Yfirlit

Viltu búa til vef?

Vefur er fjölmiðill einstaklingsins. Allir vilja búa til vef en margir eru hikandi og halda að það sé þeim ofviða. Sannleikurinn er sá að ef þú kemst hjálparlaust inn á þennan vef og getur lesið þennan texta geturðu líka búið þér til þinn eigin vef. Það er nefnilega yndislega einfalt og á allra færi. Hér er dálítil leiðbeining!!

 

Dráttur við Heklurætur

Hekla er frægasta fjall Íslands. Sögð er sú saga frá fyrri öldum að bændur hafi fullyrt að hún væri op ofan í Helvíti. Til sanninda sögðust þeir hafa gengið á fjallið og heyrt ofan í gíginn að þar var töluð danska. Vestan við Heklu rennur Ytri-Rangá sem sprettur út úr sandinum og fellur fagurlega um grónar Fossbrekkurnar. Á móts við bæinn Næfurholt liðast hún við hraunjaðar að skógarsvæðinu í Drætti sem ókunnugir nefna oft Galtalækjarskóg. Fátt er yndislegra en vakna þar upp í tjaldi á sólblíðum sumarmorgni við birkiþrasta sveim og þiggja boð náttúrunnar um ævintýri dagsins.

Ert þú ofvirkur?

Við erum misvirk. Við dáumst að þeim sem eru mikilvirkir og geta afkastað meiru en við. Margir áberandi einstaklingar í þjóðfélaginu hafa komið ótrúlega miklu til leiðar. Í barnæsku þykir okkur fara vel á því að börn séu róleg og uni sér hljóðlát við leikföng – einfaldlega af því að þá er miklu minni vinna fyrir okkur að sinna þeim. Önnur börn eru fyrirferðarmeiri. Sum þeirra hafa innanbrjósts gríðarlega athafnasemi. Þótt þau vilji ekkert fremur en sitja kyrr og taka lífinu með ró þá knýr þessi innri orkuuppspretta þau sífellt til athafna og aðgerða sem iðulega koma þeim sjálfum í versta klandur. Sum börn eru kölluð ofvirk. Ofvirk börn verða líka ofvirk eftir að þau verða fullorðin. Ert þú ofvirkur? 

Nokkrar nytsamar tengingar

 

Ofvirkni-Ráðabanki Rögnu Freyju

 

Vefgerð

Dráttur

Ofvirkur?

Tenging