GÓP - Vefskólinn: Verkefni I-1 Setja upp ókeypis netfang Í þessu verkefni notarðu eftirfarandi leiðbeiningar til að: A. Setja upp þitt eigið netfang á visir.is – en ef þú hefur þegar þitt eigið netfang og getur notað það af tölvum skólans þá þarftu ekki að gera þennan lið. B. Svara nokkrum spurningum og senda svörin í netpósti af netfanginu þínu til tölvukennarans. Hann heitir Gísli Ólafur Pétursson og hefur netfangið gop@simnet.is Leiðbeiningar: A - Setja upp netfang á visir.is 1. Notaðu Internet Explorer til að tengjast Internetinu 2. Skrifaðu http://www.visir.is í Address-reitinn til að fara á síðu Vísis. 3. Músaðu á Frípóstur - þá birtist ný síða. Í bláa reitnum efst músarðu á orðið nýskráning. 4. Nú birtist skráningarsíðan. Fyrst er beðið um notandanafn. (Athugaðu að í netfangi kennarans hér fyrir ofan eru það stafirnir gop sem eru notandanafnið hans). Láttu notandanafnið þitt vera nafnið þitt að svo miklu leyti sem unnt er því þá eiga aðrir auðveldara með að muna netfangið þitt. Mundu að netfangið þitt er einmitt fyrir aðra – svo að þeir geti sent þér póst – líka fjölskyldan og vinnufélagarnir. Þú mátt nota enska bókstafi (ekki nota upphafsstafi, ekki sér-íslensku bókstafina: á, ð, é, í, ó, ú, ý, þ, æ, ö og ekki orðabil) undirstrik, bandstrik og punkt og tölustafi frá 0-9. 5. Músaðu á Lykilorð og veldu þér lykilorð sem er auðvelt að muna. Lykilorðið verður að vera fjórir stafir eða meira. Fylltu líka út Lykilorð aftur með því að skrifa aftur lykilorðið. 6. Skrifaðu netfangið þitt hjá þér – og á leyndan en vísan stað: LYKILORÐIÐ!! Gleymt lykilorð merkir glatað netfang!! 7. Nú þarftu að gefa upp upplýsingar um sjálfan þig. Skrifaðu inn í þá reiti þar sem rauð stjarna er aftan við. Nafn, og póstnúmer vilja þeir endilega fá! 8. Svaraðu spurningu um Kyn og Fæðingarár. Ekki er nauðsynlegt að fylla út aðrar spurningar en þú getur gert það ef þú vilt. 9. Merktu við áhugasvið ef þú vilt en það er getur leitt til þess að þú fáir sendan óþarfa póst. 10. Neðst á síðunni skaltu músa á reitinn þar sem stendur Staðfesta skráningu. Ef eitthvað vantar á - eða ef notandanafnið sem þú valdir er upptekið þá birtist síðan aftur og þú þarft að gera viðeigandi lagfæringar. Haltu áfram uns þú færð að vita að allt hafi tekist. 11. Nú er netfangið þitt tilbúið. Ef þú ekki ert inni á þínu póstsvæði skaltu fara aftur inn á visir.is og músa á Frípóstur - og síðan gefa þar upp notandanafnið þitt og lykilorð. 12. Til að lesa póstinn þinn ferðu í Innhólf og til að útbúa netbréf músarðu ofan við bláa Vísir-svæðið á Nýtt: bréf. 13. Nokkrir aðrir möguleikar eru á síðunni t.d. netföng sem er hentugt til að safna saman netföngum ættingja og vina og flýtir fyrir póstsendingum. 14. Nú skaltu loka Internet Explorer og opna síðan aftur. Farðu á www.visir.is og veldu Frípóstur, gefðu upp notandanafið og lykilorðið þitt. Sendu póst á þitt nýja netfang. Þá sérðu hvernig póstsendingin virkar. Sendu sessunauti póst. B - Senda kennaranum netpóst Kennarinn heitir Gísli Ólafur Pétursson. Hann hefur netfangið gop@simnet.is og nú skaltu senda honum póst (Skrifa bréf ) og bréfinu skaltu tiltaka eftirfarandi atriði: 1. Efni/Subject á að vera: verkefni I-1 2. nafnið þitt 3. og nýja netfangið þitt. 4. Segðu líka hvort þú hefur aðgang að tölvu heima hjá þér, hversu gömul hún er hvaða örgjörva hún hefur – ef þú veist það. 5. Segðu einnig hvort þú hefur aðgang að internetinu heima hjá þér og hvaða netfang er þar. Að lokum skaltu senda bréfið - með því að músa á Senda. Næst þegar þú vilt lesa póstinn ferðu eins að þ.e. ferð inn á vefsíðuna visir.is og gefur upp netfangið og lykilorðið. Þú getur lesið póstinn þinn í öllum tölvum sem eru nettengdar, í skólanum, heima hjá þér – eða hvar sem er. ?? ?? ?? ?? Uppfært 6.10.2004 Útprentað: 6.10.2004