|
GÓP-fréttir
|
Það er oft
gaman að hafa uppi spurningarunu við vini sína - og ekki síður við
ókunnuga. Oft gefur það síðan góða möguleika á nýjum hugmyndum og
skemmtilegum umræðuefnum. Gleymdu því þó aldrei að þetta eru bara
gamanmál!!
Spurningalistinn Röðin er aldrei rétt!! |
| 1 | Hvað heitirðu fullu nafni? |
| 2 | Hvað heitir maki/ástvinur þinn? |
| 3 | Hvað heita börnin þín? |
| 4 | Hvaða bíl áttu? |
| 5 | Við hvað vinnurðu? |
| 6 | Hvaða laun færðu? |
| 7 | Hver er helsti veikleiki þinn? |
| 8 | Hver er helsti kostur þinn? |
| 9 | Hvað veitir þér mesta gleði? |
| 10 | Hvað veldur þér mestum vonbrigðum? |
| 11 | Hvert er þitt helsta áhugamál? |
| 12 | Hver eru þín næsthelstu áhugamál? |
| 13 | Hver er besta bókin sem þú hefur lesið? |
| 14 | Hvaða hljómsveit finnst þér best? |
| 15 | Hvað myndirðu gera ef þú ættir húsverð í peningum? |
| 16 | Hvað myndirðu gera ef þú gætir verið einn heilan dag í fullum athöfnum án þess að nokkur gæti séð þig? (Ósýnilegi maðurinn!!) |
| 17 | Hvaða matur finnst þér bestur? |
| 18 | Hvaða drykkur finnst þér bestur? |
| 19 | Hvaða skemmtistaður finnst þér bestur? |
| 20 | Hvaða dagblað finnst þér best? |
| 21 | Hvaða tímarit finnst þér best? |
| 22 | Hvaða söngvari finnst þér bestur? |
| 23 | Hver er uppáhaldsfuglinn þinn? |
| 24 | Hver er uppáhaldsliturinn þinn? |
| 25 | Hvert er þitt uppáhaldsíþróttafélag? |
| 26 | Hver var fyrsti bíllinn þinn? |
| 27 | Hvað kostaði fyrsti bíllinn þinn? |
| 28 | Hvaða húsdýr mundirðu hafa ef þú værir bóndi? |
| 29 | Hvaða einstakling mundirðu helst vilja hitta? |
| 30 | Ertu með eða móti ríkisstjórninni? |
| 31 | Ertu með eða á móti bæjarstjórninni? |
| 32 | Hvað ætlarðu að gera eftir að þú hefur hætt núverandi starfi? |
| 33 | Í hvaða landi mundirðu vilja búa ef þú þyrftir að flytja úr þínu heimalandi? |
| 34 | Hvaða staður finnst þér fegurstur á Íslandi? |
| 35 | Hvaða staður finnst þér fegurstur í þínu heimalandi? |
| 36 | Hvaða piltur finnst þér glæsilegastur? |
| 37 | Hvaða stúlka finnst þér glæsilegust? |
| 38 | Hvert er fegursta landið sem þú hefur komið til? |
| 39 | Mundirðu vilja að áfengi væri selt í matvöruverslunum? |
| 40 | Hvað ætlarðu að gera í sumarleyfinu? |
| 41 | Ef þú værir ráðamaður þjóðarinnar - hvað mundirðu þá gera á fyrsta degi? |
| 42 | Ef þú værir ráðamaður þjóðarinnar - hvað mundirðu þá gera á öðrum degi? |
| 43 | Hvað ætlarðu að gera á morgun? |
| 44 | Sendu mér fleiri spurningar til að bæta hér við!! |