GÓP-fréttir

Uppfært
30.7.2000
Kom inn!
Um vefi og vefgerd

Vefir

Almennt um vefsíður
Hverjir nota vefinn?
Hvað merkir það að nota vefinn?
Hvers vegna skoða menn vefsíður?
Hvers vegna skoða menn vefsíðu AFTUR?
Vefsíða er kynning
Hugmynd að vef - Vefhugmynd
Vefútlit
Birting vefs
Kostnaður

Raunvinna

Inn-
gangur
Almennt um vefsíður
Hverjir
nota
vefinn?
Hverjir nota vefinn?

Almenningur notar vefinn. Fyrst fjölgar þeim sem hafa meiri menntun, sinna störfum sem eru í samskiptum við netþjónustu annarra fyrirtækja og samstarfsaðila, en þar sem netnotkun er nú orðinn veigamikill þáttur í námi og námsefni framhaldsskólanna er hún í raun brostin á - rétt eins og notkun ísskápa og bíla. Nýjar kannanir sýna að hlutfallslega flestir netnotendur eru í Bandaríkjunum en þar næst á eftir koma Íslendingar. Til eru virðulegar tölur um netnotkun íslendinga og sést hafa hugmyndir um að þar sér 75% landsmanna á ferli.

Hvernig? Hvað merkir það að nota vefinn?

Netnotkun er tvenns konar. Annars vegar senda menn skilaboð milli sín eða hafa meira og minna beint samband. Hins vegar skoða menn og lesa vefsíður.

Hví? Hvers vegna skoða menn vefsíður?

Nokkrar ástæður má greina fyrir því að menn lesa tiltekna vefsíðu:

  • það var óvart
  • annar mælti með henni
  • hún fannst við leit
Aftur?? Hvers vegna skoða menn vefsíðu AFTUR?

Vefsíða sem menn heimsækja aftur og aftur er líkleg til að útbreiða boðskap sinn. Vefur sem flytur einhæfar upplýsingar er aðeins nýttur af þeim sem þurfa á þeim upplýsingum að halda. Vefur sem gerður er fyrst og fremst til að fylgja eftir einföldu markmiði og miðla upplýsingum um það markmið - en flytur margvíslegar upplýsingar og jafnvel eftirsóttan fróðleik - getur hugsanlega lent í því að margir heimsæki hann en meginmarkmið hans hverfi í skugga annars efnis.

  • upplýsingarnar eru skýrar og nytsamar,
  • það er skemmtilegt að koma á vefinn,
  • það er nytsamt að koma á vefinn,
  • vefurinn hefur yfir sér almennt (þ.e.: fjölmiðla) yfirbragð.
Kynning Vefsíða er kynning

Vefsíða sem viðskiptavinir heimsækja er í senn andlit fyrirtækisins og nytsöm auglýsing. Það má jafnvel líta svo á að hún minnki póstsendingarkostnað við að senda út upplýsingar um þjónustu og framboð, verðlista og fréttir. Vefsíða er auðvitað jafnframt nokkurs konar fáni fyrirtækisins og yfirlýsing um tilveru þess, markmið og viðhorf.

Vefsíða sem til viðbótar er fróðleg, skemmtileg og hagnýt kallar smám saman á almennari notkun. Ef markmið síðunnar er vel inn fléttað setjast skilaboð þess framarlega í hug gestsins. Þannig er vefurinn markaðs-sækinn.

Vefsíða ætti einnig að geyma spurnarform fyrir nafnlaust ans. Þar getur gesturinn sent inn umsögn sína um fyrirtækið og bent á atriði sem hann vill þakka fyrir, skammast yfir, breyta og bæta.

Vef-
hug-
mynd
Hugmynd að vef - Vefhugmynd

Ef vefur á að verða meira en einföld auglýsing og miðlun upplýsinga skiptir vefhugmyndin miklu máli. Á internetinu má víðast sjá vefi fyrirtækja sem eru steyptir í mót hinnar tiltölulega einföldu upplýsingasíðu um fyrirtækið, tengsl þess og starfsfólk. Þangað kemur auðvitað enginn í heimsókn nema að hann eigi erindi við þessar upplýsingar.

Ef laða á að síðunni gesti sem ekki eru í fyrstu lotu að leita upplýsinga um þjónustu fyrirtækisins þá skiptir sjálf vefhugmyndin mestu máli.

Vefútlit Vefútlit

Oft verður útlit vefs efst á baugi og margir vefir hafa skrautsýningar uppi. Samt er það svo að vefgestir eru ekki hrifnir af því að eyða tíma sínum í að fara í gegnum slíkar sýningar - og alls ekki í annað sinn. Vefgestur vill komast fljótt á síðuna og sjá strax hvað hún býður. Það vill hann LESA og með má fylgja létt mynd til skýringar. Ef vefurinn býður upp á atriði sem útheimta skreytilistir þá verður slíkt að vera hliðartenging af aðalsíðu til þess að hrekja ekki burt hinn venjulega gest.

Birting Birting vefs

Vefur situr á vefþjóni netþjónustufyrirtækis. Fyrirtæki getur sjálft rekið slíkan vefþjón en það borgar sig alls ekki fyrir lítil fyrirtæki. Unnt er að koma veffanginu inn á veffangalista - ýmist endurgjaldslaust eða gegn lágu gjaldi. Það er hins vegar ekki víst að vist á slíkum listum skili árangri. Unnt er að skrifa vefinn þannig að leitarvélar finni þær - og flestir nota leitarvélar þegar þeir vilja finna upplýsingar.

Fyrir íslensk fyrirtæki er ráðlegt að vista vef sinn hjá öflugum íslenskum þjónustuaðila því þó að oft bjóðist góð kjör á vistun hjá erlendum aðilum geta símaþrengingar sett strik í reikninginn og vefurinn opnast þá ekki - jafnan þegar mestu varðar.

Veffangið er sett í fasta undirskrift tölvupósts, á bréfsefni og umslög - eða sett í ritvinnslu sem skilar því á pappír og umslög og sett á tæki og bíla með eftirtektarverðum hætti.

Kostnaður Kostnaður

Engin auglýsing birtist í fjölmiðli nema fyrir stórfé - og ekki er ódýrara að kaupa sér auglýsingu í fjölmiðli á internetinu þar sem lítill þverborði getur kostað hálfa milljón. Auglýsingin er auk þess liðin um það bil þegar hún birtist. Henni verður og aldrei breytt nema með því að birta hana aftur breytta.

Þessu er öðru vísi farið með vef. Þar er kostnaðurinn lítill - innan við 2000 krónur á mánuði þegar uppsetningu er lokið - og síðuna má auka og lagfæra hvenær sem er. Hún getur geymt efni sem samsvarar heilu Morgunblaði - á sama verði - og er læsileg samtímis hvar sem er á Íslandi - og hvar sem er í heiminum. Hún þjónar líka þeim tilgangi að halda tengslum við hliðholla gesti.

Kostnaðurinn við vefinn er einkum fólginn í vinnunni við að setja hann upp og halda honum við.

Raun-
vinna
Raunvinna

Hversu mikil vinna er það í raun að setja upp vef og halda honum við?
Vinnuumfang við gerð einnar vefsíðu getur verið allt frá 2 klst við eina og einfalda síðu. Margar vefsíður saman köllum við vef. Gerð vefs getur tekið mikinn tíma. Hins vegar er yfirleitt unnt að skipta vefgerð niður þannig að einungis afmarkaður hluti hans er gerður í einu og sá hluti kemst jafnóðum í notkun. Ennfremur er rétt að leggja áherslu á að eðli vefsins er þannig að alltaf er unnt að leiðrétta, endurbæta, auka við og skipta út efni og að slík aðgerð tekur samstundis gildi.

(A) Einræðu-vefur
Vefur getur haft það markmið að koma efni á framfæri með fáum tilvísunum til annarra vefja. Efnið berst vefaranum tilbúið í ritvinnsluskrá. Forsíðan er einföld kynning efnisins í örfáum orðum ef meira þarf en fyrirsögnina og síðan dálítið efnisyfirlit yfir efnishluta eða kaflaheiti. Úr efnisyfirlitinu er tengt í sérskjöl sem hvert geymir sinn kafla og myndir eru annað hvort ekki með - eða eru fáar og fylgja tilbúnar. Gera má ráð fyrir að unnt sé að koma ramma slíks vefs á einum starfsdegi.

Einn starfsdagur getur líka dugað þótt vefurinn sé settur upp í römmum. Vinnsluhraðinn er oft háður því hversu mikið af forunnum vefhlutum vefarinn hefur innan seilingar frá fyrri vefvinnu. Geti hann náð svo til öllum rammauppsetningum og heildarsvip vefsins úr vefhlutum sem hann á tiltæka verður uppsetning þeim mun fljótari. Ef hann hins vegar þarf að útbúa allt sjálfur eða semja vef eftir forskrift þá getur það tekið lengri tíma. Með lengri tíma er átt við að þá fer tímalengdin eftir eðli verksins og getur bætt einum klukkutíma eða einum mánuði við - svo eitthvað sé nefnt.

(B) Tilkynninga-vefur
Fyrirtæki getur óskað eftir því að á vef þess skuli vera að finna tilteknar upplýsingar og ekki mikið umfram það. Þá er uppsetning slíks vefs svipuð vinnunni við einræðu-vefinn. Ef tilkynningar og útskýringar eru þess eðlis að þær þarf að setja upp með sérstökum hætti eða sérstökum undirforritunum þá getur það tekið lengri tíma.

(C) Fyrirtækis-vefur
Fyrirtæki sem hyggst færa starfsemi sína og söluþjónustu í umtalsverðum mæli út á vefinn þarf að gera ráð fyrir að þar mælist vinnan í nýjum starfsmönnum.

(C) Fjölbreyttur vefur um tiltekið efni
krefst mikillar vinnu í gerð. Sá sem hér er vísað til er þess eðlis að vefarinn þarf að upphugsa sífellt nýjar aðferðir við að koma efninu á framfæri og gera það í senn skiljanlegt og skemmtilegt. Auk þess er eðli vefsins þannig að hann stækkar sífellt. Þar með verður æ meiri vinna sem fer í að halda honum við og gæta þess að hann safni ekki úreltum atriðum og haldi tengslum við hina þekkingarlegu framþróun innan greinarinnar.

(D) Persónu- eða/og fjölskylduvefur
miðar að því að verða nytsamur fyrir þann sem heldur vefnum úti og veita fjölskyldu hans, frændfólki og vinum lið við netnotkun. Slíkur vefur krefst þess að af honum sé auðvelt að komast til mikilvægra staða á netinu og sífellt sé aukið við þær vísanir. Auk þess verði umfjöllun um áhugamál þeirra einstaklinga sem annað hvort eru þekktir meðal notendanna eða sem sjálfir hafa efni fram að færa - sem vefarinn vill nýta. Smám saman verður þetta umtalsverð vinna.

(E) Margþættur vefur
Þá er átt við vef sem gegnir hlutverkum fleiri þerra tegunda vefja sem hér hafa verið upp taldar. Vinnan mælist þá í fullu starfi eins eða fleiri vefara. Til dæmis 20 manna.

Efst á þessa síðu * Forsíða