GÓP-
frettir

 MK-miðstöðin


Til liðsmanna MK-sérsveitarinnar

Tilbúið skráningarform

Um
listann
Þessi listi mun verða sérsveitarmönnunum sjálfum nytsamur til margra hluta. Augljóst er að hann mun í fyrstu lotu auka netskipti og samskipti og viðskipti því eins og margar kannanir hafa sýnt þá eru skólafélagatengslin næst sterkust á eftir nánustu fjölskyldutengslum.
Leitir Þegar fram líða stundir verður listinn með meir en þúsund nöfnum. Þá viljum við geta flett upp í honum eftir nöfnum, útskriftarárum, námsbrautum og jafnvel menntun, starfi, vinnustað og formi einkareksturs - og auðvitað hverju því sem manni síðar kemur í hug.
Upp-
lýsingar
í
listann
Þegar þú sendir inn upplýsingar í listann þá skaltu styðjast við þessar leiðbeiningar:

Nafn. Ef þú vilt birta heimilisfang og heimasíma þá skaltu láta það fylgja. Það mun sjálfsagt auðvelda afmælisnefndinni að ná til þín þegar kemur að stúdents-afmæli eða þegar Hollvinasamtök MK vilja ná til þín.

Ef þú ekki laukst náminu frá MK þá skaltu setja það/þau ár sem þú stundaðir þar nám - þ.e. námsár og námsbraut í MK

Annars seturðu bara útskriftarár og námsbraut í MK

Nám og markverð viðfangsefni sem þú vilt láta getið.

Námsgráður frá öðrum skólum og lokaár.

Starfsheiti nú. Einnig vinnustaður ásamt netfangi og síma þar ef þér sýnist svo.

Sjálfstæð þjónusta og einkarekstur - athugaðu að þetta er auðvitað auglýsing fyrir þig - og kostar þig ekkert! Þess vegna skaltu láta alls getið sem þú tekur að þér á eigin vegum! Gefðu þar einnig upp netfang, vefsíðu og verkefnasíma.

Áhugamál - margir tengjast í áhugamálum og raunar eru mörg áhugamál afar tengd einhverjum vinnuvettvangi.

Létt kveðja eða lokasetning. Bættu því við sem þér sýnist að skemmtilegt sé að hafa á listanum. Þetta er nefnilega skemmtilegur listi!

Þegar hagir þínir breytast þarftu að senda inn breyttar upplýsingar.

Notaðu tilbúið skráningarform eða sendu mér bréf með þeim upplýsingum sem vantar eða því sem á að breyta. - Kveðja - GÓP

Forsíða * MK-miðstöðin * Formannaklubbur NMK * MK-sérsveitin * Efst á síðuna