LOG-skrá GÓP - 10.06.1998

Uppsetning Windows stýrikerfisins
Notaður sérstakur server og ræsiskífa.

Eyða öllum partitionum - med FDISK. Leiðbeiningar um notkun FDISK er að finna í texta sem Guðfinnur hefur dreift - nánar tiltekið WINDOWS-95 hlutanum sem farið skal í i dag. Sjá bls. 7 - 5 og næstu síður.

Þetta er ný utgafa af FDISK. Fyrst spyr hún hvort við viljum FAT32 - með öðrum orðum: viltu nýta diskinn betur - og þvi er svarað jatandi - annars notar FDISK FAT16. Henda ÖLLUM partitionum og búa til EINA nýja sem notar allan diskinn.

WINDOWS-95 B-útgáfunni fylgir FAT32 - það er útgáfan sem við erum að nota. Endurræsa verður vélina ÁÐUR en diskurinn er formattaður. Það fylgir notkun þessa nýja FDISK-forrits sem gefur kost á FAT32.

Format c: /s

Eftir formatting er kallað á NET <inn>. Eftir skamman tíma faáum við hið þráða: ENTER YOUR LOGIN NAME sem er upp á enskuna: GUEST

Bls. 1-5 er tafla með samanburði milli Windows95 - NT 3.x - NT 4.0.
Ath! Hugbúnaður sem nota skal í NT verður að hafa NT-driver ef hann á að ganga í NT.
  • Á servernum veljum við H-drif með CD WIN95B
  • copy win95B.EXE C:
    Þetta er pökkuð skrá sem við keyrslu setur kerfið upp med möppum.
  • Bls. 1-9 Tafla yfir velbúnaðarkrofur.
  • Bls. 2-5 Batch Setup Program
    Hér má stilla uppsetninguna og það er afar þægilegt þegar upp skal setja á margar vélar og hafa uppsetninguna alls staðar alveg eins. Einnig þegar maður vill að enduruppsetning vélar sé með ákveðnum hætti. Þessi aðferð ekki notuð í þetta sinn - en farið er yfir hana ítarlega hér nokkru síðar.
  • Bls 2-7 Emergency Startup Disk
  • Athuga vel! Ef eitthvert vandamál er með WIN 3.0 eða WIN 3.11 þá er alls ekki ráðlegt að setja WINDOWS95 sem uppfærslu. Þannig viðhaldast öll vandræði! Best er að setja Windows-95 upp á alveg hreina vél - þ.e. á hreinan disk.
  • SÚ aðferð sem við nú notum: að keyra nettengingu og afrita frá server til heimadisks - veldur þvi að nú eru í tölvuminninu dos-driverar sem EKKI er vitlegt þegar WINDOWS er sett upp - þvi þá fer Windows95 að nota þá drivera (rekla) í stað þess að setja upp sína eigin - sem eru mun hraðvirkari.
    Ráðið við því er að fjarlægja þá úr uppkeyrsluskrám (config.sys og autoexec.bat), slökkva á tölvunni, kveikja aftur og ræsa í windows.
  • Hugbúnaður fyrir Windows 3.x er skrifaður í 16-bita umhverfi á meðan Windows 95 er 32 bita keyrslu-umhverfi. 16-bita hugbúnaður nýtir ekki þann aukna hraða sem boðin er í 32-bita umhverfi í Windows95.
    Bls. 3-2 Um hugbúnaðarkeyrslu undir Windows-95
    32-bita forritin fá allt að 4GB-glugga. Í upphafi er aðeins tekið frá nóg plass fyrir forritið og síðan er plassið aukið eftir þorfum. Fyllist diskurinn þá heitir það illegal action og WIN-95 deyr. Slikur gluggi er sérstök sýndarvél.
    16-bita forrit keyra öll í aðeins einni sýndarvél. Keyrsla þeirra verður því með SAMA hætti og í Windows-3.x - en aukinn hraði Win-95 nýtist ekki.
  • Forritið WIN95B.EXE er keyrt á C-diskinum med skipuninni:
    C: <inn> athugaðu að <inn> merkir að hneppa RETURN = ENTER - hnappnum
    WIN95B -D <inn>
    rofinn -D segir forritinu að setja upp möppusafnið med öllu tilheyrandi.
  • CD diskar
    cd WIN95
  • setup /? skilar rofalista fyrir SETUP-keyrslu
  • ATH! Ef vélin strandar í WINDOWS-95-uppsetningunni skal SLÖKKVA á vélinni - og kveikja aftur. Uppsetningin skrifar nefnilega LOG-skrá þegar það vinnur. Þegar vélin er ræst upp aftur finnur setup-forritið í log-skránni hvað það var að gera síðast og endurtekur ekki verkefni sem síðast endaði med skelfingu.
  • Uppsetningin er framkvæmd med þvi að
    1 - endurræsa tölvuna.
    >> ATH: Etv snjallara að SLÖKKVA og KVEIKJA aftur. Þetta er gert til að hreinsa allt DOS-kerfi úr minninu.
    2 - Fara inn á C:\DISKAR\WIN95 og keyra SETUP
    >> ATH: Ef sett er upp á vel sem hefur Windows 3.x og ætlunin er að halda afram að eiga Windows 3.x - þá er ráðlegt að láta EKKI setja Windows 95 á SAMA skráasafnið og það sem geymir Windows 3.x
  • >> ATH: Númerið í þetta sinn er: 18895-0002302-93421
  • >> ATH: Nauðsynlegt er að vera med eilíf svor við spurningum SETUP- forritsins. Eins og fyrr segir er unnt að setja saman BATCH-skrá sem losar notandann undan því - sjá síðar.
  • >> ATH: Computer Name verður að vera EINSTAKT á netinu.
  • >> ATH: WORKGROUP verður að vera EINS skrifað (háir og lágir stafir) á öllum þeim tölvum sem saman eiga að sjást.
    Það er kostur að hafa fyrsta stafinn BÓKSTAF en EKKI TÖLUSTAF.
    Notum nafnið >> kennarar
  • >> ATH: Hugmynd: Gefa tölvunum nafn eins og S25N10 sem merkir
    Stofa 25 Nemandatölva nr. 10
    Nafninu má breyta hvenær sem er - og endurræsa tölvuna.
  • - - Nu gengur allt fyrir sig med reglubundnum svorum notandans --
  • >> ATH: Henda oskum um aðgangsord - med ESC.
  • >> ATH: Time Zone: Greenwich Meantime: Monrovia Casablanca. Þar er sami tímareikningur og hjá okkur - engar tímabreytingar!
  • >> ATH: Prentarauppsetning. Ekki framkvæmd nuna þvi enn er ekki samband við netið - þ.e. netið sem geymir prentarann. Við erum bara med stofu-server og við hann er enginn prentari tengdur. Sjá síðar um Generic-prentarann.
  • Endurræsa tölvuna
  • Keyra START / SETTINGS / CONTROL PANEL
  • ATH Er íslenskt lyklaborð?
    KEYBOARD - Language -
    Hægt er að hafa inni fleiri en eitt lyklaborð. Getur verið hentugt að hafa lyklabord annars tungumáls - sem verið er að kenna - eða nota við brefaskriftir.
    - Add -
    Bæta við lyklaborðum - velja Icelandic sem Default.
    Á vinnslutíma má skipta milli lyklaborða med Alt-SS (SS=Stórir Stafir=Shift)
  • REGIONAL SETTINGS (i Control Panel) t.d. til að tryggja íslenskt útlit talna.
  • NETWORK NEIGHBORHOOD (af Desktop - eða Windows-borðinu sjálfu) sýnir harða disk serversins (server = netþjónn = tölvan sem þjónar netinu)
Minnisráðstöfun í Novell eldra en 5.0

Ef skrár eru afritaðar inn á Novell-server eru nöfn skránna geymd í minni. Þegar ein skrá er afrituð er í minni frátekið svæði fyrir nafn hennar. Ef afritaðar eru þrjár skrár er rýmið stækkað. Það verður aldrei notað fyrir annað en nöfn skráa sem verið er afrita. Ef afritaðar eru 1000 skrár er þetta minnisrými stækkað til að rúma öll þau nöfn. Þetta rými er aldrei losað til annarra starfa. Svo getur farið að þetta minni verði svo stórt að serverinn geti ekki unnið. Þá er aðeins það ráð til að endurræsa serverinn.

  • Disk Defragment - sjá bls. 7-18
    Forritið er í START | PROGRAM | ACCESSORIES | DISK DEFRAGMENT
  • DriveSpace (geymt á sama stað)
    Pakkar skrám og tvöfaldar nýtingu disksins. Hraðvirkur örgjörvi gerir þetta án umtalsverðrar tafar. Hættulaust tæki en ekki má fara að eyða dularfullu skránni sem það býr til!!
  • UNDELETE - forrit fylgir ekki Windows-95
    Af DOS 6+ má taka UNDELETE, BACKUP, DEFRAGMENT ofl. Af DOS-skífunni má keyra SETUP-forrit med tilteknum rofa sem þá setur þessi forrit inn á tölvuna - þar sem WINDOWS-95 er.
Emil Gautur segir danskan léttan:
Rigtig mandfolk tar ikke backup!
AFRIT

tekur maður af þeim skrám sem maður býr til sjálfur. Forritin getur maður alltaf(!?) fengið.

GÁFULEGT er að geyma heimagerð gögn í sérstakri möppu. ÁGÆT leið er svona:

    ROOT
|
GOGN
|-----------------------------
| | |
1998 1999 2000
| |
---------------------- osfrv
| | | ... |
EXC RITV DATAB OUTLOOK
|
osfrv
Þannig er t.d. einfalt að taka heildarafrit af öllum gögnum ársins og venjulega er ekki mikil leit að eldri gögnum á afritsgeymslunni. Fyrst og fremst er EINFALT að afrita allt sem afrita þarf í öryggis-skyni.