GÓP

Forsíða


Nemandi og námskrárgerð

Hvaða bönd eru það sem bindast þegar nemandi kemur í fyrsta sinni í skóla? Hvaða þræðir hafa undist í skólaverunni? Hvers saknar nemandinn úr skólanum þegar hann hverfur á braut? Hvaða áhrif hefur nemandi á skóa? Hvaða áhrif mundi nemandi vilja hafa? Hvaða hlutverkum er nemanda ætlað að gegna í skóla? Hvaða hlutverkum mundi hann vilja gegna? Hvaða hlutverkum telur samfélagið að nemandi ætti að gegna?

Gaman er að skoða listann yfir þátttöku-möguleika foreldris í starfsemi skólans og íhuga hvað af þeirri foreldris-þátttöku væri barninu, nemandanum, að skapi. Finnst nemandanum hæfilegt að virkni foreldrisins sé á 1. stigi eða þætti honum betra að hún væri á 7. stigi?

Tvær spurningar vakna: sú fyrri er þessi: Hver eru tengsl nemandans við skólann? og þessari spurningu verður ekki svarað í þessari lotu. Hin spurningin verður hins vegar tekið aðeins til skoðunar. Hún er þessi: Hver er hinn skynsamlega þátttaka nema í námskrárgerð skóla?

Eiga
nemar

ákveða
námskrá?

Sjá
M&W
bls. 206

Íslensk lög setja fulltrúa nema í stjórn skóla
Í framhaldsskólum starfa nemendafélög og nemendur eiga fulltrúa í skólastjórnum þar sem ákvarðanir eru teknar um mótun, þróun og breytingar á starfsemi skólans. Allar skipulagðar breytingar á starfsemi skólans eru hér taldar til námskrár skólans. Þátttaka nemanna er forskrifuð í landslögum. Það fer því ekki hjá því að þeim er ætlað að hafa áhrif á og taka þátt í mótun námskrár skólans. Hins vegar tekur námskráin til fjölmargra hluta og þar á meðal - ekki síst: námsefnis faglegra kennslugreina. Umfjöllun um faglegt námsefni er yfirleitt ekki á vettvangi skólastjórnar.

Um þátttöku nema
M&W styðja þátttöku nema þegar taka þarf ákvarðanir um námskrá. Þeir vitna í Allen, 1995, um að nemendur (students) láti oft í ljós áhuga á ýmsum málefnum sem tengjast skólanum og fái þeir til þess tækifæri geti þeir tekið virkan þátt í að vinna með þau. Þetta eigi við þegar taka þurfi ákvarðanir um námsefni og sjálfa kennsluna - það séu atriði sem nemendurnir ráði vel við. M&W benda á að margir og ólíkir aðilar geti verið höfundar þess efnis sem ætlað er að miðla í kennslustundinni, kennarinn velji þar úr þann þráð sem þeir í raun miðla en hver nemandi skynji og skilji hið miðlaða efni á sinn sérstaka hátt.

Þess utan eru M&W þeirrar trúar að eftir því sem mótendur námskrár hafi ólíkari bakgrunn og viðhorf sé hópurinn í heild líklegri til að taka skynsamlegar ákvarðanir.

5 með-bárur: Svona rökstyðja M&W að þátttaka nema í námskrárþróun grunnskóla sé nemendum nytsöm og bæti skólastarf.

Mótbárur: Hér tína M&W fram mótbárur sem þeir hafi fundið fram settar gegn nema-þátttöku í ákvörðunum um námskrá.

Samantekt H&W er sú að ekki sé ljóst hvort þróunin sé í átt til meiri þátttöku nema í þróun námskrár. Sums staðr séu í gangi kennsluaðferðir sem hvetji til þess en í mörgum vestrænum samfélögum virðist uppi tilhneigingar til að auka skrifræðisvald og miðstýra námskrá.

5
með
bárur:
Fimm fletir á málinu sem M&W telja til stuðnings nema-þátttöku ... (!?)
M&W benda á að ekki sé augljóst að nemar eigi að taka þátt í að ákveða námsefni enda þótt ljóst geti verið að þeir séu færir um það. Þeir tíunda rökræður um eftirtaldar fimm hliðar á málinu:
 • 1 >> Virkni: Ef nemendur eiga að læra til hlítar verða þeir að fá tækifæri til að vera virkir, ábyrgir og uppteknir af viðfangsefninu. (Skilbeck, 1984, s.244).
 • 2 >> Upplifun: Það eru eiginleikar og einkenni skólastarfsins sem setja sterkasta markið á nemendur (Vallance, 1981, s. 10).
 • 3 >> Námskráin utan kennslustunda: Nemendur taka stöðugan þátt í utan-stofu atburðum sem eru hluti þess sem fram fer í skólanum og þar með hluti námsrkrár skólans. (Skilbeck, 1984, s. 244).
 • 4 >> Réttur nema: Nemendur eru viðskiptavinir skólans og hafa sem slíkir bæði réttindi og skyldur. Þeir eiga til dæmis rétt á leggja mat á þá þjónustu sem þeir fá (Dynan, 1980, s. 4) og semja um það sem þeim er ætlað að læra (Hargreaves, 1989).
 • 5 >> Tengsl nema og kennara: Þátttaka nemenda leiðir til jákvæðra félagstengsla þeirra við kennara (Dunn, 1986, s. 3).
1 >>
Virkni

5 hliðar

Meðrök frá H&W: Allen(1995) telur að ef stjórnvöld ætli sér að koma valddreifingu til framkvæmda í almennri menntun þá beri að hvetja nemendur til að setja fram hugmyndir sínar og skoðanir á námskrá og námsefni, taka þátt í ákvörðunum og taka til máls og haga sér eins og ætlast er til að þátttakendum í lýðræðissamfélagi. Takist að láta nemendur taka virkari þátt í ákvarðanatökunni skapi það grundvöll til jákvæðra félagstengsla milli nemenda og kennara (Johnson & Johnson, 1994). Fullan (1991) segir á s. 189: við verðum að fara að umgangast nemendur eins og fólk - við ættum að hætta að meta þá einungis á náms-skala og fara að hugsa um þá eins og fólk sem beðið er að takast á hendur ný verkefni.
Reid (1982) tíundar dæmi þar sem lýst er hvernig 9.-bekkingar í enskunámi fengu tækifæri til að semja um námsefni sitt við kennarann. Þeir voru beðnir um að útbúa lista yfir atriði sem þeim væru ókunnug um skólann. Umræður í hópunum urðu til þess að þeir útbjuggu sinn eigin lista yfir forgangsatriði og fundu út hvert þau ættu að leita til að afla nauðsynlegra upplýsinga. Reid (1982) ályktar að nemendur séu ábyrgir og áreiðanlegir einstaklingar og ef þeim sé gefið tækifæri verði þeir sjálfstæðir námsmenn, færir um að búa til að fylgja námsleiðum sem veiti þeim eigin-gleði og eigin-laun.
2 >>
Upplifun

5 hliðar

Meðrök frá H&W: Vallance (1981) leggur áherslu á það sem hún nefnir upplifun eða upplifða reynslu í skóla. Í hinni upplifðu reynslu nemandans í skólanum sé saman komin menntun hans - eða skólanám. Það sé því afar mikilvægt fyrir þár sem vinna við aðlögun námskrár að þekkja til þessarar reynslu nemenda - ekki síst minnihlutahópanna. Aðgengilegt ætti að vera að hafa í gangi spurningalista sem nemendur geti útfyllt nafnlaust.
3 >>
Utanstofu

5 hliðar

Meðrök frá H&W: Skilbeck (1984) bendir á að nemar taki þátt í margvíslegum atburðum utan kennslustunda sem þó séu skipulagðir og fjölmargir beinlínis á vegum skólans eða félagslífs nemenda sem er í beinum tengslum við skólann. Margir nemendur séu meira og minna í fyrirsvari á samkomum nemenda, í stjórn íþróttaliða, mælskhópa og víðar. Þeir geti því haft yfirsýn og athugasemdir sem reynist nytsamar við skipulagningu bæði viðkomandi atburða og annarra sem standi enn nær hinni almennu og hinni faglegu námskrá.
4 >>
Réttur

5 hliðar

Meðrök frá H&W: Nefnd er sú framsetning sem oft er höfð uppi um viðskiptalegt samband nemans við skólann þar sem neminn sé viðskiptavinur og eigi sem slíkur réttlætanlegar væntingar í garð skólans og rétt á að meta og gagnrýna þá þjónustu sem hann fær. Röksemdirnar fyrir þessari uppsetningu þykja H&W kristallast í því að skólinn sé aðeins til fyrir nemendur og hlutverk hans sé einvörðungu það að sinna þörfum þeirra.
Í skólum hafa nemendur ekki sama rétt og viðskiptavinur og þeir eru undir kennara settir. M&W segja marga fræðimenn - svo sem King (1990) - halda því fram að fjöldi nemenda einangrist í skólanum sökum þessa misréttis. Þeim þyki þeir engin áhrif hafa á hvað þeim er ætlað að fást við og líti því á skólann sem verk sem þeir neyðist til að fara í gegnum og klára svo fljótt sem unnt er. Þátttaka þeirra í ákvarðanatöku í skólanum mundi vera leið til að leysa þá úr einangruninni og færa þeim aftur nokkuð af rétti þeirra sem viðskiptavina skólans.
Þess er einnig getið að nemendur hafi íraun lagalegan rétt sem meðal annars taki til áhrifa á ákvarðanir um námsefni. Vitnað er til dómsmála í USA frá 7. áratug 20. aldar þar sem staðfest er að nemandinn á rétt á
 • raunverulegri menntun - eins og hún mælist í einkunnum,
 • aðgangi að skólum sem raunverulega mæta mismunandi þörfum og mismunandi menningu,
 • að fá menntun sína í jákvæðu og hvetjandi námsumhverfi,
 • sömu námstækifærum og aðrir,
 • aðgangi að og kennslu í öllum þeim atriðum sem sem varða þróun samfélagsins.
5 >>
Tengsl
nema
og
kennara

5 hliðar

Meðrök frá H&W: Um þróun tengsla og félagskenndar nemenda og kennara er vitnað til dæma frá Dunn (1986) þar sem nemendur tóku saman yfirlit yfir kennsluhætti og þátttaka þeirra í matstarfi leiddi til félagstengsla þeirra og kennara. Báðir aðilar lögðu sitt af mörkum til að leysa úr málum sem gáðir áttu aðild að. Savage og McCord (1986) áætla að jafnvel nemendurí fjórða bekk (grunnskóli í USA) geti safnað upplýsingum um það sem fram fer í skólastofu og lagt fram sem grunn að sameiginlegum ákvörðunum kennara og nemenda.
Mót
bárur
H&W tíunda nokkrar mótbárur sem þeir telja helstar uppi gegn því að nemendur taki umtalsverðan þátt í að ákvarða um þróun námskrar-atriða:
 • A >> Þekking - Nemaþátttaka tíðkast ekki að hefðbundnum hætti í vestrænum samfélögum einfaldlega sökum þess að nemendur eru nemendur af því að þeir hafa ekki það sem þeir vilja að kennarinn kenni þeim.
 • B >> Samskipti - Kennarar leggja mjög mikla vinnu í móta rétta gerð af andrúmslofti samskipta og samstarfs til að kennsla geti farið fram. Það væri afleitt að heimila ótímabærar athugasemdir sem trufla það.
 • C >> Tími - Námsstarfinu er skorinn tími og því er stjórnað af námsbókum og prófum svo það er enginn raunhæfur möguleiki á því að nemendur geti haft eitthvað umtalsvert þar um að segja.
A >>
Þekking
nema
Nema skortir þekkingu - Hefðbundið viðhorf sé það - segja M&W - að kennarar hafi hina faglegu þekkingu og ákvörðunarvaldið og þeim sé treyst fyrir flestu eða öllu sem fram fer í kennslustofunni. Þar með sé lítið rúm fyrir þátttöku óinnvígðra svo sem nemenda, foreldra eða annarra. Í öðrum lokuðum menntasamfélögum, eins og meðal sjúkrahúslækna og tannlækna, ber fagfólkið ábyrgð á vinnu sinni og fagmennsku og þess vegna ætla menn að hið sama gildi um kennslu. Fagþjálfun kennara er á sviðum þroskasálfræði, kennsluaðferða, heimspeki, námsmats og aðferðafræði kennslugreina. Þeir hafa faglega þekkingu og sérhæfni umfram það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Nemendur hafa ekki nægjanlegan bakgrunn eða reynslu til að geta lagt gagnleg atriði til námskrármótunar.
Hefðbundið viðhorf til nemenda er einmitt það að þeir séu nemendur einmitt sökum þess að þá skorti eitthvað sem kennarinn hafi - og sem þeir vona að hann sé tilleiðanlegur til að miðla þeim. Þess vegna hljóti þeir að treysta kennaranum fyrir því að ákveða hvaða nám sé þeim fyrir bestu.
B >>
Sam-
skipti
Nemar mega ekki trufla kennslufrið - Kennarar leggja mjög mikla vinnu í að halda uppi vinnufriði og móta andrúmsloft kennslustofunnar þannig að nemendur geti tileinkað sér það sem þar er miðlað. Þetta viðfangsefni er mikilvægt og kennarar geta ekki vikið sér undan því sökum þess að einungis ákveðin gerð af samskiptaferli í skólastofunni er fremjandi fyrir nám. Aðrar gerðir eru hemjandi.
Það væri afar óheppilegt fyrir þessa samskiptastýringu kennarans og fyrir alla nemendur ef þá væri samtímis heimilt að varpa upp hugmyndum og tillögum um að einmitt það sem kennarinn er að gera þurfi endurskoðunar við og betra geti verið að beita öðrum aðferðum - eða gera eitthvað allt annað.

Sköpun og viðhald jákvæðra samskipta og kennslufriðs krefst gagnkvæmrar virðingar milli kennarans og nemendanna og sérstaks samskiptaferlis í því skyni að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Bent hefur verið á (M&W kalla þá traditionalistana) að ef nemendur telja sér heimilt að taka afstöðu til allra ákvarðana rýri það vald kennarans og myndugleika til að taka af skarið í þágu heildarinnar. Agi og námsvirkni bekkjarins geti þá gufað upp. Abraham (1995) færir rök að því að kyn-tengdur ágangur truflandi hegðun geti aukist við slíkar kringumstæður. Því sé nauðsynlegt að ætla nemendum að líti á kennarann sem ótvíræðan stjórnanda.

C >>
Tími
Hér viðhafa M&W athyglisvert orðalag: minna sannfærandi, en samt með nokkru vægi, er sú mótbára að

ytri skorður, svo sem stöðluð próf, gefi kennara litla völ á að víkja frá skipulögðu námsefni - einkum í fagkennslu. Það sé til lítils að hvetja nemendur til þátttöku í þróun námskrár þegar í raun séu engir veljanlegir kostir aðrir en þeir sem þegar hafa verið ákveðnir og felldir í þröngan tímaramma, fylgja kennslubókinni sem til er og miða að því staðlaða prófi sem lagt verður fyrir í lokin.

Ytri skorður geta einnig verið í formi útaðila sem leggja áherslu á tiltekið námsefni og líta hornauga á nemendaþátttöku í ákvörðun á umfjöllun því slíkt geti leitt til útvötnunar og dregið úr gildi og gagnsemi námsins.

Efst á þessa síðu * Forsíða