< Jakob Hálfdanarson: Vegurinn yfir Mývatnsöræfi 1878
Höfundar
Forsíða


Jakob Hálfdanarson

Jakob skrifaði margt fleira heldur en það sem enn hefur birst á prenti og þar á meðal er þessi frásögn. Hún er rituð í Ættartölubók Jakobs Hálfdanarsonar, Húsavík, hverrar skrift er upp hafin árið 1898 - sennilega um 1908. .

Þetta er frásögn og setningaskipan Jakobs sjálfs en greinarmerkja- og stafsetning hefur á einstaka stað verið færð að því sem tíðkast nú um stundir. Atriðisorð í vinstri dálki eru frá GÓP.

> Vegurinn yfir Mývatnsöræfi


Fugl sem flýgur frá Mývatni beint til Akureyrar fer litlu lengra
en annar sem flýgur stystu leið austur að sæluhúsinu við Jökulsá.

1875

Hraun úr
Mývatnseldum
veturinn 1875
rann yfir
þjóðveginn

Það komst á orð um vorið 1875 að ógurlegt væri nú orðið að komast þjóðleiðina yfir Mývatnsfjöll því hraunið féll innan úr öræfunum yfir veginn og langt norður fyrir hann. Var því ekki einasta vegleysa um stórþýfða, dokkótta móa, sem nú varð fyrir mönnum, heldur talinn afar mikill krókur norður fyrir hrauntaglið er mjög lengdi veginn.
Hvar á
að leggja
veginn?
Um þetta urðu skriflegar og munnlegar ráðagerðir hvernig úr skyldi bæta.

Landshöfðingi, Hilmar Finsen, fór um fjöllin að líta á aðgjörðar-nauðsynina. Það hefur máske ekki verið fyrri en 1876. Í þeirri för varð það slys að einn af hestum hans hrapaði niður í nýja gjá við niðurfallsbrún norðan við hrauntaglið og náðist ekki lifandi aftur. Svo var mikið orð gert á aukinni vegalengd þessarar nyrðri leiðar að því var hreyft - helst af landshöfðingja, að leggja veginn yfir hraunið á gamla veginum - ekki máske ókleyft að mölva niður braut með járnum og sleggjum.

Nú var enn enginn vegfræðingur til né verkfræðingur í landinu. Það sem farið var nú að gera að vegum og brúm var falið einum eða öðrum bónda, sem yfirvöld báru helst traust til, eða þá sýslunefndir, sem þá eins og síðar hafa þau mál með höndum.

1878
ráðist í
gerð nýs
vegar

Jakob
ráðinn
verkstjóri

Á öndverðu sumri 1878 var lögð hönd á það verk að leggja nýjan veg yfir Mývatnsfjöll. Mér þykir líklegt og minnir að þeir Jón Sigurðsson á Gautlöndum og Pétur bóndi í Reykjahlíð væru af landstjórninni skipaðir til að ráða af hvar vegurinn skyldi liggja - hvort heldur ný leið eða halda við gamla veginum - og réðu þeir eindregið til hins nýja vegar.

Ég var af amtm. J. Havsten fenginn fyrir verkstjóra. Til þessa kunni ég ekki hið minnsta, hafði þá óvíða farið og of lítið tekið eftir því eins og fleiru. Ég byrjaði samt á svonefndri Austar-brekku. Trúlegt þykir mér að þar megi enn þann dag í dag sjá ljósan vott vankunnáttunnar í samanburði við verklag - jafnvel almennings - að þess konar störfum nú. Enda ætla ég að það hafi mikið lagast þá þegar. Það var hálfur mánuður sem við lágum þar austur í tjöldum í þetta sinn og man ég eftir okkur 18 talsins.

Erfitt
um
vatn
Við höfðum ærið harðan kost hvað vatnið snerti. Varð að verja til þess manni með 2 hesta að vera einatt á ferð austur að Jökulsá að sækja vatn í kvartil - og þetta var ótært vatn með pims muli í - sem Jökulsá flutti einatt síðan Öskjugosið 1875. Þetta óálitlega vatn og dýra varð svo að skammta í kaffibollum upp úr ílátunum og leggja svo tafarlaust af stað aftur.
Vegafræði

Nyrðri vegur
reyndist styttri
en sá gamli

Þegar ég var nú búinn að taka þetta starf að mér varð ég einn að ráða stefnu vegarins og legu hans á hverjum stað - varð að fyrirstilla "Ingeniör" - sem vissi þó varla hvað þýddi - en það fann ég að mér var vandi á höndum og var ég á sífelldum gangi og lengdarmælingum um langa vegu - þvert og endilangt. Og nú fann ég það sem mörgum kom ókunnuglega fyrir, að þessi nýja leið, norðan við hið nýja hraun, varð drjúgum mun styttri en hin, sem hinn gamli vegur lá.

Það var hávær sönnun á valdhlekkjum vanans. -

Enda forðaðist ég jafnt smáa sem stóra króka á hinum nýja vegi, því það var hvorutveggja að ég gat ekki fundið sparnað í nokkrum króki - enda krafði tilfinning mín hér, í þessari auðn, svo þráðbeina braut sem borgarstræti væri og þar sem beygja þurfti lítið stefnuna hafði ég það á þeim hæðum er huldu fyrir auganu framhald vegarins uns komið var upp á hæðina - því með þeim hætti veit vegfarandinn ekki neitt af stefnubreytingunni nema hann gái og geti miðað stefnu sína við fjöll eða sjónarhæðir í fjarlægð. Ég ætla það væru þrjú ár sem ég hafði vegabótina með höndum og svo vörðuhleðslu þar á eftir.

Áfram! Jakob fór við þriðja mann að skoða eldsumbrotin í Mývatnseldunum 1875 og tók um það saman dálitla frásögn og aðra um byggingu sæluhússins við Jökulsá á Fjöllum.

GÓP-fréttir - forsíða * Höfundar