Forsíða

Uppfært
18.11.99


Nokkrar skólagætur

5. kafli í vinnudrögum Kvsk/AE

Til baka í efnisyfirlit listans

5. Nemendur



5. Nemendur

1. Nemendafjöldi

1. eftir bekkjum (árgöngum)

2. eftir brautum

3. eftir kyni

2. Innritun

1. eftir póstnúmerum

2. eftir einkunnum á samræmdum prófum

3. Brottfall

1. vegna falls á prófum

2. brota á skólareglum

3. til annars náms (án falls)

4. í vinnu

5. án skýringa

4. Útskrifaðir

1. Eftir brautum og námstíma

5. Skólaandi, viðmót

1. Nemendur eru hvattir til þess að setja sér há markmið í námi og vinnu

1. Sú stefna er skýrt mörkuð að skólinn gerir miklar kröfur til allra

2. Nemendum er þessi stefna ljós og ekkert nema það besta er nógu gott

3. Nemendur sjá tilgang í þeim verkum sem þeir eru að vinna

4. Nemendur eru hvattir til að leggja mat á eigin vinnu og annarra

5. Nemendur fá tækifæri til:

1. að koma fram fyrir allan bekkinn eða minni hópa með verk sín

2. að leggja eigið mat á verk sín

3. að dæma með félögum sínum

4. að skrifa tvö uppköst

5. að útliti og framsetningu á vekum sínum

6. að safna bestu verkum í möppu

7. að nota nýjustu tækni

8. að sjá fyrirmyndarverk bæði í skóla og utan, t.d. á sýningum

6. Nemendur vita að verk þeirra eru undir eftirliti

7. Verk nemenda eru metin á forsendum hvers og eins

8. Hollt námsumhverfi er í stofum, regla og agi

9. Verkefni hvers og eins eru viðráðanleg en um leið hvetjandi

10. Nemendum er leyft að vinna einum eða í hópum og bera fulla ábyrgð á útkomunni.

11. Stuðlað er að andrúmslofti í skólastofum þar sem enginn þarf að skammast sín fyrir spurningar eða svör

12. Andrúmsloftið hvetur til hugsunar, gagnrýni, skilnings og margvíslegra leitaraðferða

13. Fyrirmæli eru skýr

14. Endurgjöf er jákvæð og uppörvandi

15. Kennarar sýna að þeir meta vel unnin verk

16. Kennarar sýna að þeir meta árarangur

17. Kennarar viðurkenna að stundum getur frumkvæði, dirfska og hugarflug verið jafn mikils virði eða meira en rétt svar

2. Nemendum hlotnast viðurkenning fyrir vel unnin störf

1. Í skólastarfinu er lögð áhersla á það sem nemendur gera og þeim sköpuð skilyrði til að njóta sín

2. Kennarar sýna að þeir meta vel unnin verk

3. ?ess er lofsamlega getið sem vel er gert

4. Viðurkenningar eru veittar bæði með formlegum og óformlegum hætti

5. Tækifæri eru notuð eða sköpuð til þess að veita viðurkenningar

1. með verðlaunum

2. með tilkynningum til foreldra og skólahverfisins

3. með fréttatilkynningum

4. með sýningum

5. með tilkynningum til skólanefndar

6. á sal

3. Verk nemenda eru höfð til sýnis í skólanum

4. Skólasókn

1. nemenda eftir bekkjum og brautum

2. kennara

3. annarra starfsmanna

4. virkar nemendastundir

5. (kenndar stundir sinnum nemendafjöldi) á viku - tvisvar á ári.

5. Skólasókn og stundvísi er örvuð

1. Alið er á jákvæðum viðhorfum til góðrar skólasóknar og stundvísi

2. Foreldrum er sérstaklega gerð grein fyrir skólasóknarreglum

3. Um S í fyrsta tíma gilda sérstakar reglur.

4. Skólinn hefur skýra stefnu og skilgreind viðbrögð gagnvart þeim sem brjóta skólasóknarreglur

5. Skólinn hefur skýrar relgur um heimildir fyrir óreglulegri skólasókn

6. Nemendur , kennarar og foreldrar þekkja reglur um skólsókn, tilkynningar veikinda fjarvista, skráningu og leyfisveitingar

7. "Gjörgæslulistinn" er undir sérstöku eftirliti

8. Foreldrar og skóli hafa samskipti vegna skólasóknar nemenda

9. Foreldrar hvetja til góðrar skólasóknar og stundvísi

10. Fjarvistir eru skráðar og reiknaðar út

11. Brugðist er við niðurstöðunum

12. Fylgst er með skráningu kennara á fjarvistum

13. Fylgst er með fjarvistum kennara

6. Hlúð er að jákvæðum samskiptum milli starfsmanna, annarra fullorðinna og nemenda

1. Stuðlað er að auknum samskiptum kennara með:

1. samvinnu um endurskoðun skólastarfsins

2. þverfaglegum vinnuhópum

3. samvinnu í félagslífi alls skólans svo sem tónleikum, góðgerðarsamkomum, opnum dögum

4. starfsfólki er gefinn kostur á að vinna og skipuleggja saman

5. starfsmenntun felst meðal annars í hópefli

6. æfingakennarar eru aðstoðaðir

7. einn starfsmanna sér um móttöku æfinga- og forfallakennara

8. skólinn stofnar til og viðheldur góðum samböndum við aðrar stofnanir

9. gestir fá hlýlegar móttökur

10. starfsfólki er annt um nemendur og bregst við þörfum þeirra

11. kennarar/skólinn taka tillit til kringumstæðna nemenda

12. kennarar hvetja nemendur til að koma og ræða námið/vinnuna

13. samræður nemenda og kennara eru góðar

14. samskipti nemenda og kennara eru á grunni gagnkvæmrar virðingar

15. nemendur virða kennara sína

16. nemendum finnst kennarar meta framlag þeirra í bekknum

17. samtöl sem nemendur eiga við kennara efla námsvilja og sjálfstraust

18. samtöl nemenda innbyrðis styðja námið og efla sjálfstraustið

19. bekkjarandinn hvetur til hugsunar, gagnrýni, skilnings og margvíslegra leitaraðferða

20. mat og skýrslur fjalla m.a. um samskipti og tengsl, viðleitni, hegðun, viðhorf og afstöðu

21. stuðlað er að því að samskipti innan bekkja séu á nótum umhyggju, kurteisi og samvinnu

22. kvíðnir og óöruggir nemendur fá nauðsynlga uppörvun í bekknum

7. Framkoma og hegðun er í samræmi við viðteknar reglur og venjur skólans

1. Skólareglur eru settar og þeim fylgt eftir

2. Skólreglur eru setttar í samráði við:

1. starfsfólk

2. nemendur

3. foreldra

4. skólanefnd

3. Jákvæð hegðun er styrkt og örvuð

4. Skólareglur fela m.a. í sér hvaða refsingum skuli beita og þeim er fylgt eftir

5. Starfsfólki, nemendum og foreldrum er kunnugt um regur og viðurlög

6. Skólareglur eru rækilega kynntar

7. Sjá relgur um brottvikningu: "Standard Circular 8"

8. Upplýsingar til foreldra innihalda athugasemdir um félgsskap, viðleitni, hegðun, viðhorf og afstöðu

9. Svo þætti mér gaman að vita hvað "Probation teacher" merkir

8. Starfsmenn bera umhyggju fyrir velferð nemenda

1. skólinn/starfsfólk þekkir og tekur tillit til heimilisaðstæðna nemenda

2. Kennarar styðja nemendur í erfiðleikum svo sem við dauðföll í fjölskyldu eða skilnað

3. Fullt tillit er tekið til heilsu nemenda og öryggis

4. Aðgengi nemenda að strfsfólki og kennurum er tryggt

5. Nemendur hafa á tilfinningunni að hlustað sé á þá

6. Til eru reglur um viðbrögð við veikindum og slysum

7. Vitað er hvernig næst í foreldra vegna slysa ("up to date")

8. Allt starfsfólk er með augun opin fyrir einelti

9. Viðbrögð við einelti eru rædd við nemendur:

1. á sal

2. í bekkjum

3. í nemendaráði

10. Áhyggjum starfsfólks vegna hreinlætis, heilsu eða almennrar líðanar og ástands nemenda er komið á framfæri við umsjónarkennara og stjórnendur

11. Reglum um heilbrigðisþjónustu í skólum er framfylgt

12. Upplýsinga um nemendur er aflað frá grunnskólum og foreldrum ef ástæða þykir til

13. Foreldrar fá tækifæri til að koma upplýsingum um hagi nemenda og breytingar á þeim á framfæri

14. Skýrar reglur eru um það hvenær og hvernig upplýsingum um velferð nemenda er komið á framfæri við kennara

9. Skólinn stuðlar að sjálfsvirðingu og jákvæðri sjálfsímynd

1. Skólareglur og skólaandi hvetur til skilnings og umburðarlyndis í skólanum og umhverfi hans

2. Í starfsemi sinni leitast skólinn við:

1. að viðurkenna í verki rétt allra til þroska og virðingar

2. að hvetja til sjálfsaga og efla ábyrgðartilfinningu

3. að viðurkenna öll trúarbrögð og iðkanir þeirra

4. að gera ekki upp á milli nemenda eftir þjóðfélagsstöðu

5. að vinna gegn fordómum hvaða nafni sem nefnast

6. að gera ekki upp á milli nemenda eftir þjóðerni

7. að ráðast gegn kynþáttofsóknum ("racist incidents")

8. að ráðast gegn einelti

9. að gefa báðum kynjum sömu tækifæri í námi

10. að hvetja stúlkur til að stefna að ábyrgðarstörfum

11. að hvetja pilta til endurskoðunar á karlmennskuímyndinni

12. að einangra engan hvorki vegna fötlunar eða námsörðugleika

13. að gefa öllu færi á að velta fyrir sér eigin gildismati og annarra

3. Hegðunarreglur gera ráð fyrir umbun fyrir viðleitni og góða hegðun

4. Nmendur eru hvattir til nærgætni, kurteisi og hjálpsemi

5. Nemendum er þakkað það sem vel er gert

6. Nemendur vinna í andrúmslofti jafnréttis allra

7. Nemendur virða og styðja hver annan í andrúmslofti gagnkvæmrar uppörvunar

8. Nemendur eru hvattir til að koma með sínar eigin hugmyndir og tillögur

9. "A record of achievements is maintained by all pupils,"

10. Starfsfólk meðhöndlar breytingar á hegðun nemenda með nærfærni

11. Kennarar þekkja til aðstæðna nemenda og hegða sér í samræmi við það

12. Kennurum er ljós sú fyrirmynd sem þeir geta verið

13. Kennarar hafa auga með nýjum nemendum í bekk

14. Kennarar setja fordæmi í viðhorfum til jafnréttis

15. Skólinn þakkar, lofar eða launar eftir atvikum umhyggju og hjálpsemi

16. ?ess er gætt í skólastofum að einangra engan í samskiptum eða verkefnum

17. Piltar og stúlkur vinna saman í náminu

18. Fordómafullt orðbragð eða áreitni á grundvelli kynferðis eða þjóðernis er með öllu bannað í skólastofum

19. Fullorðnir leggja ungdómnum lið með ráðum og dáð.

10. Félagsstörf hljóta uppörvun og stuðning

1. Stjórnendur styðja félagsstörf starfsfólks, nemenda og foreldra

2. Félagsstörf nemenda stuðla að alhliða þroska þeirra

3. Gert er ráð fyrir félagsstörfum á stundatöflu og í skólaalmanaki

4. Húsnæði og tæki skólans má nota til félagsstarfanna

5. Stuðnings við félagslífið er leitað utan skólans

6. Foreldrar fá upplýsingar um félagslífið

7. Árangur nemenda í keppni og framkomu fyrir skólans hönd er kynntur nemendum, starfsfólki og foreldrum.

6. Námsráðgjöf

1. Ákvæðum reglugerðar og námsvísis er fylgt

2. Ráðgjafarkerfi skólans er rækilega kynnt öllu starfsliði og foreldrum

1. Einn stjórnenda ber ábyrgð á ráðgjafarkerfinu

2. Námsráðgjöfinni eru ætlaðir reglulegir fundir með öllum hlutaðeigandi

3. Öllum hlutaðeigandi, nemendum, starfsfólki og foreldrum, er kunnugt um hlutverk umsjónarkennara og námsráðgjafa, bæði er varðar námsráðgjöf og persónulega hjálp

4. Nemendur eru vel kunnugir umsjónarkennurum sínum

5. Námráðgjöfin lætur á sér bera innan skólans og leggja leið sína til nýnema.

3. Nemendur fá ráðgjöf og stuðning við val fyrir næstu önn eða vetur

1. Valmöguleikar, greinar og brautir, svo og reglur um úrsögn úr valáföngum og brautaskipti, auk skólaskipta eru gjörðir lýðum ljósir.

2. Námsráðgjöf felur m.a. í sér

1. ráðgjöf og hughreystingu foreldra

2. nákvæmar upplýsingar um valkosti

3. fundi og viðtöl með nemendum og foreldrum

4. eftirlit með vali og skráningu

5. viðeigandi starfs- og framhaldsnámsráðgjöf

4. Nemendum er veitt kerfisbundin ráðgjöf og viðtölin skráð

1. Ráðgjöf er beint að sérstökum árstímum

1. upphafi námsárs/annar

2. valdögum

3. í byrjun og við lok skólagöngu

2. Allir nemendur fá einkaviðtöl a.m.k. einu sinn á ári

3. Einkaviðtölin eru skráð og varðveitt með gögnum nemandans

4. Nemendur eru hvattir til að nota viðtalstíma umsjónarkennara og þeim kennt að skrá sig í slík viðtöl og önnur

5. Allir starfsmenn geta átt hlut að ráðgjöf

1. Viðurkennt er af öllum að þeim beri að aðstoða nemendur með persónulegri ráðgjöf

2. Allir starfsmenn eiga hlutdeild í stefnumótun um ráðgjöf

3. Skólinn hefur fastmótaða stefnu í eftirlit með áhættuhópnum ("gjörgæslulistanum").

6. Nemendur njóta félagslegrar og persónulegrar ráðgjafar og menntunar

1. Mörg sérskosk mál en þeftirfarandi m.a.

1. heilsufræði

2. reglur

3. réttindi og skyldur

4. jöfn tækifæri

5. skilningur og umburðarlyndi

6. umhverfisvernd

7. gagnrýnin skoðun fjölmiðla

8. starfsþjálfun

9. starfsmenntun

7. Ráðgjöf snýst m.a. um tengsl við foreldra, utanaðkomandi stofnanir og atvinnumiðlanir

7. Samstarf við nemendur

1. Skólinn leitar eftir sjónarmiðum nemenda og tekur tillit til þeirra

1. Kennarar eru reiðubúnir að ræða kennsluhætti við nemendur

2. Kennarar taka tillit til skoðana nemenda

3. Í skólanaum er nemendaráð með kosnum fulltrúum nemenda

4. Nemendaráð fundar reglulega með fulltrúa stjórnenda skólans

5. Stjórnendur taka tillit til samþykkta nemenda

6. Nemendaráð ráðfærir sig við aðra nemendur um málefni til meðferðar hjá ráðinu

7. Nemendur eiga auðvelt með að ná fundi kennara

2. Nemendum er gefinn kostu á því að axla ábyrgð

1. Nemendum eru falin störf innan skólastofunnar

1. dreifa og safna efni

2. raða efni og gögnum

3. skrá framvindu og mat

4. líta eftir blómum (!)

2. Nemendur fá tækifæri til að bera ábyrgð á eða hjálpa til við:

1. "The tuck shop"

2. bókasafnið

3. skólablaðið

4. móttöku gesta

5. aðstoð við yngri nemendur

6. skólaathafnir

7. tengsl við nágrennið

3. Félagslífið leggur nem. skyldur á herðar

4. Nemendur sem fá afnot af húsnæði skila því eins og þeir komu að því

5. Námið gerir ráð fyrir sjálfsmati og mati bekkjarfélaga

6. Nemendur fá skýr fyriræli um það sem ætlast er til af þeim

7. Nemendur fá niðurstöður og hlutdeild í árangri ef við á.

8. Nemendum eru gerðar ljósar væntingar kennara, t.d. í hegðun og vinnubrögðum

9. Nemendur standa undir þeim væntingum

10. Skyldustörf ganga jafnt yfir alla

11. Refsingar eru m.a. fólgnar í sviftingu ábyrgðar

12. Skólinn stuðlar að sjálfsaga og ábyrgðartilfinningu

13. Nemendur fá að velja og styðja málefni og góðgerðarstarfsemi að eigin vali.

8. Gildistölur ánægju/óánægju

1. hlutfall nemenda ánægðir með:

2. hvernig brugðist er við fyrirspurnum þeirra í skólanum

3. upplýsingar um námsefni

4. upplýsingar um skólareglur og aga

5. upplýsingar um heimavinnu

6. upplýsingar um skólasóknarreglur

7. upplýsingar um kennsluhætti og kennslufræði

8. upplýsingar um framfarir nemenda

9. upplýsingar um félagslíf

10. umfang heimavinnu

11. innritunaraðferðir skólans

9. Löggjöf um jafnrétti er framfylgt

1. Öllum nemendum eru tryggð jöfn tækifæri

2. Allir nemendur viðurkenna gildi náunga síns óháð kynferði, kynþætti, trú, menningu eða fötlun.

3. Öll jafnréttislöggjöf er í heiðri höfð

1. Jákvæðri mismunun skal beitt gegn hefðbundnum hlutverkaskiptum kynjanna, t.d. gagnvart stúlkum og raungreinum.

1. - svona til þess að lífga upp á umræðuna

4. Námsefni og kennslugögn endurspegla jákvæða ímynd beggja kynja, fatlaðra og þroskaheftra, allra trúarbragða, kynþátta og samfélaga

5. Menning og trúariðkanir allra eru viðurkenndar jafnréttháar í skólastarfinu, innan skólastofu sem utan.

6. Fordómafullt veggjakrot skal afmáð strax og þess verður vart.

7. Starfsfólk hljóti þjálfun í kennslu með tilliti til ofangreindra þátta

8. Ráðningar og skyldustörf allra starfsmanna endurspegla virðingu fyrir jafnréttislöggjöfinni

10. Félagsmál

1. Skólinn stuðlar að hjálpsemi og umburðarlyndi

1. Nemendur eru hvattir til að tilkynna óréttlæti sem þeir telja sig verða varir

2. Skólameistari metur slíkar tilkynningar og grípur til viðeigandi aðgerða

2. Nemendur í áhættuhópum eru undir sérstöku eftirliti stjórnenda, þ.e. þeir eru skráðir á "gjörgæslulista"

1. Skólinn hefur skilgreindar aðferðir við að greina hjálparþurfi nemendur

2. Ákveðinn starfsmaður sér um tengsl við hjálparþurfi nemendur

3. Nefndur starfsmaður er í sambandi við þá sem umgangast nemandann og fylgist með þróun mála

4. Nefnd stjórnenda og námsráðgjafa fjallar um nemendur á görgæslulista

5. Nefnd stjórnenda og námsráðgjafa lætur kennara vita hverjir í þeirra bekkjum eru á listanum

6. Allir starfsmenn skóla eru vakandi yfir hugsanlegu ofbeldi gagnvart nemendum og tilkynna stjórnendum samstundis

7. Allir kennarar tilkynna ef nemanda á gjörgæslulista vantar í tíma

8. Áhyggjur af heilsufari, hreinlæti eða andlegu og líkamlegu ástandi eru látnar í ljós við stjórnendur

9. Stjórnendur bregðast þegar í stað við ábendingum um alvarlega misbresti í líðan eða háttarlagi nemenda með því m.a. að hafa samband við foreldra og viðeigandi stofnanir

11. Gildistölur félagslífs

1. Félagslíf nemenda

2. fjöldi auglýstra samkoma

3. meðalaðsókn

4. fjöldi nemenda í framboði til nefnda- og stjórnunarstarfa

5. fjöldi skólablaða og fréttablaða - bls.fjöldi

6. þáttaka í skólamótum og keppni

12. Starfsval

1. Ráðgjöf nær til starfsvals og atvinnumöguleika eftir því sem hægt er

1. Nemendur eru hvattir til þess að sækja starfs- og skólakynningar

2. Fylgst er með því hvað þeir sem hætta í skóla eða útskrifast taka sér fyrir hendur, það skráð og rætt

13. Símenntun

1. Nemendur eru hvattir til frekara náms

1. Nemendur eru aðstoðaðir við skólaskipti

2. Nemendur eru aðstoðaðir við atvinnuumsóknir

2. Nemendur eru þjálfaðir í að stunda nám án leiðsagnar kennara og hvattir til þess að stunda slíkt nám (sjá fyrr).

14. Fullorðinsfræðsla

1. Fullorðnir eiga þess kost að setjast í skólann að öllu leyti eða að hluta

2. Fullorðnum er gefinn kostur á að sækja einstaka áfanga

3. Skólinn miðlar upplýsingum um (framhalds-) menntun til þeirra sem til hans leita eftir slíku

4. Skólinn gefur upplýsingar um störf og starfsmenntun