Forsíða
MK-miğstöğin

Kom inn!
Takk fyrir mig!

Ég þakka fyrir mig!

1. sept. 1995

Haustfagnaður kennara var föstudaginn 1. september 1995. Þar fór saman góður félagsskapur, einmuna veðurblíður og veðurfallegur dagur og yndislegur staður í Helgadal í Mosfellssveit í Gróðrarstöð þeirra hjóna Guðrúnar Sigríðar Helgadóttur og Björns - og úrvals skipulag og atlæti undirbúnings- og umsjónarnefndar þessa ævintýris - en þá nefnd skipuðu þær Guðrún, Inga og Margrét.

Svantes
lykkelige
dag
Texti: GÓP
Lag: Benny Anderson
Sungið á jólasamsæti kennaranna í haustannarlok
> Hyllingu hefjum nú -
hlý er'ún kveðjan sú!
Minningin heillar og hlær
huganum stendur nær!

GIMsteinar blika svo bjarmanum slær!
Blessum við konur þær!

> Fórum við fyrsta sept
- fyrst var í göngu keppt.
Komu þó allir sem einn
ekki var eftir neinn!

Þar var í hliðinu þessi og hin!
Þýðlegt var aftanskin!

> Hér var þeim höndin snögg
helltu'ðær unaðsdögg
- roði í stiklinum stóð.
Stolt voru þessi fljóð!

Sól dró á sveitina purpur-pellið
prútt var nú Mosfellið!

> Liðum við lundinn í
- ljósroðin vesturský.
Ganga nú gleðimálin -
gott er að eiga vin!

Gullslegin himintjöld líða um loft.
Ljóma þau oft og oft!

> Tendruðum unaðseld
enda var orðið kveld.
Maginn nú sagði til sín
- senn var þá steikin fín!

Öll vorum orðin í andanum rúm -
innvígð í rökkurhúm.

> Bjarmar á bjarkirnar.
Berast mér raddirnar.
Mild er nú mungáts-hlýja:
Martía María!

Senn er í skóginum septembernótt
- sígur hún milt og hljótt.

> Leiddumst nú arm við arm
ofan um skógarbarm
Greitt var um gróður og flos
- grasið var eins og bros!

Gleði og hlátur um mikið og margt
- myrkrið var orðið svart!

> Skógarins hulduhöll
hýsti nú okkur öll,
áttum enn ánægjufund:
- yndi um óttustund!

blítt var að líta á bláasta heim
- blikandi stjörnugeim.

> Laust eftir lágnætti
lauk teitsins hér-þætti.
Ók bifreið aftur í hlað.
Öll runnum við af stað!

Syngjandi fórum úr fjallanna sal
fram eftir Helgadal.

> Vil ég, þér vinafjöld,
vel þakka gleði-kvöld,
ánægju-úrvalið hét:
Inga - Guðrún - Margrét!

Ykkur nú þakkar hver enn fyrir sig:
- eg þakka fyrir mig!

Efst á þessa síðu * Forsíða * MK-miğstöğin