GÓP-fréttir
Kom inn
Nytsamt ad kunna i NT og
Windows
Vefskólinn:

Nytsöm ráð sem duga bæði í Windows og í NT

Enski
hjįlpar-
vefurinn:
Windows-
Help.net
Efnisyfirlit
>>>

Upp

Address Book í Outlook og Outlook Express

Taktu afrit! Það er hörmulegt að glata öllum netföngum sem safnast hafa í Address Book. Þetta getur gerst þegar uppsetningin hrynur eða þessi forrit ganga af göflunum. Þá er sá maður sæll sem á nýlegt afrit af þeirri Address Book sem hann notar.
Outlook
2007Outlook
Express

Í Outlook hefur skráin eftirnafnið pst

Ef margir notendur eru að vélinni þá er skráin geymd á
>> C:\Users\NOTANDANAFN\AppData\Local\Microsoft\Outlook <<
Hśn heitir: notandanafn_Outlook.pst og geymir allar upplżsingar forritsins.

Í Outlook Express hefur skráin eftirnöfnin wab og pab

Notaðu Find í Explorer til að finna þessar skrár og taktu afrit af þeim.

Ef
Outlook
Express
hrynur
Outlook Express sett upp aftur

Outlook Express er ekki hægt að setja upp aftur nema með því að setja Internet Explorer upp aftur og gæta þess að þegar hann er sóttur út á netið þá fylgi Outlook Express með. Ef Outlook Express finnur sig ekki - þ.e. finnur ekki vinnslumöppu fyrir Address Book - þá spyr það einu sinni um vinnslumöppu. Ef þú ekki athugar að tilgreina þá vinnumöppu sem þú vilt nota og Outlook Express velur sína eigin - eða aðra en þú eftir á helst vildir - þá er engin leið að láta Outlook Express skipta um möppu. Þá geturðu samt látið forritið nýta þína gömlu Address Book með því að

 • Keyra Outlook Explorer og setja eitthvern nafn í Address Book - til dæmis þitt nafn. Loka síðan Outlook Explorer til að skráin vistist.
 • Leita að wab-skrám - eða leita að skrám sem breyst hafa þennan dag - með Find í Explorer. Þú sérð hvort þetta er rétt Address Book með því að tvímúsa á skrána því þá opnar Explorer bókina.
 • Þegar nýja Address Book er fundin tekurðu gömlu bókina þína og afritar hana ofan í þessa nýju skrá.
>>>

Upp

Control Panel og Printers og DUN
í START-listann

Í Start-listann
og flettist
eins og
Start|Programs
Svona seturðu Control Panel inn í Start-listann þinn og hann veltir innihaldi sínu út í seðil - rétt eins og Start | Programs gerir. Prófaðu þetta - þú sérð ekki eftir því!

 • Hægri-músaðu á Start-hnappinn og opnaðu Explorer. Þá opnast þitt sérsvæði (profile). Ef þetta er þín einkatölva skaltu í NT setja þetta undir All Users Profile.
 • Búðu til möppu við hliðina á Programs-möppunni og gefðu henni - í einni línu - nafnið:

Control Panel.{21EC2020-3AEA-1069-A2DD-08002B30309D}.

Gættu þess að skrifa öll táknin, báða slaufusvigana og báða punktana! Eina orðabilið er á milli orðanna Control og Panel. Sendu línu ef eitthvað er óljóst eða vill ekki virka.

Með þessu er ekki verið að búa til flýtiopnun á þann Control Panel sem þú hefur vanist að opna. Þetta er raunverulegur Control Panel með nýrri uppsetningu. Allt sem þú síðar setur til viðbótar inn í Control Panel - til dæmis þegar þú bætir við forritum - kemur líka fram hér.

Á sama hátt bætirðu við möppunum

Printers.{2227A280-3AEA-1069-A2DE-08002B30309D}

og fyrir Dial-Up Networking kemur

DUN.{992CFFA0-F557-101A-88EC-00DD010CCC48}

Þessar ábendingar sendi Pétur Örn Pétursson - 17. mars og 21. júní 1999.
Virkar allt hjá mér á NT-4 nema DUN-mappan kemur upp tóm. - GÓP.

>>>

Explorer.exe

 • Rofar Nytsamir rofar í Explorer til dæmis þegar þú vilt búa þér til sérstaka flýtiskipun til að opna möppu. Fyrst skaltu prófa rofana! Músaðu á Start | Run og prófaðu skipanirnar!
 • Ctrl+plús til að stilla dálkabreiddir í Explorer-glugganum.
 • Ctrl+velja+loka til að loka mörgum opnum forritum í senn.
Rofar >>
keyrslu-
skipun:
Rofar >>
það sem skipunin gerir:
explorer explorer >> opnar tvöfaldan neðri glugga
c:\ explorer c:/ >> opnar einfaldan neðri glugga
/e, c:\ explorer /e, c:/ >> /e-rofinn opnar tvöfaldan neðri glugga og efri glugga til viðbótar í efstu línu þar sem auðvelt er að skipta um drif.
/n, /e, c:\ explorer /n, /e, c:/ >> /n-rofinn sér um að opna alltaf nýjan glugga í hvert sinn sem explorer er kallaður aftur. Þannig má opna svo marga explorer-glugga sem maður vill.
/n, /e, /root, c:\ explorer /n, /e, /root, c:/ >> /root-rofinn sér um að þó að /e-rofinn opni tvöfaldan glugga og efri glugga þá er í þeim efri glugga ekki lengur unnt að skipta milli drifa.

Ef kall á explorer á að birta A-drifið með þremur gluggum en án þess að unnt sé að skipta milli drifa - ætti kall-línan að líta þannig út: c:\windows\explorer /e, /root, A:\

/e, /root, C:\,
/select,
windows\
system\*.*

(allt skrifað samfellt
í sömu línu!)
explorer /e, /root, C:\, /select, windows\system\*.* >> /select-rofinn sér um að þó C:\-drifið sé rótin í litla uppi-glugganum er þó skráasafnið c:\windows\system valið og skrárnar í því safni birtast í stóra glugganum. [Hér þarf að gæta þess að hafa ekki fyrsta hluta slóðarinnar (C:\) með. Það er vegna þess að þá bætir explorer honum inn í og heldur að slóðin sé svona: c:\c:\windows\system\*.*].
Skoðaðu skrána
C:\windows
\tips.txt
Ef þú notar Windows skaltu leita í Windows-möppunni á tölvunni þinni að skránni tips.txt þar sem meðal annarra merkra atriða er fjallað um þessar stillingar á Windows Explorer
Dálkbreidd Dálkbreidd má stilla með Ctrl+plús þegar Explorer hefur verið opnaður.
Ctrl+plús

Ábending
22.03.99
frá PÖP

Þegar þú hefur opnað Explorer skaltu hneppa Ctrl+plús. Þessi plús-hnappur er plúsinn á talnaborðinu - þ.e. plús-hnappurinn sem er lengst til hægri á hnappaborðinu.

Þá sérðu að dálkrýmið stillist. Það verður nákvæmlega nógu vítt til að unnt sé að sjá lengstu lýsinguna sem í dálkinum er. Ef dálkurinn var áður breiðar - þá mjókkar hann. Ef hann var mjórri áður - þá breikkar hann.

Lokanir Notaðu Ctrl+velja+loka til að loka mörgum opnum forritum í senn.
Ábending
6.6.99
frá PÖP
Þú getur lokað opnum forritum samtímis með því að halda niðri Ctrl-hnappnum meðan þú músar á tákn þeirra eitt af öðru á verkefnaslánni - neðst á skjánum. Þegar þú hefur merkt þau sem þú vilt loka hægri-músarðu á eitt þeirra og lokar því. Þá lokast þau öll.
>>>

Upp

Flýtimúsun og flýtihnepping

Alt+Ctrl+Left Hér er leiðbeining við að útbúa flýtimúsun og flýtihneppingu sem opnar Explorer og sýnir það sem er á skífu í A-drifi
Gerðu þetta: til þess að:
Hægri-músaðu
á Start
Markmiðið er að búa til afrit af explorer-icon, setja það á desktop, breyta keyrsluskipuninni svo hún fletti upp A:-drifinu og setja á hana flýtihneppingu. Núna opnast valseðill.
Músaðu á open opna Start menu - gluggann.
Músaðu á
programs
Nú opnast Programs-glugginn þar sem eru hin einstöku forrit og þær forritamöppur sem eru á forritalistanum þínum sem þú opnar venjulega með Start | Programs. Þar finnurðu Windows Explorer - táknið.
Hægri-músaðu
á táknið og
dragðu það út
á desktop.
Þú dregur táknið út fyrir alla glugga og út á upphafsglugga Windows-forritsins þar sem þú t.d. finnur My Computer - táknið. Þann glugga skulum við hér kalla Windows-borð. Gættu þess að gera þetta með hægri-hnappnum! Annars færirðu táknið til. Það viltu ekki. Þú vilt einungis taka af því afrit!! Þegar það er komið út á Windows-borðið skaltu sleppa hægri músarhnappnum. Þá birtist valseðill.
Veldu
Copy here
svo til verði afrit á Windows-borðinu.
Hægri-músaðu
á þetta nýja afrit
til að opna vallista. Hér skaltu gera þrennt - en auðvitað aðeins eitt í senn! (a) skipta um nafn, (b) skipta um skipunarlínu og (c) tiltaka flýtihneppingu.
Veldu Rename

Skrifaðu nýtt
nafn:

Drif-A

Það er gott að nota lík nöfn svo táknin raðist saman á Windows-borðinu þegar beðið er um uppröðun. Þannig geta næstu flýtimúsanir og -hneppingar heitið nöfnum eins og Drif-C og Drif-H osfrv. og eftir að þú síðan hægri-músar á Windows-borðið og velur Arrange icons | by name færðu táknin í skynsamlega röð.
Hægri-músaðu
á Drif-A
veldu Properties
Opnar vallistann. Nú framkvæmirðu (b) - þ.e.: skiptir um skipunarlínu.
Í Target-línuna
skaltu skrifa
nýju
skipunar-
línuna >>
Nýja skipunarlínan er þessi:

C:\WINDOWS\EXPLORER.EXE /n,/e,/root,A:\
Músaðu í línuna
þar sem stendur
Shortcut Key

hnepptu
vinstri -
örvarhnappnum
Hér geturðu nú valið hvaða bókstaf eða tölustaf sem þú vilt. Það er hins vegar dálítið sérstakt að skoða A-drifið. Oft er maður að vinna á tölvu þar sem einhver annar hefur raðað inn sínum flýtihneppingum. Þá þykir mér þægilegt að nota örvahnappana! Þá læt ég vinstri-örvahnappinn alltaf merkja A-drifs-opnun. Prófaðu það með því að hneppa núna vinstri-örvahnappi. Í línunni birtist þá Ctrl+Alt+Left og þessi skipun er framkvæmd ef þú heldur niðri Ctrl-hnappi og Alt-hnappi þegar þú til viðbótar hneppir vinstri-örvarhnappnum.
Músaðu á Apply
og á OK
Með því að músa á Apply læturðu Windows melta þessar breytingar og flýtihneppinguna. Windowa gerir það raunar þótt þú ekki músir á Apply - en hvað með það!?
Nú er allt tilbúið - prófaðu nú! - Settu skífu (jæja þá, diskling ef þú endilega vilt) í A:-drifið og
músaðu á
Drif-A-táknið
Auðvitað virkar þetta!
Lokaðu því samt aftur til að prófa flýtihneppinguna.
Hnepptu
Ctrl+Alt+Left
!! og nú geturðu búið til flýtihneppingar á möppurnar sem þú ert alltaf að opna.
>>>

Upp

Flýti-opnun skrár í sérvöldu forriti

Opna skrá í forriti
þegar það er ekki
tengt því forriti
sem þú vilt nota:
Skikka skrá til að opnast í tilteknu forriti

Þegar tvímúsað er á skrá opnast það forrit sem bjó skrána til - eða eitthvert forrit sem tengt er þessari skrá eða nafni þess og endingu nafnsins. Þegar þú vilt opna skrána í öðru forriti ferðu svona að:

 • Veldu skrána sem þú vilt opna
 • Haltu nú niðri SS-hnappnum (SS-hnappur = Stórir Stafir = Shift-hnappur)
 • og hægri músaðu á skrána.
 • Upp kemur flýti-valseðill. Veldu Open With - kostinn
 • Nú geturðu valið í hvaða forriti þú vilt opna skrána.
 • Gættu þess um leið að hafa ekki merkt við kostinn Always Use This Program To Open This Type Of File - nema sú sé einmitt ósk þín.
>>>

Upp

icon

Nýtt icon má fá þannig: Þegar breytt er um táknmynd/icon með skipuninni change icon fær maður að velja nýja táknmynd úr skránni SHELL32.DLL. Þegar sú valmynd kemur fram má líka leita í gömlu skránum sem fylgdu Windows. Þær skrár heita PROGMAN.EXE og MORICONS.DLL og eru inni á C:\Windows. Í þeim flettirðu með því að setja c:\windows\moricons.dll eða c:\windows\progman.exe í staðinn fyrir shell32.dll
>>>

Upp

Messenger Service - plįgan

Losna viš
Messenger-
Message 
pop-up

Ábending
25.04.'03
frá GRP

Messenger Message - gluggi sem poppar upp meš boš frį śtsmognum bošsendurum śti į vefnum. 
Hvernig į aš losna viš hann?

Ķ Windows-2000 er žaš gert svona:

\Start\Settings\Control Panel\Administrative Tools 

Click on “Services”

Double Click on the “Messenger” service

Change “Startup Type” To “Disabled”

Click Stop

Click Ok

The Messenger Services is absolutely not necessary. The only other way to filter that traffic is with a Firewall, which you should be running anyway.

That’s it :- )

>>>

Upp

My Computer og Network Neighborhood

MC-stikanÁbending
23.03.99
frá PÖP

Hægt er að tengja My Computer sem stiku við jaðar aðalgluggans (desktop) - ekki þó við þann jaðar þar sem Windows-stikan er (sú sem geymir Start-hnappinn).

Notaðu músina til að draga My Computer-táknið að jaðrinum. Þá leggst það að honum sem stika. Hægri-músaðu á stikuna og veldu Toolbars og skoðaðu þá kosti sem bjóðast. Einnig er unnt að skikka stikuna til að sýna small-tákn og letur.

Sama gildir um Network Neighborhood og Recycle Bin

   

efst á þessa síðu * GÓP-fréttir