Forsíða |
1.4-Dæmin á íslenskuDæmasafn á bls. 132: |
1. - 4. dæmi: |
Er fallið sem grafið sýnir samfellt á bilinu [-1,3] ? Ef það er ekki samfellt - segðu þá hvar það er ekki samfellt - og hvers vegna. |
5. - 10. dæmi: |
Þessi dæmi fjalla öll um fallið f(x) sem til er tekið framan við þau. Graf fallsins er á mynd 1.57.
5 - a: Er f(-1) til? 6 - a: Er f(1) til ? 7 - a: Er f(x) skilgreint í x = 2 ? 8: Hvar er f(x) samfellt ? 9: Hvaða gildi þarf f(2) að taka til þess að f(x) verði samfellt í x = 2 ? 10: Hvaða breyting þyrfti að verða á gildinu í f(1) til þess að f(x) verðir samfellt í x = 1 ? |
11. - 12. dæmi: |
Athugaðu föllin í dæmum 11 og 12 á bls. 96. Segðu í hvaða punktum þau eru ekki samfelld. Eru einhverjir punktar þar sem föllin eru ekki samfelld en unnt væri að gera þau samfelld með því að breyta f-gildi í punktinum? Rökstyddu svörin. |
13. - 20. dæmi: |
Á hvaða bilum er fallið samfellt? |
21. - 24. dæmi: |
Reiknaðu markgildið. Er fallið samfellt í punktinum sem stefnt er að ? |
25. dæmi: |
Vitað er um fallið f(x) að það er samfellt á [0,1] og það er negatíft í x = 0 en pósitíft í x = 1. Geturðu dregið einhverjar ályktanir af þessum upplýsingum um jöfnuna f(x) = 0 ? Rissaðu graf af fallinu til að styðja tilgátu þina. |
26.dæmi: | Hvers vegna hefur jafnan cos x = x að minnsta kosti eina lausn? |
27. dæmi: |
Útskýrðu hvers vegna eftirfarandi fimm dæmi eru í raun öll eitt og sama dæmið:
Athugaðu að í þessu dæmi er ekki beðið um að leysa jöfnuna. Hér er Excel-skjal sem sýnir hvernig finna má lausnir þessarar jöfnu. |
28. dæmi: |
Tiltekið er fallið f(x) = x3 - 8x + 10
Sýndu að til er að minnsta kosti einn punktur á ferlinum þar sem |
29. dæmi: |
Búðu til dæmi um fall f(x) sem er samfellt fyrir öll gildi á x nema x = 2 en þar er ósamfelldni sem unnt er að 'bæta'. Útskýrðu hvernig þú veist að fallið er ósamfellt í x = 2 og hvernig þú veist að unnt er að ráða bót á því. |
30. dæmi: |
Búðu til dæmi um fall g(x) sem er samfellt fyrir öll gildi á x nema x = -1 en þar er ósamfelldni sem ekki er unnt að 'bæta'. Útskýrðu hvernig þú veist að fallið er ósamfellt í x = -1 og hvernig þú veist að ekki er unnt að ráða bót á því. |
31. dæmi: |
Reiknaðu ræturnar með þremur aukastöfum. |
32. dæmi: |
Rita skal margliðuna x3 - 3x - 1 á forminu (x - r) q(x) þar sem q(x) er annars stigs margliða. Reiknaðu r með þremur aukastöfum. Gert er ráð fyrir að þetta sé reiknað í tölvu sem teiknar grafið. Þegar grafið er komið upp og núllstöð sést - þ.e. staður þar sem ferillinn fer í gegnum x-ásinn, er beðið um graf af sífellt þrengra svæði sem þó inniheldur núllstöðina - uns endapunktar svæðisins eru skráðir með þremur aukastöfum. |
33. dæmi: |
a) Notfærðu þér þá staðreynd að hvert einasta bil milli tveggja rauntalna inniheldur bæði ræðar og óræðar tölur - til að rökstyðja að fallið
f(x) er ósamfellt í hverjum einasta punkti.
b) Er f(x) í einhverjum punkti hægri-samfellt eða vinstri-samfellt ? |
34. dæmi: |
Er það hugsanlegt - ef föllin f(x) og g(x) eru samfelld á [0,1] - að f(x) / g(x) sé hugsanlega ósamfellt í einhverjum punkti á bilinu? Rökstyddu svarið. |
35. dæmi: |
Er það rétt að fall sem er samfellt á tilteknu bili og tekur þar aldrei gildið NÚLL geti aldrei skipt um formerki á bilinu? |
36. dæmi: |
Er það rétt að ef þú teygir teygju - með því að toga annan endann til vinstri en hinn til hægri - að þá hljóti einhver punktur teygjunnar að verða á sama stað og hann var áður en þú teygðir teygjuna? Rökstyddu svarið. |
37. dæmi: |
Tiltekið er að fallið f(x) er samfellt á lokaða bilinu [0,1] og að 0 </= f(x) </= 1 fyrir öll x á bilinu. Sýndu að það hljóti að vera til að minnsta kosti ein tala - köllum hana c - á bilinu þannig að f(c) = c. |
38. dæmi: |
Tiltekið er að fallið f(x) er skilgreint á bilinu ]a,b[ og að í c sem er á bilinu er f(c) samfellt og f(c) <> 0. Sýndu að til er bil við c: ]c - delta, c
+ delta[ þar sem f hefur sama formerki og f(c).
Taktu eftir að þótt f sé skilgreint á öllu bilinu þarf fallið aðeins að vera samfellt í x = c til þess að þessi regla haldi. Það dugar til þess að sýna að f er <> 0 á öllu bilinu - enda þótt það kunni að vera aðeins örstutt !! |
39. dæmi: |
Louisa hefur gert launasamning. Hún fær í byrjunarlaun kr. 36.500 (jú - auðvitað - dollara - en látum það bara heita krónur - súperkrónur).
Samningurinn gerir ráð fyrir að launin hækki um 3,5árlega í 4 ár.
a) Sýndu að launin séu y = 36.500(1,035)int t b) Rissaðu graf launafallsins. Hvar er fallið samfellt ? |
40. dæmi: |
Bílageymsla tekur 110 krónur fyrir að geyma bifreið í 1 klst. - eða brot úr klst. Greiðslan verður þó ekki meiri en kr. 725 fyrir að geyma
bifreiðina heilan sólarhring.
a) Skrifaðu formúlu sem skilar gjaldinu eftir x klst þar sem 0 </= x </= 24. b) Rissaðu graf fallsins og segðu hvort það er einhvers staðar samfellt. |