GÓP

Forsíða


Sjá
M&W
bls. 211

Liðsauki við námskrárþróun

Fleiri aðilar geta veitt aðstoð

Þegar menn vilja breyta skipulagi skóla - það er: breyta námskrá skólans - getur margt þurft að koma til. Þeir sem ganga til starfsins geta komist að raun um að í hópinn vanti tiltekna sérþekkingu eða ákveðnar upplýsingar og ennfremur getur þurft fjármuni til að starfið nái fram að ganga. H&W telja næsta víst að þátttakendurnir í hópnum muni upplifa að aðrir hafi í raun allt aðrar skoðanir en þeir álitu að lesa mætti úr ræðu þeirra eða því samstarfi sem þeir hafa átt með sér. Þeir muni fá áfall og eiga erfitt með að halda út þá tvíræðni sem þeir þykist lesa úr framferði og máli annarra í hópnum og eiga erfitt með að þola það óöryggi sem virðist fylgja því að mæta til nýrra samstarfsfunda.

Vel getur verið að upplýsingar, sérþekking, aðgangur að fjármunum og liðkun samstarfs sé allt að finna innan skólans en einnig er margt að finna utan skólans. H&W benda á að ef leitað er til námskrár-ráðgjafa geti vel verið að þeir þekki til svipaðs starfs annars staðar og geti jafnvel lagt fram slíka lausn sem geti flýtt mjög fyrir og sátt náðst um. (Hér er ástæða til að velta fyrir sér hinum ýmsu markmiðum H&W með bók sinni.)

Þegar samstarfshópur leitar sér frekari upplýsinga eða stuðnings við úrlausn vanda er eðlilegt að sá sem kallaður er til veit stuðninginn á eigin forsendum. Hins vegar er það síðan hópsins að ákveða hvort hann vill nýta hin gefnu ráð og þá að hvaða marki.

Hvert

leita?
Hvaða aðilar eru það sem unnt er að leita til eftir aðstoð við námskrárþróun eða við að hrinda í framkvæmd einhverju því sem ákveðið hefur verið að framkvæma - sem sagt: sett hefur verið í námskrá. Hér telja H&W upp aðila og hvers konar úrlausnarefni eru á þeirra könnu ( - svona yfirleitt):
Yfirvöld
fræðslu-
mála
Þessir aðilar eru á vegum fræðsluyfirvalda:

 • Fræðslustjóri, deildarstjóri og námskrárstjóri í ráðuneyti - formleg tilmæli um heimild til breytinga og ganga úr skugga um að áætlaðar breytingar séu innan heimilda í lögum og reglugerðum.
 • Eftirlitsmaður með námskrá - til að sækja ráð og sérþekkingu um vafa-atriði.
 • Ráðgjafar um tækni og miðlun - til að fá tæknilegt liðsinni.
 • Sérfræðingar um samskipti og ráðgjöf - veita ráðgjöf um vafaefni, afla heimboða svo unnt sé að heimsækja aðra skóla.
 • Yfirmenn í skólakerfinu - veita ráð og annast skráningar á námskeið.
 • Yfirmenn á kennslumiðstöðvum - veita ráð og leiðbeiningar.

Fagfólk og fyrirtæki sem sinna fagþjónustu:

 • Háskólakennarar, prófessorar - til óformlegra viðræðna, halda námskeið.
 • Námskrárþróendur frá öðrum skólum - til óformlegra viðræðna.
 • Höfundar kennslubóka og greina um skólamál - til óformlegra viðræðna.
 • Stéttasamtök fagfólks - samskipti og ráðgjöf.
 • Stéttarsamtök kennara - ráðgjöf og fjármögnun.
 • Landssamtök - ráðgjöf og fjármögnun.
 • Ráðuneyti menntamála - gögn og ráðfærsla.
 • Prófagerðir - til tæknilegarar ráðgjafar.
 • Menntunar-rannsóknastofnanir - ráð og tæknileg aðstoð.

Stofnanir í samfélaginu:

 • Þjónustustofnanir - efni, fyrirlesarar og fjármögnun.
 • Fréttastofnanir - koma upplýsingum á framfæri.
 • Hópar um sérhæfð áhugaefni - leggja til sérhæfða fyrirlesara.
 • Verslunar-samtök - efni og gögn, gestafyrirlesarar og fjármögnun.

Úr starfsliði skólans:

 • Stjórnandinn - stuðningur, brautargengi, stjórnun.
 • Aðstoðarstjórnandi - aðstoð við atriði sem snerta stjórnun.
 • Bókavörður - finnur og útvegar gögn.
 • Námskrárfræðingar - ráðgjöf, viðræður, stjórnun.
 • Aðrir kennarar - óformlegar samræður, stuðningur.
 • Nemendur - stuðningur og samstarf.
 • Foreldrar - stuðningur, samstaða.
P.S.:
Hvað
meina
M&W?
Ef til vill er M&W-bókin einn samfelldur áróður fyrir því að skólar og fræðsluyfirvöld kaupi sér þjónustu hinna ýmsu ráðgjafa á námskrársviðinu. Skilgreiningu þeirra á námskránni sem nær yfir allt sem tengist skólum er ágætlega fallin til þess að sannfæra skóla-aðila um að þetta sé svo flókið fyrirbæri að enginn starfsmaður skólans geti haft yfirsýn yfir það. Með öðrum orðum: ráðið okkur, ráðgjafana, í verkið.

Þessu skal nú ekki haldið hér fram sem eina markmiði M&W en hollt er að hafa í huga að hver einasta stofnun hefur það höfuðmarkmið að gera sig ómissandi. Engum dylst eftir vinnu við M&W-bókina að í skólum er hver maður missandi nema hinn hæfi ráðgjafi sem með list sinni getur hugsanlega siglt queen-elizabet starfseminnar framhjá þeim boðum - sem raunar fæstir starfsmennirnir sjá nokkurs staðar á hafi bláu rísa.

Sem sagt: hvað meina ... ?

Efst á þessa síðu * Forsíða