GÓP-fréttir

Jakobsvefur

Höfundar
 

Kom inn!
Samningur 1882

Jakob Hálfdanarson * samskipti viđ K.Ţ.

Neđangreindir samningar og bréf eru hér upp skrifuđ eftir uppskrift Péturs Sumarliđasonar.
Greinarmerkja- og stafsetning hefur GÓP á einstaka stað fært að því sem tíðkast áriđ 2004.

1882
K
aupstjórn
Samningur um verslun K.Ţ. frá 1882
(GGí: er til í Lbs.)
Inn-
gangur
Samningur
um verslun Kaupfélags Ţingeyinga,
gjörđur eftir samkomulagi á fundi ađ Ţverá í Laxárdal 20. febrúar 1882, af undirritađri stjórnarnefnd félagsins.
1. gr. Međundirritađur, Jakob Hálfdanarson, sem tekist hefur á hendur kaupstjórastörf félagsins yfirstandandi ár, skuldbindur sig til ađ panta međ nćstu póstferđ ţćr varningstegundir, sem tilfćrđar eru á vöruskrám ţeim, sem honum eru afhentar, á ţeim stöđum, og hjá ţeim mönnum, sem stjórnarnefndin í heild sinni kemur saman um. Nú verđa vörur pantađar síđar, og skal ţá senda pöntunarskrána međ fyrstu póstferđ á eftir.
2. gr. Hinum pöntuđu vörum skal ávallt ráđstafađ á Húsavík. En skyldu vörurnar af einhverjum ţeim orsökum, sem ekki verđur gert ráđ fyrir, verđa settar upp á ađrar hafnir, skal kaupstjóri á eigin kostnađ gjöra ráđstöfun til ađ vörurnar komist međ nćstu póstskipsferđ, eđa á annan hátt til Húsavíkur. Ţó skal telja flutningsgjald vörunnar međ öđrum flutningskostnađi.
3. gr. Kaupstjóri skal útvega svo fullnćgjandi tryggingu fyrir kaupeyri og vörum félagsins, sem framast er kostur á, svo sem međ ţví ađ útvega póstábyrgđ fyrir peningum ţeim, sem sendir eru međ póstum og ábyrgđ einhver áreiđanlegs ábyrgđarfélags erlendis fyrir ađfluttum vörum og ţeim innlendu varningstegundum, er sendar kunna ađ verđa sem borgunareyrir, ađ svo miklu leyti sem ţess ţarf međ. Ađ öđru leyti er fé hvers einstaks félagsmanns í eigin ábyrgđ.
4. gr. Kaupstjóri skuldbindur sig til ađ vera ávallt sjálfur nálćgur á Húsavík ţegar von er á vörum ţangađ. Tekur hann sjálfur á móti ţeim, sér um uppskipun ţeirra og kemur ţeim á óhultan stađ, ađ ţćr ekki liggi undir skemmdum. Ţann kostnađ, sem af ţessu leiđir greiđa félagsmenn hver fyrir sig eftir vörumagni. Svo mćlir og vegur kaupstjóri vörurnar út til félagsmanna, svo fljótt og greiđlega sem framast verđa föng á, og eru vörurnar úr hans ábyrgđ ađ öllu leyti eftir ţađ, ađ ţćr eru afhentar. Heimilt er kaupstjóra í sérstökum tilfellum, ađ ákveđa visst tímatakmark, sem ţó má aldrei vera styttra en 14 dagar, frá ţví vörurnar eru komnar á land til ađ afhenda vörurnar, en ţađ skal hann hafa tilkynnt félagsmönnum rúmum tíma fyrirfram.
5. gr. Nú vitjar einhver félagsmađur ţeirrar vöru er hann hefur pantađ og hefir eigi greitt borgun fyrirfram, og kemur heldur eigi međ borgunina. Hefur hann ţá fyrirgert rétti sínum til vörunnar, og er kaupstjóra heimilt ađ selja hana, viđ ţví verđi sem honum sýnist á eigin ábyrgđ.
6. gr. Kaupstjóri fćr sem ţóknun fyrir störf sín ákveđiđ hundrađsgjald af kaupeyri félagsmanna ţannig, ađ ţeir sem borga fyrirfram greiđa 2 af hundrađi af ţeirri upphćđ, sem fyrirfram er greidd. Ţeir sem borga svo tímanlega, ađ peningarnir verđa sendir međ sömu skipsferđ, sem vörurnar koma međ, greiđa 4 af hundrađi. Og ţeir, sem borga eigi fyrr en um leiđ og vörurnar eru afhentar, greiđa 6 af hundrađi. Ţađ telst sem fyrirframborgun sem greitt er svo tímanlega, ađ peningarnir verđi sendir í apríl ţađ ár.
7. gr. Ţessi samningur gildir frá 20. febrúar 1882 til 20. febrúar 1883, og er hann ţá úr gildi genginn án nokkurrar uppsagnar, nema hann hafi veriđ endurnýjađur.
Undir-
ritun
Ţessi samningur, í tveim samhljóđa frumritum, er stađfestur og löggiltur međ stjórnarnefndarinnar eiginhandar nöfnum og tveggja tilkvaddra virundarvotta

Stjórnarnefnd félagsins 20. febrúar 1882

J. Hálfdanarsonar
Jón Sigurđsson
B. Kristjánsson

Vitundarvottar:
B. Kristjánsson
S. Magnússon

Stađfestir:
Jón Sigurđsson

1884
H
úsleigur
Samningur um leigumál á hálfu húsi frá 1884
(GGí: er til í frumriti á Lbs, kassi IVb, mappa IIIb.)
(Uppskrifarinn GÓP er ekki viss hvort ţessi b eru b - eđa 6
- eftir handskrifuđu innskoti GGí á vélritađa uppskrift PS.)
Inn-
gangur
Áriđ 1884 hinn 11. dag febrúarmánađar var ađ Múla í Ađalreykjadal gerđur svofelldur samningur, millum stjórnarnefndar Kaupfélags Ţingeyinga á eina hliđ, og Jakobs borgara Hálfdanarsonar á hina, ađ stjórnarnefndin leigir í umbođi félagsins borgaranum ţann helming í vöruhúsi félagsins á Húsavík, sem er ţar ţess eign, ásamt tiltölulegum helmingi í verslunaráhöldum, og öđru ţví er félaginu tilheyrir, á nefndum stađ, međ eftirfylgjandi skilmálum.
1. gr. Félagiđ kostar ađ helmingi á móti borgaranum framhald á byggingu hússins, svo ađ ţađ verđi notađ til íbúđar, vörugeymslu, vöruúthlutunar, ţó međ ţeirri takmörkun, ađ allur byggingarkostnađur hússins fari ekki fram úr kr. 4.500. Kosti borgarinn meiru til hússins gerir hann ţađ fyrir eigin reikning.
2. gr. Húsiđ afhendist borgaranum í nćstkomandi fardögum 1884 međ sínu ákvćđisverđi, hvort sem ţađ verđur fullbúiđ eđa ekki. Verslunaráhöldin afhendist honum eins og ţau koma fyrir, eftir áliti og virđingu tveggja tilkvaddra matsmanna. Frá ţeim tíma er bćđi húshelmingurinn og áhöldin í hans umsjón og ábyrgđ ađ öllu leyti, og ber hann ađ svara til hvortveggja í góđu og gildu standi, ţegar ţessi samningur gengur úr gildi.
3. gr. Jakob borgari Hálfdanarson skuldbindur sig til ţess ađ útvega, sem allra fyrst, og ekki seinna en fyrir nćsta ađalársfund félagsins, fullnćgjandi brunabótaábyrgđ fyrir húsinu, hjá áreiđanlegu brunabótafélagi erlendis. Ţegar ţessi trygging er fengin selur hann stjórnarnefndinni í hendur tryggingaskjöl ţau er hann fćr fyrir húsinu eđa stađfest endurrit ţeirra, og hefir stjórnarnefndin rétt til ađ hlutast til um skilvísa greiđslu brunabótagjaldsins á hverju ári.
4. gr. Borgarinn hefir húsiđ til allra löglegra leiguliđa afnota og umráđa endurgjaldslaust, ađ öđru en ţví, ađ hann, auk brunabótagjaldsins, greiđi hiđ ákveđna lóđargjald fyrir ţađ, og hver önnur gjöld er á ţađ kunna ađ verđa lögđ til almennra ţarfa, en ţar á móti er félaginu áskilinn réttur til ađ leggja upp í húsiđ vörur ţćr er ţađ pantar, og fá ţar geymslu á ţeim eftir ţörfum og atvikum. Svo hvílir og á borgaranum viđhald hússins og fyrning ţess ađ öllu leyti.
5. gr. Nú vill annađhvort félagsstjórnin eđa borgarinn ekki halda lengur áfram samskiptum sínum, og má ţá segja upp ţessum samningi međ ţriggja mánađa fyrirvara. Rofni félagiđ eđa deyi borgarinn, er og samningurinn ađ sjálfsögđu upphafinn. Í hverju af ţeim tilfellum, sen hér var gert ráđ fyrir, skal virđa húsiđ af tveimur mönnum ţar til kvöddum af hlutađeigandi sýslumanni og greiđi ţá borgarinn eđa bú hans ţá upphćđ, sem helmingur hússins verđur metinn minna en ţví fé nemur, sem félagiđ hefur framlagt til byggingar ţess.
6. gr. Vilji félagiđ hćtta samskiptum sínum viđ borgarann, ţá er ţađ skuldbundiđ til ţess ađ innleysa ţann helming hússins, sem er borgarans eign. Á sama hátt er hann og skuldbundinn til ađ selja félaginu sinn húshelming vilji hann ekki lengur hafa samskipti viđ ţađ. Greini hlutađeigendur ţá á um hćfilegt verđ fyrir húshelminginn, skal sömu reglu fylgt sem áđur segir ađ tveir menn tilkvaddir af sýslumanni meti húsiđ og verslunaráhöldin til verđs, eins og ţađ ţá kemur fyrir, og greiđi ţá félagiđ borgaranum helming virđingarverđsins.

En vilji félagiđ eđa ţurfi ađ farga sinni eign í húsinu, er borgaranum heimilađur sami réttur ađ öllu leyti gagnvart ţví. Neyti annarhvor hlutađeigenda ţess réttar, sem hér er gefinn, gildir eins árs fyrirvari á báđar hliđar.

Undir-
skriftir
Ţessum samningi, sem er í tveim samhljóđa frumritum, til stađfestingar er stjórnarnefndarinnar og borgarans eiginhandar nöfn, og tveggja tilkvaddra vitundarvotta.

Á stađ og degi er fyrr segir,

Jón Sigurđsson
B. Kristjánsson
Benedikt Jónsson
Jakob Hálfdanarson

Vottar:
Jón Vídalín
Björn Jóhannesson

1889
Út međ ţig,
Jakob!!
Jakobi Hálfdanarsyni sagt upp afnotum af íbúđarhúsnćđishelmingi K.Ţ.

Bréf Jóns Sigurđssonar á Gautlöndum, formanns Kaupfélags Ţingeyinga , til Jakobs Hálfdanarsonar.

16. mars
1889
Á ađalfundi Kaupfélags Ţingeyinga 14. - 15. janúar ţ.á. var félagsstjórninni faliđ á hendur  ađ koma ţví til vegar ađ félagiđ hefđi framvegis útlendar vörur til sölu á Húsavík, og gjöri ţćr ráđstafanir sem nauđsyn ber til, ţessu til framkvćmdar.

Ţar sem ég verđ ađ álíta, ađ eitt međ fyrstu skilyrđum fyrir ţví, ađ ţessu geti orđiđ framgengt, sé ţađ, ađ félagiđ hafi ţann helming íbúđarhúss, sem ţví tilheyrir, til frjálsra afnota, skal ég leyfa mér ađ ađvara yđur um, ađ ţér verđiđ ađ rýma burtu úr téđum húsparti međ allt er yđur heyrir til, á nćstkomandi hausti, ef á ţarf ađ halda, og ţetta fyrirtćki fćr tilćtlađan framgang.

Jafnframt skal ég leyfa mér ađ fara ţess á leit viđ yđur, ađ ţér vilduđ leigja félaginu til allra afnota nćstk. fardagaár, pakkhús ţađ er ţér eigiđ međ á Húsavík ásamt leyfi til ađ nota lóđ ţá er húsiđ stendur á, og sem ţér hafiđ til leigu.

Svar yđar hér upp á óska ég ađ fá sem fyrst.

Gautlöndum 16. mars. 1889

Jón Sigurđsson

1889
É
g fer hvergi!!
Jakob hafnar uppsögninni

Ítarlegt svarbréf Jakobs Hálfdanarsonar.

27. mars
1889
Bréf yđar, herra formađur Kaupfélags Ţingeyinga, dags. 16. ţ.m. hefi ég međtekiđ og vil samkvćmt ósk yđar eigi undandraga lengur ađ svara ţví, en í sambandi viđ ţađ vil ég leyfa mér, ađ líta yfir, og drepa á ađalatriđin í sögu samvinnu minnar viđ félag ţetta frá upphafi ţess.

Ţađ var haustiđ 1881, áđur heldur en nokkrum öđrum, sem ég vissi af, hefđi komiđ til hugar svona lagađ félag, ađ ég fór alvarlega ađ hugsa um á hvern hátt mćtti koma í samband ţeim smápöntunartilraunum, sem um 2 ár höfđu veriđ gjörđar í ýmsum sveitum hérađsins, og sem ţegar höfđu sýnt bćndum töluverđan hagnađ, á móts viđ hin venjulegu verslunarviđskipti.

Ég var varla búinn ađ hugsa mér myndun félagsins, fyrri en ég gjörđi mig á fund prestsins hér á Húsavík, og festi mér til umráđa lóđarblett ţann, sem húsin hér standa nú á, og af ţví er fram kom fáum dögum seinna, mun auđvelt ađ sýna, ađ ef ţađ hefđi nokkuđ undan dregist, ţá hefđi Kaupfélag Ţingeyinga eigi enn ţann dag í dag haft hér á Húsavík nokkurt skýli eđa frjálst athvarf, og ţá ólíklega veriđ til.

Jafnvel ţó einstöku menn, en ţó einkanlega ţér sjálfir, heiđrađi formađur, vćru mér og fyrirtćkinu ómetanlega hjálplegir í orđi og verki, ţá voru ţó fyrstu misserin mér einkar erfiđur tími, ţar sem ég varđ ađ hafa bú mitt og fjölskyldu uppi í Mýuvatnssveit en standa fyrir byggingum hér í vondu árferđi og ađ sumu leyti í verstu kringumstćđum, taka á móti vörum og úthluta ţeim, ekki eins og nú í heildum til deildanna, heldur hverjum einstökum sitt, međ reikningsskilum.

Ţegar nú hús ţađ er ég bý í var ađ mestu uppkomiđ, öndverđlega á árinu 1884, og ég sá engan veg til framhalds félaginu annan en ađ flytja mig međ fjölskyldu mína í ţađ, enda búinn ţá ađ leggja af eigin efnum hátt á 3ja ţúsund krónur í ţađ, móts viđ félagiđ, ţá var ţađ, ađ ţér heiđruđu stjórnendur félagsins gjörđuđ viđ mig samning um notkun mína á húsinu dags. 11. feb. 1884. Ţá kom ţađ ađ vísu í ljós ađ ţér vilduđ félagsins vegna, ná fullum yfirráđum yfir ţessum stöđvum ţess hér, og ađ ég á hinn bóginn ţóttist hafa lagt of mikiđ í sölurnar til ţess ađ verđa ađ ósekju rćkur, ţegar félagsstjórninni sýndist, og gekk eins og ţér munuđ minnast, seinlega ađ koma ţessu saman, og ţó svo ađ lokum, ađ fullhćpinn mun mega álíta minn rétt eftir framangreindum atvikum.

Litlu seinna, eđa áriđ 1886, réđist ég í ađ efna uppí nýtt hús félaginu til nota. Eigi virtist ţörfin fyrir ţađ vera yđur ljós, og engar hvatir eđa ađstođ lögđuđ ţér til ţess, en auđsćtt mun ţó hverjum skynberandi manni, ađ notkun ţess hefur síđan veriđ lífsnauđsyn félagsins.

Í upphafi hafđi ég í borgaraleyfi selt nokkuđ af varningi, sem ég fékk undir hendur frá ýmsum skiptakunningjum, og höfđuđ ţér jafnan hvatt mig til ađ auka ţađ til eflingar atvinnu minni og réđist ég í mest, í ţeirri grein, áriđ 1885, fyrir óskir margra, og sér í lagi áeggjan og milligöngu ţess manns, er vér bárum best traust til í ţeim efnum, en ţađ varđ mér ađ gjörsamlegu eignatjóni, svo ađ ég hefi til skamms tíma, eigi getađ haft nokkur sölustörf. Nú, er ţér tókuđ ađ yđur reikningshald og framkvćmdastjórn félagsins, og ég losađist mjög viđ smáafhendingu til einstakra manna, varđ mér auđsćtt, ađ ţar sem borgarasýslanin hefđi áđur í raununni veriđ mér ofvaxin samhliđa félagsstörfum, ţá var nú aftur á móti fyrst kominn sá hentugi tími til ţess fyrir mig, hvađ húsrúm, ćfing og annir snerti, - og jafnvel ţó sumir af yđur hafi nú risiđ öndverđir gegn ţessu, í stađinn fyrir hvatirnar áđur, - ţá hefi ég međ ađdraganda tilraunum unniđ ţađ á, ađ ég áriđ sem leiđ fékk, handa syni mínum, dálítiđ af vörum, og lét hann kaupa borgarabréf. Vörur ţessar valdi ég ađ tegundum til, međ sérstöku tilliti til félagsmanna, nefnilega ađ nokkuđ af ţví skyldi vera hér til, sem félagsmenn höfđu ekki pantađ, enda eru enn til nćgar birgđir til ársins af sumu ţessum tegundum, og nú hefi ég af nýju lagt kappsamlega drög fyrir viđbót í fleiri tegundum, á nćsta sumri. Hefi ég ţannig ćtlađ húsinu nćga brúkun í ár bćđi okkur, og svo eins og ađ undanförnu, félaginu, fyrir mikiđ af pöntuđu vörunum.

Auk ţess sem ađvörun yđar um ađ rýma burtu úr húsparti félagsins kemur fyrst og fremst, samanborin viđ hinn seinni liđ bréfs yđar, í bága viđ hinn áđur áminnstan leigusamning (5. gr.) og sem ég finn skyldu mína, gagnvart mér og mínum, ađ halda fast á, og í annan stađ viđ áform mín og framkvćmdir um brúkunarţörf á húsinu, sem ekki er hćgt ađ afturtaka, ţá er ég í 3ja lagi sem frumkvöđull félagsins, og međlimur, einn međ öđrum, svo ákaflega mótfallinn ţví, ađ ţađ sem félagiđ allt ađ ţessu hefir eftir okkar skilningi haldiđ sér utan viđ alla verslun hér á Húsavík, og samkvćmt lögum sínum á ađ keppa ađ ţví takmarki, ađ verđa skuldlaust og óháđ nokkrum erlendum viđskiptamanni, fari nú í kröppum kringumstćđum ađ stofna hér verslun og binda sig skuldaböndum ađ nauđsynjalitlu.

Í sambandi viđ ofan og framanskrifađ lýsi ég ţá loksins yfir ţví, ađ ég tek ekki í nokkru falli til greina neina ađvörun um ađ víkja burt úr húsparti félagsins nokkurntíma á nćstkomandi fardagaári - en er ţar á móti fús til eins og ađ undanförnu ađ ljá félaginu hús og lóđ, svo sem í mínu valdi stendur, undir mínum eigin umráđum og störfum, međ sömu eđa líkum skilmálum og nćstliđiđ ár.

Húsavík, hinn 27. mars 1889

J. Hálfdanarson

>> Til formanns Kaupfélags Ţingeyinga

1892
A
fhending
Samningur viđ afhendingarmann frá 1892
(Aths PS: Í horni stendur: Tekiđ úr bók innfćrt af J.Á.J. eftir frumriti.)
(GGí: er til á Lbs, sam 1897(?) o.fl..)
Inn-
gangur
Samningur
Kaupfélagsstjórnarinnar viđ afhendingarmann 1892

Viđ undirritađir Pétur Jónsson, Benedikt Jónsson og Jón Jónsson (Múla) í stjórn Kaupfélags Ţingeyinga á ađra hliđ og Jakob Hálfdanarson á Húsavík á hina hliđina gerum í dag međ oss svofelldan samning.

J.H.
skuld-
bindur
sig
Ég, Jakob Hálfdanarson, tek ađ mér fyrir Kaupfélag Ţingeyinga ţessi störf:
 1. Uppskipun á öllum ađfluttum vörum til félagsins, sem koma til Húsavíkur, og flutning á ţeim í hús.
 2. Umsjón á vörunum og ábyrgđ eftir ađ ţćr eru taldar mér í hendur af félagsstjórninni í húsum félagsins. Ţó ábyrgist ég ekki rýrnun og skemmdir á vörum sem ég get sannađ ađ átt hafi sér stađ áđur en ég tók viđ ţeim.
 3. Úthlutun á vörum til félagsdeildanna samkvćmt pöntunarskrá, og geinileg reikningsskil eđa skýrslur til formanns og deildarstjóranna fyrir úthlutuninni, ţó međ ţví skilyrđi, ađ ég sé međ öllu laus viđ afhendingarstörf frá 15. júlí til 12. sept. og frá 30. október til 1. janúar og vöruafhendingu sé lokiđ til fulls hinn 25. mars n. ár..
 4. Móttöku, umsjón, útbúnađ og útskipun á útflutningsvörum félagsins (ull, smjöti, tólg, fiski, lýsi, lambskinnum, tóvöru, rjúpum o.s.frv.) samkvćmt nákvćmari reglum, sem um ţađ kunna ađ verđa settar, sömuleiđis skil fyrir ţessu til formanns og deildarstjóra. Ţó er ég undanţeginn ţessum störfum sömu tíma og afhendingarstörfunum samkvćmt nćstu grein á undan.
 5. Umsjón alla á húsinu og áhöldum félagsins á Húsavík svo og greiđslu lóđargjalds fyrir húsinu 20 kr..

Framanskrifuđ störf og skyldur skuldbind ég mig til ađ annast á eigin kostnađ ađ öllu leyti. Ennfremur skuldbind ég mig til ađ hafa eigi önnur verslunarstörf á hendi en ţau, er félagsstjórnin veitir mér sérstakt leyfi til.

K.Ţ.
skuld-
bindur
sig
Vér Pétur Jónsson, Benedikt Jónsson og Jón Jónsson (Múla) skuldbindum Kaupfélag Ţingeyinga til ađ greiđa herra Jakobi Hálfdanarsyni fyrir störf ţau er hann tekst á hendur međ ţessum samningi fyrir kaupfélagiđ ţessa borgun:
 1. Verkalaun ..................................... kr. 600,00
 2. Ábyrgđ ......................................... kr.100,00
 3. Uppskipun .................................... kr. 500,00
 4. Kostnađ viđ útfluttar vörur ............. kr. 100,00
 5. Húsaleigu og lóđargjald .................. kr. 250,00
 6. Fyrirhöfn á leyfum frá fyrra ári ....... kr. 200,00
 7. Ritföng og lýsingu .......................... kr. ..50,00

................. Samtals átjánhundruđ krónur .. kr. 1.800,00

Vér skuldbindum félagiđ til ađ hlíta öđrum ţeim skilyrđum sem Jakob Hálfdanarson setur í samningi ţessum. Samningurinn gildir frá í dag til 15. maí 1893.

Húsavík 19. maí 1892

Jakob Hálfdanarson
Benedikt Jónsson (Auđnum)
Pétur Jónsson (Gautlöndum)
Jón Jónsson (Múla)

1902
Ţ
akkir
Ţakkir til JH frá 20 ára afmćlishátíđ K.Ţ. 20. febrúar 1902

Inngangur Péturs Sumarliđasonar:
Áriđ 1902, ţann 20. febrúar, eru samankomnir ađ Ystafelli forráđamenn Kaupfélags N.-Ţingeyinga, Kaupfélags Ţingeyinga og Kaupfélags Svalbarđseyrar. Tilefniđ er stofnun sambands sín á milli til samrćmingar á starfsháttum og til sameiginlegra átaka. Ţessi nýju samtök hlutu nafniđ Sambandskaupfélag Ţingeyinga. Seinna var nafni ţeirra breytt í Sambandskaupfélag Íslands og frá 1910 heita samtökin Samband íslenskra samvinnufélaga.

Ţótt megintilgangur fundar áđurnefndra forráđamanna hafi veriđ samtakastofnunin ţá er líka um ađ rćđa 20 ára afmćli Kaupfélags Ţingeyinga og í tilefni ţess skrifa ţeir Jakobi Hálfdanarsyni eftirfarandi bréf.

(GGí: Frumrit til á Lbs.)

20. febrúar
1902
Kćri samverkamađur og vinur.

Sökum ţess ađ nú í dag eru liđin 20 ár síđan Kaupfélag Ţingeyinga náđi föstu, lögformlegu skipulagi (20. febr. 1882) höfum vér saman komnir undirritađir félagsmenn variđ til ţess kvöldstundinni, ađ rifja upp endurminningar um uppruna og starfsemi félagsins. Vér höfum saknađ ţín mjög í ţessum hóp á ţessari stundu og finnum oss ţví knúđa til ađ láta bréflega í ljósi innilegt ţakklćti vort og vinarţel til ţín, ţess manns er vér álítum ađ félagiđ eigi upptök sín og tilveru mest og best ađ ţakka. Og um leiđ látum vér í ljósi ţá von vora og trú, ađ K.Ţ. muni lifa lengi og verđa til sannanlegrar blessunar hérađi voru og landi, bćđi međ beinum og óbeinum áhrifum. Og jafnvel ţó sá tími kynni ađ koma, ađ félagiđ leggist niđur í ţeirri mynd sem ţađ hefir nú, er ţađ sannfćring vor ađ ţess muni verđa minnst međ hlýlegri viđurkenningu í sögu ţjóđar vorrar, og ţá um leiđ fyrst og fremst ţín, ţess manns er vér teljum ađalfrömuđ kaupfélagsskaparins á hinu fyrsta og örđugasta skeiđi hans.

p.t. Ystafelli 20. febrúar 1902

Pétur Jónsson,
Benedikt Jónsson,
Sigurđur Jónsson,
Steingrímur Jónsson,
Jón Jónsson,
Bjarni Bjarnason,
Sigurjón Friđjónsson,
Helgi Laxdal,
Árni Kristjánsson,
Friđbjörn Bjarnason.

>> Til Jakobs Hálfdanarsonar á Húsavík.

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir