GÓP-
fréttir
Forsíða


Verkmat - Assessment Tasks

Snarað úr bók Marsh og Willys - bls. 279 - 282

Sjá: Aðferðir við að afla upplýsinga um nemendur

Assessment Tasks Verkmat - starfsmat - vinnubragðamat
eru tæki til að þjálfa nemendur og um leið til að skoða og meta hæfni þeirra og færni - til dæmis við ítarmat.
Mats-
verkefni
Þau verkefni sem notuð eru fyrir verkmatið eru skipulagður hluti venjulegrar kennslu. Þetta eru sérstök, hlutlæg verkefnisem nemendur vinna sem hluta af daglegri námsvinnu sinni. Þau auðvelda kennurum að gera sér grein fyrir viðbrögðum nemendanna við þeim námsþáttum sem áætlaðir hafa verið. Þannig eru þessi verkefni tæki til að gera sér grein fyrir því hvernig hið upplifða námsefni mótast af hinu ætlaða og hinu kennda námsefni.

Vissulega er unnt að líta á matsverkefni sem nokkurs konar próf en þau eru þó þeim frábrugðin í því að þau eru eðlilegri aðferð til að komast að raun um hvað er raunverulega að gerast heldur en utanaðkomandi eða stöðluð próf. Mat sem byggt er á því sem nemendurnir eru að gera er líklegra til að vera raunhæft og trúverðugt bæði kennurum og nemendum heldur en próf sem eru byggð á upphugsuðum sviðsetningum.

Gerð Matsverkefni eru mismunandi tímafrek. Sum má auðveldlega afgreiða í einni kennslustund en önnur þurfa marga daga eða vikur. Sum þarf að vinna með atorku á stuttum tíma svo sem hlutverkaleiki en önnur þarfnast langs tíma til rannsóknar og kynningar. Líklegast er að það séu einstakir kennarar sem útbúa og leggja fyrir matsverkefni en eftir því sem nemendur kynnast slíkum verkefnum betur er líklegt að þeir verði fúsir og áfjáðir þátttakendur í að upphugsa þau og skipuleggja. Í sumum verkefnum getur nemendum gefist kostur á sjálfsmati. Með því að hugleiða eigin frammistöðu og það sem þeir hafa sjálfir gert eru þeir líklegri til að gera sér grein fyrir því hvers þeir þarfnast og hvaða upplýsingar þeir þurfa að afla sér til að afla sér enn meiri þekkingar. Fjölmörg ráð og tæki eru til að nota slík verkefni fyrir jafnaðarlega endurtekningu á slíku nemendamati. Hér fylgir listi yfir 25 aðferðir sem nota má í skólastofunni til slíks ítarmats.
25
  • 1 - verkmappa
  • 2 - dagbækur
  • 3 - hlutverkaleikir
  • 4 - hugmyndaauðug ritun
  • 5 - hönnun og kynning samfélags-verkefna
  • 6 - hópviðtöl
  • 7 - módelsmíðar
  • 8 - kannanir þar sem foreldrar taka þátt
  • 9 - rita samskiptabækur
  • 10 - smá - rannsóknir
  • 11 - ritgerðir
  • 12 - samantektir sem reistar eru á íhugun og gagnrýnni hugsun
  • 13 - einstaklings- og hópverkefni
  • 14 - vettvangsferðir
  • 15 - þrautalausnir
  • 16 - hugtakagreining
  • 17 - verkefni sem krefjast aðleiðslu og afleiðslu
  • 18 - setið fyrir svörum og rökræðum
  • 19 - flytja átakahlutverk
  • 20 - tölvu-eftirgerðir
  • 21 - flæðirit
  • 22 - söngur
  • 23 - klippimyndir
  • 24 - dansar
  • 25 - leikrit
Vanda-
samt





Við hvað
skal miða?

Það er ekki auðhlaupið að því að útbúa matsverkefni fyrir ítarmat. Þau þurfa að falla eðlilega inn í venjubundið skólastarf, nemendurnir verða að sjá einhvern tilgang í að vinna þau og um leið þurfa þau að veita kennaranum tækifæri til að gera sér grein fyrir hvernig nemendurnir skynja og skilja og takast á við þau - en ekki aðeins að sjá hvað út úr því kemur.

Kennarinn verður sífellt að hafa í huga fjölmörg hugsanleg viðmið þegar hann er að meta gildi þess sem er að gerast hjá hverjum nemanda fyrir sig. Ólík viðmið henta ólíkum atburðum og ólíkum úrlausnum. Hér er dálítill spurningalisti sem getur reynst kennurum nytsamur þegar þeir útbúa matsverkefni.

Nokkrar
víddir
  • Hvaða þekkingu, leikni eða viðhorf munu nemendurnir sýna?
  • Hvernig mun þetta verkefni styðja námið í bekknum?
  • Hvaða viðmið ætla ég að nota við matið?
  • Ætla ég að semja verkefnið á eigin spýtur, með öðrum kennurum eða í samvinnu við nemendur?
  • Hversu mikill tími er til ráðstöfunar fyrir verkefnið?
  • Hvaða einstaklingsvinna eða/og hópvinna er innifalin?
  • Hvaða efni og tæki eru nauðsynleg?
  • Ætla ég einn að meta nemendurna í þessu verki eða taka fleiri kennarar þátt í því - eða jafnvel nemendurnir sjálfir?
  • Hvernig get ég hagnýtt það sem ég kemst að við þessa verkefnavinnu til að betrumbæta kennsluna og námið?
Nytsöm

Spennandi

Viðráðan-
leg

Ef verkefnið er hluti af ítarmati verður þaða að virka aðlaðandi og áhugavert á nemandann. Það þarf að vera skiljanlega upp sett og leiðbeiningar ljósar. Það þarf líka - og alveg sérstaklega - að vera þannig að verulegur meirihluti nemendanna geti ráðið við það. Þeir nemendur sem ekki tekst að ljúka því á fullnægjandi máta ættu að fá möguleika á að endurtaka það með aðstoð sem dugar til að ljúka því vel - og þá er gert ráð fyrir því að þeir geti sjálfir ráðið við slík verkefni á næstunni. Ef matsverkefni eru úr námsefni sem verið er að fjalla um og nemendur hafa áhuga fyrir ætti ekki að vera erfitt að gera þau aðlaðandi og spennandi.
Viðmið Sjálf tenging vinnunnar við matið er flókin og vandmeðfarin. Það getur verið erfitt að gera nákvæma grein fyrir viðmiðunum og ef það er gert fyrir fram er hætt við að matsgrunnurinn verði rýrari - taki ekki til eins margra þátta og unnt væri - og geri verkefnið síðra fyrir ítarmat og frekar í ætt við staðlað próf. Hins vegar er það svo að ef nemendur fá að vita strax til hvers er ætlast af þeim og venjulega hvetur það suma þeirra til að gera enn betur en til er ætlast.

Hvort heldur sem gert er ætti ætíð að gæta þess að miða ekki aðeins við niðurstöður (fullbúinn hlutur, teiknuð kort, uppsettar t0öflur) heldur ekki síður við sjálf vinnubrögðin sem nemandinn beitir við lausnina.

Kostir
við
mats-
verkefni
Kostir við matsverkefni

  • þau eru tengja mjög vel saman nám og mat (Ross, 1996; Sperling, 1994)
  • þau eru eðlilegri aðferð til að afla raunverulegra upplýsinga umnemendur - heldur en aðrar og hefðbundnari aðferðir.
  • þau setja setja matið í tilgangsmeira samhengi fyrir nemandann (Meyerson, 1995)
Gallar
við
mats-
verkefni
Gallar við matsverkefni
  • gerð þeirra og undirbúningur getur tekið afar mikinn tíma
  • það getur verið erfitt að réttlæta notkun þeirra fyrir öðrum því lítil gögn eru til um geildi þeirra og áreiðanleika (Linn, Baker og Dunbar, 1991; Torrance, 1993)
  • Það getur reynst erfitt að draga eina matsniðurstöðu af sjölmörgum og ólíkum viðmiðum (McGraw, 1996).

Efst á þessa síðu * Forsíða