Forsíða
*
Sjá hér
myndirnar
úr
ferðinni |
Vonarskarð
21.-23. október 2005
Sigurbjörn Einarsson
og Ólafur Guðmundsson
í Vonarskarði Inngangur Ólafs Guðmundssonar
Heill og sæll Gísli!
Kveðskapurinn lenti í yfirnefnd og sofnaði þar. Tíndar hafa verið til svolitlar
skýringar sem reyndar virðast ekki þurfa að vera miklar þegar haft er í huga að
myndasafnið
úr ferðinni segir ferðasöguna prýðisvel. Ég varð þess var þegar ég fór að
gefa nánari gaum að myndasíðunum úr þrettándaferðinni að þar voru tilmæli um að
vísunum yrði komið á framfæri og bið ég forláts að hafa ekki veitt þessu
eftirtekt og brugðist við, sem og á drollinu við skýringagerðina. Þá sé ég og á
síðunni að þar er ég alfarið skrifaður fyrir samsuðunni. Að vísu sá ég um
innsláttinn en bakstykkið er vísur sem við Sigurbjörn hnoðuðum í sameiningu í
ferðinni en voru lagfærðar til endanlegrar gerðar, auk þess sem Sigurbjörn var
sem félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni auðvitað sjálfkjörinn til að annast hinn
opinbera flutning. Fer þannig ekki illa á því að kveðskapur þessi sé sagður úr
bílnum X-216.
Með bestu kveðjum, Ó.G.
|
* |
SAMSETNINGUR
ÚR BIFREIÐINNI X-216, LEIRLJÓSRI AÐ LIT,
til orðinn á Bárðargötu í haustferð GÓP 2005 og síðan endurskoðaður og aukinn. |
* |
GÓP er greifi Tungnárlanda,
glögg veit skil á margri þraut.
Haustferð kynnir hátt um sanda,
hóp býðst leiða fjallabraut.
Menni tvö á miðjum aldri
munstruðust í þessa för,
öræfanna yndisgaldri
ausa vildu í sálarkör.
Kútafjöld og kolum góðum
og kössum ætis hlaðið var,
í Lödu fúna en lífs með glóðum,
leið má hæfa þvílíkt far.
(Orðið lada er heppilegt heiti yfir bifreiðar frá Austur- Evrópu og det fjerne
Östen og annað þessháttar.)
Einn skal galla á þó nefna;
ei við spilað gátum Hauk
-á Selfoss meðan sett var stefna-
sinnis vors að næra lauk.
(Útbúnað skorti í X-216 til að hægt væri að hlusta á söng Hauks Mortens á
leiðinni á Selfoss.)
Í Hrauneyjum er troðinn tankur,
taka síðan auðnir við,
hátt er máni og himinn blankur,
hóll og grjót á báða hlið. |
* |
Fimmtán stiga frost, heiðskírt og stafalogn
- og næstum jafnkalt inni og úti. Í Nýjadal kuldinn nístir bein
nóttin meðan líður,
en dagrenning er dásemd ein,
dropinn kaffis ekki síður. |
* |
Geir- í vörtur girður brók
GÓP á svellið skundar,
Skoðar vel í kring og krók,
kátur broddstaf mundar. |
* |
Ísar og krapi í FjórðungakvíslEn digurbelgjadekkjamenn
drolli engu nenna.
Flognir yfir þeir fírar senn,
fleiri á eftir renna:
Álpast hljótum eins og þeir
yfir þennan klaka,
þá bylur við hljóð sem brotni leir,
betur skyldi aka.
Ætíð reiðubúnirUppdráttur þó óðar frá,
enda togar kani.
Farskjótum þá fylkja má
föstu á jarðarplani.
(X-216 datt niður um ís á kvíslinni norðan Nýjadals en var dregin upp af
traustum Ford.) |
* |
Trölladyngja í morgunsólBreiðist svo landið birtan yfir,
blátt er loft og dýrð í skýjum.
Auð hver á sem þetta lifir,
ylur vex í sálarrýjum
Galvaskur sem geitasmali
GÓP hér rekur hjörð
dunka hjóla með díselmali
dauðfrosna um jörð.
Á útifundum eða í stöð
ávarp heyra lætur,
áfram líður einföld röð,
allur skikkur mætur
Hóla treður, halur meður
hatt og veður séhvern læk.
Góp er téður, giska séður,
gneisti er léður og nenna spræk. |
* |
X-216 fer lipurlega upp harðskaflinnKubbast tönn af kambi mörg,
kassabíls í gjótu,
honum veitt er handfljót björg,
hljóðin spá þó ljótu.
(Drif brotnaði í pallbíl þegar ekið var upp brattan, freðinn skafl.) |
* |
Dimman kemur, deyfir sýn,
dregur hulu um fjallageima,
leiðin krókótt, í lullgír hvín,
létt er för við Jökulheima. |
* |
Væntum fjörs og varðeld glæðum;
viti menn hvað gerist þá:
Til bælis óðar beint er hræðum
þá börn er þægust hátta smá.
(Áhöfn X-216 þótti merkilegt hvað leiðangursmenn voru látnir fara snemma að sofa
í Jökulheimum á laugardagskvöldinu eftir hinn mikla upplyftingardag..) |
* |
Ekið yfir Tungnaá á Gnapavaði í morgunsáriðÁr er risið, enn við bit
yfir kvöldsins endi.
Kjaftagripur með kynlegt vit
kauða út talið sendi.
(Áhöfn X-216 var þess óvitandi í frjálslegu tali sínu um mannlegt atferli að
UHF-stöð, sem upp hafði verið tekin þegar lagt var af stað að morgni sunnudags,
var stillt á raddstýringu. Ábúðarfullir fulltrúar leiðangursmanna skárust þó
brátt í leikinn.) |
* |
Skrúfur skyrptust undan bílEr skrúfur skyrpast undan bíl
skjóður Lödu góðar
bæta vel og burt er víl,
brunar lestin óðar. |
* |
Langisjór undir morgunhimniLangisjór, Skaftá, list það er,
laglegast komið svona.
Aldrei komi ýta hér
allir skulu vona. |
* |
Vaska nú mál er vélargrey
vilpu læks í polli,
þá í felmtran er tautað fuss og svei
forvirran með og hrolli.
(Ökumaður X-216 hefur frumstæða ánægju af skvettum og gusugangi og blöskruðu
leiðangursstjóra að vonum aðfarirnar í læk nokkrum þar sem hann sleppti sér.) |
* |
12 strokka flugvélarmótor við MiklafellsskálaMiklafells skála mæt er náð,
mátuleg þar koma.
Að mótor á bala mjög er gáð,
meistarasmíði svona.
(Prýðilegt náðhús er við skálann í Miklafelli og nýttu sér það margir
leiðangursmenn með feginleik. Flugvélarhreyfillinn, sem dröslað hefur verið að
skálanum, mun samkvæmt netsíðum um P-39- vélar af gerðinni Allison V- 1710, 1150
hö. Í þessum vélum var hreyflinum ekki komið fyrir í nefinu heldur yfir miðjum
væng og sat flugmaðurinn fyrir framan hann. Þetta skýrir líklega hvað
hreyfillinn við Miklafellsskála er heillegur.) |
* |
Lödu gefum lausan taum,
látum frjálsa ganga.
Klaustur í við kunnan flaum
komum vind að fanga.
Suðurland vestur sælir menn
síðan værir líða.
Endilega aftur senn
ætla fara víða.
Yrkinganna óðum flaum
er nú mál að linni.
tökum við í túla saum
að tarna lokum inni. |
* |
Með bestu kveðjum frá höfundum. |