GÓP-fréttir

Kom inn!
Ferdir manans

Af tunglinu
og ferðum þess
Þvermál 3.475 km
Þyngd / þyngd jarðar 1 / 81,45
Eðlisþyngd 3,3
Meðal-
fjarlægð frá jörðu
384.393 km
Tunglmánuður 29,53 dagar
* Hvenćr er fullt tungl?
* Þegar tunglið er í suðri klukkan 01:40 að nóttu (eða því sem næst) þá er fullt tungl.

Þetta tengist gangi sólar. Klukkan 13:40 eða því sem næst - er sól í hásuðri og hæst á lofti. Klukkan 01:40 er hún hins vegar í hánorðri og lægst á lofti ef svo má að orði komast. Hún skín því undir jörðina á mánann. Ef hann þá er einmitt í hásuðri lýsir sólin allt andlit hans - frá okkur að sjá. Auðvitað ættum við að greina dökka rönd efst - en við tökum ekki eftir því! Ennfremur lýsir sólin þá upp dálitla sneið undir okkar mána-sjóndeildarhring. Ef máninn er rétt kúla ætti fullt tungl að sýnast ögn sneitt að ofan og neðan - og vera ellipsu-laga.

* Rćđur tungliđ vindáttinni?
Sjá hér neđst!
* *
DV Gömlu mánaðaheitin

Á gulnaðri DV-úrklippu sem ég hef haldið til haga segir:

* Kristjana Þorfinnsdóttir, Vestmannaeyjum, skrifar:

Vegna fyrirspurnar í lesendadálki DV um gömlu mánaðaheitin og skýringar við þau, sendi ég hinar umbeðnu ljóðlínur, sem voru m.a. í stafrófskveri eftir Hallgrím Jónsson, skólastjóra, sem sömuleiðis orti þær.

Hallgrímur var fæddur árið 1875 á Óspakseyri í Bitru og lést árið 1961. Hann var skólastjóri Miðbæjarskólans í Reykjavík. Stafrófskver Hallgríms kom út í nokkrum útgáfum á árum áður og var mikið notað til kennslu handa ungum börnum.
- - - -

Seinni línan um Gormánuð er látin fylgja uppskrift Skjaldar, tímarits Páls Skúlasonar, nr. 20. 2. tbl. 7. árg. 1998. Hins vegar er í Skildi fyrri línan höfð svona:
Gormánuður grettitetur

28.01.2008 Ljóđlínur Hallgríms Jónssonar 
og skáletrađar skýringar sem inn sendi
Sigurđur Ţór Bjarnason
*

Árið

Mörsugur á miðjum vetri,
markar spor í gljúfrasetri.

Mörsugur
ţriđji mánuđur vetrar ađ íslensku misseristali.
Hefst miđvikudaginn í 9. viku vetrar (20. til 27. des.).

Þorri hristir fannafeldinn,
fnæsir í bæ og drepur eldinn.

Ţorri
fjórđi mánuđur vetrar.
Hefst föstudaginn í 13. viku vetrar (19.-26. jan.).
Orđatiltćkiđ:
ađ ţreyja ţorrann og góuna - merkir: ađ ţola tímabundna erfiđleika.

Góa á til grimmd og blíðu
gengur í éljapilsi síðu.

Góa
fimmti mánuđur vetrar.
Hefst sunnudaginn í 18. viku vetrar (18.-25. febr.).

Einmánuður andar nepju,
öslar snjó og hendir krepju.

Einmánuđur
sjötti og síđasti mánuđur vetrar.
Hefst ţriđjudaginn í 22. viku vetrar (20.-26. mars).
Einmánađarsamkoma hreppsbúa fyrsta dag einmánađar var fyrrum lögbođin (sjá Grágás).
Heitdagur Skagfirđinga, Eyfirđinga og Ţingeyinga á seinni öldum, ţann dag sem áđur var lögskipuđ einmánađarsamkoma. Áheitsdagur í vetrarlok ţegar erfiđlega árađi. Afnuminn međ tilskipun áriđ 1744.

Harpa vekur von og kæti
vingjarnleg og kvik á fæti.

Harpa
fyrsti sumarmánuđur.
Hefst sumardaginn fyrsta (19.-25. apríl).

Skerpla lífsins vöggu vaggar,
vitjar hrelldra, sorgir þaggar.

Skerpla
annar mánuđur sumars.
Hefst laugardaginn í 5. viku sumars (19.-25. maí).

Sólmánuður ljóssins ljóma
leggur til og fuglahljóma.

Sólmánuđur
ţriđji mánuđur sumars.
Hefst mánudaginn í 9. viku sumars (18.-24. júní).

Heyannir og hundadagar
hlynna að gæðum fróns og lagar.

Heyannir
fjórđi mánuđur sumars.
Hefst á miđsumri (sunnudag 23.-30. júlí).
Hundadagar: tímabiliđ frá 13. júlí til 23. ágúst.

Tvímánuður allan arðinn
ýtum færir heim í garðinn.

Tvímánuđur
fimmti mánuđur sumars.
Hefst ţriđjudaginn í 18. viku sumars (19. ef sumarauki er, 22.-29. ágúst).
Nafniđ er dregiđ af ţví ađ ţá eru tveir mánuđir til vetrar.

Haustmánuður hreggi grætur
hljóða daga, langar nætur.

Haustmánuđur
sjötti og síđasti mánuđur sumars.
Hefst fimmtudaginn í 23. viku sumars (24. ef sumarauki er, 21.-28. sept.).

Gormánuður, grettið tetur,
gengur í hlað og leiðir vetur.

Gormánuđur
fyrsti mánuđur vetrar.
Hefst fyrsta vetrardag (21.-28. okt.)

Ýlir ber, en byrgist sólin,
brosa stjörnur, koma jólin.

Ýlir
annar mánuđur vetrar.
Hefst mánudaginn í 5.
viku vetrar (20.-27. nóv.).
Frermánuđur = frostmánuđur.
*
Um jól:
Í Sögu daganna segir Árni Björnsson: "Ekki er vitađ nákvćmlega hvenćr jól voru haldin í heiđnum siđ, sennilega međ fullu tungli í skammdeginu."
Jólin eru hátíđ á sólhvörfum sem eru 21.-22. des. og ađ fornu stóđu ţau til nýs árs.
Ţau hafa ţví hafist í lok Ýlis og stađiđ fyrstu vikuna í Mörsugi. Áttundi dagurinn var hinn fyrsti nćsta árs. 

**
Ræður tunglið vindum?
Margar kenningar lifa góðu lífi um einfaldan meginvald veðra. Ein er sú að vindar blási mestmegnis úr tungluppkomuátt. Það merkir að ef tunglið kemur upp í vestri þá blæs mestmegnis úr vestri. Vestan-tungli fylgi vestan-áttir.
Á Íslandi hefur veður verið athugað um langan aldur, vindáttir skráðar og vindmagn og upplýsingarnar eru aðgengilegar. Það er því auðvelt að setja saman margvíslega skoðun á þessari tilgátu. Dreifing vindátta á því tímabili sem tungl kemur upp í tiltekinni átt er ein skoðun. Bæta má upplýsingarnar með því að kanna vindmagnið, þ.e. hversu stíft blæs hann úr hinum ýmsu áttum. Getur til dæmis verið að hann blási hvassast af tungluppkomuáttinni en minna þegar stendur af hinum svo að samanlagt minna vindmagn komi úr hinum? Hvernig lítur fylgnin út ef skoðuð eru þúsund slík samhengi?
Hér er aðeins ein skoðun á samhengi tungluppkomuáttar og vindáttar. Notaðar eru upplýsingar frá Hreini Hjartarsyni, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, um vindáttir og vindmagn í júlímánuði árið 1997 þegar tunglið kom upp í vestri.

Tungluppkoma í vestri í júlí 1997 - í Reykjavík

Skýringar:
  • Réttvísandi áttavitastefna er frá 0 gráðum upp í 360 gráður.
  • Vindátt er tjáð með höfuðáttum.
  • Tíðni í % er úr skrám Veðurstofu Íslands
  • Vindur er meðal vindstyrkur úr viðkomandi átt samkvæmt skrám Veðurstofu Íslands.
  • Vindur í % er reiknaður þannig: Tíðni í % * Vindur / (Summan: Tíðni í % * Vindur)
Réttvísandi Vindátt Tíðni í % Vindur í % Vindur
360 N 7,4 5,5 2,5
30 NNA 3,2 1,7 1,8
60 ANA 4,9 3,2 2,2
90 A 8,6 6,4 2,5
120 ASA 23,8 32,4 4,6
150 SSA 14,2 16,8 4,0
180 S 8,8 9,1 3,5
210 SSV 4,5 2,7 2,0
240 VSV 8,8 9,6 3,7
270 V 3,2 2,1 2,2
300 VNV 5,4 4,6 2,9
330 NV 7,2 6,0 2,8

Skýring:

Súlurnar sýna vindáttina og línan sýnir vindmagnið. Þar sem línan er yfir súlu er vindur úr þeirri átt yfir meðaltals-vindi.

Niðurstaða:

Þessi eina skoðun styður ekki tilgátuna. Af henni verður þó ekkert fullyrt annað en það að tilgátan er ekki 100% rétt.

Gaman væri

að skoða allar slíkar athuganir sem til eru skráðar - til að ganga úr skugga um hvort - og þá hversu oft - sambærileg skoðun sýnir stuðning við tilgátuna í núlifandi manna minnum.


GÓP-fréttir * Efst á ţessa síđu