Forsíða
GÓPfrétta


 

 

Aftur á
síðu Sturlu
Friðriks-
sonar

Benedikt Antonsson, viðskiptafræðingur,
ávarp til vinar og skólabróður:

Uppsetning
og atriða-
dálkur
GÓP

Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur,

níræður.

F. Sturla Friðriksson 90 ára 27. febrúar 2012
Frá
örófi
alda
Sturla,
hvað höfum við lengi þekkst? Langa-lengi. Tólf ára gamlir byrjuðum við saman í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem var staðsettur á horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Þar áttum við saman þrjú eftirminnanleg ár. Við tókum saman stúdentspróf. Við urðum 70 ára stúdentar í fyrra. Við tókum ekki stúdentspróf í Menntaskólanum í Reykjavík. Nei, við tókum stúdentspróf frá Háskóla Íslands, því Bretar höfðu hertekið skólann okkar árið sem við tókum prófið.
p & p

 

 

stúdenta-
systkini

Sturla,
þú hefur alltaf haft gaman af orðaleikjum og orðatiltækjum. Eitt orðatiltæki er þannig: „Að vera potturinn og pannan í einhverju.” Það þýðir að vera aðalmaðurinn í einhverju, eða vera frumkvöðull einhvers.

Sturla
þú hefur verið potturinn og pannan í öllum félagsskap stúdentssystkina þinna. Sem dæmi um það, þá hefur þú ort ljóð og valið lag sem allir kunna, sem við höfum sungið á stúdentsafmælishófum okkar á fimm ára fresti. Þessi ljóð, sem eru nokkur erindi hvert ljóð og oft með gamansömu ívafi, eru orðin ellefu samtals. Geri aðrir betur.

Lions Sturla,
ég er svo lánsamur að hafa verið með þér í rúmlega hálfa öld í Lions-klúbbi. Þetta er Lionsklúbburinn Baldur, sem er næstelsti klúbburinn á Íslandi. Klúbburinn er þekktur hér á landi eins og allir aðrir Lionsklúbbar fyrir ýmis konar líknarstörf. Klúbburinn okkar er þekktur víða um lönd fyrir að benda á og reyna að koma í veg fyrir gróðureyðingu á hálendi Íslands. Klúbburinn hefur til umráða stórt landssvæði á leiðinni upp á Kjöl nálægt þeim stað þar sem Langjökull rennur út í Hvítárvatn. Þangað fara Lionsfélagar á sumrin. Oft með konur og börn. Þar eiga þeir félagsheimili með eldhús- og svefnaðstöðu og þrjú svefnhús. Þarna dreifa þeir áburði og grasfræi, gera við girðingar og setja upp nýjar girðingar Árlega telja þeir á sömu reitum víðsvegar á svæðinu, öll grös, blóm og jurtir og skrá þetta niður.

Sturla,
þú ert potturinn og pannan í allri starfsemi Lionsklúbbsins, en í starfinu upp við Hvítárvatn, þar ert þú frumkvöðull.

nær-
hverfið
Sturla,
kunningskapur okkar hefur verið lengi, Langa-lengi.
Með árunum hefur þessi kunningskapur þróast upp í sanna vináttu.

Sturla,
við erum góðir vinir. Fimm sinnum á hverjum mánuði förum við einhvað saman. Við spjöllum saman, við drekkum kaffi saman og við förum á fundi saman. Fjórum til fimm sinnum í hverri viku árið um kring, tölum við saman í síma og ræðum áhugamálin. Þessum símtölum hefur ekki farið fækkandi eftir að krossgátutímabilið hófst. Eiginkona þín, hún Sigrún, getur staðfest þetta.
Bestu
óskir
Sturla,
bekkjarsystkinin og Lionsfélagarnir senda þér bestu hamingjuóskir með hið stóra skref, er þú tekur á morgun.

Kæri vinur megi framhaldið verða ánægjulegt og gott.

Benedikt Antonsson viðskiptafræðingur.

Aftur á síðu Sturlu Friðrikssonar

Top of Page * The GOP-frettir Main Page