GÓP-fréttir
Ferðatorg 
Vaðatal 
Ferðaskrá


Haustferðir 2001

Að þessu sinni voru farnar fleiri ferðir. Leiðirnar lágu um stórbrotin landsvæði sem alltaf er jafn skemmtilegt um að fara þótt oft hafi áður verið heimsótt. Ritari þakkar ferðafélögunum fyrir skemmtilega og örugga samfylgd.

Myndir eru hér:

Ferð nr. 3 19. - 21. október
19. okt.
föstudagur
Ekið í Jökulheima. Hvergi snjór, frábært veður.
20. okt.
laugardagur
Nóttin hopar sjálf um sjö,
sest til fyrri nátta.
Við - með opin augu tvö -
ökum klukkan átta.

Ekin leiðin í Heljargjá og með Ljósufjöllum norðan við Lýsing.
Farið um Hraunvötn í Veiðivötn. Öll vötn spegilslétt í stafalogni og sólbirtu og veröld í tærum speglunum.
Yfir Tungnaá á Hófsvaði og gist í Hólaskjóli.

21. okt.
sunnudagur
Upphafs-úr var bara
eitt - og síðan tvö -
en svo fór að fara
fimm - og sex - - og sjö.

Ekin Faxasundin og Tungnaárfitjar og svo upp að Sveinstindi og Langasjó. Þaðan haldið upp Breiðbak. Yfir Tungnaá á Gnapavaði og síðan frá Jökulheimum til Reykjavíkur.

Frábær ferð um stórbrotnar slóðir í aldeilis einmuna laugardagsveðri.

Ferð nr. 2 12. - 14. október
12. okt.
föstudagur
Ekið í Jökulheima. Þungt snjófæri og sums staðar dregið í skafla en þó ekki til verulegs trafala.
13. okt.
laugardagur
Ekið að Dórnum og farin leiðin milli hrauns og hlíðar við Gjáfjöllin.
14. okt.
sunnudagur
Fjörlega á fætur þá
félagarnir rísa
þegar guðar eyrun á
okkar morgunvísa.

Farið suður yfir Tungnaá og komið heim skömmu eftir miðnætti.

Fjölbreytt ferð um skemmtilegar leiðir.

Ferð nr. 1 21. - 23. september
21. sept.
föstudagur
Safnast saman á föstudagskvöldi í Nýjadal.
Veður var hlýtt en með golu og lá við vætu.
22. sept.
laugardagur
Ekið í Jökulheima. Morgunn í Nýjadal fallegur með bláum himni og morgunbjarma um Tungnafellsjökul. Héla á jörðu undir morgungeislum sólar. Farið um fjölfarnar slóðir og komið í Jökulheima fyrir myrkur.
23. sept.
sunnudagur
Farið suður yfir Tungnaá. Ekið að skála Útivistar undir Mosahnjúki og farið heim um Skælinga og Skaftártungu.
Góð ferð Þetta var mjög ánægjuleg og fjölskrúðug ferð.

Pétur Örn sendir inn tölulegar upplýsingar - með þökkum fyrir ferðina:

Eknir km ......................... 764 km
Tímar alls ....................... 49:30 klst
Tímar á ferð .................... 19:40 klst
Tímar í kyrrstöðu ............ 29:50 klst
Meðalhraði á hreyfingu ... 38,8 km/klst
Meðalhraði með stoppi ... 15,4 km/klst

Efst á þessa síðu * Ferðatorgið * GÓP-fréttir * Vaðatal * Ferðaskrá