GÓP-fréttir

Bls.
31-43

Námsmarkmið áfangans STÆ-3003
Kennslubók:
Thomas' CALCULUS - ISBN 0-201-44141-1

Preliminaries 4: Andhverf föll og logaritmar

Yfirlit yfir þau atriði sem ætlast er til að nemendur hafi á valdi sínu þegar þeir ljúka námi í þessum kafla. Athugaðu að sleppt er þeim atriðum í lok kaflans þar sem gert er ráð fyrir að lausnir séu fundnar með aðstoð öflugs vasareiknis eða tölvu.

Skil-
grein-
ingar
Nemendur geti skilgreint (=útskýrt)  hugtökin: (Orðskýringar)
einkvæmt fall, andhverfa, logaritmafall, láréttu-prófun á einkvæmni falls, andhverfuprófun á einkvæmni tveggja falla, ln(x), log(x),
Kunna
utan
Nemendur kunni utan að (Orðskýringar)
  • andhverfuprófið, þ.e. aðferð til að kanna hvort fvö föll eru innbyrðis andhverf,
  • aðferðir til að reikna andhverfu tiltekins falls,
  • aðferðir til að teikna graf falls sem er andhverft við annað þekkt fall.
  • andhverfusamband veldisfalls og tilheyrandi logaritmafalls,
  • sambandið: loge(x) = ln(x) og log10(x) = log(x)
  • sambandið: aloga(x) = x  
    og logaax = x þegar a og x > 0 og a <> 1,
  • sambandið: eln(x) = x og ln(ex) = x þegar x > 0,
  • logaritmareglurnar:
    margfeldisreglan: loga(xy) = loga(x) + loga(y)
    kvótareglan: loga(x/y) = loga(x) - loga(y)  
    veldisreglan: loga(xy) = y.loga(x)
  • sambandið: ax = ex ln(a) og ln(a). loga(x) = ln(x)
Sann-
anir
Nemendur geti sannað  (Orðskýringar
...
Reikni-
aðferð-
ir
Nemendur geti með reikningi eða/og samfelldum rökstuðningi:  (Orðskýringar)
  • reiknað hvort fall er einkvæmt,
  • reiknað hvort tvö föll eru innbyrðis andhverf,
  • teiknað graf falls sem er andhverft við fall sem þekktu grafi, (t.d.: graf falls er gefið í hnitakerfi og nemandi á þá að geta teiknað samsvarandi graf andhverfa fallsins),
  • reiknað formúlu falls sem er andhverft tilteknu falli með þekkta (og meðfærilega) formúlu,
  • notað logaritmareglur og sambönd til að reikna lausnir logaritma- og veldajafna,
  • teiknað gröf veldisfalla og logaritmafalla,
  • reiknað tvövöldunartíma og helmingunartíma þegar samböndin eru tiltekin í jöfnum og búið slíkar jöfnur til þegar grunnatriði eru þekkt.
 >> Skýringar:
Hér fylgja nokkrar orðskýringar til að tryggja að textinn skiljist rétt.
Orð-
skýr-
ingar:
  • einkvæmt fall = one to one function, til eins gildis á x svarar eitt og bara einn gildi á y.
  • láréttu-próf á einkvæmni: engin lárétt lína má geta skorið graf ferillsins oftar en einu sinni.
  • andhverfa falls reiknast þannig: (1) leysa stæðuna með tilliti til y og (2) skipta á x og y í stæðunni.
  • andhverfuprófun á einkvæmni tveggja falla: föllin f og g eru innbyrðir andhverf ef f(g(x)) = g(f(x)) = x.

Efst á þessa síðu * Forsíða