Forsíða


Ný námskrá til kennslu

- ljónin í veginum -

Vitnað til Marsh og Willis

Hæ!
ný námskrá
er á
leiðinni!
Sitt er hvað - námskrárbreyting og námskrárnotkun. Námskrárbreyting er afmarkað verkefni sem hefur upphaf, verktíma og verklok. Námskrárnotkun fer hins vegar eftir ýmsu.

 • Fögnuður! Kennarar og nemendur hafa óþolinmóðir beðið hins nýja námsefnis. Þeir hafa þegar byrjað að kynna sér hluta þess með tilstyrk heimagerðra námsgagna og nú koma hin nýju og glæsilegu gögn sem þegar eru tekin í notkun.
 • Dræmar undirtektir verða þegar kennarar, nemendur og aðrir sem nærri námsvettvangnum standa sjá ekki skynsemina í námskrárbreytingunni og þykir fyrra námsefni ósköp álíka því sem nú er lagt til að taka upp.
 • Andúð verður áberandi þegar kennarar telja hið nýja efni ekki eiga við, vera lakara en það sem fyrir er eða vera ómerk tískubóla.
  * Allt getur þetta verið með réttu eða röngu.
  * Andúð kennara getur líka stafað af því að framkvæmdin ber keim af yfirgangi þar sem seilst er inn á þeirra verksvið og þeir látnir standa frammi fyrir orðnum hlut á sviðum sem þeir hafa venjulega unnið þróunarstarfið sjálfir. Þar með er gengið á hinn almenna en óskrifaða samning sem er í gildi milli yfirstjórnar og starfsmanns um að yfirstjórnin tekur ekki fram fyrir hendur starfsmanns nema lýsa hann óhæfan, sem er alþekkt ástæða aukinnar streitu starfsmanna.
Breyting Greina má ferli breytingar í þrennt:
 • (1) Losað er um venju og horft til breyttra hátta,
 • (2) nýir hættir eru prófaðir og
 • (3) nýir hættir eru teknir í venjubundna notkun. Ný venja er komin á.
Breytiliðar

Breytimýkt

Um sextíu ára skeið hafa menn velt upp atriðum og persónuþáttum sem einkenna þá frekar sem eru reiðubúnir til að takast á við breytingar og ný viðfangsefni og geta lagt breytingum lið, verið breytiliðar. Breytimýkt manna, þ.e. hversu reiðubúnir þeir eru til að takast á við breytingar, hefur einnig verið skoðuð. Dreifing Rogers frá 1983 er svona:

 • 2,5% - nýjunga-fólk
 • 13,5% - fljótt til að taka upp nýjungar
 • 34% - í hópi þeirra sem er fremur fyrri til að taka upp nýjungar
 • 34% - í hópi þeirra sem eru frekar seinir til að taka upp nýjunagar
 • 16% - sem koma sér hjá því að taka upp nýjungar
Breyti-
breytur
Rogers og Shoemaker (1971) nefna 6 breytur sem skipta máli þegar til stendur að taka upp nýjung:
 • Er hún nytsöm? Er hún betri en það sem er í notkun?
 • Er hún virðisaukandi? Hvaða mikilvægi og virðing fylgir því að taka hana upp?
 • Hver er umbunin? Hvað fær sá að launum sem tekur hana upp?
 • Er hún í samræmi við heildina? Fellur hún inn í önnur vinnubrögð sem eru í notkun?
 • Er hún flókin? Er hún torskilin og flókin í framkvæmd? Athuganir hafa raunar sýnt að flækjustig nýjunga getur bæði verið fráhrindandi og aðlaðandi.
 • Er hún reynandi? Er hægt að prófa hana í takmörkuðum mæli?

Ekki er fráleitt að bæta hér við:

 • Hverjir eru hinir beinlínis neikvæðu þættir við hana - eða framsetningu hennar?
  Hvernig var til hennar stofnað?
  Virðist hún eiga að verða að fjöður í einhvers hatti?
  Er henni ætlað að bola einhverjum úr starfi?
  Er henni ætlað að lyfta einhverjum til vegs?
  Er hún fram sett til að gera lítið úr þeim sem venjulega hafa unnið að breytingum og upptöku nýjunga?
 • Grefur hún - eða framsetning hennar - undan starfsöryggi?
 • Eykur hún - eða framsetning hennar - óöryggi og þar með streitu starfsfólks?
Breyti-
samhengi
Námskrárbreytingum er ætlað að koma til framkvæmda í skólum, - oftast í öllum skólum. Skólar eru innbyrðis ólíkir á fjölmarga vegu. Þar kemur til mismunur í áhuga og sérþekkingu starfsfólks, stjórnunarháttum og þeim gögnum og gæðum sem þar eru tiltæk. Sérhvert skólastarfslið hefur sín eigin skráðu og óskráðu gildi og viðmiðanir og sína sérstöku fyrirliða. Sérhver skóli hefur þannig sína sérstöku stofnunar-sál.

Nemendur eru ólíkir milli skóla og samsetning nemenda getur verið nokkuð öðru vísi í einum skóla en öðrum - jafnvel hér á því litla Íslandi. Þá getur nærsveit skólans og sveitarstjórn haft sitt að segja og foreldrar og hagsmunahópar í skólahverfinu geta haft vægi sem vegur á sérstakan veg þegar til þess kemur að taka skal upp nýjungar. Jafnvel getur komið upp deila um siðræn gildi tiltekinnar námskrarbreytingar.

Breyti-
staðurinn
Af breyti-samhenginu er ljóst að ekki er unnt að skipuleggja viðtöku nýjungarinnar í eitt skipti fyrir alla skóla. Hver og einn skóli er sérstakur heimur sem miða þarf við þegar ákveðið er að færa nýjungar þar inn.

Efst á þessa síðu * Forsíða