GÓP-fréttir

Kom inn - Leidbeiningar um vefgerd

Vefskólinn:

Fyrstu skref í vefsíðugerð

Ath!
Ef eitthvað er óljóst í þessum leiðbeiningum - eða rangt! - þá vinsamlegast sendu mér línu með athugasemdum.
Verkaröð:
Vefsíða er búin til í tveimur áföngum:
 1. Þú skrifar vefsíðuna á þinni heimatölvu
 2. og sendir hana síðan út á netið.

Ætlunin er að segja þér til um hvernig þú átt að fara að því að koma fyrstu vefsíðunni þinni út á internetið. Þá verður verkaröðin örlítið lengri:

 • Vefsíðan skrifuð.
 • Hvert á síðan að fara?
 • Hvaða tæki er unnt að nota til að senda síðuna þangað sem hún á að fara? Hvernig finn ég tækið, sæki það, set það upp og stilli það?
 • Hvernig er síðan send út á netið - með senditækinu?
 • Hvernig skoða ég vefsíðuna á netinu til að vera viss um að hún hafi komist á réttan stað og birtist eins og henni er ætlað?
Vefsíðan
skrifuð
Er vefsíðan þín tilbúin?

Ef vefsíðan þín er ekki tilbúin - til dæmis vegna þess að þú veist ekki hvernig á að fara að því að skrifa vefsíðu - þá geturðu hér sótt leiðbeiningar til að útbúa einfalda vefsíðu með ritvinnsluforritinu Word. Athugaðu hvaða útgáfu þú ert með af Word til að sækja viðeigandi leiðbeiningar. Útgáfurnar eru nefnilega afar ólíkar í vefsíðugerð.
Vefsíða gerð í Word-97
Vefsíða gerð í Word-2000

htm
eða
html
HTML stendur fyrir Hypertext Markup Language sem vísar til þess að í þeim skrám sem búnar eru til með HTML-hætti - vefsíðunum - er unnt að músa á sérgreind orð - oft hafa þau annan lit - og þá birtist önnur síða - eða bendillinn færist á annan stað á sömu síðu. Tökum dæmi: þessi síða er skrifuð í HTML. Ef þú músar hér lendirðu efst á þessari síðu. Ef þú síðan músar á Back-hnappinn efst til vinstri á skjánum lendirðu aftur hér. Prófaðu þetta!

Vefsjáin þín - þ.e. Netscape eða Internet Explorer - þarf að vita hvers konar skjal hún er að lesa. Hún þekkir það á endingunni. Þess vegna þurfa html-skjöl að heita nöfnum sem enda á html eða htm

Hægt er að vinna með vefskjöl í flestum stýrikerfum - einnig í DOS. DOS hefur takmarkaða möguleika á að lesa skjalaheiti. Skjöl í DOS mega mest hafa 8 stafi í fyrrihluta nafns og mest 3 stafi í seinni hlutanum. Á milli þessara tveggja nafnhluta er punktur. Aðeins eru leyfilegir enskir bókstafir og tölustafir auk nokkurra tákna. Hér eru dæmi um leyfileg DOS-nöfn:

 • skjal_01.abc
 • Marteinn.doc
 • index.htm

Í þessum leiðbeiningum fylgi ég DOS-staðlinum og skrifa aðeins htm sem seinni nafnhluta.

Hvert
á
vefsíðan

fara?
Þeir sem veita vefþjónustu geyma vefsíður. Ef þú hefur netfang hjá ismennt eða isholf eða simnet eða centrum eða mmedia eða islandia eða ... þá geymir sá aðili fyrir þig vefsíðuna. Þegar vefsíðan er geymd hjá þjónustuaðila geta allir internet-tengdir skoðað hana. Við skulum nefna staðinn sem geymir vefsíðuna vefstæðið þitt. Þitt verkefni er er að koma afriti af vefsíðunni úr heimatölvunni þinni inn á vefstæðið.

Fyrst þarftu að vita hver slóðin er að vefstæðinu þínu. Sendu bréf til vefmeistara þíns þjónustuaðila, segðu honum að þú viljir opna vefsíðu og spurðu hann hvert sé þitt heimasíðusvæði hjá honum og hvernig vefsjár (vefskoðarar, browserar, Netscape, Internet Explorer) lesi af því. Hann mun senda þér upplýsingar um það. Vefmeistarinn heitir yfirleitt webmaster og hann fær þau bréf sem stíluð eru svona: [email protected]_þjónustuaðilans.is

Jón
hjá
Ísmennt
Hugsum okkur að til sé Jón Axelsson sem hafi hjá Ísmennt netfangið [email protected] hafi skrifað til [email protected] og fengið þær upplýsingar að hann hafi vefstæðið
http://www.ismennt.is/not/jax
þar inni á hann að útbúa möppuna www svo vefstæðið verður
http://www.ismennt.is/not/jax/www
og af heimasíðuna hans geti vefsjár lesið með kallinu
http://www.ismennt.is/not/jax

Asto hj Ísmennt >> msau ar asto.

Símnet Landsímans gefur einnig ýmsar leiðbeiningar

Hér vantar mig tengingar á leiðbeiningarsíður annarra þjónustuaðila.

Jón hjá
Ef Jón er nemandi í TÍ og hefur þar aðgangsorðið jax er heimasvæði hans þannig staðsett að gestir á netinu finna það á slóðinni http://www.ti.is/~jax

Tildan (~) fæst á sumum tölvum með AltGr+? eða með því að halda niðri vinstri Alt-hnappnum meðan á talnaborðið til hægri er skrifað 126 og síðan er Alt-hnappnum sleppt.

Hvernig
er
vefsíðan
send
á
vefstæðið?
Til þess er notað sendi-forrit. Sendiforritin eru bæði mörg og misjafnlega fjölhæf. Þú getur litið á nokkur slík forrit á netinu hjá Tucows á Landsímanum. Þegar þetta er skrifað er þar eitt ágætt og ókeypis forrit sem heitir WS-FTP þar sem LE stendur fyrir Light Edition því þessi útgáfa er einfaldari en önnur útgáfa sem kostar eitthvað. Þú getur sótt forritið hér og notað leiðbeiningarnar sem birtast.

Þegar það er komið inn á tölvuna þína og þú hefur keyrt uppsetninguna geturðu opnað = gangsett það. Hér eftir köllum við þetta FTP-forrit. Bókstafirnir FTP standa fyrir File Transport Protocol en það merkir skráa-flutnings-staðall.

Opnaðu
og
stilltu
FTP-
forritið
Nú skaltu gangsetja FTP-forritið. Þegar það opnast birtir það tvo glugga. Hér á eftir set ég dálitla leiðbeiningu sem þú notar til að stilla forritið. Stillingin er þríþætt:

 1. Tengingu þarf að stilla svo FTP-forritið tengist réttum þjónustuaðila,
 2. Heimamappan - sú sem í tölvunni þinni geymir skjalið sem þú ætlar að senda - á að birtast í vinstri glugganum og
 3. vefstæðið þitt á tölvu þjónustuaðilans á að birtast í hægri glugganum.
1.
tenging
Tenging er stillt í glugganum Session Properties. Hann opnast venjulega um leið og forritið er opnað. Ef hann er ekki opinn geturðu opnað hann með því að músa á Connect-hnappinn neðst í vinstra horni forritsgluggans. Hafðu General-spjaldið opið. Músaðu á flettihnappinn í Profile Name-línunni. Þar birtist listi yfir þjónustuaðila þar sem stillingar eru tilbúnar. Þú getur enga þeirra notað og þarft að útbúa þína eigin. Lokaðu listanum og músaðu á New-hnappinn. Þá verður formið hreint. Nú skaltu útfylla formið - og til viðmiðunar skulum við hugsa um hann Jón Axelsson sem er tengdur við Ísmennt.
 • Í Profile Name-línuna skrifar hann heiti á tengingunni. Hann vill að hún lendi efst í listanum og beri með sér nafn þjónustuaðilans. Hann gefur henni nafnið _Ismennt því undirstrikið (_) er á undan bókstöfunum í táknaröð tölvunnar.
 • Í Host Name/Address-línuna setur hann netfang tölvunnar sem á að geyma vefstæðið. Það er fyrri hluti vefslóðarinnar sem hann hefur fengið upp gefna. Hann skrifar þar http://www.ismennt.is og
 • í Host Type-línuna velur hann úr listanum og lætur standa Automatic detect.
 • Í User ID-línuna skrifar hann tenginafnið sitt sem er jax og gætir þess að nota alltaf lágstafi.
 • Í Password-línuna skrifar Jón leyniorðið sitt. Hann ætlar að nota forritið á sína einkatölvu þar sem ekki aðrir hafa aðgang að. Þess vegna merkir hann í reitinn hjá Save Pwd því þá þarf hann ekki að skrifa aðgangsorðið sitt aftur þegar hann keyrir þetta forrit upp.

Hann hefur annað óútfyllt og hefur þar með lokið við að fylla tengi-formið út.

Jón hjá
Jón stillir svona við TÍ:

Í Profile Name skrifar hann _TÍ
í Host Name/Address skrifar hann www.ti.is
í User ID skrifar hann jax
í Password skrifar hann póst-aðgangsorðið sitt

Síðan músar hann á OK.

Þegar hann er tengdur þarf hann FYRST að útbúa nýja möppu á svæðinu sínu á vefþjóninum.

Mappan þarf að heita public_html

Fylgdu leibeiningunum fram og egar flytur skrr og mppur vefsins eiga r allar a fara inn mppuna public_html.

3.
Vefstæðið
og
2.
heima-
mappan
Músaðu á Startup-eyrað til að opna Startup-spjaldið. Þar skrifarðu slóðirnar að möppunum. Efri línan (Initial Remote Host Directory) geymir slóðina að vefstæðinu á tölvunni hjá þjónustuaðilanum úti á netinu. Jón skrifar ekkert í þá línu að sinni. Þjónustuaðilinn mun beina honum á réttan stað. Jón mun þó skrifa dálítið í þessa línu seinna í þessum leiðbeiningum.

Mið-línan (Initial Local Directory) geymir slóðina að þeirri möppu á heimatölvunni þinni þar sem þú geymir vefsíðuna þína. Þú skalt nota tækifærið og íhuga hvernig best er að geyma vefsíðurnar á heimatölvunni til þess að þær (1) séu skipulega geymdar og (2) fari með þægilegum hætti út á vefstæðið hjá þjónustuaðilanum. Mér hefur reynst skynsamlegt að láta heitin á heimatölvunni vera eins og heitin á vefstæðinu. Við látum Jón fylgja sömu reglu. Hann lætur aðalmöppuna - sem geymir heimasíðurnar á heimatölvunni - heita C:\~jax vegna þess að vefsjáin mun líta á nafnið ~jax sem heitið á vefstæðinu hjá Ísmennt. Þegar Jón svo ákveður að skrifa nokkrar vefsíður um stangarstökk, sem hann hefur sérstakan áhuga á, þá mun hann hafa þær á sérstakri möppu sem heitir stangir og slóðin verður svona: C:\~jax\stangir og hann gætir þess að láta alla bókstafi í möppuheitum og skjalaheitum vera lágstafi. Jón vill að þegar FTP-forritið framkvæmi tengingu þá opnist mappan C:\~jax og skrifar því í miðlínuna: C:\~jax

Í þriðju línuna (Initialize Command:) skrifar Jón ekkert.

Local File mask gefur Jóni færi á að láta aðeins birtast þær skrár sem hafa tiltekið eftirnafn - t.d. htm. Jón fyllir þennan reit ekki út vegna þess að heimamappan hans á aðeins að geyma þær skrár sem senda skal út á vefinn.

Remote file mask fyllir Jón ekki heldur út. Hann vill sjá allar skrárnar sem eru á vefstæðinu.

Advanced
og
Firewall
Músaðu á Advanced-eyrað. Þar stilli ég Connection Retry á 0 = núll því ég nenni ekki að bíða meðan forritið gerir endurteknar og árangurslausar tilraunir til að tengjast ef tenging næst ekki í fyrstu tilraun. Yfirleitt tekst tenging strax ef þjónustuaðilinn er sæmilegur. Ég stilli hins vegar Network Timeout á 120 til að FTP-forritið haldi tengingunni í 120 sekúndur = 2 mínútur eftir síðustu sendingu. Ef ég er að vinna við vefsíðuna, lagfæra og senda ítrekað þá hækka ég þessa tölu- t.d. í 300 - því þá helst hún opin í 5 mínútur. Remote Port er 21 hjá flestum þjónustuaðilum. Ég merki ekki við Passive Transfers en ef til vill er það vegna þess að ég vinn ekki bak við eldvegg eða Firewall. Það er útbúnaður sem lokar á innbrot í tölvuna frá netinu.

Við Jón notum ekki Firewall og stillum því ekkert á Firewall-spjaldinu - en auðvitað munum við setja okkur betur inn í það mál.

FTP-
forritið
tilbúið
Nú er FTP-forritið tilbúið. Svona mun stillingin verða einnig þegar það er opnað næst. Ef einhver önnur tenging hefur verið valin er hægt að fara í listann og velja _Ísmennt og þar með eru þessar stillingar komnar aftur á.
Tengdu
FTP-
forritið
Músaðu nú á OK-hnappinn í Session Properties - glugganum og FTP-forritið tengir þig við þjónustuaðilann.
Jón
tengist
Við tenginguna sér Jón að hann lendir á svæði sem merkt er /jax.
Þangað skal vefsíðan fara!
Jón í
T'Í
Í Word-2000 fær frumsíðan nafnið default.htm en í TÍ er það ekki viðurkennt sem heiti upphafssíðu. Jón breytir þessu nafni í index.html en gerir engar aðrar breytingar.
Sendingin
Í vinstri glugganum finnurðu vefsíðuna sem þú vilt senda út á netið. Í hægri glugganum er stillt á vefstæðið - þangað á síðan að fara. Ef sr ar mppuna public_html skaltu tvmsa hana til a komast inn hana. anga inn eiga skrrnar nar og tilheyrandi mppur vefsins a fara.

Veldu síðuna í vinstri glugganum og músaðu á hnappinn milli glugganna sem bendir frá heima-möppunni (vinstri-glugganum) til vefstæðisins (hægri-gluggans). Þá flytur FTP-forritið afrit af skránni út á vefstæðið þitt.

Fram
og
til baka
Á sama hátt geturðu flutt afrit af skrám sem eru á vefstæðinu heim á heimatölvuna. Þegar þú ætlar að endurbæta vefsíðu sem er á vefstæðinu er besta aðferðin sú að laga það eintakið af síðunni sem þú hefur á heimatölvunni og senda síðan afrit af henni á ný út á vefstæðið. Ef þú hefur glatað heima-eintakinu skaltu fyrst sækja afrit af því út á vefstæðið. Þessar afritanir eru kallaðar sendingar og sóknir. Þannig sendirðu síðuna út á vefstæðið og sækir hana af vefstæðinu.
Prófa
með
vefsjá
Nú er kominn tími til að prófa hvort vefsjáin þín finnur skrána. Settu hana í gang - flestir nota annað hvort Netscape eða Internet Explorer. Í leitar-línuna skrifarðu staðsetningu síðunnar. Jón skrifar http://www.ismennt.is/not/jax

Þegar vefsjáin fer inn á möppuna en hefur ekkert skjalheiti þá leitar hún að nafninu index og ef slíkt skjal finnst með endingunni htm eða html þá ákveður vefsjáin að þetta sé skráin sem hún eigi að birta. Ef Jón vill hafa skjalheitið með þá skrifar hann í leitarlínuna: http://www.ismennt.is/not/jax/index.htm

Jón í
T'Í
Jón sækir síðuna á TÍ-vefstæðið með því að skrifa:

http://www.ti.is/~jax
en raunar dugar honum að skrifa aðeins
ti.is/~jax

Netföng
annarra
Hvaða netföng hafa aðrir? Er ekki til einhver netfangaskrá rétt eins og símaskrá? Svarið er ekki einfalt. Ýmsir eru að reyna að setja upp þá þjónustu að skrá netföng. Þjónustuaðilarnir hafa skrár yfir þá sem þeir þjónusta. Til er sérstök netfangaskrá sem ef til vill verður stór þegar fram líða stundir. Ég hef ekki verið nógu duglegur við að skrá staðsetningar netfangaskráa - en hér er þó dálítill listi yfir tengingar í netfangaskrár. Sendu mér fleiri tengingar þegar þú finnur þær!
Net-
fróð-
leikur
Þegar maður fer að vinna á netinu koma upp ýmis atriði og einnig skammstafanir sem manni þykir heppilegt að hafa einhverja hugmynd um. Hér er listi sem ágætt er að skoða og vita af - þótt engin þörf sé á að kunna hann utan að!
Uppfærsla
vefsíðu
Viltu breyta vefsíðunni?
Þá breytirðu síðunni á heimatölvunni þinni og sendir breyttu síðuna út á vefstæðið. Gamla síðan sem þar var fyrir hverfur þá en hin kemur í staðinn - og þar með hefur breytingin orðið.

GÓP-fréttir * Efst á þessa síðu