LOG-skrá GÓP - 18.06.1998

Uppsetningar forrita í Windows95

Með viðkomandi forriti fylgir SETUP-forrit sem yfirleitt skilar öllu sem þarf á rétta staði á diskinum og keyrslu-táknum í Programs-möppuna.

Uppsetning á neti:

Sett upp á serverinn. Nauðsynlegt er að hafa reglu á hlutunum. Ráðlegt að hafa sérstaka möppu undir forritin - t.d. SERVER:\forrit95\*.*

Yfirleitt er er rofinn /A fyrir netuppsetningu (A er þá stytting fyrir Admin). Keyrslan verður þá þannig:

C:\SETUP /A

Microsoft forrit

Hjá Microsoft-forritum er hegðunin slík að setup-forritin leita að - eða búa til undirmöppurnar

SERVER:\forrit95\msoffice

og

SERVER:\forrit95\msapps

þar sem SERVER er heiti netþjónsins eða viðkomandi net-rót..

- -
Eftir server-uppsetningu forritsins er setup-forritið er svo keyrt frá
SERVER:\forrit95\msoffice\..\viðkomandi-forrit\setup
til að setja forritið upp hjá viðkomandi notanda.

Undir msoffice verður til mappa sem heitir
SERVER:\forrit95\msoffice\template

Hér er ósnjallt að leyfa notendum að skrifa - því það býður heim vírusum - einkum svonefndum MACRO-vírusum sem skrifaðir eru í VisualBasic og virka á öllum tölvum sem nota Microsoft forritin - þ.e. bæði PCog MAC. Slík mappa verður líka til á tölvu viðkomandi notanda og þar hefur hann öll réttindi.

Varúð!

Netuppsetning er einu sinni upp á serverinn og þaðan til notendanna!

ekki

upp á hverja tölvu fyrir sig með því að setja forritið inn á sama stað á servernum í hvert sinn. Það verður til þess að allir eru með SÖMU uppsetninguna að lokum - og breyting eins skilar sér umsvifalaust til næsta.

User Profiles = Hver notandi hverrar tölvu fái eigin uppsetningu

Til þess að hver notandi einnar tölvu fái sinn eigi prófíl - þ.e. sitt sérstaka lag á uppsetningu Wondows, þarf að fara í

SETTING | CONTROL PANEL | PASSWORD | USER PROFILE - eyrað og velja þar Users can customize ...

Undir WINDOWS-möppunni á heimadiskinum verður til mappan PROFILES og þar mappa með nafni notandans þar sem er að finna öllatriði um hans uppsetningu.
C:\WINDOWS\PROFILES\GOP\....

Þegar margir notendur (nemendur) ganga um sömu tölvu með SAMA user-nafni (til dæmis vel-1 og vel-2 osfrv) er heppilegt að varðveita EKKI uppsetningar-breytingar hvers og eins. Hægt er að hafa bat-skrá til að eyða þessari möppu og keyra þá skrá í AUTOEXEC.BAT við uppkeyrslu. Þegar Windows95 kemur upp heldur það að engir aðrir notendur hafi verið inni áður og lætur hinn nýja (!) notanda fá þá upphafsstillingu sem er fastaval (og netstjórinn ákvað eða sá sem setti Windows95).

REGISTRY

skiptist í

SYSTEM.DAT

og

USER.DAT

Þessar skrár eru geymdar inni á WINDOWS-skráasafninu.

Uppsetning internetforrita sem tala TCP/IP

- stilling nettengingar og uppsetning á Netscape Communicator.

  • START | SETTINGS | CONTROL PANEL | NETWORK
    Opnar Configuration. Í glugganum The following network components are installed verður að vera TCP/IP. Ef svo er ekki er farið í
    ADD | PROTOCOL | ADD
    og þar er valinn MICROSOFT í vinstri glugga og TCP/IP í hægri.
  • 1. Reynt að stilla IP-tölur
    Músa á TCP/IP og velja propperties til að setja inn IP-töluna:
    IP Address: 192.168.10.13 (þrettán var GÓP)
    Subnet Mask: 255.255.255.0
    Default Gateway: 192.168.10.1
    WINS: 192.168.10.2
    DNS-Configuration: gæta þess að valið sé Disable DNS ella hangir tölvan í 90 sek. í uppkeyrslunni.
  • 2. Tölvan endurræst - án þess að tengingin tækist
    Tölvan var endurræst en ekki tókst að ná sambandi við vt-skóla-netið.
  • Ráðið fram úr vandanum
    Endurstillt í
    Network Configuration | TCP/IP-Properties >> Burt með allar tölurnar sem áðan voru settar inn og þess í stað beðið um:
    IP Address: Obtain an IP address automatically
    Gateway: Fjarlæga allar tölur
    WINS Configuration: Disable WINS Resolution
  • Tölvan endurræst. Við náðum sambandi við netið en þó var frekari aðgerða þörf til að ná sambandi við réttan server - Server KENNARAR. Sjá hér rétt á eftir.
IP-stillingar

Hægt er að skoða IP-stillingar tölvunnar eftir að tenging er komin á með því að keyra forritið WINIPCFG svona:

START | RUN | WINIPCFG

DHCP Server

DHCP-server er keyrður á NT-server og hann sér um að úthluta IP-tölum. Hann fær tilteknar tölur til ráðstöfunar.

Þegar vél notandans fer í gang kallar hún út á netið: Halló! Er einhver server þarna? Já, segir Serverinn. Tölvan spyr: ertu með IP-tölu handa mér? Serverinn segir: - ef þú átt ekki þegar úthlutaða tölu hjá mér - þá finn ég handa þér tölu sem þú færð að nota í tvo (?) daga.

PING

PING-forritið er keyrt í DOS-glugga þar sem skrifað er

C:\ping 192.168.10.1 << þetta er númer GATEWAY-tölvunnar

Sú tölva hefur raunar net-heitið UGLA svo sama svar fæst með

C:\PING UGLA

Hægt er að PINGa á notandaheiti

C:\PING gop

- -

Ef hægt er að PINGa nafn merkir það að á netinu er einhver NAME-SERVER sem tengir saman IP-tölu og viðkomandi notandaheiti.

PROXY

A:Þegar vél sendir fyrirspurn og vill skoða vefsíðu þá er spurningin send á PROXY-tölvuna. Ef hún finnur ekki hjá sér afrit af þessari vefsíðu þá sendir hún fyrirspurnina áfram til GATEWAY-tölvunnar sem sendir spurninguna út í heim og fær netfang þeirrar tölvu sem geymir þá netsíðu. Síðan sækir hún afrit af netsíðunni sem vistast á PROXY-tölvunni - því þetta var fyrirspurn frá henni. Síðan svarar PROXY-tölvan upphaflegu fyrirspurninni og sendir afrit vefsíðunnar til hennar.

B: Þegar næsta vél spyr um sömu vefsíðu þá athugar PROXY-tölvan hvort hún hefur þegar sótt hana - finnur hana á eigin diski og svarar með því að senda afrit af henni.

PROXY er oft á annari tölvu en GATEWAY.

Samband við Server KENNARAR

Við náðum ekki sambandi við KENNARAR

Network | Configuration >> bæta við

ADD | CLIENT | ADD |
Microsoft <vinstra megin-hægra megin> Client for Netware Networks.

Kominn í samband við netið!

Netscape Communicator 4.05

SÆKJA NETSCAPE uppsetningarpakka út á netið og setja upp á tölvuna.

Forritið heitir >> Cp32e405.exe

og er dreift af netinu endurgjaldslaust

Stærðin er 17,7 MB - frá 9. maí 1998 kl. 10:24:36

CHUN-skjáir

CHUN-skjáir voru keyptir gegnum BONUS-RADIO og kostuðu um 100 þúsund. 29"-skjár.

Sýniskjárinn í tölvustofunni er 29" tölvuskjár (þ.e. með sömu upplausn og tölvuskjáir - sem er mun meiri en upplausn venjulegra sjónvarpsskjáa).

Milligöngumaður var Valdimar Óskarsson * valdiosk@tristan.is

Hjörtur Árnason með tölvuþjónustu bak við BESTA í Kópavoginum hefur gert við þessa skjái.

Fyrirtækið sem framleiðir skjáina heitir CHUN

Valdimar hefur haft samband við kunninga sinn í Suður-Kóreu sem starfar við fyrirtækið: CMC = Consolidated Marketing CORPORATIN

Setja upp NETSCAPE COMMUNICATOR

Ekki nota séríslenska bókstafi ef maður er í samskiptum við útlönd.

Þegar Netscape Communicator er keyrður upp í fyrsta sinn krefur hann notandann um upplýsingar um nafn, netfang og póstþjóna.

  • NEW PROFILE SETUP
    Full name - nafnið þitt (Gisli Olafur Petursson)
    Email Address >> gp@vt.is (gp fyrir GÓP)
    Outgoing mail >> UGLA
    Incoming mail >> UGLA
    Ef þú ert að stilla inn þína eigin tölvu þarftu að fá hjá netþjónustuaðilanum upplýsingar um nöfn eða IP-tölur póstþjónanna (outgoing og incoming).
Netscape kemur upp en finnur ekki PROXY.

Stillum það með
EDIT | PREFERENCES | velja Advanced | Proxies |Manual proxy configuration | View

Í þrjár efstu línurnar setjum við númerin

192.168.10.1 og port er 8088

Sá sem setur upp PROXY-serverinn ákveður PORT-númerið.

Ef tölvur eru tengdarbak við PROXY verðurtölvan að hafa PROXY-númerið. Oftasst getum við fundið PROXY-númerið á vefnum hjá þjónustuaðilanum. Þegar við tölvan tengist kemst hún yfirleitt inn hjá þjónustuaðilanum - þó hún komist ekki út fyrir. Þ.e. geti ekki sent inn fyrirspurnir um address sem er utan þeirrar vefsíðu.
Uppsetning Communicator:

EDIT | PREFERENCES | Mail & Groups| Identity

Hér er bæði sett nafn og netfang notanda=sendanda og einnig er unnt að setja inn það netfang sem sendandinn vill láta svarpóstinn hafa - til dæmis ef hann sendir póst frá einum stað en vill fá svarið á annan. (Nú get ég sent póst frá vtskoli en vil geta lesið svarið þegar ég kem heim á gop@simnet.is og þess vegna set ég það netfang sem svar-netfang.)

- -
Undir Mail Server má segja fyrir um að póstur skuli aðeins lesinn en honum ekki eytt af servernum. Þá get ég lesið svar til mín hér í vtskoli og þegar ég kem heim get ég líka lesið hann þar - því hann er enn á servernum. Á öðrum hvorum staðnum er þó skynsamlegt að láta eyða póstinum af servernum svo hann hrannist ekki þar upp.