Forsíða
|
P3-Leiðbeiningar
og lausnir (24.09.2001)
Dæmasafn á bls. 29: Dæmi 1, 2, 3, 8, 21, 23, 25, 26, 28, 31 |
1. - 6.
dæmi: |
Hvert þessara dæma geymir jöfnu sem svarar til eins ferils á mynd 29. Reyndu að finna hvaða mynd á við hvert dæmi - án þess að teikna gröf
fallanna og án þess að spyrja vasareikninn!!
- -
Rissaðu upp hjá þér graf fallsins y = 2x
Íhugaðu hvernig grafið muni líta út ef fallið skiptir um formerki og verður g(x) = - (2x) {Auðvitað er sviginn alveg óþarfur ..!}
Íhugaðu hvernig grafið muni haga sér ef talan 10 kæmi í staðinn fyrir töluna 2. Fallið mun vaxa miklu hraðar.
Ef talan 0,1 kæmi í staðinn fyrir töluna 2 mundi fallið breyta um háttalag. Þegar x er minna en 0 mundi fallið stækka í mínus-áttina en þegar s
er stærra en núll mundi fallið minnka (lækka) í plús-áttina.
Íhugaðu hvernig grafið mundi líta út af talan 7 bættist við fallið - eða ef talan 7 drægist frá fallinu.
Skoðum 3. dæmi: y = -3-x sem skýrara er að skrifa: y = - (3-x) og enn einfaldara er að átta sig á því ef það er skrifað svona:
y = - [1/3x]
Stærðin 3x getur nálgast núll ofan frá þegar x fer niður úr öllu valdi (verður mínus milljón - eða jafnvel þrilljón) - en hún verður aldrei núll. Ef
x verður hins vegar afar stór plús-tala verður 3x afar stór - vex upp úr öllu valdi. Þetta snýst við þegar skoðuð er stærðin [1/3x] sem verður
afar ST'ÓR þegar x fer niður úr öllu valdi (verður mínus milljón!!) en afar LÍTIL þegar x fer upp úr öllu valdi (verður milljón!!). Samt sem
áður verður þessi stærð alltaf pósitíf. Það er hins vegar mínusinn fyrir framan þessa stærð sem veldur því að y verður alltaf mínus-tala.
Hvar fer grafið gegnum y-ásinn?
Þegar x = 0
þ.e. í y = -[1/30] = - [1/1] = -1
með öðrum orðum: í punktinum (0,-1).
|
7.- 9.
dæmi: |
Teiknaðu graf fallsins og tiltaktu formengið, varpmengið og skurðpunktana við ásana - ef einhverjir eru.
Notaðu íhuganir þínar hér að ofan til að rissa upp graf fallsins.
- -
7. dæmi: y = -2x + 3
Formengið: x má taka öll gildi svo formengið er R.
Varpmengið: Stærðin 2x getur minnst orðið því sem næst núll en með háum x-gildum vex hún upp úr öllu valdi.Framan við þessa stærð er
mínus-merki. Hún dregst því frá þremur. Það minnsta sem frá dregst er sem næst núll. með hærri gildum á x dregst æ meira frá. Þess vegna
verður y alltaf neðan við 3. Varpmengið er: y < 3.
Hver er skurðpunkturinn við y-ásinn?
Þegar x=0 fæst y=y = -20 + 3 = -1 + 3 = 2
þ.e. í punktinum (0,2).
8. dæmi: y = ex + 3
Formengið er allt rauntölumengið (R) nema þau gildi sem x má EKKI taka - og þau köllum við banngildi á x. Eru einhver banngildi á x í
stæðunni y = ex + 3 ?
Varpmengi eru þau gildi sem y getur fengið. Þú lest þau af grafinu. Eru einhverjir punktar NEÐAN við x-ásinn? á - x-ásnum? ofan við
x-ásinn? Þetta graf reynist allt vera OFAN við x-ásinn. Eru einhver gildi OFAN við x-ásinn sem y getur ALLS EKKI tekið?
Til þess að finna skurðbunktana við ásana setjum við
- fyrst x = 0 og reiknum gildið á y svona: y = e0 +3 = 1 + 3 = 4 og fáum að hnit skurðpunktsins við y-ás eru (0,4).
- síðan y = 0 og reiknum gildið á x svona: 0 = ex + 3 <=> ex = - 3 en þar sem við þekkjum fallið y = ex vitum við að það getur ALDREI
tekið negatív gildi svo að á þessu er ENGIN lausn. Með öðrum orðum: Ferillinn sker ekki x-ásinn. Hann fer raunar aldrei niður í láréttu
línuna y = 3.
|
11. - 14.
dæmi: |
Umritaðu stæðuna þannig að grunntalan verði sú sem tiltekin er.
Dæmi: Í 11. dæmi er stæðan 92k og er þannig skrifuð sem veldi af 9. Hana skal skrifa sem veldi af 3. Það geturðu gert svona: (32)2k sem
samkvæmt veldareglunum einfaldast með því að margfalda veldisvísana saman í 34k |
15. - 18.
dæmi: |
Í töflunum eru tiltekin x-gildi.
Settu þau inn í jöfnuna og reiknaðu y.
Í þriðja dálki töflunnar er beðið um breytinguna - sem nefnist DELTAy - en hún er breytingin sem varð á y-gildinu frá undanfarandi y-gildi.
Í 18. dæmi á - í þriðja dálki töflunnar - að reikna hlutfallið milli y-gildisins og þess næsta á undan. |
19. dæmi: |
Gerðu grein fyrir því hvernig breytingin DELTAy er tengd halla línunnar í dæmum 15 og 16.
Ef x breytist með jöfnum skrefum (t.d. alltaf er bætt sömu tölu við x) í línulegu falli - hvernig telurðu þá y-gildið breytist?
- -
Í dæmi 16 verður taflan svona:
x # y = -3x + 4 # DELTAy
1 # 1
2 # -2 # -3
3 # -5 # -3
4 # -8 # -3
Spurningin er þessi: Ef þú veist hvert x-gildið er - geturðu þá sagt til um hvað DELTAy verður?
Ljóst er að þú getur það. Til dæmis hlýtur DELTAy að vera -3 þegar x tekur gildið 77. Hvaða stærð í jöfnunni ákveður stærðina á DELTAy
? |
20. dæmi: |
Gerðu grein fyrir því hvernig breytingin DELTAy í dæmi 17 er tengd fyrra x-gildinu og seinna x-gildinu.
Hver verður breytingin þegar fyrra gildið er x = 1000 og seinna gildið er x = 1001?
En ef fyrra gildið er x = n og seinna gildið er x = n + 1 þar sem n er einhver pósitíf tala? |
21. og 22.
dæmi: |
Tiltekið er að punktarnir tveir eru á ferli fallsins f(x) = k * ax
Reiknaðu gildi k og a.
- -
22. dæmi:
Alltaf gildir að y = f(x) og þess vegna má rita þessa jöfnu þannig: y = k * ax sem mörgum finnst ljósara þegar verið er að fást við x-hnit og
y-hnit.
Taktu eftir að þessi jafna hefur FJÓRAR óþekktar stærðir.
Punktarnir tveir eru á ferli fallsins. Það merkir að hnit þeirra gera jöfnu fallsins rétta. Þannig getum við búið til tvær jöfnur sem hvor um sig
hefur aðeins TVÆR óþekktar stærðir - og að það eru SÖMU tvær óþekktu stærðirnar. Við ráðum einmitt við að leysa TVÆR jöfnur sem
hafa SÖMU TVÆR óþekktu stærðirnar.
Punkturinn (x=1 ; y=1,5) er á grafinu. Þannig fáum við
jöfnuna J1: 1,5 = k * a1
Punkturinn (x=-1 ; y=6) er á grafinu. Þannig fáum við
jöfunna J2: 6 = k * a-1
Þú getur leyst k úr J1 svona: k = 1,5 / a sem rita má svona: k = 1,5 * a-1 {Hvers vegna?}
Þetta gildi á k seturðu svo inn í J2 og færð 6 = 1,5 * a-1 * a-1 sem rita má svona: 6 = 1,5 * a-2 {Hvers vegna?}
Þú getur margfalda beggja megin með a2 og deilt beggja megin með 6 sem gefur þér jöfnuna:
a2 = 0,25 og a fæst þá: a = 0,5
Hvers vegna má a ekki vera -0,5 sem líka er lausn á jöfnunni a2 = 0,25 ?? |
23. - 26.
dæmi: |
Rissaðu graf fallsins og notaðu það til að leysa jöfnuna.
- -
23. Dæmi: 2x = 5
Þú rissar upp mynd fallsins f(x) = 2x sem við gjarnan skrifum sem y = 2x og reynir að finna út - já - með ágiskun auðvitað !! - hvenær (=hvað
x-ið er orðið stórt þegar) ferillinn nær hæðinni y = 5.
Athugaðu að undir myndinni í svara-bókinni eru tilnefnd tvö mengi: [-6,6] by [-2,6] sem merkir að x er á lokaða bilinu [-6,6] og y er á lokaða
bilinu [-2,7] - og þegar þú skoðar myndina sérðu að það er einmitt þetta svæði hnitakerfisins sem myndin sýnir.
Svarið: x = 2,3219 fæst auðvitað ekki nákvæmt með því að lesa úr myndinni en það má reikna það nákvæmlega - þó ekki sé beðið um það í
dæminu. Það gerirðu svona:
Leysa skal jöfnuna J: 2x=5
Við getum hvort heldur sem er miðað við logaritma með grunntölunni 10 eða við log nat með grunntölunni e. Í báðum tilfellum þarftu að
lokum að reikna á tölvunni.
Notum log nat:
við vitum að 2 = eln2
og þá er 2x = (eln2)x = ex*ln2
og 5 = eln5
þá getum við skrifað jöfnuna J svona:
ex*ln2 = eln5
við sjáum að beggja megin við jafnaðarmerkið er um að ræða e í tilteknu veldi og útkoman er jöfn. Það merkir að veldisvísarnir hljóta að vera
jafnir og þannig fáum við jöfnuna:
x*ln2 = ln5
við deilum beggja megin með ln2 og fáum:
x = ln5 / ln2
og nú seturðu þetta inn í tölvuna þína og færð niðurstöðuna.
(Við vonum að hún rími við svörin!!) |
27. dæmi: |
Framhald af example 3. Notaðu 1.018 og mannfjöldann árið 1991 til að áætla mannfjöldann á jörðinni árið 2010. |
28. dæmi: |
Bakteríugróður. Fjöldi baktería í petrískál (grunn og flatbotna gler- eða plastskál með lausu loki, einkum notuð til gerla- eða frumuræktunar)
eftir t tíma er B = 100e0,693t
a) Hversu margar voru bakteríurnar í upphafi?
b) Hversu margar verða þær eftir 6 tíma?
c) Um það bil hvenær verða bakteríurnar 200 talsins? Áætlaðu tvöföldunartíma bakteríanna.
- -
Skrifaðu B sem f(t). Það verður svona: f(t) = 100e0,693 t
a-svarið er þá f(0), b-svarið verður f(6).
C-liðurinn verður hins vegar með jöfnuna: 100e0,693 * t = 200
sem þú notar til að reikna gildið á t.
Reikningarnir líta svona út:
- (a) f(0) = 100e0,693 * 0 = 100 * e0 = 100 * 1 = 100
- (b) f(6) = 100e0,693 * 6 = 100 * e4,158 = 100 * 63,94 = 6394
Fleiri aukastafir mundu tákna brot úr bakteríu !
- (c) Tvöföldunartíminn er sá tími sem þarf að líða til að bakteríurnar tvöfaldist. Í upphafi voru 100 bakteríur. Við viljum vita hversu langur
tími þarf að líða uns fjöldinn hefur tvöfaldast og er orðinn 200. Jafnan verður svona:
f(t) = 100e0,693t = 200 eða 100e0,693t = 200
Hér er einfaldast að deila beggja megin með 100 til að fá jöfnuna: e0,693t = 2
Við vitum að 2 = eln2 svo að jöfnuna má einnig skrifa svona: e0,693t = eln2
sem vekur athygli okkar á því að beggja megin við jafnaðarmerkið hlýtur e að vera í SAMA veldi
sem merkir að 0,693*t = ln(2)
og við deilum í gegn með 0,693 og fáum t = ln(2) / 0,693 sem gefur okkur t = 1,000 eða:
bakteríurnar tvöfaldast á 1 klst.
|
29. - 40.
dæmi: |
Notaðu veldisfall og tölvu sem getur sýnt graf veldisfalls til að áætla um svar þessara dæma.
31. dæmi: Almenn rýrnunarjafna hefur formið f(t) = upphafsmagnið * e -r * t þar sem r > 0
(a)
Hér er vitað að upphafsmagnið var 6,6
Einnig er vitað að eftir 14 daga hefur magnið rýrnað um helming og er þá orðið 3,3.
Við látum t tákna daga og jafnan f(t) = 6,6 * e -r * t verður eftir 14 daga þannig:
f(14) = 6,6 * e -r * 14 = 3,3 eða 6,6 * e -r * 14 = 3,3
Deilum beggja megin með 6,6 og fáum e -r * 14 = ½
sem jafngildir e -r * 14 = e -ln(2)
Veldisvísarnir eru jafnstórir svo að -r * 14 = -ln(2) sem gefur r = ln(2) / 14
Setjum þetta gildi á r inn í jöfnuna:
f(t) = 6,6 * e (-ln(2) * t) / 14 og þar sem e -ln(2) = ½
fæst f(t) = 6,6 * (½) t/14
(b)
Aðeins eitt gramm verður eftir þegar svo margir dagar hafa liðið og t er orðin svo stór tala að
f(t) = 6,6 * (½) t/14 = 1 eða 6,6 * (½) t/14 = 1 eða (½) t/14 = 1 / 6,6
Notum ln og skrifum hliðarnar sem veldi af e - svona:
e -ln(2) * t/14 = e- ln(6,6) sem gefur okkur
- ln(2) * t / 14 = - ln(6,6) og t = 14 * ln(6,6) / ln(2) = 38,11452
eða eftir sem næst 38 daga. |