ForsÝ­a

Kom inn-
Veford, skyringar og skammstafanir

Íslenskur listi yfir

Enskur listi yfir orð og skammstafanir

Browser Hugb˙na­ur til a­ sko­a vefsÝ­ur
DŠmi: Internet Explorer, Netscape, Opera.
═slensk samheiti ß slÝkum hugb˙na­i eru t.d.:
  • Vefsjß
  • Vefsko­ari
  • Vafri
CGI Common Gateway Interface er staðall fyrir vafra-script.
Skipanaskrár/forrit sem vafrar skilja. Sjá nánar hér fyrir neðan.
DNS Domain Name Server (frá 1984) tengir saman nafn eins og www.mcp.com og IP-address eins og 206.246.150.10 (sjá IP-address hér fyrir neðan).
Email SMTP = Simple Mail Transfer Protocol er algengasta tækið til að bera út póstinn.
FTP File Transfer Protocol (frá 1973) notað til að flytja skrár milli tölva.
Gopher Valmynda-forrit til að sækja og lesa skjöl. Var vinsælast uns www kom til sögunnar.
HTTP Hypertext Transfer Protocol
HTML Hypertext Markup Language
IP Internet Protocol
IP-address Tala af gerðinni 206.246.150.10 (= www.mcp.com sem er vefsíða Macmillan Computer Publishing).
IP Port Number Sjá lista
IRC Internet Relay Chat til samtímis-samskipta með texta.
ISP Internet Service Provider
MIME Multi-purpose Internet Mail Extensions gerir tölvum fært að skiptast á skrám á hvers kyns formi með því að nota Internet mail staðla. MIME notar tvískiptingar svo sem text/html fyrir HTML-skrár og image/gif fyrir GIF-skrár.
Newsgroups Þræddir samtals-listar. Hver þráður hefur eigin virkni.
NFS Network File System er notað til fleiri tölvum aðgang að sömu skrám.
NNTP National News Transfer Protocol
POP (Points of Presence) Post Office Protocol
Protocol Reglur sem segja til um hvernig skal haga sér við tiltekin tækifæri. Diplomatar fylgja hegðunar-protocol til að tryggja að þeir geri enga vitleysu í öðru landi. Tölvur sem eiga innbyrðis samskipti þurfa að nota reglur til að viðtökutölvan skilji hvað senditölvan meinar. Allar tölvur sem tengjast Internet verða að fara eftir Internet Protocol.
Telnet Notað til að tengjast tölvu (netþjóni) um netið - frá annarri tölvu (öðrum netþjóni).
URL Uniform Resource Locator = einkvæm staðsetning á netinu. Sjá nánar
VRML Hvaða skammstöfun er þetta?
Web Server Forrit sem birtir vefsíður eftir beiðni (frá vefskoðara).
www World Wide Web

URL - nánari útlistun

1. hluti Protocol sem nota skal til að sækja efnið
(vefsíðu=http, skrá=ftp, gopher-textasíðu, telnet-síðu osfrv)
http://www.gopfrettir.net >> vafrinn notar http til að lesa
gopher://gopher.well.sf.ca.us >> gopher-textasíða
telnet://spacelink.msfc.nasa.gov >> Hér er vísað í telnet-síðu.
news://rec.music.bluenote >> Hér er vísað til fréttahóps (newsgroup).
2. hluti Vefþjónninn þar sem efnið er að finna. Annað hvort DNS-nafn eða IP-address.
Þessi netföng skila sömu vefsíðu:
http://www.gopfrettir.net >> DNS-nafnið er: www.simnet.is
http://194.105.226.8/gop >> IP-Address er: 194.105.226.8
3. hluti Port-númer tölvunnar (host) sem hýsir vefþjóninn. Ef ekkert er tiltekið er gert ráð fyrir að um sé að ræða Port 80.
Þessi vefþjónn víkur frá venjunni og tiltekur portið sem nota skal:
http://www.a2zbooks.com:81/catalog/internet.html
4. hluti Nafn skrárinnar sem á að sækja eða það skipanasett (script) sem framkvæma skal.
Hér er engin 4. hluti. Þá leitar vafrinn að skjali sem heitir index.htm:
http://www.gopfrettir.net
Hér er tiltekið skjal sem vafrinn á að birta:
http://www.simnet.is/gop/sverrir.htm
ftp://ftp.a2zbooks.com/pub/catalog.zip >> vafrinn notar ftp til að sækja afrit af skránni catalog.zip
5. hluti Script-sendibreytur (parameters) / fyrirspurn (Query String)
http://www.a2zbooks.com/cgi/cfml.exe?template=/guestbook.cfm&src=10
cfml.exe er script eða forrit
? tiltekur að nú kemur listi af sendibreytum sem cfml.exe skal nota
& greinir milli sendibreytanna í listanum. Hér eru tvær sendibreytur.

IP Port Numbers

Port Notkun
20 FTP, File Transfer Protocol
21 FTP, File Transfer Protocol
23 Telnet
25 SMTP, Simple Mail Transfer Protocol
53 DNS, Domain Name Server
70 Gopher
80 HTTP, Hypertext Transfer Protocol sem www notar
107 Remote Telnet Service
109 POP2, Post Office Protocol version 2
110 POP3, Post Office Protocol version 3
119 NNTP, Network,News Transfer Protocol
143 IMAP4, Interactive Mail Access Protocol version 4 (áður notað af IMAP2)
194 IRC, Internet Relay Chat
220 IMAP3, Interactive Mail Access Protocol version 3
389 LDAP, Lightweight Directory Access Protocol
443 HTTPS, HTTP running over secure sockets
540 UUCP, UNIX to UNIX Copy

Sögustiklur

Heimild: The Cold Fusion Web Application Construction Kit, Second Edition by Ben Forta e. al árið 1998. ISBN-númer bókarinnar er: ISBN 0-7897-1414-0

1969 Bandaríska varnarmálaráðuneytið hrindir í framkvæmd rannsóknum á gerð nýrrar gerðar af neti. Fyrsti tengi-hlekkur netsins settur upp í UCLA og skömmu síðar einnig í Stanford Research Institute, UCSB, og í University of Utah.
1971 Fjöldi tengdra hlekkja nær 15 með því að opinberar stofnanir og menntastofnanir hafa tengst hinu nýmyndaða neti. Kemur til sögunnar möguleikinn á að senda tölvupóst.
1972 Telnet kemur til sögunnar. Þannig er unnt að komast inn á aðra vefþjóna.
1973 Bandaríska stofnunin U.S. Defense Advanced Research Projects Agency byrjar vinnu við äInternetting Project" með því að leita leiða til að tengja saman ólík net sem flytja gögn með ólíkum hætti. Búinn til FTP-staðall fyrir gagnaflutninga.
1977 Skilgreindur staðall fyrir netpóst.
1983 Name Server - tækni þróuð við University of Wisconsin
1984 DNS = Domain Name Server kynntur til sögunnar.
1986 Bandaríska stofnunin The U.S. National Science Foundation byrjar vinnu við að þróa NSFNET sem reynist mikill styrkur fyrir netið. Kynntur til sögunnar NNTP sem eykur getu Usenet frétta.
1987 Fjöldi tengdra netþjóna nær 10.000 = tíu þúsund
1988 Net worm hrekkjar netið og hefur þá áhrif á 60.000 netþjóna. IRC kemur til sögunnar.
1989 Fjöldi tengdra netþjóna nær 100.000 = hundrað þusund
1991 Gopher kemur til sögunnar. CERN (the European Laboratory for Particle Physics nærri Genf í Sviss) opnar www.
1992 Fjöldi tengdra netþjóna fer yfir eina milljón.
1993 Búinn til InterNIC til að annast skráningarþjónustu fyrir directory og domain.
1995 www verður aðalþjónustuleið net-samskipta. InterNIC fer að innheimta árgjald fyrir skráningu domain-nafna.

CGI = Common Gateway Interface

Ítarlegar upplýsingar um CGI er að finna á hht://www.w3.org

Hvað er CGI-script (hér nefnt CGI-forrit)

  • CGI-forrit keyrir án aðgerða notanda. CGI-forrit getur verið skrifað í script-máli eins og Perl. CGI-forrit getur líka verið keyranleg forrit skrifað t.d. í C eða Visual Basic, jafnvel Batch skrá. Ef forritið getur gengið án þess að notandi þurfi að koma til sögunnar - þá getur það verið CGI-forrit

Þegar miðlarinn sem geymir CGI-forritið fær heimsókn gests (remote host) sem biður um að forritið sé keyrt - þá:

  1. opnar hann minnis-svæði (session) til að framkvæma forritið.
  2. Ef forritið þarf upphafsstillingar/upphafsgildi fyrir tilteknar breytur þá eru þau gildi tekin inn. Hér getur t.d. verið um að ræða IP-númer gestsins, tiltekið URL, upplýsingar um vafrann og um miðlara gestsins - osfrv.
  3. Forritið er framkvæmt.
  4. Miðlarinn tekur frálag forritsins til varðveislu (Frálagið er það sem forritið skilar).
  5. Þegar keyrslu forritsins er lokið er vinnslusvæðinu lokað og frálag þess sent til gestsins.