GÓP-fréttir

Uppfært
12.2.2001
Kom inn!
Um vefi og vefgerd

Vefskólinn -

Af stað með eigin vef!

Hér er nytsamt verkefni í Word-skjali (HÆGRI-músaðu og notaðu SAVE-kostinn) með hugleiðingum sem gott er að líta yfir þótt ekki sé gerð sú vefsíða sem þar er leiðbeint um. Hún er gerð í ritvinnsluforritinu WORD-2000 og þótt það sé ágætt vefgerðarforrit þá þjónar það ekki tilgangi okkar að nota það að þessu sinni.

Heiti
vefsins
Vefurinn þarf að bera eitthvert nafn. Helst viljum við að hver sem er komi í heimsókn og uni sér við að skoða það efni sem þar er að finna. Vefurinn þarf þá að líkjast þeim vefjum sem almenningur skoðar mest. Það eru vefir Morgunblaðsins og DV og aðrir slíkir. Fyrsta rothögg slíkra líkinda er ef vefurinn fær nafnið heimasíðan mín.

Nöfn geta sjálfsagt verið margvísleg en ritari þessara lína hefur uppi þá tillögu að þangað til betra nafn finnist verði nota heiti sem endar á fréttir. Vefskólinn er á vef sem ber heitið GÓP-fréttir. Gestur á slíkri síðu tekur fyrst eftir orðinu fréttir og skammstöfunin getur fullt eins komið af einhverjum félagsskap eða einhverri stofnun og skiptir síðan vonandi litlu máli í huga hans.

Kosturinn við að nota upphafsstafi sína á undan orðinu fréttir er sá að varla er unnt að meina manni að setja upp slíkt nafn. Auðvitað mundi Mikael Bjarni Leifsson hugsa sig tvisvar um áður en hann setti upp nafnið mbl-fréttir en þó er erfitt að sjá að nokkuð mæli því í móti.

Forsíðu-
form
Ritari mælir með því að hafðir verði rammar á forsíðu til að gefa færi á fastri staðsetningu heitisins og efnisflokkayfirlits. Ef og meðan rými er nóg er unnt að nýta ramma til að geyma nytsamar tilvísanir.
Af stað! Nú er ekki til setunnar boðið. Hér verður lagt til að þú fylgir ákveðinni leið til að hefja uppsetningu á eigin vef. Miðað er við að þú getir verið fljótur að útbúa fyrstu hlutana og síðan haldið áfram á sjįlfur en með liðsinni eftir þörfum.
Nafnið

Max
10 mín!!

Íhugaðu aðeins hvaða heppilegt nafn er tiltækt. Hugsanlegt er að finna upp eitthvert frétta-nafn sem tengist nafninu þínu á annan hátt heldur en beinlínis upphafsstöfunum. Þú skalt ekki nota meira en 10 mínútur til að finna út úr þessu því þú munt áreiðanlega láta þér detta fleira í hug seinna í dag, og í kvöld og ... - og hverju sinni geturðu breytt nafninu. Í fyrstu ertu ekki að auglýsa síðuna því gestir eiga þangað ekkert erindi alveg í fyrstu - og á meðan er allt í lagi að prófa sig áfram með nafnið. Sem sagt - 10 mínútur!
Rammar
á
forsíðu

Max
10 mín!!

Rissaðu upp á blað nokkur ramma-útlit sem þér koma í hug. Þú styðst við þær rammasíður sem þú hefur fundiš á vefnum. Þetta er auðvitað vandaverk - en það er líka hægt að breyta römmunum þegar síðan er komin í gang - og það munt þú hvort sem er gera. Notaður því ekki meira en 10 mínútur að þessu sinni til að ákveða þig.
Haus-
rammi
L áttu einn rammann geyma nafn vefsins. Köllum hann haus-ramma. Skrifaðu það sem í honum á að vera. Þú getur skrifað það í textaritli eða ritvinnsluforriti sem getur vistað skrá sem html-skrá. Láttu skrána heita haus.htm eða haus.html. Hvenær sem í þessum texta er haft htm í eftirnafni skaltu fara eftir því sem þér sýnist að nota það eða html sem eftirnafn. Vefþjónar eru sjálfvirkt stilltir til að lesa html-skrár en það þarf að segja þeim að þeir eigi líka að lesa htm-skjöl á sama hátt. Til dæmis index.htm eða index.html.
Efnis-
grein
Skrifaðu - eða sæktu úr þínu skjalasafni - grein eða samantekt - eða hvað sem þér finnst hæfa. Vistaðu það sem html-skjal.
Útgefandi
og
ábyrgðar-
maðu
r
S krifaðu fáein orð til að gera grein fyrir því hver það er sem er útgefandi og ábyrgðarmaður þessa fréttamiðils. Hafðu þar þær upplýsingar sem þú vildir sjá í öðrum fréttamiðli - en athugaðu að þú þarft ekki að segja ævisöguna þína. Ef þú ert í vanda skaltu leita að sams konar upplýsingum á mbl.is eða öðrum vefmiðli. Vistaðu skrána undir nafninu utgefandi.htm
Efnis-
bálka-
yfirlit
Láttu einn rammann geyma efnisbálkayfirlit. Við gerum ráð fyrir að vefurinn verði með tíð og tíma svo umfangsmikill að hver efnisbálkur þurfi að hafa sitt sérstaka og ítarlega efnisyfirlit fyrir sjálfan þig til að vera fljótur að finna síður. Ekki er rúm fyrir viðamikið efnisyfirlit á forsíðu.

Skrifaðu heiti tveggja efnisbálka í dálkinn. Sá efri ber heiti þess áhugamáls eða efnis sem efnisgreinin þín fjallar um. Neðra heitið er : Útgefandi og ábyrgðarmaður.

Rammasmíð Kominn er tími til að smíða rammana. Leitaðu liðsinnis til þess hjá kennaranum eða/og öðrum nemendum. Hægt er að smíða þá í textaritli en einfalt er að hirða ramma af rammasíðu og laga þá að eigin þörfum. Það er líka fljótlegt vegna þess að þá verður sú síða eins og form sem aðeins þarf að fylla út í og strax hægt að prófa hvernig virkar.
Tengingar Nú skaltu leita liðsinnis við að koma skrám og tengingum á sinn stað og láta allt virka.

Efst á þessa síðu * Forsíða