GP-frttir
Forsa

Kom inn!
MK-jubiltextar

MK - söngtextar

Efnisyfirlit:

Menntaskóli Kópavogs
Gleðjumst!
MK-söngur eða borðsálmur
MK-bláinn
Ingólfur út að slá
Kaffikvæði
Kokkurinn

MK Menntaskóli Kópavogs

Texti: GÓP
Lag: Bjarnastaðabeljurnar

Menntaskóli Kópavogs
er kröfuharður staður
og eftir hann ég orðinn loks
er allur annar maður!

Já, þetta víst ég vil!
Já, þetta víst ég vil!
Ég vil ekkert
hér-um-bil !!

Menntaskóli Kópavogs
er kröfuharður staður
og eftir hann ég orðinn loks
er ánægður og glaður!

Já, þetta víst ég vil!
Já, þetta víst ég vil!
Ég vil ekkert
hér-um-bil !!

Gleðjumst! Gleðjumst!

Texti: GÓP * Lag: Eldgamla Ísafold

Göngum á gleðifund!
Góð verður þessi stund -
- unaðsefndin!
Nú skaltu skemmta þér!
Skemmtu nú þér og mér!
Skalt! Þetta skipum vér!
Skemmtinefndin!

MK-söngur

24. ma
1996

yndið

MK-söngur / borðsálmur

Texti: GÓP * Írskt þjóðlag: Wild Rover
Frumflutt 24. ma 1996 á 20 ára stúdentsafmæli fyrsta útskriftarárgangs.

Athugau a dvelja skal feitletruu srhljunum vilaginu!

Hver dama sem heldur inn Digranesveg
mun dá okkar höll - sem er ógleymanleg -
og ef hún í september sest þangað inn
hún sér: þar er hvítklæddi draumaprinsinn

- - arna vestan Vghla
* * * *  vakir yndislogi
j, Menntaskóla
í Kópavogi.

æskan
Á náminu verða ei vettlingatök
og veröldin könnuð og tilvistarrök
- en ekki má gleyma hve gaman það er
að glettast og blandast og vera til hér

-- fyrir vestan Vghla 
* * * * vakir æskulogi
já, í Menntaskóla
í Kópavogi.

ferðin

 

Í fyrstu er sálin mörg hikinu háð
en hér hafa nemendur fundið upp ráð
og fyrr en þig varir er framkvæmdin gerð:
með fyrsta bekk allan í Þórsmerkurferð

-- v a vestan Vghla
* * * *  vakir ferðalogi
j, Menntaskóla
í Kópavogi.gleðin
Og myrkranna messa með dans fyrsta des
- svo dengjast á prófin og hver maður les -
svo janúar, febrúar fikra sig inn
með fannir og annir og tyllidaginn

-- arna vestan Vghla
* * * *  vakir gleðilogi
j, Menntaskóla
í Kópavogi.Vísin

En svo koma páskar og svo kemur maí
með sólskin á fjöllin og vorgrun í bæ
og þegar svo blíðviðrin ganga í garð
er gaumurinn allur við prófanna arð

-- v a vestan Vghla
* * * *  vakir vísdómslogi
j, Menntaskóla
í Kópavogi.


hitinn
Og fram líða dagar og fram líða ár
við framvindu, þroska og gleði og tár -
af fjölmörgum huldum er hulunni svipt
- og hérna er ástin og sum eru gift

-- v a vestan Vghla
* * * *  vakir heitur logi
j, Menntaskóla
í Kópavogi.


orkan

Og senn eru ljúfárin liðin á braut
en lifa í því sem að hver og einn hlaut
og hugurinn verndar þann vináttureit
sem veitir oss styrkinn í framvarðasveit

:,: -- v a vestan Vghla
* * * *  vakir orkulogi
j, Menntaskóla
í Kópavogi. :,:

Sjung
om -

26.maí 1990

MK-bláinn er ortur við lagið um sænska ljóðið: Sjung om studentens lyckliga dag

Sænska ljóðið er svona:

Sjung om studentens lyckliga dag,
låtom oss frojdas i ungdommens vår -
Än klappar hjärtat med friska slag!
och den ljusnande framtid er vår.

Inga stormar än
i vårt sinne bo,
hoppet är vår vän,

vi dess löften tro, när vi knyta forbund i den lund,
där de härliga lagrarna gro:
Hurra!

.

MK-bláinn MK-bláinn

Texti: GÓP

Allt er svo bjart þennan bláfagra dag:
breiðir nú armana hugurinn góði!
Alheimur skartar með skínandi brag -
skundum djarft fram á blikandi slóð!

Heill Menntaskólanum
í Kópavogi!

Heill! Menntaskólanum!
MK! Þar sem æskan var leikur og ástin kom senn!
Endurómar í hjartanu enn!
Húrra!

Út að slá Út að slá á engi

Texti: GÓP * Lag: Krónkall út að slá

Ingólfur að slá, út að slá á engi, -
Ingólfur alltaf út að slá
- út að slá á engi.

Margrét út að slá, út að slá á engi, -
Margrét og Ingólfur út að slá
- út að slá á engi.

Jóna út að slá, út að slá á engi, -
Jóna, Margrét og Ingólfur,
- út að slá á engi.

Ingibjörg að slá, út að slá á engi, -
Ingibjörg, Jóna,
Margrét og Ingólfur
- út að slá á engi.

Kristján út að slá, út að slá á engi, -
Kristján, Ingibjörg, Jóna,
Margrét og Ingólfur
- út að slá á engi.

Skrifstofan út að slá, út að slá á engi, -
Skrifstofan, Kristján, Ingibjörg, Jóna,
Margrét og Ingólfur - út að slá á engi.

Kennarar, út að slá, út að slá á engi, -
Kennarar, skrifstofan, Kristján,
Ingibjörg, Jóna, Margrét og Ingólfur
- út að slá á engi.

Kaffi-
kvæði

Guðjón

Kaffikvæði

Texti: GÓP * Lag: Benny Andersen

Í prófum herpist háls
hásum er varnað máls
- en komist þeir kaffið sitt í
kannski fæst bót á því!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.

Morgunn, kvöld, miðjan dag
margur á bágan hag
en komi eitt kaffismátár
kannski allt gangi skár!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.

MK á mánudag
magnar vorn yndishag
Guðjón í eldhúsi er
og ilmur um loftið fer --

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.
Ólöf
Nú kemur Ólöf inn
upp setur ketilinn
- Í stofunum hugsar nú hver:
hó! kaffitími er!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.

Aftur er Ólöf að
upp setur matarhlað
súpur og salat á bar
sest margur niður þar!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.

Enn er það Ólöf - jú!
og klukkan orðin þrjú
- þar yfir brauðbelgina
ber kaffisvelgina!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.
Bára

Sigríður

Eykst kaffi ítala
Ólöf á spítala.
Bráðast þó bæri það að
Bára - hún lagar það!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.

Sunnudag - sumardag
sífellt er kaffilag
og ilmurinn indæll líður - .
Allt gjörir Sigríður!

 • Tilveran brosir með birtu og yl
  því brátt er kaffið til.
Kokkurinn Kokkurinn

Texti: GÓP * Lag: Kokkurinn við kabyssuna

Höldum saman höndunum í hringdansinum
öll á axlaböndunum í hringdansinum
allir standá öndunum í hringdansinum
og elta þig á röndunum í hringdansinum!

Efst á síðuna * Forsíða