Forsíða  
Feršatorg 
Feršaskrį 
Vašatal
Kom inn!
Dagsferd i Morkina 27.11.99

Dagsferš ķ Þórsmörk 27.11.99

Vetur sem entist alla vikuna - og fram yfir helgina!
Slíku tækifæri er varla unnt að sleppa!

Myndir inn settar 5.8.2000 © Ragna Freyja Gísladóttir. 

Dagsferð Mánudagurinn 22. nóvember var fyrsti vetrardagurinn á höfuðborgarsvæðinu. Morgunninn hafði loftin full af jólasnjó sem kyngdi svo ljúflega niður. Svo kom þriðjudagur - og viti menn - snjórinn var enn!! Það kom dálítið á óvænt því veðurspár höfðu giskað á hærra hitastig. Þennan dag notaði vetur konungur til að festa sig í sessi. Það var dálítið frost, fannhvítir fjallanna tindar og sólu roðnir. Langtímaspár sögðu að vetur mundi haldast að minnsta kosti fram yfir komandi helgi - og þá var auðvitað ekki hægt annað en notfæra sér það - og skreppa dagsferð í Mörkina.
Laugardagur
27.11.99
Laugardagurinn boðaði komu sína og ekið var af stað klukkan 08 austur og framundan var einungis grunur um nýjan dag. Hvergi var ský á himni. Máninn ögn minnkandi og skærar stjörnur blikuðu til okkar þegar ekið var austur hjá Sandskeiði í 15 stiga frosti.
Nóttin
víkur
Hægt og hægt vék nóttin yfir útvörðum fjarskans fyrir daufum birtuskilum. Fjalladrottningarnar báru útlínur sínar við þennan himinspegil og var þar hver annarri mittismjórri með reista skautbúninga inn í fyrsta roða morgunsins. Var þá hugsað til gamallar vísu:

Yfir háls og yfir heiði
- yfir fjallagoðann
ökum við í óskaleiði
inn í morgunroðann.

Það
dagar

Dimonmorgunn
Dímon
640x480
51K

Hveragerði og Selfoss voru vart rumskuð er við liðum þar hjá og hin kolsvarta Ölfusá umdi lágvært með hægu og virðulegu ísabliki. Hekla var í austur í sinni hvítu skikkju en birtugjafinn lék rauðlitasinfóníuna - hægt og vandlega um hvern einast litatón frá dagsgruni til dumbrauðs og áfram til lífrauðs og ljósrauðs og glæsti hin öldnu Tindafjöll gullroða er við fórum um hlað á Stóru-Mörk og upp á hæðina ofan við bæinn. Þaðan mátti líta Dímon bera við sólsnortin ský.
Færið

Skaflinn vid hlidid ofan vid Storu Mork
Skaflinn
ofan við
Stóru Mörk
(640x480
55K)

Snjórinn var harður og undir var rokbarinn salli. Skaflar voru því erfiðir - en hins vegar ekki svo víða. Ár voru viðsjárverðar. Ljósá - eða Merkurlækurinn - var með uppistöðulón vegnar krapastíflu og þeir sem þar fóru höfðu dýpra en við hefðum kosið. Við sluppum við hana með því að leggja leið okkar um hlað á Stóru-Mörk.

GOP Það er margt bardúsið í ævintýri vetraferðar (640x480 * 52K).. og ut i .. Þá sígum við út í! (640x480 * 46K)

Lækir voru síðan flestir á heldu - en nokkuð þurfti að leita heppilegra leiða. Jökulsá var með engum ísafans - þó gamla vísan segi:

Og Jökulsá hún er jafnan kær
og jeppum leyfir hún svona oftast nær
að komast yfir með engum stans
en er þó stundum með ísafans.

Stakk-
holtið
Inn med Stakkholti
Það var skemmtilegt að leita leiða inn með Stakkholtinu.
(640x480 * 47K)
Hvanná

Tndfjoll a Thorsmork yfir Hvanna
Inn yfir
Hvanná
640x480
46K

Hvanna Einhvers staðar hérna er - eða var - vegurinn (640x480 * 53K)

Hvanná er farin að leggja leið sína all freklega eftir veginum niður með Stakknum. Vatnið í henni er töluvert og í 10 stiga frosti eru krapastíflur sífellt að myndast. Við ókum gegn talsverðum straumi upp ána þar sem hún rann eftir veginum. Það kom sér vel að stálfákarnir voru reistir og hátt undir kvið - en þó stóð röstin framan á þá með skæðu brimi.

Í Þórsmörk í fjölbreyttu færi
um fjöllin lék árroðinn kæri
og himinninn tæri
sem hló þótt ég færi
upp Hvanná með krapið í læri.

Krossá

Græni
skálinn

Langidalur og Tindfjallajokull Horft til Skagfjörðsskála í Langadal. Sólgylltur Tindfjallajökull teigir upp kollinn fyrir miðri mynd. (640x480 * 46K)

Krossá reyndist hins vegar mjög vel viðráðanleg og áður en varði vorum við inni í Skagfjörðskála og snæddum nesti. Þegar inn í hann var komið var hann sami gamli skálinn og við bjuggum í um sjö sumra skeið fyrir þrjátíu árum og þá mátti um stund gleyma þeim leiðindum að hann skuli hafa verið málaður grænn.

Aðventu-
ferð FÍ
Berta i Langadal Í Langadal er Skagfjörðsskáli sem nú er orðinn grænn.
(640x480 * 46K)

Ferðafélag Íslands var á ferðinni og þegar við vorum að tygja okkur til burtfarar kom jeppahópur þeirra í hlað. Þeir voru undanfarar og tæpum tveim tímum síðar mættum við tveimur hópbílum við Jökullónið. Þá höfðum við farið í Bása

Inn vid Golt i Teigstungum Gölturinn fremst í Teigstungum reisir upp vörðu-toppinn. Myndin er tekin við brúna yfir Tungnakvísl. (640x480 * 50K)

og runnið inn að brúnni yfir Tungnakvíslina og snúið svo aftur heim á leið. Þetta segir ögn hversu seint hópbílunum sóttist ferðin enda áttu þeir þess lítinn kost að smeygja sér út úr slóðinni og urðu að taka alla læki og ár þar sem vegurinn kom að þeim.

Síðdegis-
roðinn

I Akstadaa
Við
Innri
Akstaðaá

(640x480
* 51K)

Valahnukur upp i kvoldid Valahnúkur teygir sig upp í kvöldið.
(640x480 * 46K)

Þegar hallaði degi blikuðu upptyppingar og Tindafjöllin í rós-slegnu sólgliti sem hægt og hægt og hægt færðist til meiri roða.

Tindfjallajökull i kvoldhumsroša Tindfjöll í rós-slegnu sólgliti sem hægt og hægt færðist til meiri roða.
(640x480 * 47K)

Í Stóru-Mörk dokuðum við til að auka loft í dekkjum. Kvöldið var sigið í slakkana og Eyjafjöllin komin í útvarðasveitina dimmu en svartrauður borði lá frá þeim yfir hafi til Vestmannaeyja.

Dimonkvold ... og Dímon ber við dimman roða kvöldsins ...
(640x480 * 46K)

Liðugir
hestar
Við fengum okkur þessa úrvals blómkálssúpu í Hlíðarenda á Hvolsvelli þar sem elskuleg þjónustustúlka bar Esso-sumarið enn á einkennisbúningnum. Heima í Kópavogi vorum við svo fyrir seinni fréttir.

Það var frá bært að komast í þessa liðkunarferð. Það reyndist nytsamt að taka út ýmsan útbúnað. Víða leyndust torfærur þar sem fákarnir festust en samhent vinnubrögð héldu uppi ferðahraða. Nytsamt verður að grípa annað tækifæri þegar það gefst.

Kærar
þakkir
Þessa dagsferð fórum við á þremur bílum: GÓP, Kalli, Freyja og Berta, Sverrir Kr. Bjarnason og Siggi Flosa og Pétur Örn og Fríða með Eir, Lilju og Þóri Pétur. Kærlega þökkum við hvert öðru fyrir þessa stund sem gladdi hjörtu okkar og hafði margan nýstárlegan ævintýramolann í yndisöskju dagsins.

Ferdalangar Þetta var frábær ferð!
(640x480 * 48K)

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir forsķša * Vašatal * Feršatorg * Feršaskrį