GÓP-fréttir

Uppfært
21.08.2000

Kom inn
Word-stiklur

Word-minnispunktar

Þetta er ekki hugsað sem kennslutexti!
Miðað er við að þú hafir kynnt þér notkun ritvinnsluforritsins Word og þurfir aðeins að rifja upp hvernig aðgerðir eru framkvæmdar - eða hafir lært að nota annað ritvinnsluforrit og þurfir að sjá hvernig aðgerðir eru framkvæmdar í Word.

Hnappar

Hnappaheiti í þessum leiðbeiningum:
 • bendilfærsluhnappar eru hnapparnir sem færa bendilinn: örvahnappar,
  <Ctrl+örvahnappar>,
  <Page Up> og
  <Page Down>
 • <inn>-hnappur = enter-hnappur
 • <SS>-hnappur = Stórir Stafir = Shift-hnappur
Lýsing: Minnispunktar:
Vista skjal
á hvaða drifi
sem er
Músa á File | Save As til að opna Save-As-boxið. Músa á Save-in-línuna og velja drifið. Skrifa nafn skjalsins á File-name-línuna. Músa á Save.

Hneppa <F12> til að opna Save-As-boxið. Skrifa nafn drifsins (t.d. a:) á File-name-línuna og hneppa <inn>-hnappnum (inn=enter)

Sækja skjal
á hvaða drif
sem er og í
hvaða möppu
sem er
- og opna það
Músun > Músa á File | Open til að opna Open-boxið. Músa á Look-in-línuna og velja drifið.Möppurnar birtast í stóra glugganum. Velja undirmöppu uns skjalið er fundið. Tvímúsa á heiti skjalsins.

Hnepping > Hneppa <Ctrl+O> til að opna Open-boxið. Skrifa nafn drifsins (t.d. a: eða c:\My documents) á File-name-línuna og hneppa <inn>-hnappnum. Hneppa <SS-Tab> til að koma bendlinum inn í stóra gluggann. Velja möppu með <niður-ör> og öðrum færsluhnöppum, opna möppuna með <inn> og velja áfram, undirmöppur og að lokum skjalið og taka það inn - með <inn>

Vinna með fleiri
en eitt skjal í
einu
Opna þau skjöl sem vinna skal með. Ef þau eru hvert á sínum stað þarf að sækja hvert um sig. Ef þau eru í sömu möppu má velja þau með því að halda niðri <Ctrl>-hnappnum á meðan músað er á þau eitt af öðru. Taka þau svo inn með <inn>

<Ctrl-F6> hoppar milli skjala í Word. <Ctrl-SS-F6> hoppar í öfugri röð. (Taktu inn þrjú skjöl og prófaðu!)

Loka vinnuskjali
Músa á File | Close eða músa á næstefsta X-hnappinn í hægra horninu uppi eða hneppa <Ctrl-F4>
Loka Word
Músa á File | Exit eða músa á efsta X-hnappinn í hægra horninu uppi eða hneppa <Alt-F4>
Hvað gerir
Backspace ?
Eyðir tákninu vinstra megin við bendilinn.
Eyðingaráttin er þessi: <<<
(.. abcd|efg.. << hér hverfur d)
Hvað gerir
Delete
?
Eyðir tákninu hægra megin við bendilinn
Eyðingaráttin er þessi: >>>
( hér hverfur e >> .. abcd|efg.. )
Blokka
= velja
= afmarka texta
með mús
Setja músarbendilinn framan við fyrsta táknið. Halda músarhnappnum niðri á meðan músarbendillinn er færður aftur fyrir aftasta táknið. Textinn verður svartur. Þá er hann blokkaður.
Blokka texta
með hnöppum
Færa bendilinn með bendilfærsluhnöppum fram fyrir fyrsta táknið. Halda niðri <SS>-hnappnum meðan bendillinn er færður aftur fyrir síðasta táknið með bendilfærsluhnöppum. Textinn verður svartur. Þá er hann blokkaður.
Afrita texta
og láta hann
líka birtast
annars staðar
Blokka textann. Músa á Edit|Copy eða hneppa <Ctrl+C> Færa bendilinn þangað sem textinn á að koma (í sama skjali, öðru skjali eða í öðru forriti) og músa á Edit|Paste eða hneppa <Ctrl+V>.
Færa texta
- þ.e. klippa
texta þaðan
sem hann er
og láta hann
birtast á öðrum
stað
Blokka textann. Músa á Edit|Cut eða hneppa <Ctrl+X> Færa bendilinn þangað sem textinn á að koma (í sama skjali, öðru skjali eða í öðru forriti) og músa á Edit|Paste eða hneppa <Ctrl+V>.
Prenta
Músa á Prenthnappinn til að prenta allt skjalið

Músa á File | Print eða hneppa <Ctrl-P> til að opna print-boxið. Stilla Page range og Copies og Print what og Print að vild - og prenta svo með <inn> eða músa á OK

Breyta leturgerð
eða/og útliti
leturs
Músa á Format | Font

Leturgerðir eru t.d. Times Roman og Arial. Yfirleitt má velja milla margra leturrgerða

Til útlits leturs teljast feitletrun, undirstrikun, skáletrun, leturlitur, stafabil og fleira.

Setja inn
óvanaleg tákn
Músaðu á Insert | Symbol og athugaðu að þar má skoða margar tákna-samstæður (táknasett).
Jafna texta Músa á Format | Paragraph | Alignment

 • Left merkir Vinstri-jafna > Jafna texta við vinstri spássíu
 • Center merkir Miðja > Jafna texta á miðju síðunnar
 • Right merkir Hægri-jafna > Jafna texta við hægri spássíu
 • Justify merkir Hlið-jafna > Jafna texta bæði við vinstri og hægri spássíu
Breyta málsgrein
inndrætti, línubili,
bili á undan/eftir
Músa á Format | Paragraph

Þannig opnast valbox þar sem þessi atriði eru stillt.

Dálkstillingar
= Tab-stillingar
Einfaldast er að hafa reglustikuna á. Hún fæst með View | Normal eða View | Page Layout og velja View | Ruler.

Músaðu nokkrum sinnum á táknið sem er við vinstri jaðarinn - þ.e. á enda reglustikunnar. Þannig sérðu dálkhökin sem auðveldast er að sækja. Dálkhakið sem þú hefur valið seturðu á sinn stað í reglustikunni með því að músa þar á hana. Þú getur fært hakið til með músinni og einnig fjarlægt það með því að toga það niður úr reglustikunni.

TAB-hnappurinn er notaður til að hoppa í næsta dálkhak.

Línur, rammar
og skygging
á
málsgreinar
(1) Veldu málsgreinina eða málsgreinarnar.

(2) Músaðu á Format | Borders and Shading

(3) Hér skaltu fikta í öllu og músa á OK til að sjá hvað gerðist. Þú getur hætt við breytingarnar með því að hneppa Ctrl+Z

Töflur
og útlit þeirra
(1a) Töflu býrðu til með Table | Insert table

(1b) Töflu geturðu líka búið til með því að músa á töflugerðarhnappinn (á honum er töflumynd) og velja þann fjölda lína og dálka sem þú vilt. Þegar þú sleppir hnappnum birtist taflan þar sem bendillinn þinn er!

(2) Hafðu bendilinn í töflunni. Veldu svo Table | Table autoformat til að láta töfluna fá eitthvert forvalið útlit.

Númer eða merki
á málsgreinar -

sjálfvirkt
(1) Áður en þú byrjar að skrifa: Veldu Format | Bullets and Numbering

(2) Eftir að þú hefur skrifað:

 • Veldu textann sem á að fá númer á sig
 • Veldu svo Format Bullets and Numbering

(3) Ef setja skal númer á headings þarf að velja þann kost í Format | Bullets and Numbering

Breyta
spássíu
síðugerð
pappírsgeymslu
síðusniði
File | Page Setup opnar Page Setup-gluggann.

 • Margins - spjaldið stillir spássíur og rými fyrir haus og fót. Í Apply to - línunni ákveðurðu har í skjalinu breytingin á að gilda.
 • Paper Size - spjaldið stillir pappírsstærð og hvort prenta skal langsum = Portrait eða þversum = Landscape á blaðið.
 • Paper Source - spjaldið stillir hvert sækja skal pappírinn.
 • Layout - spjaldið stillir síðusniðið. Þar tiltekurðu líka hvort haus og fótur eiga að birtast á forsíðu og hvort þeir eiga að vera eins á síðum með sléttum síðunúmerum og síðum með oddatölunúmerum.
Síðunúmer Insert | Page Numbers

Útliti talnanna er breytt með því að músa á Format-hnappinn

Neðanmálsgrein
Aftanmálsgrein
Insert | Footnote birtir Footnote and Endnote - gluggann.
Haus - fótur View | Header and Footer
Raða (1) Blokka það sem á að raða
(2) Table | Sort
Dálkar
 • Aðferð 1: Músa á dálka-hnappinn, velja dálkafjöldann og músa á aftasta dálkinn.
 • Aðferð 2: Format | Columns og stilla að vild. Hér er líka þægilegt að setja línu milli dálkanna.
Dagsetning Insert | Date and Time
Leita og skipta Edit | Find and Replace eða hneppa Ctrl+H.
Ný síða Ctrl+inn setur blaðsíðuskil þar sem bendillinn er
Stikur af/á View | Toolbars setur stikur af og á. Einnig má hægri-músa ofan við ritsvæðið á skjánum - þar sem stikurnar birtast.
Mælistika af/á View | Ruler
AutoCorrect Geymir lista yfir orð og orðasambönd sem þú vilt fá fram með skammstöfun - eða vilt láta Word birta í staðinn fyrir eitthvað annað sem þú skrifar - t.d. til að leiðrétta villur sem þér hættir til að gera. Ef þú vilt bæta í listann - t.d. nafninu þínu - ferðu svona að:

 • Skrifar nafnið þitt - og allt sem því á að fylgja og þú vilt að birtist.
 • Blokkar það allt.
 • Tools | AutoCorrect
 • Það sem þú blokkaðir birtist í hægri glugga.
 • Þú skrifar skammstöfunina í vinstri glugga og músar á Add og síðan á OK.
 • Prófaðu hvort það tókst með því að skrifa skammstöfunina og hneppa orðabils-slánni.
AutoText Tools | AutoText virkar með svipuðum hætti og AutoCorrect. Prófaðu!
Myndir Insert | Picture | ClipArt eða Insert | Picture | From File
Text Box Insert | Text Box
Stílar Nota tilbúinn stíl:
 • Hafa bendilinn þar sem stíllinn á að koma
 • Músa á stíla-listann sem er fremst á Formatting-stikunni og velja stílinn.

Nota tilbúinn stíl - sem ekki finnst í stíla-listanum:

 • Format | Style og velja þar All Styles í List-línunni. Þá finnurðu stílinn sem þú leitar að í Styles-listanum.

Breyta stíl:

 • Vertu í þeim stíl sem þú ætlar að breyta. Það einfaldar málið!
 • Format | Style | Modify | Format og svo framvegis.
Samsteypa Tools | Mail Merge opnar verkstjóra sem leiðbeinir um gerð póst-samsteypu í þremur áföngum:
 • 1 Main Document - Create: til að útbúa bréfið sem þú ætlar að senda öllum viðtakendum.
 • 2 Data source er skjalið sem geymir listann yfir viðtakendurna, ávörp og heimilisföng og annað sem hverjum viðtakanda tilheyrir sérstaklega.
 • 3 Merge the data with the document býr til bréfin þar sem hvert um sig er sérstaklega stílað á viðtakandann.
Efnisyfirlit
 • Notaðu heading-stílana í fyrirsagnir.
 • Veldu efnisyfirlitinu stað í skjalinu - t.d. á síðu 2 - og skrifaðu þar fyrirsögnina: Efnisyfirlit
 • Láttu Word útbúa efnisyfirlitið undir fyrirsögninni með Insert | Index and Tables | Table of Contents stilltu það eins og þú vilt hafa það og músaðu á OK.
Atriðisorðaskrá
 • Merktu þau orð sem eiga að birtast í skránni. (Finndu orðið, blokkaðu það, og merktu það í Tools|Index and Tables í Index - spjaldinu með MarkEntry).
 • Farðu aftast í skjalið þitt - þar eru atriðaskrárnar yfirleitt geymdar - búðu til nýja síðu með Ctrl+inn og skrifaðu fyrirsögnina: Atriðisorðaskrá og neðan við hana læturðu Word búa skrána til með Tool | Index and Tables | Index (stillir töfluna eins og þú vilt)| OK
Myndaskrá
 • Settu myndirnar inn. Búðu til Caption = myndatexta við þær.
 • Færðu þig aftast í skjalið þar sem þú vilt hafa myndaskrána - og skrifaðu fyrirsögnina: Myndaskrá
 • Undir fyrirsögninni læturðu Word búa myndaskrána til með Tools | Index and Tables | Table of Figures (stillir útlitið eins og þú vilt) | OK
Change Case Hástafir / lágstafir þessi skipti gerirðu með því (1) að blokka textann og (2) Format | Change Case
Drop Caps Format | Drop Cap
Sér-stórir upphafsstafir - oft notaðir í upphafi kafla.
WordArt Hafðu Drawing-stikuna opna. Veldu þar WordArt-hnappinn.
Stílsíður Template er síðuform. Þú býrð til nýtt síðuform með því að (1) opna nýtt skjal, (2) breyta því eftir þínu höfði og (3) vista það sem Document Template. Síðan geturðu alltaf fengið eintak af þessu síðuformi með File | New.
Orðskipti

Ctrl+mínus

Hyphenation er notuð til að skipta orðum milli lína. Til þess má nota Tools | Language | Manual

Hægt er að setja inn orðskipti þar sem maður vill með því að hafa bendilinn þar í orðinu sem skiptingin á að koma og hneppa Ctrl+mínus
mínus er hnappurinn vinstra megin við bakk-hnappinn og hægra megin við Ö-hnappinn.

Outline Sjálfvirk númerun:
Format | Bullets and Numbering | Outline Numbered

Unnið í Outline-ham: View | Outline

Master document
Subdocument
View | Master Document skilgreinir skjalið sem yfirskjal og birtir Master Document - stikuna. Þá má skipuleggja yfirskjalið og útbúa undirskjöl (subdocuments) með Create Subdocument - hnappnum

Efst ég þessa síðu * Forsíða