Forsíða

Uppfært
18.11.99


Nokkrar skólagætur

3. kafli í vinnudrögum Kvsk/AE

Til baka í efnisyfirlit listans

3. Starfsmenn



3. Starfsmenn

1. Gildistölur starfa

1. stöðugildi

2. meðallífaldur

3. meðalprófaldur

4. meðalfjöldi menntunarstiga

1. útgefið kennsluefni (fjöldi titla og bls.)

1. áður

2. á árinu

5. fjöldi sóttra námskeiða

6. orlof

7. launalaus leyfi

8. barnsburðarleyfi

9. forföll

2. Gildistölur starfa og nemendafjölda

1. Nemendur pr. stöðugildi kennara

2. Nemendur pr. stöðugildi annarra starfsmanna

3. Kennslustundir á nemanda

3. Starfsmannamál og þróunarstörf

1. Starfsmenn fá tíma til þess að rækja skyldur sínar og bera ábyrgð á þeim

1. Skyldur og ábyrgð stjórnenda eru skráðar í skólahandbók og öllum kunnar, þ.m.t. nemendur og foreldrar

2. Stjórnendum er ætlaður tími til skilgreindra verka og hann skráður á stundatöflu eftir því sem unn er.

3. Sérþekking og reynsla einstaklinga í starfsliðinu fær að njóta sín, t.d. í námsefnisgerð og skólaþróun.

4. Starfsmenn hafa tillögurétt um kennslutæki og hjálpargögn og hjálpa til við að velja þau þegar því verður við komið

5. Kennarar eru hvattir til að viðra hugmyndir sínar um nýjungar í grein sinni, bekknum eða fyrir skólann í heild

2. Ákvörðunum er fylgt eftir án tafa og með festu

1. Ákvarðanir teknar í skólanefnd, skólastjórn, á kennarafundum og deildarfundum eru skráðar í fundargerðir.

2. Fundargerðum er dreift til þeirra er málin varða.

3. Ákvörðunum er hrint í framkvæmt innan tiltekins tíma af tilteknum einstaklingi og framkvæmd tilkynnt eftir því sem við á

4. Stjórnendur fylgjast með samskiptum starfsfólks og kynna sér hvort allir hlutaðeigandi eru sáttir við fyrirkomulag og gang slíkra samskipta

3. Kennarar og aðrir starfsmenn fá verkefni í samræmi við menntun sína og hæfileika

1. Deildarstjórar gera tillögu umkennsluskiptingu á bekki og valgreinar til aðstoðarskólameistara að höfðu samráði við kennara deildarinnar

2. Ath. undirbúning vals

4. Allir starfsmenn fá ótvíræðar starfsreglur sem unnar eru í samráði við þá sjálfa

1. Skylda og ábyrgð allra er tilgreind ístarfslýsingu handbókanna

2. Eftirfarandi kemur fram í starfslýsingu a.m.k.

1. stöðuheiti

2. næsti yfirmaður

3. undirmenn

4. samráðsaðilar

5. aðalverkefni og verkþættir

6. hlutverk í þróunarverkefnum og ráðgjöf

3. Starfslýsingar eru endurskoðaðar reglulega

5. Nýir kennarar, forfallakennarar og kennaranemar fá þann stuðning sem þarf

1. Nýir starfsmenn eru boðnir velkomnir af einum úr hópi stjórnenda

2. Einn stjórnenda ber með deildarstjóra ábyrgð á tengslum við nýjan starfsmann (eitt ár?)

3. Deildahandbækur innihalda kafla um móttöku nýliða

4. Nýir starfsmenn fá sérstaka handbók

6. Allir vinna störf sín undir eftirliti

1. Stjórnendur og starfsmenn leggja sig alla fram í starfi

2. Stjórnendur og deildarstjórar líta eftir störfum undirmanna skv. skipuriti og veita uppörvun og hvatningu

3. Stjórnendur eru kunnugir kennsluháttum og námsvenjum í öllum deildum, brautum og eftir námsárum. ?etta byggist m.a. á:

1. nemendum er fylgt

2. dæmum úr námi og kennslu

3. rök- og viðræðum við kennara

4. Allir hafa starfslýsingu sem endurskoðuð er reglulega

5. Kennarar taka þátt í umræðum um og mati á eigin störfum og skólanum í heild

6. Kennarar eiga þess kost að velta fyrir sér eigin kennsluháttum og lýsa þeim, t.d. þegar næsta kennslutímabil er skipulagt

7. Kennarar eiga kost sjálfsmatsgagna

8. Mat er skipulagt og byggist á skilgreindum aðferðum, tilgreindir eru ábyrgðaraðilar, tímamörk og viðmiðanir um árangur.

9. Símat er hluti af skólastarfinu og birtist m.a. í stöðugum vilja og viðleitni til þess að ræða kosti og galla, breytingar, umbætur og þróunarstarf.

10. Stjórnendur skoða og meta:

1. kennsluundirbúning kennara

2. kennsluhætti

3. vinnu nemenda

4. sýningar nemenda

5. niðurstöður mats og prófa

6. framlag sérfræðinga

7. notagildi og notkun kennsluefnis, tækja og hjálpargagna

11. Stjórnendur vega og meta skólastarfið:

1. á fundum með kennurum

2. með því að vinna með nemendum og kennurum

3. með skýrslum frá starfsfólki

4. skoða sýnishorn af vinnu nemenda

5. með könnunum

6. fylgjast með bekkjakennslu

12. Mat á innra starfi leiðir til aðgerða

13. Mat á innra starfi er notað við skipulagningu og ákvarðanir

7. Allar deildir hafa handbók fyrir starfsmenn sína

1. Deildahandbók er lausblaðabók í einu eintaki, varðveitt hjá deildarstjóra

2. ?ar er m.a.

1. markmið deildarinnar

2. nöfn ábyrgð og skyldur starfsmanna

3. námsáætlanir

4. áfangalýsingar

5. náms- og kennluaðferðir

6. mat, fyrirgjöf og skráningaraðferðir (miðlun?)

7. bókalistar

8. skrár yfir hjálpargögn, tæki og efni

9. öryggisreglur, m.a. vegna elds

10. samþykktir skólastjórnar og skólanefndar þær er varða deildina

11. fundargerðir deildarinnar

3. Stafsmenn eru með í ráðum við samningu og árlega endurskoðun handbóka

8. Faglegar þarfir starfsmanna eru greindar og þróunarþarfir viðurkenndar (endurmenntun/stöðuhækkanir?)

1. Sjá almennar reglur um endurmenntun og orlof (reglugerð og kjarasamninga

2. Upplýsingar um nám og starfsferil hvers og eins eru skráðar þ.á.m.

1. menntun

2. starfsferill

3. bekkjum kennt

4. ábyrgðarstörf

5. þátttaka í þróunarverkefnum

6. ritstörf

3. Starfsmenn sjá um að uppfæra skrána þótt hún sé varðveitt á einum stað

4. Skólinn hefur stefnu og áætlun um starfsþjálfun, endurmenntun, símenntun og námskeið, forgangsraðar þörfum skólans og örvar starfsmenn til þátttöku.

5. Starfsmenntun er m.a. fólgin í heimsóknum á aðra vinnustaði

6. Vettvangsaðstoð er veitt þeim sem óska eftir henni

7. Stöðuhækkanir innan skóla eru m.a. veittar á grundvelli metnaðar og frammistöðu í starfi

8. Starfsmenn gera sjálfir áætanir um viðbótarmenntun

9. Mat er lagt á það hvernig endurmenntun skilar sér í starfi.

9. Skólinn leitar eftir þjónustu endurmenntar- og starfsþjálfunarstofnana

4. Atvinnulýðræði (?)

1. Starfsfólk á þess kost að taka þátt í stjórnun skólans

1. Starfslýsingar eru gefnar út fyrir alla starfsmenn

2. Skipurit skólans nær yfir alla starfsmenn

3. Skilgreindar leiðir eru innan skólans fyrir starfsfólk allt til þess að hafa áhrif á stjórn skólans, m.a. með langtímanefndum og öðrum til skamms tíma um einstök mál

4. Tíðir fundir stjórnenda eru vettvangur upplýsingamiðlunar, ákvarðana, stefnumótunar og endurskoðunar mála

5. Starfsfólk á þess kost að leggja fram erindi á slíkum fundum, munnlega, skriflega eða með þátttöku í þeim um lengri eða skemmri tíma

6. Stjórnendur velta öðru hvoru fyrir sér verkaskiptingu og breytingum á henni byggðum á raunverulegu og hugsanlegu framlagi einstaklinga

7. Stjórnendur eru opnir fyrir hugmyndum starfsmanna

8. Sérþekking og reynsla starfsmanna er nýtt í skólastarfinu, t.d. í framboði á valgreinum

9. Starfsmenn hljóta uppörvun við störf sín og lof þegar það á við.

10. Starfsfólk er til ráðuneytis um búnað og aðstöðu

11. Kennurum er falin tilraunakennsla í bekk eða áfanga áður en skólinn tekur hana upp í heild

12. Kennarar eru hvattir til tillögugerðar um nýbreytni í sinni grein eða skólanum öllum

13. Kannaðir eru möguleikar á samstarfi foreldra og kennara

14. Starfsfólk á hlut í forfallaáætlun (-skipulagi) fyrir skólann

15. Stjórnendur kanna reglulega hvort starfsmenn eru ánægðir með áhrif sín á stjórn skólans

2. Starfsfólk á þess kost að vinna saman sem heild

1. Starfsmenn líta á sig sem heild sem vinnur að sameiginlegu marki

2. Starfsmenn finna til hlutdeildar í skólalífinu og vilja sjá það á framfarabraut

3. Starfsmenn eru þátttakendur í ákvarðanatöku innan skólans

4. Álits allra starfsmanna er leitað í mikilvægum málum

5. Liðsheildin er efld með því að gefa starfsmönnum færi á þátttöku í skipulagningu og stjórnunarstörfum

6. Stj´ronendur sýna þekkingu á þörfum einstakra deilda og vandamálum þeirra, sem þeir hjálpa til við að leysa á deildarfundum t.d.

7. Samsetning vinnuhópa og nefnda gengur þvert á deildir alltaf þegar því verður við komið

8. Starfsmenn vinna í anda vettvangsaðstoðar þótt skólinn hafi ekki gert um slíkt formlegar samþykktir

9. Skólareglur fyrir nemendur eru skýrar varðandi hegðun, stundvísi, verkefnaskil, og endurritun og starfsmenn eru sjálfum sér samkvæmir og samtaka í að framfylgja þeim.

10. Skólastjórnendur meta framlag kennara til velgengni skólans og láta vita af því!

11. Stjórnendur hlusta á sjónarmið starfsmanna og meta þau mikils

3. Boðleiðir milli stjórnenda og starfsmanna eru greiðar

1. Upplýsingar um skólastarfið dag frá degi berast starfsfólki með skipulegum hætti

2. Allar upplýsingar sem skólanum eru sendar berast viðkomandi starfsmönnum

3. Skólastjórnendur miðla upplýsingum sem þeir verða áskynja á fundum og ráðstefnum til starfsfólks

4. Kennara- og starfsmannafundir eru haldnir reglulega með boðaðri dagskrá og skráðum fundargerðum

5. Starfsfólk hefur eintak af reglum skólans höndum, bæði að því er varðar stjórn og skipulag og nám og kennslu

6. Starsfólk fær tækifæri til þess að flytja tillögur um hvaðeina

7. Stjórnendur gefa sér tíma til þess að hlutsta á sjónarmið starfsfólks

8. Skólameistari heldur menntastefnu skólans á loft svo að ekki fer fram hjá neinum

9. Aðstoðarstjórnendur gegna lykilhlutverki í upplýsingakerfinu með því að:

1. skýra stefnumál og framkvæmdaatriði

2. koma auga á og vekja athygli á því sem til fyrirmyndar er

3. vekja athygli skólameistara á áhyggjuefnum starfsmanna

4. styðja kennara í kennslustofum

10. Lifandi umræðu um kennslkufræði er haldið gangandi

11. Skólameistari gerir starfsfóli gein fyrir rekstri og skiptingu fjár

12. Starfsfólk þekkir Sóknaráætlun skólans

4. Stjórn skólans ber hagsmuni starfsólks fyrir brjósti og tekur tillit til þarfa þess

1. Einn stjórnenda hefur umsjón með kennarastofum og vinnuaðstöðu kennara

2. Starfsvenjur vegna forfalla, veikinda eða persónlegra vandamála starfsfólks eru öllum kunnar

3. Skólameistari og stjórnendur eru til taks fyrir starfsmenn

4. Stjórnendur veita starfsmönnum þá hjálp er þeir geta þegar erfiðleikar steðja að

5. Stjórnendur benda starfsfóli á boðleiðir og rétt þeirra í "kerfinu", þ.m.t. veikindarétt, orlof, kennsluafslátt, aldursafslátt, eftirlaunarétt, áfengismeðferð og "compassionate leave"

5. Boðleiðir kvartana eru skilgreindar, þeim haldið opnum og kvartanir eða klögumál fá eðlilega og skjóta meðferð

5. Vísitölur óánægju

1. fjöldi kvartana vegna starfsfólks

1. frá foreldrum

2. frá nemendum