsetninguna í dag, uppfærða með sjálfvirkum hætti. Hafðu línu yfir fætinum.
 • Settu myndirnar inn þar sem merkt er fyrir þeim í skjalinu. Hver mynd á að koma inn í tveggja reita töflu (annar reiturinn yfir en hinn undir). Myndin á að koma í efri reitinn en myndatextinn (caption) í þann neðri. Myndatextar eiga að hefjast á orðinu Mynd. Ef þeir gera það ekki skaltu nota New Label til að breyta því. Mynd númer 1 er í skránni meginl.bmp, mynd númer 2 er í skránni plotur.bmp og mynd númer 3 er í skránni sneid.bmp.
 • Farðu aftast í skjalið. Vertu framan við atriðaskrána. Búðu þar til heading-1-fyrirsögnina Myndaskrá og láttu Word búa þá skrá til með sjálfvirkum hætti.
 • Farðu á forsíðuna. Notaðu File | Page Setup | Layout | Different First Page til að láta haus og fót ekki birtast á forsíðunni.
 • Láttu Word mynda allar töflur skjalsins að nýju til að tryggja að þær séu réttar.
 • Farðu gegnum skjalið með handvirkri (manuel) orðaskiptingu og skiptu orðum milli lína eftir þörfum í samræmi við íslenskar orðskiptireglur - eins og þú kannt þær.
> Vefskóla-staðallinn
fyrir forsíður á ritgerðum er svona:
 • Nafn höfundar efst til vinstri með arial-14pt.
 • Námsáfangi í næstu línu til vinstri með arial-12pt.
 • Heiti ritgerðarinnar miðjað 10 sm neðan við efstu brún pappírs með stóru arial-letri eða öðru letri sem sker sig úr til dæmis algerian-40pt.
 • Ef þú hefur mynd á forsíðunni getur fyrirsögnin þurft að koma ofar.
 • Nafn kennarans hægri jafnað 24 sm frá efri brún með arial-12pt.
 • Nafn skóla og dagsetning hægri jafnað í næstu línu fyrir neðan með arial-12pt.

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir