| 
	GÓPfréttir
 
 
 
	Myndir afniðjum
 Jakobs og
 Petrínar
 
	  |  Jón 
Grétar Hálfdanarson í apríl 2012: "Að flytja sig til betri 
landa"
  
 Brasilíumálin 1860 - 1866 - 1873 Jakob Hálfdanarson, kaupfélagsfrömuður og borgari á Húsavík, segir í sjálfsævisögu sinni
 frá áformum Þingeyinga að flytja til Brasilíu.
 Úr fórum  Jakobs Hálfdanarsonar:
Sjálfsævisaga
 Berskuár Kaupfélags Þingeyinga
 Reykjavík 1982, Ísafoldarprentsmiðja.
 
Uppsetning Jóns 
Grétars er hér í pdf-skrá. Atriðisorð í vinstri dálki eru frá GÓP. | 
| Að flytja
 sig
 til
 betri
 landa
       !?Grænlands
 !?
 | Að flytja sig til betri landa Jakob Hálfdanarson, kaupfélagsfrömuður og borgari á Húsavík, segir í 
sjálfsævisögu sinni frá áformum Þingeyinga að flytja til Brasilíu. Kaflinn hefst 
á þennan hátt: 
	Um miðbik aldarinnar, eins og líka lengst af tíma þeim, er landið hefur verið 
byggt, mun það hafa verið sérkennilegt við þjóðina, að ekki varð vart við, að 
nokkrum dytti í hug að flytja sig til annarra landa, eins og á öllum öldum 
tíðkast hjá öðrum þjóðum, og sem hlýtur að viðhaldast á meðan nokkur byggileg 
lönd eru til ónumin í heiminum. Svo segir Jakob frá því að mikil ráðagjörð hafi þotið upp að flytja sig til 
Grænlands en þaðan voru fagrar sögur hafðar eftir Sigurði Breiðfjörð og fleirum.
 
	Flokkur manna hafði þetta um skeið í áformi og var faðir minn einn af þeim. | 
| !? Brasilíu
 !?
 | En hugmyndin hjaðnaði og Jakob segir: 
	... engan mann heyrði ég nefna útflutning uppfrá því fyrri en veturinn 1859-60 
 eftir hið voðalega áfall, sem búnaður margra varð fyrir það ár. Veit ég ei 
betur en að það væri Einar Ásmundsson í Nesi, sem fyrstur hreyfði því, að rétt 
væri að menn færu að flytja sig til betri landa, og af alkunnri bókmenntun sinni 
fann hann þá ekki annað land jafn líklegt til að hafa augastað á sem 
Suður-Brasilía í Suður-Ameríku. | 
| 1960 1 komst
   19634 komust
 | Jakob segir að sumarið 1860 hafi 3 ungir menn lagt af stað til Brasilíu en 
aðeins einn náði alla leið og settist að í Rio Janeiro, Kristján Guðmundsson 
úr Reykjadal. 
	Aftur, árið 1863, fóru 4 menn til nýlendunnar Donna Frasvila í 
Suður-Brasilíu. Það var Jón nokkur Einarsson, er búið hafði áður og uppalist í 
Svartárkoti, og Jón sonur hans, Jónas Friðfinnsson, ungur trésmiður úr Bárðardal 
og Jónas Hallgrímsson, faðir Hermanns búfræðings á Hólum í Hjaltadal, - þessara 
langskynugastur og merkastur maður. Kona hans með 2 börnum var tekin á 
Grímsstöðum, - svo af förinni gæti orðið, - og hafði ég í huga þegar hann væri 
búinn að útvelja staðinn að koma á eftir með skuldalið. (Nafnið á nýlendunni er misritun í uppskrift. Hér er um að ræða þýsku nýlenduna 
Dona Francisca í fylkinu Santa Catharina. Borgin Curitiba í fylkinu Paraná sem 
nefnd er hér að neðan er rúma 100 km þar fyrir norðan.) | 
	| Jakob undirbýr
 flutning
 til Brasilíu
 | Jakob tók að undirbúa sig undir flutning og fór m.a. að læra 
þýsku og brjótast áfram í þýskri bók og þýskum útflytjendatíðindum. En svo liðu 
árin og ýmislegt kom upp á í lífi Jakobs. Bréf bárust frá Brasilíu og eru þau 
fróðlegur aldarspegill, líka um lífið hér heima. Eitt þeirra frá Jónasi Friðfinnssyni 
- sem 
nú kallaði sig Bárðdal - og birtist í Akureyrarblaðinu Norðanfara. | 
| Jónas Friðfinnsson
 Bárðdal
 sendilangþráðar
 upp-
 lýsingar
 * Veðrineru
 mild
 | NORÐANFARI, Akureyri 9. apríl 1873 
 Kafli úr brjefi frá Jakob óðalsbónda Hálfdánarsyni á Brettingsstöðum.
 
	Hjer kemur nú loksins það eptirþreiða brjef sem tapaðist með Rachel í sumar er 
leið, og bið jeg yður að láta nú Norðanfara færa lesendum sínum það hið allra 
fyrsta. Mjer þykir bezt að ekki sje breytt nema stafsetningunni, þar sem við 
þarf, en orðin látin halda sjer, svo að menn geti sjeð, að hvað miklu leyti 
Jónas Bárðdal (sem búinn er að vera á 10. ár í Brasilíu) hefur tapað móðurmáli 
sínu.Herra M. Eiríksson, segir í miða sem fylgdi þessu brjefi, að hann hafi ekki 
neitt nýtt að skrifa mjer að þessu sinni, en í öðru brjefi frá Kaupmannahöfn er 
þess getið að Brasilíanski consúllinn hafi verið að útvega skip handa þeim, sem 
hjeðan ætla að flytja í sumar, og að varla sje efi á að það takizt, og að það 
muni geta komið hingað í maí eða júní. Í sama brjefi er þess getið að í 
Norður-Ameríku hafi verið mjög snjóamikill vetur t. a. m. 7. janúar var svo 
mikil stórhríð, að vagna fennti í kaf á járnbrautunum og allir vegir tepptust, 
og mörg hundruð manna liðu bana af, svo jeg vil nú snúa við þeim orðum herra 
Lambertsens, sem þjer birtuð í vetur, og segja að líklegt sje, að þeir sem 
áformað hafa að flytja til Norður-Ameríku sjái sig um hönd, og flytji heldur 
suður til Brasilíu, nema ef þeir vilja ekki missa af stórhríðunum.
 | 
| Fyrr sent bréf
 sökk með
 póstskipi
 | Jaktin Rachel fórst 4. ágúst 1872 í Jótlandshafi eftir að stórt barkskip hafði 
siglt á það í myrkri. Mannbjörg varð en allur farmur á leið til Íslands sökk með 
skipinu. Í því var auk bréfsins til verðandi Vesturheimsfara pappír til að 
prenta Norðanfara. Jónas Friðfinnsson hefur skrifað nýtt bréf og sent Jakobi 
þegar hann mörgum mánuðum seinna frétti af slysinu og það er bréfið eftirþreiða: | 
| Upplýsingar: Umbúskapar-
 háttu
 frjósemi heilnæmtloft
 eilíft vorog sumar
 | 
	Háttvirtu landar og fjelagsbræður!Þar sem einstöku kunningjar mínir, hafa látið í ljósi löngun ýmsra landsmanna á 
að heyra ýmsar nákvæmari upplýsingar hjeðan, enn jeg hefi hingað til skrifað, 
vil jeg nú í stuttu máli skýra frá ýmsu því sem jeg álít mestu varða fyrir þá 
sem hug hafa á að flytja hingað og er það þá fyrst og fremst að minnast á 
búskapar aðferð brasilíensku bændanna hjer í fylkinu; og svo þar næst hvernig 
útlendir aðkomumenn til haga búskapar aðferð sinni, eður hvernig þeir byrja 
búskap hjer; sömuleiðis um loptslag og veðuráttufar, frjófsemi jarðarinnar og 
svo frv.
 Þetta fylki (Provins Paraná) er eitt af þeim strjálbyggðustu og minnst ræktuðu 
fylkjum í Brasilíu; en þó eitt hið heilnæmasta og bezt lagaða til kvikfjárræktar 
og akuryrkju, og er því hörmulegt að sjá þetta fagra og frjófsama land í þessari 
æskilegu veðurblíðu, sem er að kalla eilíft vor og sumar, skuli liggja að mestum 
hluta ónotað, og jafnframt sjá í anda Íslendinga berjast um á þeirri köldu og 
ófrjósömu «Ísafold».
 | 
| Afurðir og
 verð
 | 
	(Hér sleppi ég uppskrift á miðkafla bréfsins en hann fjallar m.a. um hvað menn 
rækta þarna suður frá og um verð á afurðum.) | 
| Menntun Fáir lesaog skrifa
     Trúar-fjötrar
     nemagegn
 greiðslu
 | 
	Menntun þjóðarinnar hjer hefur verið og er á flestu á stöðum á lágri tröppu, en 
þó er það nú að vona að þetta fari bráðum batnandi, að minnsta kosti hjá þeim 
sem búa í stöðunum, því verið er nú að stofna skóla á ýmsum stöðum í 
keisaradæminu, til menntunar fólkinu í mörgum vísindagreinum. Barnaskólar hafa 
verið að undanförn í hverjum stað fleiri og færri eptir stærð staðanna, en þar í 
verður nú einungis kennt að lesa, skrifa og reikna. Meðal bændanna eru eigi 
margir sem kunna að lesa eður skrifa því síður nokkuð annað hvað menntun 
áhrærir. Þeir álíta sig hólpna og lukkulega fyrir þetta og annað líf, ef þeir 
hafa í húsum sínum nóg af helgum myndum og líkneskjum, hverjum þeir eigi heldur 
gleyma að gjöra alla virðing og tilbeiðslu því þeir eru þeim allt í öllu, og ef 
þeir vilja hafa einhverjar óskir uppfylltar, biðja þeir þessa húsguði sína og 
heita á þá gjöfum eður að halda þeim hátíð, og þá er nú eigi að tvíla að þeir 
fái bænheyrslu. Það er hörmulegt að vita hvað fólk hjer er vilt og óupplýst í 
trúarbrögðunum, og vil jeg þessu til sönnunar geta um einungis eitt atriði, sem 
er það, að prótistantar þeir sem andast, verða eigi jarðsettir í katólskum 
kirkjugarði, á þeim stöðum sem enginn prótistantiskur kirkjugarður er, verða 
þeir jarðaðir utangarðs, og fyrir hefir komið, að prestar eður byskupar hafa 
látið grafa upp lík þeirra, ef þeir í ógáti eður fyrir ókunnugleik höfðu verið 
jarðaðir í kirkjugarði, og grafa þá utangarðs. En hvað merkilegt það er að 
prestar eigi hafa á móti að fólk af báðum trúarflokkunum giptist saman, en þetta 
kemur náttúrlega fyrir, því þar af hafa þeir hag, því fyrir utan þá vanaborgun 
sem prestar fá fyrir giptingu, þurfa prótistantar að gefa honum 20 milr. í 
staðinn fyrir að fram vísa katólsku skírnarattesti.  | 
| Viðfeldnir hjálpsamir
 gestrisnir
 | 
	Brasilíanar eru yfir höfuð að tala viðfeldnir, hjálpsamir og gestrisnir, einkum 
við þá sem eru glaðværir og viðfeldnir í viðmóti við þá. Þjóðverjar eru og svo 
yfir höfuð viðfeldnir menn, en hvað hjálpsemi og gestrisni snertir, eru þeir 
eigi svo fljótir á sjer við þá sem þeir eigi þekkja.  | 
| Enginn líður skort
 sem er
 heill heilsu
 og
 vill
 vinna
 | 
	Jeg álít ekki vert fyrir mig að fara fleiri orðum um þettað hjer að ofan 
skrifaða, því ef jeg skyldi skrifa greinilega um allt, svo þið gætuð fengið 
rjetta hugmynd um hvað eina, þá yrði það meira mál enn svo, að því yrði komið í 
eitt brjef. Jeg vona og svo, að þeir sem trúa á annað borð því sem jeg skrifa 
hjeðan, láti sjer nægja með það sem komið er, og svo þann viðbætir, að jeg álít 
það enga áhættu fyrir bændafólk eður handverksmenn af Íslandi og sízt fyrir þá 
hina sömu, sem eiga við heldur erfið kjör að búa, að flytja hingað, því hjer 
þarf enginn sem hefir heilsu og vill vinna, að líða skort á lífs viðurværi; og 
hjer er hver frí og frjáls að setja sig niður hvar sem hann vill, og iðka þann 
atvinnuveg sem hverjum bezt líkar.  | 
| Ath. þó: mat samt -ekki
 óttast
 höggorma
 og rándýr
 | 
	Hvað jeg álít muni verða það óþægilegasta fyrir landa mína, ef þeir kæmu hingað, 
er það óviðfeldna matarhæfi, sem menn hafa hjer við vegagjörðirnar, og yfir 
höfuð við alla vinnu útífrá; það eru nefnilega svartarbaunir með »mandiok« farin 
(Farinha de Mandioca) og þurkað kjöt, þetta er vanalegast tvisvar á dag, og svo 
hrísgrjón til einnar máltíðarinnar, og kaffi á morgnana. Þessi fæða er kröptug 
fyrir þá sem hafa góðan maga, en Íslendingar eru vanir við svo mikla mjólk og 
mjólkurmat að jeg álít að þessi fæða yrði þeim ógeðfeld, einkum fyrst. Þar jeg 
álít að margir hafi ótta fyrir höggormum og óargadýrum vil jeg eigi gleyma að 
geta þess, að sú hætta sem manni er búin af þessu er eigi svo stór sem margur 
setur sjer fyrir sjónir. Það kemur mjög sjaldan fyrir að þetta verði mönnum að 
bana.  | 
| Í boði styrkur
 til farar
 | 
	Þeir sem framvegis kynnu að hafa löngun til að flytja hingað og vantar fje til 
ferðakostnaðar geta sent mjer nöfn sín og síns bústaðar, vil jeg þá sjá til að 
útvega þeim fría ferð hingað ef þess er kostur.  | 
| Taka með: potta
 og
 pönnur
 | 
	Jeg vil geta þess að allur fatnaður sem er hentugur á 
	Íslandi um sumartímann, er líka hentugur hjer, búshluti þá, sem tíðkast á 
	Íslandi, er eigi vert að taka með sjer, að undanteknu kaffikötlum og 
	kaffikvörnum, steikarapönnum og smápottum.  | 
| hand- verkfæri
 plógog
 herfi
 | 
	Þeir sem eru handverksmenn skyldu hafa með sjer verkfæri sín, og nauðsynlegt 
væri að menn hefðu með sjer góðar langviðarsagir (tvískeptur) og stórar 
	þversagir til að saga með í sundur trjen, því þær eru víst mikið ódýrari í 
	Norðurálfu enn hjer. Plóga og herfi skyldu þeir líka kaupa sjer, í það 
	minnsta 1 eða 2 til að flytja hingað, þó væri herfið máske ekki svo 
	nauðsynlegt, því það er óþægilegt í flutningi og því gætu menn komið sjer 
	upp hjer.  | 
| ull ullarband
 | 
	Ull og ullarband skyldi kvennfólk hafa með sjer, til að 
	geta prjónað sokka á skipinu. | 
| EKKI sauðskinns-
 blöðrur
 v/athlægis
 | 
	Betra álít jeg að menn fái sjer útlenda skó, stígvjel og 
	töflur heldur enn að vera með sínum íslenzku sauðskinnsblöðrum, því þeir 
	mundu ekki halda lengi hjer, og þar að auki yrðu menn narraðir af öllum 
	öðrum þjóðum fyrir þá. | 
| Verið hreinlát
 | 
	 Hreinlæti verða menn 
að stunda á skipinu sem auðið er, og hlýða vel fyrirskipun skipstjóra. 
	 Curitiba 28. nóvember 1872,Jónas Fr. Bárðdal.
 Adress: Curitiba Provincia Paraná Brasil.
 | 
|  |  | 
|  |  | 
| Óvíst aðallir
 skráðir
 komist
 samtímis
 !!
 | Á eftir þessu langa bréfi í Norðanfara stendur eftirfarandi auglýsing: 
	AUGLÝSINGÞeir sem hafa sent mjer nöfn sín til Brasilíu farar
 síðan 20. f. m., mega ekki búast við að fá far, ef til
 vill, fyrr en á öðru sumri, þó jeg sendi nöfn þeirra með
 vorskipum, sem fyrst fara.
 Brettingsstöðum 19. marz 1873.
 Jakob Hálfdánsson.
 | 
| Ári fyrr
 birtist
 í
 Norðanfara:
 | Haustinu áður en bréf Jónasar birtist kom eftirfarandi fram í Norðanfara: 
 NORÐANFARI, Akureyri 15. október 1872
 Úr brjefi frá Cand. M. Eiríkssyni í Kaupmannahöfn dags. 12. ágúst 1872 til 
Magnúsar Guðmundssonar á Halldórsstöðum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. 
 | 
| Brasilía styrkir
 inn-
 flytjendur
 | 
	Þegar Jónas Fr. Bárðdal í Curitiba hafði fengið brjef yðar með nafnalista yfir 
42 Íslendinga, talaði hann við fylkisstjóra sinn (Præsident), gaf honum nöfnin, 
og bað hann að skrifa stjórninni í Rio Janeiro, og biðja hana að gefa 
braselíanska generalkonsúlnum í Kaupmanna-höfn leyfi til að taka á móti þeim 
persónum, sem á hinum áðurnefnda lista standa (ásamt öðrum fleirum, sem bætast 
kynnu við síðar) og senda þá hingað á kostnað stjórnarinnar hjer (í Rio). Þetta 
hefir fylkisstjórinn gjört, því undir eins og brjef Jónasar til mín kom hingað, 
hafði líka brasilíanski Consúllinn fengið skeyti um þetta frá stjórninni í Rio 
ásamt nafnalistanum, sem hann gaf mjer afskript af.  | 
| Um ferða-
 tilhögun
 þeirra
 sem
 styrktir
 verða
   | 
	Jeg hefi nú fengið að vita hjá Consúlnum hvernig á stendur, og af því Jónas 
hefir beðið mig að skrifa yður svör og athugasemdir Consúlsins, læt jeg yður 
hjer með vita að hann gekkst við því, að stjórnin í Rio vildi veita tjeðum 
Íslendingum fría ferð frá Íslandi til Brasilíu; en hann sagði þeir yrðu sjálfir 
að sjá fyrir að komast niður til Hafnar, og gjöra sjer ómak fyrir að komast 
hingað nokkurn veginn á sama tíma, ef mögulegt væri, því þegar þeir væri allir 
hingað komnir, mundi hann sjá um að koma þeim til Brasilíu, og annaðvort koma 
þeim í skip hjá öðrum, eða, ef í hart færi, legja skip handa þeim. Þeir yrðu því 
að leitast við, að koma með skipum, sem færi nokkurnveginn á sama tíma frá 
Íslandi. Ef að þeir sem fara vilja í þetta sinn t. a. m. allir gætu komizt með 
ferð í október, þá gætu þeir líklega, ef allt gengi nokkurn veginn slysalaust, 
komizt hingað í nóvember, og yrði þá, ef til vill, ekki svo mjög langt á milli 
komu þeirra. Því mjer skildist á honum, eptir því sem adjunct Jón Sveinsson, sem 
jeg fjekk með mjer, sagði mjer, að hann ekki vildi lofa neinu með tilliti til 
þess, sem vera þeirra í Höfn kynni að kosta, einkum þeirra, sem yrðu að vera 
hjer nokkuð lengi, ef langt yrði á milli komu þeirra. En það getur þá heldur 
ekki orðið svo háskalegt, þó þeir yrðu að borga fyrir sig svo sem mánaðartíma í 
Höfn eða rúmlega það, ef þeir þurfa ekki að borga neitt annað. Með tilliti til 
þeirra, sem kynnu að bætast við þá 42, sem standa á listanum, sagðist hann ekki 
geta lofað að borga ferðina frá Íslandi til Hafnar, en sagði að hann samt mundi 
sjá fyrir þeim þegar þeir væru hingað komnir.  Þess skal enn fremur geta, að Cand. M. Eiríksson meðtók brjef Jónasar Bárðdals 
20. júlí í sumar sem er dags. í Curitiba 5. júní þ. á.. (Magnús Guðmundsson sem þetta bréf er stílað á er bróðir Kristjáns Guðmundssonar 
sem fyrstur fór til Brasilíu eins og Jakob getur um. Magnús fór með föður sínum 
og systrum í ofan-greindum hópi. Móðir þeirra treysti sér ekki til fararinnar 
og varð eftir heima í Reykjadal.) | 
| 1873 33 komust "... losnaði égvið afskipti
 af útflutnings-
 málum ..."
 | Í sjálfsævisögu Jakobs Hálfdanarsonar getum við lesið um framhaldið. 
	Loksins kom þar, að 33 íslenskar sálir fluttu sumarið 1873 til Brasilíu og 
settust þar að á hálendinu umhverfis Curitiba. Eftir 14 ár var einungis 1 af 
þessum 33 dáinn, - hinir lifðu við þægilegar kringumstæður, en ekki ríkidæmi. Um 
leið losaðist ég við afskipti af útflutningsmálum, enda fóru nú aðrir að hyggja 
	til Norður-Ameríku, og munu þeir fyrstu þetta sumar hafa flutt þangað. | 
| 7 árum áður:
 ferðinundirbúin
 en
 skip
 kom
 ekki
 * varðsvo
 afhuga
 | En af hverju var Jakob ekki sjálfur með í þessum hópi? Fyrstu árin eftir að 
Jónas Hallgrímsson skilur konu sína og börn eftir í umsjá Jakobs halda veikindi 
og dauðsföll aftur af honum. En 1866 rennur upp ögurstundin: 
	Á þessu ári var það, að svo miklar hvatir komu í bréfum frá Jónasi 
Hallgrímssyni frá Brasilíu, að ég ásamt öðrum fleiri, þó fáum, tók nú þann fasta 
ásetning að flytja með konur og börn okkar beggja næsta sumar til Brasilíu. 
Formaði ég þetta á þann hátt, að ég seldi nokkuð af búinu, en átti vísa 
kaupendur af leifunum, og leyfi til að brúka ¼ af jörðinni til vara. Far pantaði 
ég til Kaupmannahafnar með verslunarskipi frá Húsavík, því önnur tækifæri gáfust 
ekki til flutninga hér frá landi. Og ekki var þó nema um 1 skip eða eina 
skipsferð að gjöra og fór svo þegar til kom, að ferðum skipsins var breytt svo 
til, að mér var ómögulegt að fá farið, og þá engan veginn að komast. Árið færði 
svo þá frétt sem eyddi hálfum hug, þar sem nú fréttist fráfall Jónasar 
Hallgrímssonar, 13. apríl 1867, og ég hvarf er frá leið algjört frá 
útflutningnum fyrir mig, en var samt einatt knúinn til að halda uppi skrifum, 
bæði við Jónas Friðfinnsson, sem var sestur að í Curitiba (bæ á hálendinu). 
Einnig við brasilískan consul í Kaupmannahöfn og var það adjunkt Jón Sveinsson, 
hálfbróðir Hallgríms biskups, sem gekk á milli við konsúlinn og skrifaðist á við 
mig um þetta. Og svo aftur við menn hér um sveitir, sem einatt vildu komast og 
sneru sér nú ekki nema til mín fyrir það, að hinir skrifuðu mér einum. | 
| Betra ráðBrasilía
 en
 Kanada
 | Jakob skrifar líka: 
	Ljóst er mjer nú, að mannúðlegra var að benda löndum sínum til að nema land í 
Suður-Brasilíu, heldur en í Kanada, eftir því sem jeg hefi kynst sögnum um 
fyrstu tíma landa vorra, sem til þessara beggja landa fluttu á 8. tug næst liðinnar aldar. | 
| * *
 !?
 Hvað
 ef !?
 | Þegar Jakob á gamals aldri rifjar upp þessa atburði og skrifar niður, hafa ártöl 
eitthvað færst til því Jónas deyr ekki fyrr en vorið 1870. Samkvæmt 
Íslendingabók eru fæðingar- og dánardægur hans 28. janúar 1822 og 17. apríl 
1870. Jónas var því 14 árum eldri en Jakob og 41 árs þegar hann lagði af stað 
til Brasilíu. Konu sína og börn sá hann aldrei aftur. Og hvernig ætli okkur afkomendum Jakobs liði orðnir reyklitaðir í sólinni hefði 
forfaðir okkar ekki orðið tvístíga? Og hvernig hefði félagshreyfing 
Suður-Þingeyinga þróast?
 | 
| Um afdrifa-
 ríkar
 að-
 gerðir
 | Hjá sjálfum mér hef ég alltaf fundið taug til Brasilíu hvaðan sem hún kemur. Á 
menntaskólaárum var ég fastráðinn í að læra seinna verkfræði og reyna svo fyrir 
mér í Brasilíu. En smám saman komst ég á sömu skoðun og margir aðrir, að 
Brasilía er svo sannarlega land framtíðarinnar, en muni því miður alltaf verða 
það. En lengi brennur í gömlum glæðum því 1997 komst ég til Venesúela og réð mig 
þar til vinnu. Þá var norska fyrirtækið Elkem að ná um það samningum að kaupa 
þar af ríkinu kísiljárnverksmiðju sem átti að einkavæða. Hefði ég þá verið í 4 
manna hóp sem átti að taka við stjórn verksmiðjunnar og koma henni í 
skikkanlegan rekstur. Það voru hinsvegar Spánverjar sem fengu verksmiðjuna fyrir 
framan nefið á Elkem, því þeir töluðu spönsku og þekktu hvernig átti að liðka 
til fyrir slíkum viðskiptum, sögðu Elkem-menn. Og eftir það hef ég horfið 
algjört frá útflutning fyrir mig, eins og langafi orðaði það! | 
| Apríl 2012 | Jón Hálfdanarson |