Vefur og vefsetur

Að skrifa vefsíðu

Ef þú ert með ritvinnsluforritið Word er einfalt fyrir þig að skrifa vefsíðu. Í Word-97 var ein aðferð notuð en önnur í Word-2000. Það fer því eftir þinni útgáfu hvaða aðferð þú getur notað. Hér geturðu valið um leiðbeiningar með því að hægri-músa á viðeigandi vísun og velja save-kostinn:

a: fyrir Word-97

b: fyrir Word-2000

Hvert á vefsíðan að fara?

Þegar þú hefur skrifað vefsíðurnar sem mynda vefinn þinn þarftu auðvitað að senda vefinn út á internetið til þess að allir þeir sem um það fara geti skoðað hann. Við segjum að hann sitji einhvers staðar á internetinu og þann stað köllum við vefsetur. Vefsetrið er á tölvunni hjá þeim aðila sem selur þér tengiþjónustu við internetið. Spurningin er: Nákvæmlega hvar er vefsetrið þitt?

Hver veit um vefsetrið þitt?

Hér færðu ítarlegar leiðbeiningar sem eiga að duga þér til að

a)     fá upplýsingar um það hvert þú átt að senda vefinn þinn,

b)     fá ókeypis forrit af netinu til þess að flytja vefinn þinn á vefsetrið

c)      stilla forritið og prófa að senda vefinn á sinn stað

d)     láta vefsjána þína skoða vefinn þinn á netinu.