Forsíða

Uppfært
21.08.2000

Heimsoknir
Word-skila
spurningar!

Word-skil: spurningar
Hvað spyr kennarinn um?

Hvað er það sem kennarinn spyr um þegar þú skilar verkefnum úr Word - sem eru í fullkomnu lagi?

Hér kemur dálítið sýnishorn:

Internet 1 Hvert er netfangið þitt? Kanntu að útbúa netfang t.d. á visir.is ? Kanntu að senda tölvupóst? Kanntu að senda viðhengi með tölvupósti?
Internet 2 Hefurðu lokið við að svara spurningum verkefnisins og senda kennaranum svörin í tölvupósti?
Verkefni 8 Tökum burt dálk-stillingar úr einhverjum tveimur línum og þú setur þær aftur inn (- án þess að nota undo!).
Verkefni 9 Til hvers notar maður format | style ? Breyttu einhverjum stílnum - bæði paragraph og font - og sjáum hvort allar útgáfur hans breytast um leið - þær eiga að gera það!
Verkefni 10 Finndu öll feitletruð orð og breyttu þeim öllum í einu í undirstrikuð og ekki feitletruð orð. Hvernig ferðu að því að láta textann flæða að myndinni? Geturðu látið texta flæða inn á myndina?
Verkefni 11 Búðu til töflu með tilteknu auto-formati. Hvernig færðu fram aukabilið milli málsgreina í síðustu töflunni.
Internet 3 Eru báðar vefsíðurnar tilbúnar? Er hægt að músa sig á milli þeirra?
Verkefni 13 Breyttirðu stílunum með réttum hætti? - Hvernig er unnt að sjá hvort stílum hefur verið breytt með réttum hætti? Er normal-stíllinn hliðjafnaður með 0,5 sm inndrátt í fyrstu línu og 6 pkt eftir? Eru haus og fótur eins og segir í gátlistanum?
Verkefni 14 Hefurðu notað snilli þína úr 13. verkefni? Er forsíðan eins og segir í gátlistanum? en haus og fótur? Er normal-stíllinn eins og í 13. verkefni? Lagaðirðu heading-stílana? Geturðu sett inn myndatexta? Hefurðu skjalið útprentað meðferðis?

Efst á þessa síðu * Forsíða