GÓP-fréttir
Uppfært
21.08.2000 Kom inn
Windows-stiklur

Windows-stiklur

>>
Hnappaheiti í þessum leiðbeiningum:
 • bendilfærsluhnappar eru hnapparnir sem færa bendilinn: örvahnappar, <Ctrl+örvahnappar>, <Page Up> og <Page Down>
 • <inn>-hnappur = enter-hnappur
 • <SS>-hnappur = Stórir Stafir = Shift-hnappur

Músanir í þessum leiðbeiningum:

 • músa á (eitthvað)) = færa músarbendilinn á (eitthvað) og hneppa vinstri músarhnappnum.
 • hægri-músa = hneppa hægri músarhnappnum.
Lýsing: Minnispunktar:
Start - hnappur
til að gangsetja forrit

gangsetja = opna = ræsa = keyra
Músa á Start-hnappinn.
Upp flettist listi. Þar finnurður orðið Programs.
Músaðu á Programs til að opna forritalistann.
Músaðu á forritið sem þú vilt opna.

Hneppa <Ctrl-Esc> til að fletta upp listanum.
Hneppa <P> eða nota örva-hnappana til að velja Programs og opna forritalistann.
Velja forritið og hneppa <inn>-hnappnum (inn=enter)

Hægri - listi Hægri-músaðu til að opna hægri-listann.
Músaðu á þinn óskakost í listanum.
Tilvísun

Flýtimúsun = Shortcut

Tilvísun er búin þannig til:

 • Hægri-músaðu á Start-hnappinn
 • Veldu Open til að opna Start Menu - boxið
 • Tvímúsaðu á Programs-táknið
 • Finndu Windows-Explorer-táknið.
 • Settu músarbendilinn á táknið. Haltu niðri hægri-músarhnappnum og dragðu músarbendilinn út á vinnuborðið. Ef rétt er gert fylgir músarbendlinum afrit af tákninu.
 • Þegar á borðið er komið skaltu sleppa músarhnappnum. Þá á að birtast Windows-Explorer-táknið að birtast á vinnuborðinu - og hægri-listi
 • Veldu Create Shortcut Here. Nú er nóg að músa á þetta shortcut til að opna Windows Explorer.
Tilvísun

Flýtihnepping

Flýtihnepping er tengd við tilvísun og búin til þannig:

 • Gerum ráð fyrir að þú hafir búið til flýtimúsunina á Windows Explorer sem leiðbeint er um hér næst fyrir framan. Hægri-músaðu á táknið.
 • Veldu Properties
 • Músaðu á Shortcut-eyrað.
 • Músaðu á Shortcut key - línuna.
 • Skrifaðu bókstafinn E og
  þá birtist í línunni: Ctrl + Alt + E
 • Músaðu á OK og lokaðu öllum gluggum og boxum.
 • Er allt lokað? Ef svo er skaltu hneppa <Ctrl + Alt + E> og ef allt var rétt gert þá opnast Windows Explorer.
Tilvísun í Start - Programs Tilvísunum má bæta í Start - Programs svona:
 • Músaðu á Start | Settings | Taskbar | Start Menu Programs
 • Músaðu á Remove til að sjá hverjir kostirnir eru.
 • Ef þú vilt kasta einhverju burt skaltu velja það og músa á Remove.
 • Músaðu á Close
 • Músaðu á Add og Browse
 • Ef þú vilt bæta einhverju við - til dæmis forriti eða skjali - skaltu leita það upp og velja það og músa á Open.
 • Músaðu á Next og veldu þá möppu sem á að geyma tilvísunina.
 • Ljúktu verkinu með því að músa á Finish.
Document - tæma listann Músaðu á Start | Settings | Taskbar | Start Menu Programs og músaðu þar á Clear í Documents Menu
Format - forsníða skífu (diskling) í A-drifi (1) Setja skífuna í A-drifið.
(2) Tvímúsa á My Computer
(3) Hægri-músa á táknið 3 1/2 Floppy (A:)
(4) Músa á Format
Afrita skífu Sjá Format (1) - (3)
(4) Músa á Copy Disk
Mappa - búa til (1) Opna Windows Explorer
(2) Finna staðinn þar sem mappan á að vera
(3) Hægri-músa til að opna hægri-listann
(4) Velja New | Folder
(5) Skrifa nafn möppunnar og hneppa <inn>-hnappnum
Mappa - eyða (1) Opna Windows Explorer
(2) Finna möppuna
(3) Hægri-músa á hana til að opna hægri-listann
(4) Velja Delete
Afrita / færa skrá (1) Opna Windows Explorer
(2) Finna skrána
(3) Hægri-músa á hana til að opna hægri-listann
(4) Velja Copy ef þú vilt aðeins afrit hana en Cut ef þú vilt færa hana.
(5) Finna möppuna sem skráin á að fara í.
(6) Hægri-músa í möppuna og velja Paste.
Endurskíra | eyða skrá Finna skrána í Windows Explorer, hægri-músa á hana og velja Rename til að endurskíra=skipta um nafn eða Delete til að eyða henni.
Ruslafatan Recycle Bin er ruslafatan. Hægri-músaðu á hana og veldur open til að opna hana og velja skrá sem þú vilt endurheimta eða Empty Recycle Bin til að tæma hana.
Leita að skrá Músaðu á Start | Find | Files or Folders til að opna Find-boxið. Í efri línuna skrifarðu nafnið á skránni sem finna skal en í þá neðri tiltekurðu á hvaða drifi og í hvaða möppu skal leita.

Í nafn-línunni geturðu notað spurningamerkið (?) til að fylla stafasæti sem ekki er tiltekið og stjörnu (*) til að fylla orðhluta sem ekki er tiltekinn.

 • Ef þú skrifar einungis gh í efri línuna finnur tölvan fyrir þig allar þær skrár sem hafa einhvers staðar í nafni sínu bókstafina gh - til dæmis skrána fagheiti.doc
 • Ef þú leitar að g?h finnur tölvan nöfn sem geyma eitt tákn milli g og h í nafni sínu - t.d. skrána sagahotl.doc
 • Ef þú leitar að g*h finnur tölvan öll nöfn sem hafa bókstafinn g og einhvers staðar aftar í nafninu er bókstafurinn h - t.d. skrána gedheilb.doc
Skjá-upplausn og ýmis útlitsatriði á skjánum, skjávari Windows-forrit eru myndræn (grafisk). Skjárinn skiptist í litla punkta sem hver um sig getur sýnt sérstakan lit. Ef punktarnir eru stórir eru þeir fáir og upplausnin kölluð lítil. Ef þeir eru litlir eru þeir margir og upplausnin er köllum mikil.

Upplausninni á skjánum, litum á skjánum, skjávara, skjá-bakgrunni og fleiru breytirðu svona:

 • Ekki vera inni í forriti! Hægri-músaðu á Windows-skjáborðið.
 • Úr hægri-listanum velurðu Properties og breytir og skiptir eins og þig langar til! - (og hættir við!!)
Ctr+Alt+Del Ekki framkvæma þessa hneppingu þegar þú ert í Windows. Ef þú gerir það þá stöðvast Windows í miðjum klíðum og getur ekki tekið til eftir sig. Þá verða vinnsluskrárnar eftir á harða diskinum, sumar hálfar, sumar fullar, sumar tómar og næst þegar Windows er ræst finnur það að ekki hefur verið hætt á réttan hátt síðast. Þetta kostar verulegan tíma í tiltekt þegar Windows gangsetur forritið Scandisk til að kanna hvort diskurinn hafi bilað eða hvort rusl-skrár hafi orðið til.

Í Windows skaltu altaf hætta með því að músa á Start | Shut down