GÓP - Vefskólinn: Verkefni I-2 - Kanna Vefskóla-vefinn * TEXTAFORM Vefskóla-vefinn finnurðu á http://www.simnet.is/gop/vefskolinn - og einnig má fara inn á GOP-frettir.com og músa þar á Vefskólinn sem er í lista hægra megin á skjánum. A. Skoðaðu vísanirnar á Vefskólanum. Músaðu á þær eina af annarri til að kynnast því sem vísað er til. Hefurðu skoðað þær allar. Þá skaltu halda áfram! B. Finndu upplýsingarnar um tölvunámið. Skoðaðu skjalið sem heitir Leiðarvísir, markmið og áætlanir fyrir þessa önn. Ef þú hefur ekki þegar prentað það út á prentarann þá skaltu gera það núna! Þennan leiðarvísi skaltu ætíð hafa innan seilingar þegar þú vinnur að námsverkefnum í áfanganum.. Skoðaðu skjalið sem heitir Gátlisti með Word-kennslubókinni og prentaðu hann út ef þú ekki hefur þegar gert það. Þennan gátlista skaltu ætíð hafa við höndina þegar þú vinnur verkefni í Word-hluta þessa námsáfanga. Í honum er bæði leiðbeint um gerð verkefnanna í Word-bókinni og einnig um gerð internet- verkefnanna. C. - Nú skaltu fara inn á póst-síðuna þína - þar sem þú hefur póstfang á netinu - og skrifa kennaranum bréf. Í það seturðu svörin við spurningum verkefnisins. Byrjaðu á að skrifa nafn viðtakandans í efstu línuna og efnið í subject-línuna – þar á að standa: verkefni I-2. Síðan ferðu niður í stóra ritrýmið og skrifar. Fyrst seturðu nafnið þitt og svörin svo þar fyrir neðan. Fljótlegast er að finna svörin inni á Vefskólanum, blokka þau og taka af þeim afrit (Ctrl+C), fara síðan inn í bréfið sem þú ert að skrifa og setja afrit þangað inn (Ctrl+V). Ef þú getur ekki lokið við svörin í einni lotu skaltu vista það og geyma þannig þangað til þú getur haldið áfram. 1 - Hefurðu lokið við að skoða allar tengingarnar? Það skaltu gera áður en þú byrjar að svara! Síðan svararðu spurningunum: Hvernig skiptist áfanginn í þrjá hluta? 2 - Hvað eru verkefnaskil? og hvenær eru fyrstu verkefnaskil? Hversu mörgum verkefnum er skilað í fyrstu verkefnaskilum? 3 - Hversu góð þarf mætingin að vera í áfanganum? Hvers vegna? 4 - Getur maður skilað verkefnum eftir að haustprófin eru byrjuð? 5 - Hvað er Gátlisti og hvernig notar maður hann? 6 - Hvert sækir maður þær skrár sem nota þarf í æfingunum? 7 - Getur maður unnið öll verkefnin og skilað þeim í einu lagi í lok annarinnar? 8 - Hvað þarf til að ná áfanganum með lágmarkseinkunn? 9 - Ef maður telur sig kunna Word eða Excel vill maður vita hvort maður kann allt sem krafist er? Hvar finnur maður lista yfir þekkingar- og færnikröfur í Word og í Excel? Hvar á Vefskólan-vefnum finnur maður leiðbeiningar um notkun Word og Excel? 10 - Hvað er það á Vefskólavefnum sem nemendur nota til að koma á framfæri athugasemdum við kennslu og kennsluefni án þess að nafn sendanda komi fram? 11 - Hvað heitir skjalið sem geymir svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma um áfangann? Hvað gerir maður ef maður finnur þar samt ekki svar við því sem maður vill vita? 12 - Á Vefskólavefnum eru leiðbeiningar um fyrstu skrefin við koma sér upp vefsíðu.. Tilgreindu nánar um hvað þar er verið að leiðbeina? 13 - Á Vefskólavefnum er að finna efni og leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að annast tölvur og sjá um að þær gangi. Átt þú tölvu? Hver er umsjónarmaður hennar? Geta leiðbeiningarnar gagnast þér? 14 - Fannstu nytsamar eða/og forvitnilegar upplýsingar? Hverjar? 15 - Ef þú sérð einhverja ágalla á því sem þú finnur á Vefskóla-vefnum eða hefur hugmyndir um viðbótarefni sem þar ætti að vera – þá vinsamlegast bættu í bréfið umsögn um það. 16 - Hefurðu prentað út Leiðarvísinn og Word-gátlistann? Hefurðu merkt þér kennslubókina þína og skífuna? Hefurðu fengið þér hlífðarhylki utan um skífuna? Mundu að óvarin skífa er alltaf í hættu! Ágæt og ókeypis lágmarks-vörn er fólgin í því að hafa skífuna innan í samanbrotinni pappírsörk. Nú skaltu senda bréfið. Uppfært 23.08.2000 Útprentað: 23.8.2001