Forsíða

Um Hófsvað
í Vaðatali

Andrés á
Hófsvaði
2003

Við Hófsvað í vatnavöxtum

Helgina 13. - 14. október 2002 komu Andrés Magnússon og Gunnar Júlíusson með félögum sínum að Tungnaá við Hófsvað. Veðurfar var óvenjulegt, miklar rigningar og hitinn 10 gráður allan sólarhringinn. GÓP-fréttir fóru þess á leit við Andrés að hann miðlaði okkur af þessari reynslu þeirra félaga og hér fer á eftir frásögn hans og afar góðar yfirlitsmyndir sem sýna Hófsvað í heild sinni.   

Eftirmáli!
Ári síðar gerðu þeir aðra atrennu og þá var áin í venjulegu haustformi. 
Músaðu hér til að finna frábærar yfirlitsmyndir og texta Andrésar um þá ferð. 

Þegar þeir félagar komu að Hófsvaði norðan Tungnaár tók Gunnar Júlíusson þessa mynd vest-suð-vestur yfir ána og vaðið. Þegar þú hefur músað á myndina til að fá hana stærri - þá sérðu á toppinn á bíl á bakkanum hérna megin. Hann virðist lítill - en er af gerðinni Unimog og á 44" dekkjum.

Músaðu á myndina - til að fá hana stærri!!
Athugaðu að í fullri stærð er myndin þrefaldur skjárinn á lengd! 
Vildi hún ekki stækka? Færðu músina inn á myndina sem birtist. Eftir skamma stund (í Internet-Explorer 6) birtast hnappar í vinstra upp-horni og stækkunarhnappur í hægra niður-horni. Músaðu á stækkunarhnappinn!
Örnefnin setti GÓP inn á myndina
Sendu inn
nöfn ef þú þekkir - og athugasemdir ef þér sýnist rangt farið með örnefni. 


Horft til suðurs þvert yfir Hófsvað

 Frá 1964 Frá sumrinu 1964 hefur mig dreymt um að fara yfir Hófsvað.
Ég fór þá í ógleymanlega ferð í Veiðivötn. Farið var á kláfnum á Haldi yfir Tungnaá og ekið norður grýttan Búðarháls og yfir Köldukvísl við Þórisós. Síðan voru þræddar slóðir meðfram Þórisvatni vestanverðu og suður í Veiðivötn. Þetta voru mest óruddar slóðir sem tók langan tíma að fara eftir. Að launum fengum við yndislegar stundir í Veiðivötnum og upp frá því hafa töfrar hálendisins ekki sleppt af mér tökunum. 
Á leiðinni tilbaka sá ég vegvísi sem á stóð Hófsvað. Mér var strax gert ljóst að Hófsvað var ekki fyrir litla Willys jeppa eins og við vorum á (þótt það hafi verið farið á þeim) heldur þyrfti til stærri og þyngri bíla. Ég hét því þá að einhverntíma skyldi ég eignast stóran fjallatrukk og fara yfir þetta fræga vað.
13.-14. okt.
2002
Með þennan nostalgiska draum í höfðinu vorum við félagarnir mættir um miðjan október 2002. Samkvæmt öllu venjulegu átti það að vera góður tími til að fara þá leið. Við höfðum lesið gamlar frásagnir í bókum Sigurjóns Rist og Lofts Guðmundssonar. Við höfðum skoðar rennslistölur og gamlar teikningar og rætt við marga aðila.Vefsíða GÓP hafði líka verið margskoðuð en á henni voru hagnýtar upplýsingar. Helgin 13.-14. okt. var valin því þá áttum við félagarnir frí saman - en sameiginlega fríhelgi er oft erfitt að finna.
Regn
og
10 stiga
hlýindi
nætur
og
daga

Vikuna áður lagðist hann í stanslausar rigningar og hlýindi á Suðausturlandi. Skriður féllu og vegi tók í sundur. Oft er erfitt að túlka veðurspár en okkur sýndist að þessu kynni að lægja um helgina. Við ákváðum því að halda ótrauðir áfram og láta slag standa. Nokkrir í hópnum voru nógu skynsamir til að hætta við en að lokum vorum við félagarnir eftir á 2 bílum. Ég á breyttum Unimog 404 með 50 cm undir kúlu og félagi minn Gunnar á Dodge Ram með snorkel. Sá bíll var sannur arftaki gömlu Víponanna sem höfðu öslað þarna yfir í árana rás. Það var því ekki hægt að segja að við værum vanbúnir til vatnaferða.
Mælifells-
dalur 
Veiðivötn
Leiðin lá að norðan uppúr Mælifellsdal, norður fyrir Hofsjökull og síðan suður Sprengisand. Allar ár voru í vexti og mjög ólíkar því sem þær eru jafnan um miðjan október.
Að lokum vorum við í Veiðivötnum.Við báðumst þar gistingar og ræddum við skálavörðinn og sögðum honum að við hefðum hug á að fara yfir Hófsvað daginn eftir.
Áætlunin Blessaður skálavörðurinn bað þá guð að hjálpa sér. Hann sagðist hafa verið þarna í mörg ár en aldrei séð ána svo stóra. “Farið þarna upp á ölduna og lítið til suðurs. Þá sjáið þið Tungnaá og hún lítur út eins og hafsjór. Hér hefur rignt stanslaust í viku. Vatnsborðið í Ónýtavatni er nú einum metra hærra en venjulega og það hefur afrennsli í Tungnaá“.
Meira
en
mest?
Ég vissi vel að það hafði rignt en mér datt samt ekki í hug að áin væri stærri en hún er að jöfnu að sumarlagi. - Og við - á þessum háu og stóru bílum - áttum nú að ráða við venjulegt sumarrennsli.

Morguninn eftir var ekið upp á ölduna. Úti við sjóndeildarhringinn sást mikil vatnsbreiða sem við félagarnir vorum ekki sammála um hvort væri stórt stöðuvatn eða Tungnaá. Það var alla vega mikið vatn. Þegar niður var komið hittum við annan veiðivörð - sem svaraði ekki en hristi aðeins höfuðið þegar minnst var á Hófsvað.
Að 
kanna
málið
Við héldum samt áfram. Vegvísirinn góði sem hafði hvatt mig til ferðarinnar í upphafi var horfinn. Í staðinn var þar merkt Skyggnisvatn. Við ókum eftir sléttum sandinum í morgunsólinni. Að lokum komum við á öxlina þar sem útsýnið skyndilega opnaðist og áin blasti við okkur. Í andstæðu við svartan sandinn lagði skæra birtu frá ánni og fjöllunum í kring. Hófurinn var tignarlegur að sjá og skýrði vel nafngiftina á vaðinu. Og - það sem ég hafði ekki áttað mig á - að nú sást í nánast þverskurð á ánni þar sem hægt var að sjá þvert á ál 3. Það var greinilega mikið vatn þótt erfitt væri að meta það fyrir ókunnuga. 
Viðmiðanir Vatnshæðarmælirinn á bakkanum var horfinn. Þess vegna gátum við ekki lesið á stikuna en einhver hafði sagt að 110 á stikunni þýddi að vaðið væri óráðlegt.
Að fara
-
eða
ekki að fara?
Við fórum yfir ál 5 sem var lítið mál. Áll 4 beljaði fyrir framan okkur á að giska 300 metra breiður. Neðar var brot með miklum straumi og mikið vaxandi dýpi. Állinn virtist ekki árennilegur að vaða útí. Þá skellti félagi minn sér upp í bílinn og ók þvert út í ánna. Ég ætla að prufa sagði hann og ók löturhægt. Eftir 4-5 bíllengdir voru 44 tommu dekkin nánast komin í kaf. Við það dýpi er stutt í flotmörk á bílnum. Ég hugsaði með mér – skildi hann ætla yfir. Nei, hann stoppaði, rak bílinn í afturbak og kom í land aftur. Ég held að þetta sé fært sagði hann hróðugur. Má vera rétt hugsaði ég, en áll 3 er dýpstur og ekki álitlegur. Þegar horft var með kíki ofan frá virtist áin vera bólgin í honum miðjum. Ég held að hún skoli okkur til sjávar. Mér líst ekkert á að fara þetta.


Horft aðeins austan við suður yfir Hófsvað

Yfirsýn Við gengum síðan upp á 700m hæð norðan við vaðið merkt Hnaus á landakorti. Þaðan var góð yfirsýn og sáust nú allir álar og eyjur betur en á nokkurri teikningu.
Stóra eyjan sem er vestan við ál 3 var að hluta til á kafi og rann yfir hana vatn á amk 4 stöðum. Það gat varla verkið góðs viti. Svo var mikill straumur á áli 3 þar sem hún virtist bólgin.
Nei, við lögðum ekki út í.
Hvers 
vegna 
ekki?
Af hverju?
  • 1. Ráð heimamanna, þ.e veiðivarða í Veiðivötnum. Það er alltaf ráðlegt að spyrja kunnuga og maður þarf gildar ástæður til að hunsa ráðleggingar þeirra.
  • 2. Veður og úrkoma undanfarna daga studdi álit þeirra.
  • 3. Miðállin (áll 3) var greinilega í vexti og áin bólgin.
  • 4. Vatn rann yfir eyjur á nokkrum stöðum sem sýndi háa vatnshæð.
  • 5. Vaðið er vandratað (sérstaklega áll 3) og þetta voru ekki réttar aðstæður til að fara í fyrsta sinn yfir.
  • 6. Við vorum of fáliðaðir og vanbúnir til að standa í erfiðleikum.
Fróðleg 
og 
nytsöm 
ferð
Svo þrátt fyrir miklar væntingar og tilhlökkun var ákveðið að hverfa frá. Var ferðin þannig gagnlaus? Nei, alls ekki. Nú þekktum við ána í vexti og vorum betur undirbúnir til að koma síðar við betri aðstæður.Við fundum einnig góðan útsýnisstað yfir vaðið þar sem hægt er að meta strauma og brot.
Og nú höfum við tækifæri til að koma aftur næsta haust og getum haldið áfram að dreyma um ný æfintýri.
Næsta 
haust
Haustið 2003 - nánar til tekið - þann 4. október 2003 - var annað vatnahljóð í Tungnaá á Hófsvaði sem þá var gjörkannað. Sjá hér myndir og texta. 

Efst á þessa síðu * Forsíða