GÓP-fréttir
forsíđa

Ferđatorg
Kom inn!
Aftur er ...

Aftur er haldiđ í hálendisferđ

Texti: GÓP
Lag: Ralph Siegel
Eurovision 1982 - Ein bisschen Frieden úr Eurovision

>

Aftur er haldiđ í hálendisferđ
haldiđ frá ţysi og rafljósamergđ
- hlýju og ást ţó í brjósti ţú berđ
en borgin er svona gerđ - .

Áhyggjur margar ţar eftir ég skil
og ekki er hugsađ um leik eđa spil
- ólga í brjósti - í allt er ég til
og ćrlegan hríđarbyl - .

>

Já! burt frá stređi og burt frá streitu,
já, burt frá hugar og hjartaţreytu,
já, burt frá ysi og húsi heitu:
viđ höldum burtu úr bć og sveit.

Viđ fögnum hćđum, viđ fögnum heiđum,
viđ fögnum óbyggđaslóđ og leiđum,
viđ fögnum síđdegishimni heiđum
og förum hlemmi- og sanda skeiđ.

>
Nćturmáni birtu ber:
Bređi hvítur heilsar mér!
Joldusteinn! og Jökulsker! -
- ég er aftur kominn hér!
>

Hálendiđ lađar og lokkar í senn
leggur sinn galdur á dýr og á menn -
býđur fram ógnir og unađinn enn
- ef ég ei undan renn -

og hvort sem ég ái viđ lćk eđa lind,
leiđina geng - eđa ek upp á tind,
farangri hleđ eđa bagga minn bind
blikar mín Íslandsmynd:

>

Hér á ég friđinn og fossaniđinn
og fuglakliđinn og vindinn iđinn
og ljósasmiđinn sem lífgar viđinn
og lćtur griđinn í brjóstiđ inn - ,

og dagsins góma í litaljómann
og litla blómiđ og jöklasómann
og sumar-óminn og ísadrómann
í einihljómandi helgidóm.

>
Örćfanna andi er
allt um kring og yfir mér -
heim í sátt ég síđan fer:
- seinna kem ég aftur hér!

Efst á ţessa síđu * Forsíđa