GÓP-fréttir |
Kaupmannahöfn
Takmarkað er það sem hér fer á eftir sem og kunnugleiki ritara. Það væri því vel þegið ef þú gætir og vildir senda fleiri eða/og ítarlegri leiðbeiningar fyrir göngumann um þessar slóðir. Þannig verður síðan nytsamari fyrir þá sem lesa hana. |
Íslendinga- slóðir |
Íslendingaslóðir
í Kaupmannahöfn
Nokkrir staðir Athugaðu að margar frábærar leiðbeiningar er unnt að fá um þessar slóðir - þótt hér sé aðeins bent á bók Björns Th. Björnssonar. Takmarkað er það sem hér fer á eftir sem og kunnugleiki ritara. Það væri því vel þegið ef þú gætir og vildir senda fleiri eða/og ítarlegri leiðbeiningar fyrir göngumann um þessar slóðir. Þannig verður síðan nytsamari fyrir þá sem lesa hana.
|
Péturs- stræti 22 |
Í húsinu nr. 22 við Pétursstræti andaðist Jónas Hallgrímsson. Á húsinu er grár veggskjöldur. Á hann er letrað: Den islandske digter Jonas Hallgrimsson, födt paa Gaarden Hraun i Öxnadal 16. November 1807, död i Köbenhavn 26. Mai 1845, havde her sin sidste bolig. |
Frúar- kirkja |
Biskupatorg, Frúarkirkja sem Torvaldsen skreytti með list sinni, m.a. gaflmyndin sem sýnir Jóhannes skírara predika í óbyggðum. Doriskar súlur, 6 að tölu, sjást fremst. Kirkjan er byggð í ný-klassískum stíl. |
Há- skólinn |
Stendur við Frúartorg. Yfir dyrum standa einkunnarorð skólans: Coelestum adspicit lucem = hann horfir mót himneskri birtu. |
Bóka- safnið |
Universitetsbibliotek stendur við Fjólustræti. |
Stóra Kanúka- stræti |
Engin gata í Kaupmannahöfn geymir eins mörg Íslendinga-spor og Stóra Kanúkastræti sem er vegurinn milli Gamlagarðs og háskólans. |
Litla apotekið |
Litla apotekið var stofnað 1720 og var vinsælust kráa. Hér voru gestir H.C.Andersen og Sören Kirkegaard. |
Bóka- bruninn |
Í húsi við Litla Kanúkastræti nr. 6 voru bækur Árna Magnússonar þegar bruninn mikli varð. |
Sívali- turn |
Gakktu upp í Sívalaturn. |
Köbmager- gade |
Gakktu um Köbmagergade. |
Nytorv | Kongens Nytorv - þar finnurðu Hviids Vinstue. |
Bred- gade |
Við Bredgade er Marmarakirkjan og einnig kaþólsk kirkja þar sem Jón Sveinsson tók kaþólska trú. Við Bredgade er einnig Friðriks spítali þar sem Jónas Hallgrímsson lést. |
Assisten(t)s Kirkju- |
Því miður man ég ekki nafnið á kirkjugarðinum
þar sem Jónas var jarðsettur - en nú er ræsi og niðurfall við
stíginn - einmitt þar sem talið er að hann hafi verið grafinn. * |
... og | ... hvert skal fara með börnin? Að mestu pistill Heiðdísar -Heiddis@24stundir.is 24stundir - þriðjudaginn 27. maí 2008 - bls. 33 Pistillinn heitir: Ekki bara
Tívolí |
Örlítið styttur pistill Heiðdísar - Heiddis@24stundir.is |
Á rigningardögum:
Experimentarium Experimentarium er staðsett á Tuborg Havnevej 7 í Hedlerup og þangað má komast með strætó 1A frá Kongens Nytorv. Tycho Brahe Planetarium er stjörnuskoðunarmiðstöð Kaupmannahafnar og er til húsa að Gammel Kongevej 10. Frábær upplifun fyrir krakka á öllum aldri - ekki síst þrívíddarbíóið. Þegar sólin skín: Skemmtigarðurinn Bakken í suðurhluta Dyrehaven. Lestarferð þangað tekur um 20 mínútur frá aðalbrautarstöðinni til Klampenborg-lestarstöðvarinnar sem er við skógarjaðarinn. Þaðan má ganga að tívolíinu eða fá ódýrt far með hestvagni. Kongens Have nefnist fagur hallargarður umhverfis Rosenborgarhöll. Um hásumarið eru þar brúðuleikhússýningar fyrir yngstu kynslóðina alla daga nema mánudaga. Frilandsmuseet er eins konar samsuða úr Árbæjarsafni og Húsdýragarðinum. Þar er að fina gömul hús víðs vegar að úr Danmörku auk þess sem húsdýr ganga laus. Safnið er staðsett í Kongens Lyngby um 15 km frá Kaupmannahöfn. |