| Forsíða
       
 | 
		Þú vissir -eða veist það nú!
 | 
  
    | Efni: |  | 
  
    | *  * | *  *  * | 
  
	  | 
      Konaná lækna-
 stofunni
   Upp | Aldur og ævi Í 
	sérstaklega góðum bakþanka Fréttablaðsins 9. okt. 2017 nefnir Lára G. Sigurðardóttir rannsókn dr. Ellen Langer frá árinu 1979: 
	      "„Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“  Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta?  Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum.  Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út.  Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur." Lára !! Kærar þakkir fyrir þennan úrvals bakþanka!! sem hringir  leiðbeiningarbjöllum til allra sem eru svo lánsamir að hugleiða málið.         Veistu að það getur tekið sextuga manneskju örfá ár að sefja sér það viðhorf að hún sé orðin öldruð.  Aðra tekur það lengri tíma - jafnvel áratugi - en þegar það hefur tekist er persónan komin í sína loka-biðstöðu. Það er auðvitað von því þeir yngri líta á eldri sem brothætt uppþornað jólatré og það viðhorf skilar sér á ótal vegu.      Ef þú finnur að þú ert að hverfa á vald ellisefjunarinnar - gríptu þá boltann og snúðu sefjuninni við - til dæmis með þeim aðferðum sem  dr. Ellen Langer notaði í rannsókn sinni fyrir 38 árum - og öllum þeim öðrum trikkum sem þú í raun nauðaþekkir. Gangi þér vel!! Upp | 
  
    | 
	Áfengið
	
     Upp | Norðanfari, 18. ár. Nr. 
	41-42. Akureyri, 25. ágúst 1879. Spurningar Finns forvitna:
 I. Hversu margir eru þeir prestar hér á landi sem alveg eru lausir
      við ofdrykkju?
 | 
  
    | *  * | *  *  * | 
  
    | Ritari hugleiddi þetta aldrei í samfélagi barna sinna - sem oft kom honum á fremur svalan klaka.  Hefði gjarnan viljað rekast á svona samantekt fyrir 60 árum.    Upp | Hvað ætti barnið að geta?Hugmyndalisti þýddur af netinu
 Frá www.TheMontessoriNotebook.com  - þaðan kemur listinn 12-18 mánaða Yndislegt er að sjá hversu börnin gleðjast yfir að geta gert nytsamt viðvik. Sumum finnst ótrúlegt að þau geti það sem hér er talið - en ef þú vilt að barnið þitt - ekki aðeins nái að leysa þessa hluti af hendi - heldur líka njóti þess að liðsinna við heimilisverkin (og hvaðeina) þá fylgdu þessum ráðum:
 1. Aldrei neyða barnið - þið getið gert verkið hlið við hlið eða þú leggur lið eftir þörfum.
 2. Reyndu að eiga tæki (t.d. sóp) í barns-stærð svo samræmið verði betra.
 3. Farðu þér hægar svo barnið nái að læra hvernig skal vinna verkið.
 4. Hafðu hreyfingarnar hægar og talaðu minna - þá er hægara fyrir barnið að gera eins.
 5. Eigðu gleði við heimilisverkið þegar ungi heimsborgarinn er einnig að.
 6. Slakaðu á fullkomnunaráráttunni - þótt ekki fari allt sem best á fyrstu stigum.
 7. Byrjaðu á því einfalda - þegar það er komið má bæta því næsta við.
 8. Hafðu gaman af þessu. Ef það verður erfitt - gefðu því dálítið frí - og byrjaðu aftur!
   12-18 mánaða: 
  
    | Eldhús: Hella vökva í glas úr lítilli könnuBæta mjólk á morgunkornið
 Moka morgunkorni í matarskál
 Þurrka útfyrir-gusu með þurrku
 Fara með disk fram í eldhús
 Drekka lögg úr glasi
 | Svefnherbergi:  Sækja bleyju/nærförSetja óhrein föt í körfuna
 Draga frá glugganum
 Velja milli tveggja fatnaða
 Klæðast með aðstoð
 Fara úr sokkum
 |  
    | 
      Baðherbergi:  Bursta háriðBursta tennur með hjálp
 Þvo hendur
 Taka til baðfötin
 Sækja og hengja upp handklæði
 | 
      Annað:  Hjálpa til við að taka saman leikfönginSækja skó
 Hjálpa eldri/foreldri (geturðu sótt .. ?)
 Kveikja og slökkva ljós
 |  Listi frá Flanders Family Websitehttp://www.flandersfamily.info/web/organization/printable-charts/
 
  
    | 2-3 ára:  Setja leikföng í kassannSetja bækur í bunka á hilluna
 Setja óhreinu fötin í körfuna
 Setja ruslið í ruslakörfuna
 Sækja við í arininn
 Brjóta saman tuskur
 Setja á matarboðið
 Sækja bleyjur og þurrkur
 Þurrka ryk af lágborði
 | 4-5 ára:  Gefa gæludýrumÞurrka það sem sullast
 Tak upp leikföng
 Búa um rúmið
 Laga til í svefnherberginu
 Vökva blómin
 Raða hreinum hnífapörum
 Taka til léttan bita
 Nota hand-ryksugur
 Taka af eldhúsborðinu
 Þurrka upp og setja í skápa
 Sótthreinsa hurðarhúna
 |  
    | 6-7 ára:         Tína saman ruslBrjóta saman handklæði
 Rykstrjúka gólf
 Taka úr uppþvottavélinni
 Brjóta saman þvegna sokka
 Reyta arfa
 Raka saman laufi
 Afhýða kartöflur og gulrætur
 Útbúa salat
 Setja nýja klósettrúllu á sinn stað
 | 8-9 ára:         Setja í uppþvottavélinaSkipta um ljósperu
 Þvo óhreinar flíkur
 Hengja til þerris og brjóta saman flíkur
 Rykbanka húsgögn
 Vökva garðinn
 Koma innkaupsvörum fyrir
 Steikja hrærð egg
 Baka smákökur
 Fara göngutúr með hundinn
 Sópa stéttina
 Þurrka borðið
 |  
    | 10-11 ára:         Hreinsa baðherbergiðRyksuga gólfteppið
 Hreinsa á kommóðunni
 Full-hreinsa eldhúsið
 Taka til einfalda máltíð
 Slá blettinn
 Sækja póstinn
 Laga smálegt ss. saumsprettu/festa tölu
 Sópa bílskúrinn
 | 12 ára og eldri: Þvo gólfSkipta um perur í loftljósum
 Þvo og ryksuga bílinn
 Klippa runnana
 Mála veggi
 Kaupa eftir innkaupalista
 Elda fullbúinn mat
 Baka brauð og köku
 Sinna einföldu heimilis-viðhaldi
 Þvo glugga
 Strauja
 Gæta yngri barna
 |  Upp | 
  
    | Besta | Besta sparnaðarráðið er
      einfaldlega að kaupa aldrei í dag það sem eins má kaupa á morgun. | 
  
    | Bílastæða- vesen ?!!
 Ath!nú (2015) er
 minnsta sektin
 kr. 10.000
 | Óvænt 
	stöðusekt í Rvík ?? 
		Farðu hér inn á vef
		Bílastæðasjóðs Reykjavíkur
		Veldu græna kostinn >> endurupptaka/andmæli 
		
		Hér er beðið um bílnúmer og númer 
		álagningar og músaðu svo á OPNA FORM  Þá opnast yfirlit með öllum upplýsingum um þessa kæru - 
	ásamt mynd af bílnum í brotastöðunni. Upp | 
  
    | BÓLANUpp | Bólan á andlitinu, höndinni, líkamanum 
	Það er sláandi að sjá bólusprettuna á andlitum 
	kvikmyndaleikara - rétt eins og þeir telji þær sjálfsagðan hluta af 
	sjálfum sér í staðinn fyrir að líta á þær eins og sníkjufarþega.
      
	 Ert þú með bólu eða vörtu eða þykknun undir húð - sem 
	ergir þig? Prófaðu að stugga við henni. Nuddaðu hana 
	í heila mínútu - einu sinni á dag. Má  þó gjarnan vera tvisvar - þ.e. 
	kvölds og morguns. Erfitt er að nudda þéttilega án 
	þess að nota áburð til að fingurnir renni. Ýmsir áburðir kunna að vera öðrum 
	betri til hjálpar í þessu stríði en ágætt er að nota sveppaáburðinn PEVARYL 
	(1%). Hann fæst án lyfseðils, virkar á sveppi alls staðar og - eins og segir 
	í leiðbeiningunum: "Halda skal meðferðinni áfram í tvær vikur eftir að 
	einkenni eru horfin." Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir að um sé að 
	ræða hámarkstíma sem nota megi áburðinn samfellt. Notkunarlotan getur staðið 
	árum saman. Auðvitað er það svo að óhenju mikið er af margvíslegum sveppi 
	sem sækir í og situr í húðinni - sem kemur til dæmis í ljós þegar skeinur í 
	andliti gróa seint. Þar getur reynst undarlega áhrifaríkt að bera Pevaryl á 
	sárið og eftir skamma hríð gengur sárinu vel að gróa.  
	 Eftir mánuð er líklegt að komi í ljós hvort viðfangsefnið 
	lætur sig. Ef breyting verður á húðinni er ljóst að leynigesturinn er 
	óánægður með athyglina. Húðin getur orðið þykkari og þéttari og það geta 
	myndast harðari hemanir eins koma yfir sár. Í slíkar hemanir er sjálfsagt að 
	klóra til að fylgja áburðinum eftir - þá kemur í ljós að lokum hvort 
	gesturinn eyðist eða meira þarf til. Athugaðu að þú 
	þarft að nudda með nokkru afli. Rétt eins og ef þú ert í beinu stríð við 
	svepp - t.d. rauðpunktaþrjótinn sem getur birst við örláta notkun Tea Tree - 
	olíunnar, leggur undir sig svæðin og fer upp fót frá tám og Lamisyl gefst 
	upp á. Þar dugur Pevaryl - en ekki er nóg að smyrja bara og sjá svo til, 
	Nudda verður af afli góða stund til að áburðurinn gangi vel inn í húðina. 
	Vinnst á tveimur til fjórum mánuðum. 
	  Bólur og slíkt lið er yfirleitt ekki þú. Það eru 
	sníkjufarþegar sem gert hafa þig að sínum vagni.  Já, - ritari hefur verið í mislöngum stríðum sem flest hafa skilað árangri. 
	Sum stóðu stutt - svo sem minna en hálft ár - áður en til grófari átaka kom 
	- og sum hafa staðið samfelld tvö til þrjú ár og standa þar enn. Gott væri 
	að vita hvort áhrifaríkari áburður er til - en vel að merkja - hann verður 
	að vera þannig að líkaminn þoli hann langtímum saman.
 | 
  
    | >>  Upp | *  *  *   Upp | 
  
    | 
	Brúð-kaupa-
 heitin
 FráWikipedia
 
	 Upp        
  	   | Listi 
	yfir heiti brúðkaupsafmæla: Upp 
 1 ára - Pappírsbrúðkaup
 2 ára - Bómullarbrúðkaup
 3 ára - Leðurbrúðkaup
 4 ára - Blóma- og ávaxtabrúðkaup
 5 ára - Trébrúðkaup
 6 ára - Sykurbrúðkaup
 7 ára - Ullarbrúðkaup
 8 ára - Bronsbrúðkaup
 9 ára - Leir / Pílubrúðkaup
 10 ára - Tinbrúðkaup
 11 ára - Stálbrúðkaup
 12 ára - Silkibrúðkaup
 12 og hálft ár - Koparbrúðkaup
 13 ára - Knipplingabrúðkaup
 14 ára - Fílabeinsbrúðkaup
 15 ára - Kristalbrúðkaup
 20 ára - Postulínsbrúðkaup
 25 ára - Silfurbrúðkaup
 30 ára - Perlubrúðkaup
 35 ára - Kóralbrúðkaup
 40 ára - Rúbínbrúðkaup
 45 ára - Safírbrúðkaup
 50 ára - Gullbrúðkaup
 55 ára - Smaragðsbrúðkaup
 60 ára - Demantsbrúðkaup
 65 ára - kórónudemantabrúðkaup
 70 ára - járn og/eða platínumbrúðkaup
 75 ára - atóm og/eða gimsteinabrúðkaup Upp
 | 
	
    | 
      
	Bænin * * * * * * * * * Styrkingsjálfsins
 Þessi texti er
 gamall en hér
 tekinn úr
 Blaðinu
 20. maí 2005.
 Upp    
  	   | Máttur 
	bænarinnar Bænin er afar öflug sjálfssefjun//sjálfsdáleiðsla sem hjálpar 
	persónunni að safna öllum mætti sínum að umbeðnu markmiði. Í hugskoti okkar 
	togast á ólíkar óskir og þar er að finna margvíslegar röksemdir fyrir 
	heppileika annarra markmiða. Ég vil gera Sveinu það til geðs að friðmælast 
	við Siggu en það mun auðvitað hafa það í för með sér meiri samskipti við 
	hana og hennar fjölskyldu sem ... og þegar Sveina spyr hvort ekki sé allt í 
	lagi finn ég að kvíði vex innra með mér og leirtauið í höndum mér er farið 
	að rekast harkalega saman. Ég er í uppnámi. Eftir að hafa beðið þeirrar 
	bænar á hverju kvöldi í heilan mánuð að mér megi auðnast að friðmælast við 
	Siggu finn ég að ýmis ásteytingarefni eiga sér ef til vill lausnarleiðir og 
	að uggur minn er sennilega alltof mikill og eiginlega of mikill og eiginlega 
	kannski ástæðulaus og þegar ég hugleiði þetta við uppvaskið er leirtauið 
	hætt að rekast saman og ég fæ ekki lengur kvíðaköst. Mín margvíslegu viðhorf 
	eru að samræmast. Verkkvíði minn er eiginlega horfinn. Í dag finnst mér 
	þetta ekki lengur neitt mál ...
 Þetta hefur auðvitað 
	ekkert með guðið að gera. Notaðu sömu aðferð til að styrkja þitt eigið sjálf.
	Segðu með innlifun að minnsta kosti tvisvar á dag:
 
		Ég er sterk/sterkur.Ég get gert allt sem ég vil.Ég er falleg manneskja.Ég er engum háð/háður og stend á eigin fótum.Ég geri líf fólksins í kringum mig skemmtilegra.Ég er vel gefin/gefinn og bý yfir styrk til þess að fara þangað sem 
		ég vil.Ég er hress og skemmtileg/skemmtilegur.Ég bý yfir ótal kostum þótt ég sé ekki fullkomin/fullkominn. Það er 
		heldur enginn fullkominn.Ég ætla mér að lifa lífinu og skemmta mér á mínum forsendum.Ég ... (bættu því við sem þú sérð að vantar!) | 
	
    | Virka bænir
 ??
 Upp | Lestu hér um 
		Miklu 
		bæna-tilraunina 
	Trúarsjóður í Bandaríkjunum kostaði 2,4 milljónum dollara til verksins og stjórnandi þess 
	var læknir sem var verðlaunahafi hjá sjóðnum.  Niðurstöður voru birtar árið 2006.
 | 
	
    | StubburDawkins
 | Sjá einnig stubb 
		(stutta grein) þar sem Richard Dawkins ber saman áhrif vísinda og 
		trúarbragða. | 
	
	  | * Upp * | *  *  * | 
	
	  |  | HVERNIG fer CocaCola að því >> að koma öllum þessum sykri ofan í þig -
 >> og hvaða ógagn gerir það líkamanum?

 Þetta er eitur sem eyðileggur beinagrindina- en ótalmargir drekka það samt!
2015_08_20 *                Mikið áfall Hefurðu nokkru sinni hugleitt hvað gerist í líkamanum
 eftir að hafa drukkið úr einni lítilli  330 ml flösku
 -  einn góðan gúlsopa -
 af þessum eftirlætisdrykki þínum?
 Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós hvað fer í gang þegar þú færð þér fyrsta sopann og hver eru áhrif drykkjarins næsta klukkutímann - en þá er þeirri lotunni lokið. Sá sem hefur ánetjast kókinu verður alltaf að taka aðra lotu - sem fyrst.
 
	      Fyrstu 10 mínúturnar: Líkaminn hefur tekið við 10 teskeiðum af sykri sem er hundrað sinnum meira en EINN ráðlagður dagskammtur. Þér verður ekki óglatt af þessum ofurskammti af sykrinum vegna þess að með fylgir nóg af fosfórsýru til draga svo úr sætubragðinu að þú tekur eiginlega ekki eftir því.  
           Þegar 20 minútur eru liðnar: Blóðsykurinn er kominn í efstu hæðir - og það virkar á insúlínið. Lifrin bregst við og hamast við að breyta sykrinum í fitu. 
	         Þegar 40 minútur eru liðnar: Allt koffeinið í drykkunum hefur nú náð fullum áhrifum á líkamann. Sjáöldur augnanna eru þanin/útvíkkuð, blóðþrýstingurinn hefur hækkað. Til að sporna við þessu sleppir lifrin frá sér meiru af sykri í blóðið. Adenosinið í heilanum er nú orðið svo ráðandi að ekki er unt að sofna.  
	         Þegar 45 minútur eru liðnar: Líkamin örvar dopaminframleiðsluna sem er vellíðunarvaki heilans. Virknin er eins  og ef tekið er inn heróin.  
	         Þegar 60 minútur eru liðnar: Fosfórsýran bindur kalk, magnesíum og sink í smágirninu, sem er næst maganum, upphaf þarmanna, og eykur brunann. Til þess fer mikið magn af sykri og sætefnum sem einnig eykur útfellingu kalk í þvagið.  
	         Þegar 60 minútur eru liðnar: Koffeinið verkar alltaf til aukinnar framleiðslu á þvagi og nú er sá kraftur kominn á fullt - svo að nú þarftu að pissa. Það er núna sem þú tapar í þvaginu öllu því magni af kalki og magnesíum og sinki sem var einmitt á leiðinni inn í beinagrindina. Um leið glatarðu natríum, rafeindum og vatni.  
	         Þegar 60 minútur eru liðnar: Nú hrapar blóðsykurinn og  fráhvörfin hellast yfir. Ef til vill byrjarðu með að verða uppstökkur og ergilegur. Þú hefur líka misst úr líkamanum allt það vatn sem var í drykknum - það bunaði út með öll mikilvægu næringarefnin sem annars hefðu farið til að viðhalda vökvajafnvæginu og styrkja beinagrindina og tennurnar.  Coca-cola drykkjan stefnir líkamanum í kalkskort, almennan vítamínskort, veiklun beinagrindar og tanna - og lifrin er alltaf á fullu.   ***********************        Sjá hér viðtal 
          við James Quincy forseta 'Coca-Cola Europe'
 >> https://www.youtube.com/watch?v=ugFock3p2xE&feature=youtu.be&t=3
 ***********************
 Ef til vill getur það hjálpað þér við að skipta um skoðun á þessum drykkað skoða eftirfarandi lista yfir nytsemi hans til annars en neyslu:
	      – Margir dreifingaraðilar í USA nota hann til að hreinsa bílvélar að utan. 
	         – Lögreglumenn í USA hafa gjarnan flösku af coca-cola í bílnum til að geta þvegið blóð af götunni eftir bílslys.   – Coca-cola er ágætt til að eyða ryðblettum á bílum. Helltu úr flöskunni yfir blettinn og hann hverfur. 
			(Þetta hefur ritari raunar prófað - en er ekki viss hvort 
			virkar.)
 – Þurfirðu að ná út ryðgari skrúfu skaltu væta klút í coca cola - halda honum að skrúfunni og jukka henni með skrúfjárninu 
          í fáeinar mínútur. 
	         – Ef þú þarft að ná bletti úr fötum skaltu hella coca-cola á blettinn - eða óhreinindin - og þvo svo eins og venjulega í þvottavélinni. Þú munt undrast árangurinn. – Í Indlandi nota sumir bændur coca-cola í staðinn fyrir dýr sprautuefni til að halda skordýrum frá og segja árangurinn jafngóðan.  – Er klósettið þitt óhreint og erfitt að hreinsa það? Helltu í það coca-cola og láttu vera 
			þar uns næst þarf að sturta niður. Athugaðu áhrifin!!  Coca-cola er óneitanlega til margs nytsamt - en enginn ætti  að drekka það. Mjög margt fólk hefur enga hugmynd um hvað það gerir sínum eigin líkama þegar það drekkur coca-cola.
 Það er því afar mikilvægt að koma þessum upplýsingum sem víðast á framfæri.  Upp
 | 
	
	  | *  * | *  *  * | 
	
    | Darwinog almenn
 þekking
 2006    
	     
	 Upp | Darwin 
	og staða þekkingar um uppruna lífsins árið 2006 Ein og hálf öld er senn liðin síðan Charles Darwin birti 
	árið 1859 tímamótaverk sitt Uppruna tegundanna.
	Economist 
	birti könnun á því hvernig þjóðir hafa tileinkað sér þróunarkenninguna. Íslendingar eru á toppnum.
  Upp
 | 
	
    | Upplýsingaraf gamalli
 blaðaúrklippu
 Sjá hér næstfyrir neðan
 frábæra
 skýringarmynd
 af FÍB-vefnum
 
		 Upp                
		   | Hvað merkja texta- og talnarunurnar á bíldekkjunum? 
			Nafn framleiðanda og tegund dekksins eru 
			yfirleitt mest áberandi - þ.e. með stærstu stöfunum.Talnarunan - 195/65R15 - 
			
				195 segir til um breiddina á slétta 
				slitfletinum sem snertir veginn - í millimetrum.65% af 
				breidd slitflatarins er hæð dekksins frá felgunni. Hæð þessa dekks frá felgunni er því 65% af 
				195 eða 195 * 65% = 126,75 millimetrar - þ.e.: tæpir 13 
				sentimetrar.R merkir að þetta er Radial-dekk. Þegar 
				enginn bókstafur er í þessu sæti er um að ræða dekk sem er 
				uppbyggt á svonefndan Diagonal-máta - og er nánast hætt í 
				framleiðslu fyrir venjulega bíla.15 segir fyrir um að felgustærðin skal vera 
				15" = 15 tommur.Talnarunan - 91T -
				91 segir til um burðarþolið. Hér er það 91 * 
				5,792 (án þess ritari viti hvers vegna) = 527 kg fyrir hvert 
				dekk.T segir til um að hraðatakmörk þessa dekks 
				eru 190 km/klst. 
				
					Bókstafirnir merkja:L = 120, M = 130, N = 140,
 P = 150, Q = 160, R = 170,
 S = 180, T = 190, U = 200,
 H = 210, V = 240, W = 270,
 Y = 300.
M+S eða M&S merkir mold og snjór 
				eða að um er að ræða heilsársdekk. | 
  
    |  |  
		
			|   
			
			1).  Talan 
			merkir burðarþol hjólbarðans og fæst kílóafjöldi með því að 
			margfalda töluna með 5,792 í þessu tilviki verður þetta þá 89 x 
			5,792 = 515,5 kg.Bókstafurinn merkir hraðaþol "H" merkir 210 km. klst.
 
 Hámarkshraðamerkingar:
 
				
					| 
					L = 120M = 130
 N = 140
 P = 150
 Q = 160
 R = 170
 | 
					S = 180T = 190
 U = 200
 H = 210
 V = yfir 210
 |  
			
			  | 
			
			  | 
			
			  
			
			2).  Bókstafurinn 
			stendur fyrir byggingaraðferðina sem er beitt við uppröðun 
			burðarlaga "R" stendur fyrir radíalef bókstafinn "R" vantar þá er um að ræða diagonal byggingu sem er 
			nánast ekki að finna lengur í fólsbíladekkjum.
 
			
			3).  Bókstafur 
			fremst í talnaröðinni er eingöngu á ameríkumarkaði og táknar:P = Fólksbílar og minni jeppar
 LT = Sendibílar, pallbílar og stærri jeppar.
 
			  |  | 
  
    | ð Ð      
             
       Upp | Sigfús Blöndal sagði 1924 í Íslensk-dönsk orðabók
          um bókstafinn ð: (stungið d"), det isl. Alfabets sjette Bogstav. Det
          findes kun i Ind- og Udlyd og udtales omtrent som engelsk th
          i father, mother, path, dels som [ð]: raða, iðn,
          eyðsla - dels som [þ] (i sydlandsk Udtale foran k og i
          Nordlandsk efter lukket Konsonant, ligel. i Sammensætninger foran h
          + Vokal og i enk. andre Forb., se nærmere derom Fortalen): blíðka,
          lægð, boðháttur, borðsilfur. - I Udlyd vakler Udtalen, is. i
          Sydlandsk, mellem stemt og ustemt: vað, hefð.
 I den ældre Ortografi, indtil Njálaudgaven 1772, brugtes d
          for ð, men Rask fastslog Anvendelsen af ð i Beg.
          af det 19. Aarh. og nu er den trængt igennem. - Paa Vestfjordene og
          til Dels paa Snæfellsnes udtaler man imidlertid d i
          forskellige Forbindelser, hvor Bogsproget og det sædvanlige Talesprog
          bruger ð, saal. brigda, sagdi, lagdi osv. for brigða,
          sagði, lagði osv..
 | 
  
    | ð Р Upp | 
        Fyrir 190 árum þröngdi sá ágæti útlendingur 
		Rasmus Kr. Rask bókstafnum ð ofan í kok 
		íslensks almennings með aðstoð málfræðiskriffinna. Þar með var ð-hljóðið 
		gert ráðandi í stað þeirra hljóða sem einnig voru í gangi með þjóðinni í 
		framburði þessara orða.  Þetta ð-hljóð finnst 
		mér auðga málið okkar. 
        Rasmus Kr. Rask teiknaði handa okkur útlit 
		bókstafsins ð
          sem seinni leturgerðarmenn hafa síðan fágað. 
        Stórt Ð er stórt D 
		með striki. 
        Ef Rasmus Kr. Rask hefði látið litla ð 
		fá útlit lítils d með striki - þá hefði það reynst 
		okkur ómetanlegt vegarnesti í sókn okkar eftir að fá séríslenska 
		bókstafi inn í forgangs-letursett tölvunnar. | 
  
    | Eftirlauna-gildran
Upp | Eftirlaunagildran Lífsreynslusögur fólks á eftirlaunum - heyrt af munni þeirra sem reyndu og annarra sem nærri stóðu.
 Sendu 
inn sögu sem þér stendur nærri
 | 
  
    | 1Skráð 2007
 | Viðmælandi ritara fékk 16% 
aukahækkun lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðnum sínum. Hann ákvað að láta Tryggingastofnun vita til að fá ekkert í bakið síðar í 
endurgreiðslukröfum.
 Tryggingastofnun sendi honum svar.
 Alveg rétt til getið. Hann átti því að fá 16% lækkun greiðslna frá 
Tryggingastofnun.
 Konan hans átti líka að fá 5% lækkun greiðslna vegna þess að hann hafði fengið 
þessa hækkun.
 | 
	
    | 2kerfið
 stal
 málverkinu
 og lét hann svo borga skatt
 af stuldinum
 Skráð 2007 
	 
	 Upp        
  	   | Viðmælandi ritara á vin á 
		eftirlaunum. Hann er listmálari. Fyrir nokkru var haldin vorsýning á vetrarvinnu okkar sem 
teljumst til eldri borgara. Fyrir þrábeiðni féllst hann á að taka niður af 
stofuveggnum sínum málverk eftir sjálfan sig og leyfa því að hanga uppi á 
sýningunni. Okkur fannst það afar fallegt og vorum honum þakklát fyrir að lyfta 
þannig sýningunni upp.
 Starfsfólk frá félagsþjónustunni kom og skoðaði sýninguna 
og varð - eins og fleirum - starsýnt á myndina. Það vildi endilega fá hana og 
spurði hversu mikið hún ætti að kosta.
 Hann sagði að myndin væri ekki til sölu. Hann hefði aðeins 
lánað hana hingað yfir sýningardagana.
 Þetta dugði ekki. Starfsfólkið gekk á hann og bað hann að 
verðleggja myndina.
 Hann var kominn í erfiða aðstöðu því að þetta fólk var 
honum og hans nánustu til aðstoðar þegar liðs þurfti að leita. Hann ráðgaðist 
við þá sem honum voru nánir og enginn hafði ráð - annað en að hann verðlegði 
myndina svo hátt að kaupendurnir hyrfu frá. Það gerði hann. Verðið var hátt.
 Það dugði þó ekki því strax var gengið að verðinu og myndin, sem hann alls ekki 
vildi selja - var áður en varði komin upp á vegg í húsakynnum 
félagsþjónustunnar.
 Strax var kaupupphæðin opinber enda greidd af opinberum 
aðila.
 Tryggingastofnun sá að hann hafði haft aukatekjur.
 Trygggingastofnunin tjáði honum að allar þessar aukatekjur 
yrðu dregnar frá greiðslum sem hann annars hefði átt að fá sem eftirlaun.
 Sem sagt:
 >> hann tapaði myndinni
 >> og hverri einustu krónu af andvirði hennar
 >> og til viðbótar allri 
		þeirri skattlagningu sem fylgdi sölunni.
 | 
  
    |  | Lestu bókina hans Thomas Gilovich. Á ensku heitir
      hún How We Know What Isn't So - the fallability of human reason in
      everyday life, Á íslensku heitir hún Ertu viss? útgefin
      1995 af Heimskringlu, háskólaforlagi Máls og menningar, ISBN
      9979-3-0916-4. Þar lestu um hvernig raungreinamenn eru móttækilegri fyrir
      hindurvitnum en félagsvísindamenn og hvernig við öll þykjumst sjá
      reglu í þeirri atburðaóreiðu sem verður af daglegri hendingu.  | 
  
    | 
		ListiHallgríms
 Helgasonar
 í Fréttabl.
 júlí 2006
 * HallgrímurHelgason,
 kærar þakkir!
 * Listi Hallgríms var í
 hring um landið en
 hér er stöðum
 raðað í stafrófsröð.
 Nytsamt væri að
 fá hann í fleiri
 uppröðunum -
 t.d. eftir
 landshlutum.
 Bæta má miklu
 fleiri nöfnum
 á listann.
 Ef þú býrð til aðra uppröðun
 - eða hefur tillögur
 um viðbætur eða
 leiðréttingar
 og
 lagfæringar
 - þá sendu hana
 í netpósti
 á  GOPfrettir
         
		 Upp | Hallgrímur Helgason 
	setti saman nytsaman 
	leiðbeinandi lista um hefðbundna notkun forsetninga með staðarheitum á 
	Íslandi í landshringsröð. Sá listi sem hér birtist er endurtekning á lista Hallgríms - í stafrófsröð. 
	Vonandi fyrtist hann ekki við það.    Listann má alltaf betrumbæta með því að senda póst hingað á
	
	GÓP-fréttir með 
	endurbót, leiðréttingum, viðaukum og einnig með öðrum uppröðunum - svo sem 
	eftir landshlutum og svo má bæta miklu fleiri staðarheitum við.   Við förum ...til Reykjavíkur, til Keflavíkur, til Akureyrar, til Húsavíkur, austur yfir 
	heiði (Hellisheiði frá Vesturlandi), austur fyrir fjall, undir Eyjafjöll, út 
	í Eyjar, utan,
 á Selfoss, á Þingvöll og svo framvegis þangað sem við erum ... 
	:
 Við erum ... (heima, erlendis) 
		á Akranesi, Akureyri, Álftanesi. Bakkafirði, Barðaströnd, Bessastöðum, 
		Bíldudal, Blönduósi, Borgarfirði eystri, Breiðafirði, Breiðdalsvík, 
		Brjánslæk, Brú, Búðum, Dalvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Egilsstöðum, 
		Eskifirði, Eyrarbakka, Grenivík, (á/í) Grundarfirði, Grundartanga, 
		Fáskrúðsfirði, Flateyri, (inni á) Hallormsstað, Hellu, (austur á) 
		Héraði, Hofsósi, Hornströndum, Hólmavík, Hvammstanga, Hvolsvelli, Höfn, 
		Húnaveri, Húsavík, Ísafirði, Íslandi, Kirkjubæjarklaustri, Kjalarnesi, Kópaskeri, 
		Ólafsfirði, Laugum, Mýrum, Mývatni, Norðfirði, Patreksfirði, Raufarhörn, 
		Reyðarfirði, Reykhólum, Sauðárkróki, Selfossi, Seltjarnarnesi, 
		Seyðisfirði, Siglufirði, Skagaströnd, Sléttu, Ströndum, Stöðvarfirði, 
		Suðureyri, Tálknafirði, Vopnafirði, Þingeyri, Þingvöllum, Þórshöfn, ...
í Árneshreppi, Árbæ, Bjarkarlundi, Bláa lóninu, Bolungarvík, Borgarfirði, 
		Borgarnesi, Breiðdal, Breiðholti, Búðardal, Djúpinu, Djúpavík, 
		Eyjafirði, Fjörðum, Flatey, Fljótshlíð, Fljótum, Garðabæ, Garðinum, 
		Grafarvogi, Grindavík, Grímsey, (í/á) Grundarfirði, Hafnarfirði, 
		Hnífsdal, Hornafirði, Hrísey, Hrútafirði, Hvalfirði, Kjós, Kópavogi, 
		Litla-Hrauni, Loðmundarfirði, Miðbænum, Mosfellsbæ, Munaðarnesi, 
		Mývatnssveit, Möðrudal, Neskaupstað, Ólafsvík, Sandgerði, Saurbæ, 
		Skaftafelli, Skagafirði, Skógum, Staðarskála, Stokkseyri, Stykkishólmi, 
		Trékyllisvík, Vaglaskógi, Varmahlíð, Vatnsfirði, Vík, Vogum, 
		Þorlákshöfn, Þykkvabæ, Öræfum, ...
 ættuð ... 
		að vestan, af Héraði, af Suðurlandi, norðan af Ströndum, úr 
		Árnessýslu, úr Lóni, úr Skagafirði, úr Þingeyjarsýslum, ... og utan landsteinanna erum við ... 
		á Bretlandseyjum, Grænlandi, Hawaii, Indlandi, Írlandi, Ítalíu, 
		Kanaríeyjum, Kastrup, Kúbu, Kýpur, Nýfundnalandi, Spáni, 
		Suðurskautslandinu, Svalbarða, 
		Norðurpólnum, tunglinu, Mars
íAfríku, Asíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Færeyjum, Grikklandi, Ísrael, 
		Japan, Leifsstöð, Líbanon, Palestínu, Portúgal, Skotlandi, Sviss, 
		Víetnam, Wales, heiminum
 | 
  
    | 
	vatnog
 græn-
 sápa
     
     Upp | Í DV 22. júní 2004 er haft eftir Erling 
	Ólafssyni, skordýrafræðingi: Garðeigendur ættu að hætta að láta eitra 
	garða sína því að úr þessu fer eitrið að drepa góðu gæjana í garðinum. 
	Góðu gæjarnir eru sem sagt skordýr sem hjálpa raunverulega til við að éta 
	óværuna í garðinum. Erling segir: Núna eru í görðunum okkar tegundir trjámaðka sem síðar verða 
	fiðrildum.
 Það er haustfetinn sem er mjög fjölhæf tegund og leggst á ýmsar 
	tegundir trjágróðurs. Reyniviður er mjög vinsæll, víðitegundir, rifs og 
	rósir. Fiðrildin eru drapplituð og sjást seinni hlutann í september ogí 
	október þegar þau hópa sig saman á húsveggjum.
 Víðifeti nefnast svartar lirfur með ljósari rákum. Þær eru sérhæfðar 
	í fæðuvali og leggjast á víðitegundir.
 Tígulvefarinn spinnur laufblöðin saman og býr sér til einskonar hús í 
	þeim. Hann leitar aðeins í víðinn en er samt fyrst og fremst birkiæta.
 Allar þessar tegundir voru óvenju snemma á ferðinni í ár og munu því á næstu 
	dögum  síga niður í jörðina til að púpa sig. Þá hætta þær að naga og 
	allir verða glaðir um sinn.
 Blaðlýs eru margar. Birki, rifs og rósir verða helst fyrir barðinu á 
	þeim. Mest er af þeim seinni part sumars. Þær leggjast mest á nýsprotana og 
	vegsummerki þeirra eru upprúlluð og krumpuð blöð Ef þú vilt endilega úða þá skaltu blanda vatni og grænsápu 
	á úðabrúsa. Það virkar ágætlega á maðkinn og lúsina. Upp | 
  
    | Út meðdúninn!
 Út meðtengda-
 pabba!
   | Hrotur stafa af þrengingum í nef-öndunarvegi.
      Margir hafa ofnæmi fyrir rykmaur eða örverum sem eru í rúmfötunum
      sem þeir sofa við og fá af þeim bólgur í slímhúð nefsins og í
      eyrun. Þarna er dúnninn orðinn verstur. Áður var
      hann alltaf í vaxbornum verum svo örverurnar komust ekki út úr
      sænginni. Á síðari árum eru verin ekki svona vel frá gengin. Margur
      hefur hætt að hrjóta þegar hann fjarlægði dún og fiður
      úr rúminu. Japanir þvo hverja einstaka fjöður og bursta af
      henni allar örverur áður en hún er sett í sængina. Að sjálfsögðu
      verða það dýrar sængur.
      Upp Gríðarleg aukning hefur orðið á margvíslegu ofnæmi. Það er
      auðvitað frábært fyrir ofnæmislæknana sem þar með hafa
      nóg að gera. Við hin ættum að athuga hvort magnaðir ofnæmisvaldar
      eru komnir í hús okkar eins og jurtirnar sem kallastt Figus
      Benjaminicus og Tengdapabbi eða Gúmmíplantan og
      einnig eru ýmsir kaktusar duglegir í þessu efni. Prófaðu
      bara að setja þessar jurtir út úr húsinu þínu! | 
  
    | Hjarta-áfall 
	??
 Áfallí
 einrúmi!!??
 hvernig
 lifi ég
 það af??
 SVAR
 á
 Hjartalif.is
 | Hjálpum hjartanu! Sjá
	Hjartaheill.is og
	Hjartalíf.is og
	Hjartavernd !!
 Vísun hingað:
	
	http://www.GOPfrettir.net/open/thuveist/hjarta
 
		
			
				Sendandi: 
				Aðalheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri sjúkrasviðs heilbrigðisstofnunar 
	Suðurlands adalheidur@hsu.is 
	2.11.2010
				Hjartaáfall og heitt vatnÞað tekur aðeins tvær mínútur að lesa þessa mikilvægu upplýsingar og 
	ég sendi þetta til þeirra sem mér þykir vænt um ........  Ég vona að þú gerir það líka!!! | 
  
    | Lesaog
 senda
 áfram !!
        
	Áfallí
 einrúmi!!??
 hvernig
 lifi ég
 það af??
 SVAR
 á
 Hjartalif.is
   Hringjaí
 112
 !!
     
	 Upp | Hjartaáföll og heitavatnsdrykkja 
	 Þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar. Ekki aðeins um heita vatnið að lokinni máltíð,
 
  heldur einnig um hjartaáföll. Kínverjar og Japanir drekka ekki kalt vatn með mat. Þeir 
	drekka heitt te.Ef til vill er tímabært að taka upp drykkjusiði þeirra með mat.
 
 Eftirfarandi upplýsingar eiga sérstaklega erindi til 
	þeirra sem sem finnst gott að fá sér kalt vatn. Það kann að vera hressandi 
	að fá sér glas af köldu vatni með mat eða að lokinni máltíð.Kalt vatn herðir hins vegar feit efni (olíur og fitu) í matnum sem þú varst 
	að borða og hægir á meltingunni.
 Um leið og þessi "seyra hvarfast við sýru, brotnar hún 
	hraðar niður í þörmunum en föst fæða og einangrar þarmavegginn. Fljótlega 
	mun þetta breytast í fitu og getur leitt til krabbameins.Það er best að drekka heita súpu eða heitt vatn með mat eða að lokinni 
	máltíð.
 Sjá 
	Hjartaheill.is og 
	Hjartalíf.is og 
	Hjartavernd !! Upp | 
  
    | Konur !! 
	 og karlar !! Áfallí
 einrúmi!!??
     
	 Upp
 | Þekktu einkenni hjartaáfalls  
		Konur eru líklegri til að 
		upplifa:
			Óútskýrðan slappleika eða þreytu.Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrk.Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu. 
		Karlar og konur upplifa:
			Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan 
			bringubein.Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, 
			kjálka eða maga.Verkur sem kemur við áreynslu og hverfur við 
			hvíld og getur verið fyrirboði kransæðastíflu.Stöðugan verk fyrir brjósti, ef til vill með ógleði og 
			kaldsvita, sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu og krefst 
			tafarlausrar meðferðar. Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem tengjast hjartaáföllum: 
		Verkur í vinstri handlegg eru ekki eina einkenni 
		hjartaáfalls.Ákafur kjálkaverkur getur verið einkenni 
		hjartaáfalls.Þú getur lent í hjartaáfalli án þess að fá 
		brjóstverk.Ógleði og ákafur sviti eru einnig algeng einkenni 
		hjartaáfalls.  60% þeirra sem fá hjartaáfall í svefni vakna ekki aftur - 
	en kjálkaverkur getur vakið þig af svefni. Verum því varkár og meðvituð. Því 
	meira sem við vitum, því meiri líkur eru á því að við lifum af hjartaáfall.  Hjartalæknar segja að ef allir sem lesa þessi skilaboð 
	senda þau til 10 manns getum við verið viss um að það bjargi að minnsta 
	kosti einu mannslífi. Sendu vísun til vina þinna sem þér 
	þykir vænt um. Það gæti 
	bjargað lífi. Vísunin hingað á hjarta-greinina er þessi:
	>>
	
	http://www.GOPfrettir.net/open/thuveist/hjarta
 | 
  
    | hverniglifi ég
 það af??
 SVAR
 á
 Hjartalif.is
 Hringja í 112
 | Þekktu líka einkenni heilaáfalls (slags) Sjá
	Heilaheill.is !!
 
		Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, 
		aðallega í öðrum helmingi líkamans.Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja.Erfiðleika með að sjá með öðru auga eða báðum augum.Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða 
		samhæfingu.Slæman höfuðverk af óþekktri ástæðu.Yfirlið eða meðvitundarleysi. | 
  
    | 
	Heila-blóðfall 
	??
 Slag ??
 Hringja í 112
 strax!!
 | Var það kannski heilaáfall? Fékkstu slag?
 Líttu á
	
	YouTube - þar sem Davíð O Arnar, hjartalæknir, 
	heldur fyrirlestur á fundi HEILAHEILLA í Borgarleikhúsinu 4. maí 2013 um 
	gáttatif er leitt getur til slags. Sjá Heilaheill.is | 
	
    | Hefði ég bara
 vitað ...
 | Ingunn féll til jarðar í garðveislunni. Hún fullvissaði viðstadda um að hún 
	hefði hrasað um stein í nýju skónum sínum og að það væri ekkert að. Nei, nei 
	- alls ekki hringja á lækni. Þau hjálpuðu henni á fætur og fengu henni 
	annan disk með veislukostinum. Ingunn var dálítið eftir sig en hélt áfram að 
	skemmta sér með hinum.  
 Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði að hún hefði verið flutt á 
	sjúkrahús.
 
 Kl. 06:00 var hún látin.
 Hún hafði fengið heilablóðfall í veislunni. Hefðu menn þar vitað hvernig 
	maður fer að því að greina vísbendingar um heilablóðfall hefði Ingunn ef til 
	vill verið á lífi enn í dag. | 
	
    | 3 klst 
	Einar Már Valdimarsson
 læknir
 í Mbl. 7.12.07:
 ".. segaleysandi
 meðferð við
 blóðtappa í
 heilaslagæð
 ... verður að
 beita innan
 þriggja klst
 frá því
 veikindi hófust."
 |  Læknirinn segir að fái hann sjúkling til meðferðar innan þriggja 
	klukkustunda frá því að hann fékk heilablóðfallið þá geti hann náð að koma í 
	veg fyrir slæmar afleiðingar. Erfiðast er að þekkja að um heilablóðfall sé að ræða - og 
	síðan að koma sjúklingnum til læknis áður en þrír 
	tímar eru liðnir. 
	 Einar Már 
	Valdimarsson 
	læknir
	í Mbl. 7.12.07:".. segaleysandi 
	meðferð við 
	blóðtappa í 
	heilaslagæð 
	...
 verður að
	beita innan 
	þriggja klst 
	frá því 
	veikindi hófust."
 | 
	
    | Það tekur enga stund
 að læra þetta
         Hringduí
 112
     
	 Upp | Þekktu einkennin!! Einar Már 
	Valdimarsson læknir við Taugalækningadeild Landspítalans segir í Mbl. 
	7.12.07:   "Eftirfarandi einkenni ættu flestir að kannast við: 
		Skyndileg máttarminnkun öðrum megin í andliti, 
		handlegg eða fótlegg.Skyndilegir örðugleikar við að tala - eða/og 
		skilja einfalt mál.Skyndilegir örðugleikar við að ganga, truflað 
		jafnvægi.Skyndileg sjónskerðing á öðru auga eða báðum.Slæmur höfuðverkur - án þekktrar skýringar.Yfirlið eða meðvitundarleysi. (<<Viðbót frá 
		Heilaheill 8.2.2013) Hafa ber í huga að sjúklingur getur vaknað með þessi 
	einkenni." Læknar segja að allir geti lært að greina hvort 
	um heilablóðfall hefur verið að ræða. Það geri menn með því að leggja fyrir 
	einstaklinginn þessar þrjár þrautir:   1. Biðja hann að HLÆJA.2. Biðja hann að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUNUM.
 3. Biðja hann að segja EINFALDA SETNINGU - t.d. Sólin er hátt á lofti
	- eða - það er kalt í dag.
 4. Biðja hann að REKA ÚT ÚR SÉR TUNGUNA
	- ef hún kemur út í bögglingi eða vísandi til hliðar þá bendir það til heilaáfalls.
 Eigi hann erfitt með eitthvert af þessu þá hringdu strax í 112 og lýstu 
	einkennunum.  Ef þú átt heima utan Íslands skaltu 
	festa þér í minni öryggissímanúmer landsins.
 Á Norðurlöndum mun það einnig vera 112 og í Bandaríkjum 
	Norður-Ameríku 911
 | 
	
    | Á Íslandihringirðu í
 112
 Upp | Upplýsingar um slag eru réttar. Hringdu í síma 112  - 
	því fyrr - þeim 
	mun betra.   Fyrstu 3 tímarnir eru mjög 
	mikilvægir fyrir rétta 
	greiningu og meðhöndlun. Kveðja - Páll B. Helgason, læknir. Upp | 
	
    | Sendu 
	vinum þínum vísun til
 þessarar vefsíðu.
 Vísunin er hér > | Líklegt er að ef allir sem lesa þessar leiðbeiningar senda þær tíu viðtakendum
 muni að minnsta kosti nást að bjarga einum einstaklingi til viðbótar á 
	hverju ári.
 Þessi síða opnast með vísuninni:
	
	http://www.gopfrettir.net/open/thuveist/ * Upp | 
	
    | Kalk-hreinsirinn
 MjallarKísilhreinsir
 Fékkst hjá BéBé Vöruhús ehf
 Vesturvör 30C
 200 Kóp.
 S: 512-3000
 13.05.'08 
	    Daglega vörniner
 kalda vatnið
 fyrir og eftir
 sturtubaðið
 !!   Upp | Mikið hefur ritari reynt til að fjarlægja 
	kalkútfellingar sem safnast á gegnsæja glerveggi sturtubaðklefans. Í heimahúsi bíða þeir heitir og þurrir eftir að gríða heitavatns-dropana og úr þeim kalkið - sem smám saman safnast æ hraðar þegar fyrsta örþunna hrúðrin nær að myndast. Þeir 
	verða hreint ekki fallegir þegar tímar líða fram. Reynt hefur verið að nota 
	allar tegundir af skyndilausnum sem fást í Bónusi, Byko og baðkaraverslunum. 
	Öllu fylgdu miklar líkamsæfingar og nánast enginn árangur nema með væri 
	skafið með beittri sköfu - þá sást stundum einhver árangur. Árið 2008 var toppurinn >> Kísilhreinsir Frigg <<       Hann hefur dottið úr framboði - eða ritari hefur ekki fundið hann aftur. Finnst hann enn?
 	    Hef síðan fengið hjá Rekstrarvörum á Réttarhálsi 2, 110 Rvík.:Lime-A-Way Extra frá ECOLAB
 lýsingin er svona: Súrt leysiefni til hreinsunar á kísil og kalki
 ... og má vera á glerinu 5 - 10 mínútur.
 Kalda vatnið er hin daglega vörn! Þú heldur veggjum klefans kalklausum eða amk kalklitlum með því að nota 
  kalda vatnið þegar þú ferð í sturtubaðið - svona:
 
		Byrjaðu á að fullbleyta hlýju og þurru glerveggina - með köldu vatni - allan hringinn! 
		 
		Farðu nú í baðið hæfilega heitt. Kalkríka heita vatnið rennur nú 
		niður blauta veggi sturtuklefans.Strax á eftir skaltu skola heita vatnið af veggjunum með köldu vatni 
		- já - allan hringinn!*  *  * Lime-A-Way Extra - hreinsiaðgerð á nokkurra mánaða fresti Efnið inniheldur sýru  og þarf að gæta þess að hún ekki fari á málm - t.d. í 
  niðurfalli á gólfi, og ekki heldur á flísarnar (skola eins og skot) og ekki í föt (skola eins og skot). Sýran étur allt ef hún fær nógan tíma.   Gott er að bera á með málmlausum pensli. Hræra aftur í því á fletinum með penslinum 
  eftir nokkrar mínútur og í þau skipti bar ritari meira efni á. Á umbúðunum stendur hversu lengi efnið má vera á glerinu án þess að vinna því tjón. Skola að lokum með því að sprauta kalda vatninu á veggina allan hringinn - og enn betra að fylgja því eftir um leið með penslinum.
 Glerið verður kalklaust!!
 Athugaðu að ekki þarf að taka nema einn vegg í einu - t.d. einn á dag! Upp | 
	
    | Matmál | Matarmál og magamál | 
	
    | 
      Kláraðumatinn
 þinn!
   Upp | Kláraðu nú matinn þinn! segjum við
      þegar við mötum ungabarnið. Borðaðu allt sem er á diskinum
      þínum! Mundu eftir börnunum úti í heimi sem ekkert fá! segjum
      við þegar börnin okkar og unglingarnir gera sig líkleg til að leifa.
      Börnin okkar vaxa úr grasi og segja við sín börn: Borðaðu nú
      matinn þinn! Eitthvert mesta vandamál okkar, sem eigum til hnífs og skeiðar, er
      einmitt það að við borðum og borðum og reynum alltaf að klára
      matinn okkar - þó mikið af honum sé okkur alveg óþarft og oft
      ofaukið og miklu betur komið í ruslatunnunni heldur en utan á okkur. Eftir dúk og disk gerum við okkur grein fyrir þessu - 
		 en munum
      við ekki samt halda áfram að segja  Kláraðu matinn þinn ? | 
	
    | Matar- pýramídinn
   Danskimatarpýramídinn
 er endurgerður
 reglulega
 -
 þar eru líka
 uppskriftir
 að heilsu-
 samlegu
 mataræði
 -
 Matseðill
 fyrir
 vikuna
 og einnig
 næstu
 viku!!
     
	 Upp |  Mynd og upplýsingar úr Neytendablaðinu - 4. tbl. 2005.
 Kjöt- og mjólkurframleiðendur í Bandaríkjunum voru ekki glaðir þegar 
	næringarfræðingar landbúnaðarráðuneytisins settu upp þennan fæðupýramída til 
	að auðvelda almenningi að átta sig á mikilvægi fæðutegunda. Þrátt fyrir 
	mikil mótmæli varð þessi framsetning ákveðin árið 1992 - en hefur ekki verið 
	mikið hampað. Hér er kornmatur undirstaðan, grænmeti og ávextir koma næstir. 
	Mjólk og kjöt er hins vegar ekki sérlega nauðsynlegt. 1977 kom út skýrsla með ráðleggingunum: 
		Meiri kolvetni - allt að 55-60%.Meiri fisk, fuglakjöt, gróft korn, ávexti og grænmeti.Minna kjöt, egg, smjör,sykur, salt og ekki mjólk - heldur 
		léttmjólk. Auðvitað voru kjöt- og mjólkurframleiðendur æfir - og áhrif þeirra eru 
	ekki lítil. Miklu fleira er að finna í greininni í Neytendablaðinu sem kynnir efni 
	bókarinnar Food Politics eftir Marion Nestle, prófessor við N.Y.-University. 
	Skoðaðu 
	danska matarpýramídann og matseðlana! | 
	
    | BMI                         doktor.is >>
  Upp | BMI = 
	Body Mass 
	Index Reiknast svona:BMI = (Líkamsþyngd í kg) deilt með (hæðin í metrum margfölduð með sjálfri 
	sér)
 Dæmi: Sigurliði vegur 60 kíló og er 160 sentimetra hár
 160 sentimetrar = 1,6 metrar
 Sigurliða BMI = 60 / (1,6 * 1,6) = 23,4
 Kjörþyngdartafla: 
		
			| Aldur | BMI |  
			| 19-24 | 19-24 |  
			| 25-34 | 20-25 |  
			| 35-44 | 21-26 |  
			| 45-54 | 22-27 |  
			| 55-64 | 23-28 |  
			| > 64 | 24-29 |  Flokkun þyngdar eftir BMI: 
		
			| Flokkun | karlar | konur |  
			| undirþyngd | undir 20 | undir 19 |  
			| kjörþyngd | 20-25 | 19-24 |  
			| yfirþyngd | 25-30 | 24-30 |  
			| offita | 30-40 | 30-40 |  
			| mikil offita | yfir 40 | yfir 40 |  Á vefnum Doktor.is færðu þitt BMI útreiknað ásamt 
	mörgum nytsömum ráðumMúsaðu hér >> Offita 
	- kjörþyngd (sjálfskönnun)
 | 
	
    | 
      Megrunar-ráðin
   Upp |  
	Skoðaðu vefinn 
	6H.is Til íhugunar:Margir vilja takmarka eigin þunga. Öllum er hollt
      að átta sig á að maginn er ekki fljótur að segja heilanum
      frá því að hann hafi fengið nóg. Allir þekkja
      tilfinninguna að hafa borðað alltof mikið.
 Einfaldasta ráðið til að láta sinn eigin líkama hjálpa sér - er
      að fara svona að: 
        Alltaf að taka tvisvar á diskinn. Þegar þú veist að þú munt
          fara aðra ferð geturðu fengið þig til að taka talsvert hóflega
          í fyrri ferðinni.Borða rólega af diskinum. Tala við þá sem nærri eru eða líta
          í lesmál ef ekki eru aðrir til staðar.Þegar 12-15 mínútur hafa liðið frá því þú laukst af
          diskinum færðu þér aftur á diskinn. Nú hefur maginn komið
          skilaboðum til heilans og þú tekur á diskinn í samræmi vð
          það. Athugaðu:  
        Ekki borða neitt - nema drekka vatn ef þarft - síðustu 4
          klukkustundirnar áður en þú ferð að sofa.Athugaðu - að þú getur borðað hvað sem er! en ekki borða
          allt sama daginn! Langar þig í ís - eða steik - og klukkan er
          orðin 20? Þá skaltu ákveða að fá þér annað hvort á morgun
          á góðum tíma. Athugaðu að á Íslandi árið 2002 er hungur
          aðeins hugarfluga. Ef hún kemur á skökkum tíma skaltu fá þér
          vatn að drekka og hugsa um annað. Í fyrramálið muntu alls ekki
          finna til svengdar!Blóðsykurinn - Sykursýkin - er hún að ógna - eða ofþyngdin? Skoðaðu ensku matarleið læknisins dr. Michael Mosley - gúglaðu hann fyrst !! Á íslensku er bók hans (samin 2015, útgefin á Íslandi 2017): 8 vikna blóðsykurkúrinn - einföld leið til að léttast hratt og koma líkamanum í jafnvægi. Á netinu leiðbeinir hann um léttari leiðir að sama marki.  Upp | 
	
    | Hentuafganginum!
   Upp | Ertu svöng? Ertu svangur? Fáðu þér mat á diskinn.
 Líttu í bók eða blað á meðan þú borðar.
 Þú borðar dálítið til að byrja með en svo kemur að því að þú
      ferð að lesa meira en þú borðar. Þegar þú hefur lesið -
      uppgötvar þú að enn er eftir matur á diskinum. Það er vegna þess
      að þú þarft ekki að borða meira.
 Nú kemur snjalla ráðið: Hentu því sem eftir er!!
		
    	 | 
  
    | >>Upp | Mjólk og krabbamein Sjá - 
	á ísl: Jane Plant - sagan og 
	Plant-Program | 
  
    | Dr. Jane
 Plant
 kom til Íslands
 2006
 og
 2009
       
       Upp | Sjá grein Kristínar
      Völu Ragnarsdóttur, prófessors við háskólann í Bristol, í
      Mbl. 4. apríl 2001 - bls. 41, en þaðan eru eftirfarandi upplýsingar
      fengnar. Jane Plant er aðstoðarforstjóri bresku jarðfræðistofnunarinnar
      (British Geological Survey) og prófessor við Imperial College of
      Science, Technology and Medicine í London. 
		Jane Plant fékk brjóstakrabba sem tók sig upp aftur og aftur. Hún
      missti brjóstið og krabbameinið elnaði uns engin læknisráð bitu á
      það og hún fékk árið 1993 tilkynningu um mest þriggja mánaða
      lífstíma. Hún ákvað að nota þann tíma til að beita þekkingu
      sinni og reynslu við að leita sér ráðs. Hún skoðaði útbreiðslu
      krabbameins og ályktaði um tengsl þess við fæðukost og niðurstaðan
      var sú að hún hætti að neyta mjólkur og mjólkurafurða - en þær
      eru vægast sagt víða. Árangur varð áhrifamikill og Jane Plant lifir enn, kennir sér
      einskis krabbameins og hefur gefið fjölmörgum konum ráð sem hafa
      hjálpað þeim úr þessum heljargreipum. Hún gaf út bókina 
		Your Life in Your Hands
      sem fjallar um þetta.  
	Jane Plant hefur auk bóka sinna komið liðsinni sínu út á 
	vefinn til að hjálpin geti náð til sem flestra. Skoðaðu http://www.cancersupportinternational.com/ og
 
	
	
	http://www.canceractive.com/cancer-active-page-link.aspx?n=679 
	 
	The Plant programme - eða Plant-planið - er leiðbeining um 
	fæðuvalið. Annars vegar er um að ræða strangari línu fyrir þá sem eru með 
	krabbamein og hins vegar línu með meiri slaka fyrir þá sem eru komnir lengra 
	á batavegi eða bara vilja efla varnir líkamans við þessum vágesti. 
	Plant-planið er kynnt í bókinni: 
	Jane Plant og Gill Tidey - Virgin books 2001 * ISBN 978 0 7535 0925 4
 THE PLANT PROGRAMME
 þar segir á bls. 13 - þyngdarstig matartegunda
 
 
		
			| Meginhluti málsverðar | stig |  
			| Ferskir ávextir, 
			grænmetissafar og salöt | 0 |  
			| Soya mjólk og jógurt, 
			hnetur, þurrkaðir ávextir, ósoðin fræ og korn og tófú  | 1 |  
			| Blandað soðið og hrátt 
			grænmeti og ávextir | 2 |  
			| Soðið: grænmeti, 
			ávextir, korn, soðnir þurrkaðir belgávextir (ss kartöflur, maís, 
			sólblómafræ) | 3 |  
			| Niðursoðið: baunir, 
			grænmeti, soya rjómi (cream) | 4 |  
			| Meginhlutinn grænmeti 
			og egg | 5 |  
			| Meginhlutinn grænmeti 
			með kjúklingi, önd, fiski og sjávarfangi | 6 |  
			| Meginhlutinn grænmeti 
			með lambakjöti, svínakjöti, kanínukjöti, villibráð | 7 |  
			| Meginhlutinn egg | 8 |  
			| Meginhlutinn 
			kjúklingur, önd, fiskur og annað sjávarfang | 9 |  
			| Meginhlutinn 
			lambakjöt, svínakjöt, kanínukjöt, villibráð | 10 |  Í uppskriftum í bókinni er 
	þyngdarstig hvers réttar tiltekið.
 PLAN 1 fyrir þá sem eru með krabbamein:
 Engin máltíð ætti að vera þyngri en 4 og stefnt skal á að heildarþungi 
	máltíða dagsins verði á bilinu 15 - 20. Á viku má þó miða við að það verði 
	meðaltal - svo unnt sé að hafa einhver hátíðabrigði.
 
 PLAN 2 fyrir þá sem stefna að því að hindra krabbameinsmyndun eða eru að 
	halda sér á bataskeiði:
 Hafðu aðeins eina máltíð dagsins þyngri en 5 og samanlagða þyngd máltíða 
	dagsins á bilinu 30 - 35. Ef þú gerir "betur" við þig einhvern daginn vertu 
	þá þeim mun meiri aðhaldsemi hina daga vikunnar svo að hið vikulega meðaltal 
	verði samt á því sama bili.
 Árið 2001 - þegar bókin kom 
	fyrst út - hafði Jane haldið þessari áætlun í hálft 
	áttunda ár. Hún skipti úr Plan 1 í Plan 2 sex mánuðum eftir að lyfjameðferð hennar lauk 
	og tíu mánuðum síðar hvarf krabbameinið.
 
 Síðasta setningin er svona á enskunni:
 She changed from programme 1 to programme 2 six months after her 
	chemotherapy ended, and ten months after her cancer disappeared.
 Bókin er safn uppskrifta að 
	fjölbreyttum kosti sem öllum hæfir. Upp | 
  
    | Dr. R.D.
 Kradjian
 Greina-safn
 | Afar
      athyglisverð grein þar sem farið er vandlega yfir goðsögnina
      um ágæti mjólkur og gerð grein fyrir þeirri gríðarlegu áhættu sem
      tekin er með neyslu hennar. Safn greina um mjólk og
      mjólkurneyslu 
       á vef AFPA,
      American Fitness Professionals & Associates. Upp | 
  
    | Pixlar og prentun 
        
        Frá Vikari Péturssyni 2013_04_23
         
          | Pixlastærð myndar | Upplausn í MegaPixlum | Stærsta útprentun | Stærð skrárinnar (óþjöppuð) |  
          | 640x480 | 0,3 | 6x8 sm | 1,0 MP |  
          | 1440x960 | 1,4 | 13x18 sm | 4,1 MP |  
          | 1600x1200 | 1,9 | 15x20 sm | 5,7 MP |  
          | 1920x1600 | 3,0 | 20x30 sm | 9,0 MP |  
          | 2304x1538 | 3,4 | 20x30 sm | 10,2 MP |  
          | 2271x1704 | 4,0 | 25x38 sm | 12,0 MP |  
          | 2560x1920 | 4,9 | 30x40 sm | 14,7 MP |  
          | 3008x2000 | 6,0 | 40x60 sm | 18,0 MP |  Hversu stóra mynd má prenta út í fullum gæðum? Upp | 
  
    | 
    Prjónar   Upp | Prjónamálin 
		Hvað ertu með á prjónunum? Farðu inn á prjónavefinn
		www.Raverlry.com
 skráðu þig inn - það kostar ekkert.
 Þú getur leitað að hönnuðum - t.d. Stephen West
 eða t.d. að sjölum undir shawl
 og margar uppskriftir eru fríar - en aðrar geturðu keypt.
 | 
  
    | >>Upp | Skilgreining náttúruverndarhugtaka
 | 
	
    | Náttúruvernd -
 skilgreiningar
   SamantektSvavars
 Hávarðssonar
 í
 Fréttablaðinu
 13. okt. 2011
   Upp   | Samantekt skilgreininga á hugtökum í lögum um náttúruvernd
 
		Heiti friðlýsingarflokks 
		
			víðátta
				tilgangur eða markmið friðlýsingarinnarNáttúruvé
			Oft minni svæði eða hluti stærri svæða.
				Tilgangur og markmið friðlýsingar: Friðlýsing með strangri verndun, miklum takmörkunum á umferð og 
				nýtingu, í þeim tilgangi að varðveita líffræðilega fjölbreytni 
				og mögulega einnig jarðminjar/jarðmyndanir. Svæðin geta haft 
				ómetanlegt gildi sem viðmiðunarsvæði fyrir vísindarannsóknir og 
				vöktun.
Víðerni
			Stór og lítt snortin svæði.
				Tilgangur og markmið friðlýsingar: Friðlýsing miðar fyrst og fremst að því að varðveita 
				víðáttumikil svæði, lítt snortin af áhrifum, inngripum og 
				framkvæmdum mannsins.
Þjóðgarður
			Venjulega stærri svæði
				Friðlýsing til að vernda heildstætt landslag, 
				jarðmyndanir og vistkerfi svo og menningarleg og söguleg gildi 
				viðkomandi svæðis - m.a. til að stuðla að því að almenningur 
				eigi aðgang að fjölbreyttum náttúrulegum svæðum til útivistar og 
				fræðslu.Náttúruvætti
			Oftast minni svæði.
				Oftast jarðfræðileg fyrirbæri sem vernduð eru 
				vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna.Friðlönd
			Misstór svæði
				Friðlýst vegna mikilvægra vistkerfa, 
				vistgerða, tegunda og búsvæða þeirra. Landslagsverndarsvæði
			Venjulega stærri svæði
				Friðlýsing miðar að verndun sérstæðs og 
				fágæts landslags, landslagsheilda og jarðmyndana.Verndarsvæði 
		með sjálfbærri hefðbundinni nýtingu
			Venjulega stærri svæði
				Friðlýsing þjónar fyrst og fremst þeim 
				tilgangi að vernda náttúruleg vistkerfi sem nýtt eru með 
				sjálfbærum hætti.Fólkvangur
			Misstór svæði
				Friðlýsing náttúrulegs svæðis til útivistar í 
				grennd við þéttbýli.  Upp | 
	
    | 
	 >>Upp | Samningamál Nokkur undirbúningsatriði
 | 
  
    | Samninga- mál
 | Allir þurfa að semja - bæði innan og utan heimilis - oft á dag. Margir eru afar 
	snjallir samningamenn þegar þeir semja fyrir aðra en lakari þegar þeir þurfa 
	að semja fyrir sjálfan sig.  Í septemberlok 2011 skrifaði Aðalsteinn 
	Leifsson, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hugvekju og hollráð 
	sem sérstaklega var beint til kvenna sem ætla að semja við launagreiðanda 
	um hærri laun, - þ.e. selja eigin vinnuframlag dýrar.  Hann dregur fram 
	í lokin eftirgreind 10 atriði "sem rannsakendur í samningatækni hafa bent á 
	að styðja konur og karla til árangurs í launaviðræðum": 
		Byggðu tilboð þitt á hlutlægum rökum með vísan í nýjar 
		launakannanir, starfsaldur, álag og svo framvegis.Gerðu alltaf ráð fyrir að tilboð þeirra sé umsemjanlegt - ekki 
		samþykkja fyrsta boð frá þeim!Sýndu starfinu gríðarlegan áhuga! En - minntu um leið á að þú þurfir 
		að tryggja ákveðnar grunnþarfir.Mundu að setja öll samningsatriðin á borðið og ekki gleyma mögulegum 
		hlunnindum.Ekki segja frá lágmarksfjárhæðinni sem þú gætir sætt þig við - en 
		vertu skýr þannig að þeir viti hvað þú teljir vera vel ásættanlegan 
		samning.Ekki nefna bil - svo sem: " ... ég vil fá 320 til 360 þúsund". 
		Stattu með sjálfri þér!Vertu ákveðin en ekki fara í tilboðsstríð. Það er ekki hægt að senda 
		tilboð oft fram og til baka. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir 
		hvenær rétt er að hætta að ýta.Æfðu þig - á maka eða vini.Ímyndaðu þér að þú sért að semja fyrir hönd annarra en sjálfrar þín 
		- t.d. hæfileikaríks vinar.Brostu - og reyndu að njóta þess að semja! Þessi góðu ráð Aðalsteins eiga erindi til allra - hvort sem þeir eru að semja um 
	eigin laun eða annarra - eða kaupa sér bíl eða hús - eða ... .   Áður en farið er í samningaviðræður - raunar áður en tekin er ákvörðun 
	um að taka upp samninga - er nytsamt að íhuga sinn gang. Við getum kallað 
	það undirbúning að fyrsta liðnum. 
		Fara nákvæmlega yfir alla þá þætti sem ég hef þegar í hendi. (Alls 
		ekki kemur til greina að gera nýjan samning sem skerðir það sem ég hef í 
		hendi - nema annað komi ríflega í staðinn.)
			Í kjaramálum:
			
			
				Hver eru núverandi laun mín að öllu meðtöldu? Hvernig hentar 
				sumarleyfistíminn sem úthlutaður er? Hver eru önnur hagfelld 
				atriði sem fylgja starfinu? Hvaða útgjöld fylgja, - 
				ferðakostnaður, starfsmannafélagskostnaður/hagur? Hvert er 
				starfsöryggið?  Hvaða launatölur eða annað hagræði eru viðmiðunaraðilar með 
				- eða virðast vera með?  Hversu mikil er óánægja mín með núverandi kjör?Hversu auðvelt er það fyrir mig að segja upp og skipta um 
				vinnustað?  Í viðskiptum
				Sem kaupandi að bíl eða húsi spyr ég aðra söluaðila um 
				líklegt verð sem ég geti fengið ef þeir selji eignina fyrir mig.
				Ég gæti þess að finna öll óhagræði sem fylgja eigninni - því 
				hugsanlegt er að ég verði að selja skjótt aftur og þá er eins 
				víst að sá kaupandi sjái þau óhagræði en ekki þá kosti sem ég sé 
				við kaupin.
Sem seljandi íhuga ég hag minn af því að nýta eignina 
				sjálfur.Koma mér niður á þá upphæð sem ég geti vel sætt mig við - og þá 
		upphæð sem ég geti ekki sætt mig við. (Þessar upphæðir nefni ég 
		aldrei við samningsaðilann og ekki heldur við neinn sem hugsanlega getur 
		borið þær upplýsingar til hans - t.d. á stefnumóti.)
		
		
			Í launamálum: Setjum svo að ég hafi 350 
			þúsund í laun á mánuði.
				Efri mörkin: Ljóst er að (1) ég get vel sætt mig við milljón 
				á mánuði. (2) Raunar mundi ég einnig sætta mig við hálfa milljón 
				á mánuði. (3) Ég mundi þó ekki æsa mig upp ef mér væru boðin 450 
				þúsund. Ég mundi taka því.  Neðri mörkin: Almennar launahækkanir samkvæmt hagstofu eru 
				5% eftir svipaðan tíma og núverandi launasamningur minn hefur 
				staðið og það mundi skila mér 17.500 króna hækkun. Með ýmsum 
				mikilvægum rökum sýnist mér að ég hafi verið verulega 
				undir í launum þetta sama undangengna tímabil. Lágmarkið set ég 
				við töluna 400 þúsund að meðtalinni almennu hækkuninni.  Við kaup og sölu: Ég hef þegar reiknað út 
			nytsemisvirði hlutarins sem ég á og vil selja - eða sem ég ekki á en 
			vil bjóða í. Eftirkeppni mín ræður hversu mikið yfirverð ég er 
			tilbúinn að greiða eða hve mikið undirverð ég er tilbúinn til að fá 
			við söluna. Fari tilboð eða kröfur út fyrir hin settu mörk borga 
			kaupin sig ekki fyrir mig. Þá hætti ég.(Nauðsynlegt er að gæta þess að halda ekki áfram af misskilinni 
			skyldurækni gagnvart mótaðilanum - en hún er einmitt eitt af tækjum 
			hans til að lækka væntingar mínar og rýra sjálfstraust mitt svo ég 
			þori ekki að slíta viðræðunum. Takist honum það getur útkoman jafnvel 
			skilað mér rýrnun frá því sem ég hafði í upphafi.)
 Æfingartilefnin eru fjölmörg í daglegu lífi. Upp | 
  
    | >> | Skoðunarferð um Reykjavík | 
  
    | Drög
 | Hér koma drög að skoðunarferð um Stór-Kópavogssvæðið sem
      nota má þegar frændur og vinir koma í bæinn - eða erlendir
      ferðamenn: | 
  
    | Hvarskal
 byrja?
 Upp | 
        Perlan og útihverinn - einnig má byrja í Kringlunni
          - það fer líka eftir stærð hópsins og fyrirkomulagi ferðarinnar
          hvar heppilegast er að byrja.
 Gosbrunnurinn inni í Perlunni sprautar á 5 mínútna fresti en
          gervihverinn vestan bílastæðisins gýs örar.
 | 
  
    | Austanvið
 Elliða-
 árnar
   Upp | 
        Árbæjarsafn  - með því að aka norður yfir
          Elliðaár á Höfðabakkabrúnni má sýna svæðið án þess að
          fara inn á það. Ef farið er inn er þess að geta að
          uppáfinningasemi umsjónarmanna þar eru lítil takmörk sett. Það
          þarf bæði að greiða aðgang og einnig að skilja myndavélar
          eftir utan dyra - að maður tali nú ekki um upptökuvélar.Gufunes - Strandvegur - listaverkagarðurinn með verkum 
		Hallsteins Sigurðssonar sem var frændi Ásmundar Sveinssonar -
          Héðan sést yfir eiðið til Geldinganess og horfa má yfir þar sem
          til stendur að Sundabrautin liggi - ofan eða neðan sjávar. Þar
          má einnig horfa til Korpúlfsstaða og Blikastaða
          og nefna gömlu leiðina frá Reykjavík vestur og norður í land.Grafarholt - þar sem eru tankarnir með heitu
          vatni frá Nesjavöllum. Útsýni yfir höfuðborgarsvæðið er
          frábært og sólsetrin eru glæsileg héðan að sjá. Hér er
          tilefni er til að ræða hitaveituna og virkjunina við Nesjavelli.
          Einnig sér til Heiðmerkurinnar þar sem er bæði
          útivistar- og gróðursetningasvæði. Ath!! allt þetta holt hefur byggst upp síðan lýsingin var rituð. | 
  
    | Laugar -   Upp | 
        Laugarás - Hjá Áskirkju er gott útsýni yfir
          dalinn og mannvirkin þar. Þar er að nefna íþróttamannvirkin og
          útivistarkostina - fjölskyldugarðinn og grasagarðinn. Ekki gleyma
          gömlu þvottalaugunum og þeirra sögu - og því fólki sem lifði
          af því að rogast þangað með þvott í öllum veðrum. Manstu
          eftir gömlu timbur-sundlaugunum í Laugardal?Köllunarklettsvegur - þar sem kallað var á
          ferjuna yfir til Viðeyjar. Vel sést til eyjarinnar.Grafreiturinn í Laugarnesi þar sem grafin er
          Hallgerður Langbrók Höskuldsdóttir Dalakollssonar og ekkja Gunnars
          á Hlíðarenda. Þar er  Listasafn Sigurjóns.Listasafn Ásmundar Sveinssonar - (ég held að
          það sé ókeypis inn einn dag í viku - mánudag?) | 
  
    | Hvað kostar
 hitinn?
 | 
        Reykjavegur - hitaveituskúrarnir Litlu brúnu
          hitaveituhúsin eru víða í Reykjavík. Þau eru byggð yfir
          borholur í borgarlandinu.Kyndikostnaður 2011 
		=>> 4.200 krónur á mánuði að kynda timburhúsið
          mitt sem glatar öllum hita þegar hann blæs á norðan. Íbúðin er
          um 90 fermetrar.  | 
  
    | Höfði   ViðFaxa-
 flóa
     
	 Upp |  
		Höfði - 
		 Þorbergur Þorbergsson hefur gúglað eftirfarandi 
		um Höfða - raunar á ensku - sem GÓP hefur snarað: Í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu voru 
		Frakkar iðnir við kolann á Íslandsmiðum. Frönsk yfirvöld komu því á fót 
		konsúl-embætti hér á landi til að vera þeim til aðstoðar. Sá sem valdist 
		hét Brillouin. Hann fékk lóð undir húsið sem flutt var inn frá Noregi. 
		Það var eitt fjölmargra húsa sem hingað voru keypt eftir pöntunarskrám 
		en ef til vill voru fá glæsilegri.  Það ber enn mörk síns upphafs - 
		meðal annars stafina RF sem er stytting á heiti franska 
		lýðveldisins - svo og nafn konsúlsins og byggingarárið yfir dyrum 
		innanhúss. Ein af skreytingum hússins eru rómönsk knippi 
		með öxum sem eiga að tákna vald rómanskra embættismanna til að 
		húðstrýkja og hálshöggva. Önnur skreyting er Rauða húfan sem er 
		hluti einkennisklæðnaðar Jakobína úr frönsku byltingunni 1789. Húsið var 
		eitt þeirra stærstu í bænum og vakti fólki aðdáun. Brillouin fann sér 
		hins vegar ekki staðfestu hér á landi og fluttist burtu í upphafi fyrra 
		stríðs. Húsið var þá selt og það var skáldið, lögfræðingurinn og 
		athafnamaðurinn Einar Benediktsson sem keypti það. Síðar var húsið um 
		stundarsakir lagt undir breska varakonsúlinn og svo breska sendiherrann 
		til ársins 1951.  Frægasti gestur  Höfða hefur sennilega verið 
		Winston Churchill. Hann kom til Íslands árið 1941. Marlene Dietrich kom 
		hér einning í síðara stríðinu. Síðastur breskra sendiherra til að hafa 
		aðsetur í Höfða var piparsveinn sem varð fyrir frekar dularfullri 
		reynslu. Á hverjum degi sá hann annars heims veru á sveimi í húsinu. 
		Hann nefndi hana hvítu frúna. Hún reyndi svo mjög á taugar hans 
		að hann kom breska utanríkisráðuneytinu til að selja húsið. Þar með 
		komst það í eigu Reykjavíkurborgar og var ætlað til niðurrifs þar sem 
		viðhaldi þess var orðið mjög ábótavant. Arkitekt borgarinnar lét hins vegar á laun vinna að 
		viðhaldi og sýndi síðan borgarstjóranum húsið sem varð mjög ánægður með 
		útkomuna. Síðan hefur húsið verið notað fyrir opinberar móttökur og 
		viðhafnarfundi. Þúsundir frægra gesta hafa heiðrað borgina með nærveru 
		sinni, - þeirra á meðal leiðtogar ríkja, norski kóngurinn, franskir 
		forsetar, drottningar Englands og Danmerkur, forseti Ítalíu, Willy 
		Brandt kanslari Þýskalands og margir fleiri. Þekktustu gestir Höfða eru 
		vafalaust þeir Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og Mikhail Gorbatsjov 
		forseti Sovétríkjanna sem þar áttu toppfund í október 1986. Sá fundur kynnti Höfða út um allan heim og japanskur 
		auðmaður lét á sínum heimaslóðum byggja nákvæma eftirlíkingu hússins.
		Upp Styttan framan við Höfða táknar öndvegissúlur fyrsta 
		innflytjandans frá Noregi. 
     | 
  
    | Við Faxa-
 flóa
 | 
		Sólfarið við Sæbraut - Gleymum ekki stríðinu
          sem þurfti til að saga niður súlurnar sem áður stóðu í veginum að sjá
          mætti þetta listaverk. Stúfarnir eru á stéttinni. Upp | 
  
    | Útsýni fyrir
 auga
 og hug
 | 
        Hallgrímskirkja - Hnitbjörg - Það fer eftir
          veðri hvort viturlegt er að fara upp í turninn. Sjálfsagt er að
          skoða verk Einars Jónssonar í Hnitbjörgum. Það er næsta
          ótrúlegt hversu honum tekst á magnaðan hátt að móta og birta
          okkur hugmyndir og hugtök! Aðgangseyrir er fyrir
          fullorðna. | 
  
    | Í mið-bænum
   Upp | 
        Alþingishúsið og miðbærinn - Aka um
          Austurvöll og miðbæinn.Ráðhúsið - Íslandslíkanið - Gleymdu ekki
          líkaninu af Íslandi í kjallara Ráðhússins.Smábátahöfnin  
		- Þar lá áður íslenska
          víkingaskipið sem nú á sér heimahús í Njarðvík. Það er smíðað eftir norskri fyrirmynd. Var það
          Aaseborg-skipið eða Gokstad-skipið?
Hvalbátarnir - við SlippinnLandakotskirkjaHáskólahverfið og Norræna húsið - Þarna eru
          götur nefndar í höfuð Ara og Snorra svo hér
          opnast þér sú flóðgátt! | 
  
    | Kópa-vogur
   Upp | 
        Kópavogskirkja á Borgarholti 
		byggð 1958-62. Frábær
          útsýnisstaður undir kvöldsól. Sérstök hönnun hússins og umhverfið
          er aðlaðandi. Gluggana hannaði Gerður Helgadóttir en neðar við sömu götu eru Listasafn Gerðar
          Helgadóttur og tónlistar-Salurinn.Rúts-tún hefur sína sögu - gjöf til bæjarins
          frá hjónunum Finnboga Rúti Valdemarssyni, oddvita Kópavogshrepps,
          og Huldu Jakobsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, sem bæði voru
          í fyrirsvari og forgöngu fyrir Kópavogsbúa í frumbernsku
          þéttbýlisins á Kópavogshálsinum.Kópavogshöfn - afar vel varið hafnarstæði og
          aðlaðandi smábátahöfn.Kópavogsfundurinn - Minnismerki er á túni
          Kópavogshælis við Hafnarfjarðarveginn.Kópavogslækurinn - Mannskaðavatn á síðustu
          öld.Víghólarnir 
		(Veghólarnir?) - Hæsti útsýnisstaðurinn á
          höfuðborgarsvæðinu - neðan Breiðholts.Vatnsendi - ElliðavatnVífilfell - Bláfjöll | 
  
    | Garðabær   Upp | 
        Arnarnes - Gott útsýni vestur yfir sjóinn og til
          Kópavogs og Reykjavíkur. Fjölskrúðug húsagerðarlist.Vífilsstaðir - Berklasjúkrahúsið geymir
          örlagasögu um stríð - oftast upp á dauða - en líka líf og að
          lokum sigur á berklunum.Vífilsstaðavatn - vegurinn suður með Heiðmörkinni
          - Afar falleg leið. Þar er ekið meðfram golfvelli. Tilheyrir hann
          Hafnarfirði? | 
  
    | Álftanes | 
        Bessastaðir eru á Álftanesi. Sveitarfélagið er
          vel gróið og hlýlegt heim að sækja. Fjaran er stór. Upp | 
  
    | Hafnar fjörður
 | 
        Garðakirkja er í útjaðri byggðarinnar. Er hún
          er til vill í Álftaneshreppi? 
        Hafnarfjörður - Fallegt bæjarfélag.
          Stórkostlegt útsýni af börðunum á suðausturhlið bæjarins
          niður yfir kvosina í sólsetri og næturljósum. Mér þykir
          enn meira til bæjarins koma eftir að byggð voru stóru húsin í
          miðbænum.Kaldársel - Ekið austur Selvogsgötuna hjá
          kirkjugarðinum og hesthúsunum. Aka má inn veginn við
          vatnsleiðsluna eða aðeins sunnar um slóð beint á Kaldársel við
          Kaldá. Þar lokast vegurinn við hlið að vatnsbrunnum
          Hafnfirðinga. Helgadalurinn er norðan við hólana. Eitthvað hefur
          umhverfismatið gleymst þegar hann var fylltur af vatni!Valaból - (Þetta er stysta leiðin inn á öræfi
          frá höfuðborgarsvæðinu en athugaðu að í maí er leiðin ef til
          vill of blaut!) Þú ekur til suðurs yfir Kaldá og tekur
          ógreinilega slóðann - sem senn verður skýrari. Hann er grófur en
          með lagi ferðu hann á öllum fjórdrifs-fólksbílum og einnig á
          fólksbílum sem ekki eru lágir. Þú ekur inn hraunadalinn og upp
          barðið í botni hans. Þá kemurðu á mel þar sem er dálitil
          melhæð. Af henni sérðu Helgafellið framundan en til norðurs
          sérðu á klettahrygg sem er bakhliðin á Valahnúkum - ef hægt er
          að tala um bakhlið á fjalli! Fylgdu vegarslóða yfir vesturenda
          klettahryggsins þar sem hann er lægri. Þegar þú ekur fram með
          Valahnúkunum að norðan kemurðu að girðingu. Þar er gróið
          svæði, töluverð trjárækt og friðsæll dásemdar-reitur. Hann
          heitir Valaból. Í klettarananum er hellir og þar er gestabók í
          járnhulstri.  Skilaðu þangað kveðju frá mér. Upp | 
  
    | Meira! | Það þarf að bæta inn í þenna lista! Sendu mér línu með hugmyndum og umsögn um
      sjónarhólinn. Ég bæti því inn! Upp | 
  
    | Tannkremið 
	Aðdraga
 saman
 seglin
 með
 því
 að
 hætta
 að
 sóa
 | Tannkremið - eins og 
	fleira Í áratugi þurfti ég að nota sérstakt og rándýrt tannkrem. 
	Öll venjuleg tannkrem fóru illa með munnholið. Eftir fáein skipti voru 
	óþægindin yfirþyrmandi. Það eina sem dugði var enn dýrara og fékkst ekki 
	víða. Mér hefur alltaf fundist vinningur fólginn í því að geta 
	fengið ódýran hlut og uppgötva að hann er jafngóður þeim dýrari. Ég gríp því 
	oft tækifæri til að prófa. Þegar kaupmáttur íslensku krónunnar var í hæstu 
	hæðum 2007 sá ég tannkrem í Bónusi sem kostaði 80 krónur - eða fjórðung 
	verðs margra annarra tegunda. Þetta var hið ómerkilega EuroShopper-tannkrem.
	 Við notkun fann ég tvennt. Í fyrsta lagi - að það var 
	ágætt. Í öðru lagi - að það fór vel með munnholið. Sem sagt - algjört hitt.
	 Svo kom hrunið - í lok ársins 2008. Það er sama hvað þeir 
	segja um að allir hafi vitað að allt væri að fara til fjandans - nema þau 
	Geir og Ingibjörg Sólrún. Ég vissi það ekki.  Af samtíma ástæðum fór ég að hugsa um hvernig það væri að 
	lenda í þrengingum eftir að hafa lifað í vellystingum. Ég fór að hugsa um 
	tannkremið. Í vellystingunum nennir enginn að leiða hugann að því að stór op 
	á tannkremstúpunni eru stór til að auka notkunina svo að unnt sé að selja 
	hraðar. Í þrengingunum kemur að lokum sú hugmynd að það sé alveg óþarft að 
	eyða meiru en nauðsynlegt er.  Hvað þarf mikið af tannkremi í hvert sinn? Auglýsingarnar 
	segja: vel fullan tannbursta. Túpan endist allt upp í hálfan mánuð. Í 
	vellystingum gerir það ekkert til. Þá er bara gaman að kaupa nýja. 
	 Í þrengingum endar með því að manni dettur í hug að prófa 
	minni hleðslu. 1 sentimetra. Það reynist miklu meira en nóg. 0,5 sentimetra. 
	Það má í raun alls ekki vera meira. 0,2 sentimetrar. Það er ágætt. Túpan 
	endist í fjóra og hálfan mánuð. Eftir hrunið hækkaði ES-túpan í 100 krónur 
	en endist níu sinnum lengur en forðum. Og kostar ennþá minni hluta af verði 
	annarra tegunda. Í tannræktinni má klárlega orða það svo að hagur minn sé 
	margfalt betri heldur en hann var á vellystinga-árunum fyrir hrun. Allt sem 
	ég dró við mig með því að stytta kremsúluna á burstanum - hafði alltaf verið óþarft!  Hvað getur þú látið túpuna endast lengi? Þetta á við á öllum sviðum - þótt hagræðið sé misjafnt.
	
		Upp | 
  
    | Tónverk klassisk     
	     
	 Upp
 | Hér eru nokkur glettilega 
	þekkt klassisk tónverk sem gaman getur verið að hafa í lagasafninu: 
		O Fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff * 
		Hefur verið víða notuð í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og einnig í 
		auglýsingum.Rhapsody in Blue eftir George Gershwin * Notað 
		í mörgum kvikmyndum og í sjónvarpsefni.Dies Irae úr Requiem eftir Verdi * Algengt 
		æsandi stef í eltingarleikjum og spennusenum.Habanera úr Carmen eftir Bizet * 
		Ástarundirspil fyrir rómantískar senur.Ride of the Valkyries úr Die Walküre eftir 
		Richard Wagner * Taktföst hrynjandi undir aukandi spennu.Clair de Lune eftir Claude Debussy * Píanóverk 
		sem hefur ratað víða í skemmtibransanum.1812 Overture eftir Tsjaíkovskíj * Notað þegar 
		magna skal væntingar og undirbúa áhrifamiklar senur. | 
	
    | Uppskrift 
	Ís Huldu    
             
       Upp | Uppskrift að ísgerð 
		Jurtarjómi 1 lítri << Menkomel 
		paa vegetablisk basis - Whipping. Kæla hann og síðan þeyta.6 egg þeytt vel - með sykri 
		hvítum eða púðursykri. Sett þar út í bragðefni 2-3 teskeiðar s.s. 
		súkkulaði, líkjör, toblerone, daim, ... .Ofantalið hrært saman og síðan 
		þeytt. Sett í kæli uns neytt er. | 
  
    | Veggfóðrun Veggfóður | Nytsöm úrklippa úr - því miður - 
	óþekktu dagblaði: 
		Hitastig minnst 15 celsíusgráður svo límið þorni nógu fljótt og 
		veggfóðrið sígi ekki á meðan.Loftbóluvandræði? Mögulegt er að stinga lítið gat á bóluna. Ef lím 
		reynist vanta má - afar fínlega (!!!) koma því inn um gatið - en gættu 
		að yfirborði veggfóðursins sem er afar viðkvæmt þegar það er blautt.Notaðu hallamál - eða lóð - til að fá veggfóðurslengjuna lóðrétta.Best er að byrja við dyr eða glugga.Reyndu að láta brún veggfóðurslengju vera sem allra næst horninu. 0 
		- 3 sm er ágætt.Ef veggfóðrið er mynstrað og lengjurnar eiga að taka hver við af 
		annarri með vissum hætti þá skaltu byrja við gluggann. Þá eru fyrstu 
		misfellur í skugga þegar sólin skín inn um gluggann!!Við rafmagnsinnstungur og þar sem ljós koma út úr vegg skal fyrst 
		skrúfa burt lok eða ljós ef skurður má ekki sjást. Leggja svo lengjuna 
		þurra að veggnum og skera í hana lítinn kross þar sem gatið verður. 
		Síðan er veggfóðurlengjan límborinn og lögð á vegginn, klippt burt það 
		sem verður fyrir og lokið skrúfað yfir. Upp | 
  
    | Vertu! | Vertu tillitssamurog vertu heiðarlegur
Vertu tillitssamur! Vertu heiðarlegur! segjum við stanslaust
      við börnin okkar. Þegar þau feta sig áfram eftir mjóa veginum um
      lífsins rangala sjá þau fljótt að tillitssemi og heiðarleiki er ekki
      gegnumgangandi einkenni þeirra sem betur gengur að olnboga sig áfram.
      Þvert á móti! Þeir tillitssömu olnboga sig ekki áfram á kostnað
      annarra og þeir heiðarlegu eru uppteknir við það að hafa alls ekki
      af náunganum. Þá segjum við: Haltu áfram að vera tillitssamur og
      heiðarlegur! Það er ekki allt fengið með því að safna auði!
      Þannig stöndum við í vegi fyrir því að börnin okkar geti tekið
      þátt í olnbogaleik lífsins á jafnréttisgrundvelli. Vertu tillitssamur og heiðarlegur! Upp | 
  
    | Öku-maður!
 | Þegar við komum akandi eftir þjóðveginum á dýra
      bílnum okkar með dýra fólkið okkar, ástmanninn, kærustuna,
      eiginkonuna, nýfædda barnið okkar, uppkomna dóttur okkar, danska
      vininn okkar, - já - jafnvel einungis með okkur sjálfa - og skyndilega
      stekkur kind fyrir bílinn - þá er betra að vera búinn að gera upp
      hug sinn um hvað skal gera. Fyrsta viðbragð á að vera:  keyra á kindina!Íhugaðu málið alvarlega og gerðu þetta upp við þig. Lögmálið
      er: alls ekki að breyta akstursstefnu bílsins nema
      algjörlega nægur tími sé til! Þegar þú sérð kindina
      er fyrsta ákvörðun þín samstundis þessi: ég keyri á þig!
      Síðan leyfirðu þér að íhuga hvort þú hefur ef til vill tíma til
      að gera mildandi ráðstafanir  aðrar en bara þær að draga úr
      hraðanum. Dauð kind er aðeins dálítið tilfinningalegt áfall - og
      ábyrgðartrygging bílsins greiðir dálitla fjárupphæð til bóndans (ennþá
      --- en auðvitað ætti bóndinn að greiða þér - en það kemur
      seinna). Það er vissulega leitt að verða fyrir því að murka lífið úr
      kindinni - lítið eitt áður en bóndinn ætlaði hvort sem var að
      senda hana í hlutum inn í kjötbúðina - en það er léttara að lifa
      við það heldur en meiðsl á fólki og jafnvel stórslys vegna
      ósjálfráðra viðbragða við að beygja frá skepnunni. Sama á auðvitað við um ánamaðka, köngulær, mýs og ketti,
      hunda, refi og fugla - líka erni og svani og raunar líka kálfa, kýr,
      naut, hreindýr og hesta þótt þar verði meiri hætta á ferðum fyrir
      þá sem í bílnum sitja. Upp | 
  
    | Ýmis  | Hagnýt ráð - úr ýmsum áttum Upp | 
  
    | 
      Kanill drepurlyktina
 Upp | Réttara er þó: Kanillykt 
	yfirgnæfir aðra. Ef íbúðin angar af lykt sem þú ekki vilt hafa - t.d eftir 
	matargerð - skaltu setja álpappír á eldavélarhelluna og strá á hann dálitlu 
	af kanildufti. Hitaðu síðan uns allt fer að gufa upp - eða raunar - að 
	brenna. Húsið skiptir um lykt þá stundina. Án álpappírs er meira vesen að 
	hreinsa helluna. | 
  
    | 
      Bíllinnþveginn
 með
 vatni
 og
 steinolíu
 Upp | DV-20.05.1999 > Í stað þess að þvo bílinn
      með sápu og vatni skaltu nota eina fötu af vatni og bæta einum bolla
      af steinolíu út í. Á eftir skaltu þurrka bílinn vel með mjúkum
      klúti. Ef sandur eða gróf korn eru í óhreinindum bílsins skaltu skola það 
	burt áður en þú byrjar því annars nuddast þau í lakkið með svampinum. Annars 
	þarftu ekki að bleyta bílinn á undan - hversu
      óhreinn sem hann er. Þú þarft ekki heldur að skola hann á eftir.
      Þegar síðan rignir á hann hripar vatnið af honum. Þetta tefur
      ryðmyndun. Ekki bóna bílinn eftir svona þvott. GÓP hefur prófað þetta 
	- margsinnis. Hreinsar vel og það perlar af bílnum á eftir. | 
  
    | Eggjakakan | Fréttablaðið 16.11.2006 - Kristrún 
	Heimisdóttir: Besta ráðið til að búa til góða eggjaköku er að hafa pönnuna logandi 
	heita þegar eggin eru sett á hana. Þá verður kakan bæði stökkari og betri.
 | 
  
    |  | Fréttablaðið 16.11.2006 - Kristrún 
	Heimisdóttir: Engifer er gott ráð við ógleði bæði hjá börnum og fullorðnum. Ég set 
	engiferrót eða smáslettu af engiferkryddi út í vatn og þetta ráð slær á 
	vægan flökurleika.
 | 
  
    | Fótboltaskórí bað
 | Fréttablaðið 16.11.2006 - Kristrún 
	Heimisdóttir: Veit - sem gömul fótboltakona - að það er gott ráð að fara í fótboltaskónum 
	í bað því þannig lagast þeir fyrr að fætinum.
 | 
  
    | Matarsódiá glugga,
 gler og
 króm
 | DV-20.05.1999 > Matarsódi 
	hreinsar bletti og umferðaróhreinndi af rúðum, ljósum og krómi. Nuddaðu með 
	matarsóda sem stráð hefur verið í rakan svamp. Skolaðu á eftir. | 
  
    | Netpokiá flugu-
 leifar
 | DV-20.05.1999 > Notaðu 
	samanvöðlaða netpoka úr plastþræði - eins og þá sem laukum er pakkað í - til 
	að nudda skordýraklessur af bílrúðum. GÓP hefur 
	prófað þetta - en aðeins einu sinni. Virkaði ekki vel. Ef til vill ekki nógu 
	fínir plastþræðir í tilrauninni. | 
  
    |  | DV-20.05.1999 > Ef 
	opinberir starfsmenn klína límmiða á bílrúðuna er oft erfitt að ná þeim 
	aftur af. Bleyttu þá miðann í heitu ediki. Skrapaðu síðan af með gætni og 
	vættu áfram með edikinu uns allt er farið. Einnig má nota sítrónusafa og 
	salatolíu. Miða nærðu af númeraplötum og stuðaranum með því að væta hann með 
	naglalakkseyði (aceton) eða með kveikjaralegi og skafa hann svo burt með 
	hnífi eða rakvélarblaði. | 
  
    | Línolíaer
 tjörueyðir
 | DV-20.05.1999 > Bleyttu 
	tjörublettinn með línolíu og láttu hann bíða uns hann hefur mýkst. Nuddaðu 
	svo blettinn með tusku sem vætt hefur verið í olíunni. Einnig er sagt að 
	nota megi hnetusmjör! | 
  
    | Matarsódií öskuna
 | DV-20.05.1999 > Matarsódi í öskubakkann kemur í
      veg fyrir að askan haldi áfram að brenna í honum. | 
	
    | Vaxliturí lakk-rispuna
 | DV-20.05.1999 > Ef þú kemst ekki með rispuna
      strax í viðgerð geturðu látið hana bíða og nuddað í hana vaxlit
      sem er líkur lakkinu á bílnum. | 
	
	  | 
	    Þrífa flísarnarþrjár
 aðferðir
 Upp | Fréttatíminn - 10.11.2016 > 
	      (a) Matarsódi á svamp, nudda yfir óhreinindin og þvo af með vatni.(b) Hrærðu saman þykka blöndu af ediki og lyftidufti - eða matarsóda og sítrónusafa - nudda því á flísarnar - láta bíða í 3-4 klst - þvo þá af með vatni og góðum klúti. (c) Sítrónusafi einn og sér getur verið ágætur: skera sítrónuna í tvennt - sárinu nuddað yfir óhreininfdin - látið liggja smástund - þvo af.  | 
	
	  |  | Fréttatíminn - 10.11.2016 >  Tré - og plastbretti > Nuddaðu brettið með sítróuhelmingunum - láttu standa í 20 mín. - hreinsaðu með vatni. | 
	
	  | 
	    Matarsódií niðurfallið
 Upp | Fréttatíminn - 10.11.2016 > Losa stíflu með matarsóda. Þegar hægir á niðurrennslinu úr vaskinum - blandaðu saman hálfum bolla af matarsóda og hálfum bolla af ediki - helltu ofan í niðurfallið - leggðu rakan klút yfir - láttu standa í 5 mínútur - þá burt með klútinn og láttu svo heitt vatn renna niður. | 
	
	  |  | Fréttatíminn - 10.11.2016 >  Kaffipoki er betri en örtrefjaklútur - nær rykinu vel af og skilur ekki eftir sig neinar rákir. | 
	
	  | Rakurgúmmíhanski
 tekur hárin
 | Fréttatíminn - 10.11.2016 > Fyrir hunda- og kattaeigendur: límrúllur taka hár en skilja oft eftir lím sem síðar heldur enn fastar í komandi hár. Best er að strjúka af svæðinu með rökum gúmmíhanska - tekur öll hárin og skilur ekkert lím eftir. | 
	
	  | Vöndull úr álpappír
 hreinsar
 | Fréttatíminn - 10.11.2016 >Erfiðar matarleifar í eldföstum formum - t.d. eftir bráðinn og grillaðan ost. Rúllaðu saman dálitlu af álpappír, settu á hann uppþvottalög og nuddaðu. Mesta furða hvað næst af. |