Forsíða
MK-miðstöðin


Hildur Einarsdóttir

Sjötug 6. október 1997

Texti: GÓP

Lag: Mascheroni:
Poppa piccolino

*

Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri?

Hver gætir alls sem er á MK-bókasafni?
Hildur Einarsdóttir, Hildur Einarsdóttir!
Hver hefur auga með að ást og friður dafni?
Hildur Einarsdóttir, hún Hildur listahlín!

Á Digraveg ég droppa inn
úr dyrum heyri gleðskapinn
og Hildar kall:
Kom inn! kom inn!
Kom í Þorrablót inn!

Hér hefur sungið hópurinn
og haft sín teiti fleiri sinn.
Já! enn í sinni fögnuðinn ég finn!

Sú gleði verður aldrei af oss tekin
þó ævi okkar verði full og skekin!

Hver gætir alls sem er á MK-bókasafni?
Hildur Einarsdóttir, Hildur Einarsdóttir!
Hver hefur auga með að ást og friður dafni?
Hildur Einarsdóttir, hún Hildur listahlín!

-Já! auðvitað! það er hún Hildur!
Hún Hildur, höfðingi og listahlín!

*
Hver gætir alls sem er á MK-bókasafni?
Hildur Einarsdóttir, Hildur Einarsdóttir!
Hver hefur auga með að ást og friður dafni?
Hildur Einarsdóttir, hún Hildur listahlín!

Í safnið halda herra og snót
og Hildur tekur ljúflega mót:
með hlýjunni og hugarbót.
- Hér er veröldin hljóð.
Svo eru þau orðin ein við borð
og andinn fer á æðri storð -
þau una sér við arfsins orðasjóð.

Sú unun verður aldrei af þeim tekin
þó ævi þeirra verði full og skekin!
Hver gætir alls sem er á MK-bókasafni?
Hildur Einarsdóttir, Hildur Einarsdóttir!

Hver hefur auga með að ást og friður dafni?
Hildur Einarsdóttir, hún Hildur listahlín!
-Já! auðvitað! það er hún Hildur!
Hún Hildur, lista, lista, listahlín!

Efst á þessa síðu * Forsíða * MK-miðstöðin