GÓP-fréttir

Uppfært
12.2.2001
Kom inn!
Um vefi og vefgerd

Vefskólinn - Vefgaldrar

Hversu nauðsynlegt er að kunna nýjasta nýtt í vefgerðarlistum?
Er frambærilegt að skrifa vefsíðu án þess að kunna html?

Markmið
vefsíðu
Vefsíðu er ætlað að koma efni á framfæri. Ekki skiptir máli hvort notandinn er einvörðungu sá sem býr hann til eða mikill fjöldi fólks. Hver gestur kemur til að skoða efnið af því að það er forvitnilegt.
Er efnið
á
textaformi?
Ef efnið er á textaformi þarf aðeins að vera hægt að lesa það. Gesturinn vill að það sé auðlæst og ef tengingar milli efnishluta flýta fyrir honum þá vill hann slík þægindi. Þetta má gera án galdratækja. Nóg er að rita síðuna í venjulegu ritvinnsluforriti.
Er efnið með
myndum?
Ekki þarf sérstaka tækni við að setja myndir út á vefinn. Dálítil æfing getur þó verið til bóta við að hemja stærð myndanna. Ef myndirnar koma sem myndaskrár þarf ekki sérstök forrit til að koma þeim fyrir og birta þær á sínum stað í textanum.
Minni
háttar
Minni háttar galdurs er þörf til að láta gestinn svara spurningum og senda þær tilteknum viðtakanda. Til þess þarf vefþjónninn - tölvan hjá þeim aðila sem vistar vefinn - að keyra dálítið forrit sem les svarið frá gestinum og sendir upplýsingarnar til viðtakandans. Þetta er fremur einfalt og þarfnast aðeins minniháttar æfingar.
Galdra er
þörf
þegar
Þegar þú þarft að setja upp sérstaka hluti á vefsíðu þarftu vísast tilheyrandi þekkingu og tól. Ef þú vilt láta vefsíðuna þína tala við gestina - senda þeim upplýsingar úr gagnagrunni eða leyfa þeim að skrá sig í gagnagrunn - þá þarf að nota til þess sérstaka galdra. Ýmsir galdrar eru þannig að það þarf að semja um það við þjónustuaðilann sem vistar vefinn - að leyfa keyrslu á þjónustutölvunni. Á því eru ýmsir annmarkar. Oftast er það svo að þau fyrirtæki sem láta keyrslur fara fram á sínum vef vista hann á eigin tölvu.

Ef þú tekur að þér störf við slíka vefgerð þarftu að kynnast slíkum tækjum og æfa notkun þeirra.

Niðurstaða: Vefgaldrar gera ekki útslagið en það er nytsamt að hafa þá á valdi sínu til að krydda vefinn og til að leysa tilteknar óskir og þarfir. Mesta vinnan er fólgin í því að ákveða og skrifa það efni sem vefsíðan á að geyma og koma því þannig upp að gesturinn finni það og geti lesið sér til ánægju og nytsemdar. Síðar er unnt - hvenær sem er - að bæta galdrakryddi í vefinn þar sem þörf reynist á.

Ekki láta skort á galdrakunnáttu hindra þig í að setja upp þína nytsömu vefsíðu!

Efst á þessa síðu * Forsíða